Morgunblaðið - 26.10.1986, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 26.10.1986, Blaðsíða 21
npnr waafwvr} 90 a'TnKnrTyrrynTP mnrí i<ntiinvr\\r, MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. OKTÓBER 1986 21 Hörpuútgáf an Akranesi: Gull í lófa framtíðar Minningarbók um Svöfu Þorleifsdóttur Akranesi. HÖRPUÚTGÁFAN hf. Akranesi hefur gefið út minningarbók f tíl- efni þess að 20. október eru 100 ár liðin frá fæðingu Svðfu Þor- leifsdóttur skólastjóra og braut- ryðjenda i jafnréttismálum kynjanna á íslandi. Meðal efnis í bókinni eru þættir ritaðir af fólki ssem þekkti Svöfu og störf hennar. Þá er brot úr æsku- vérkum hennar, sagnagerð og ljóðmál. Einnig eru í bókinni erindi og ræður um skólamál og jafnrétti kynjanna ásamt nokkrum þýðingum. Utgáfunefnd á vegum Sambands borgfirskra kvenna valdi efnið í bók- ina ásamt Sigurði Gunnarssyni fyrrverandi skólastjóra. í nefndinni áttu sæti Katrín Georgsdóttir, Herdls Ólafsdótitr og Ingibjörg Ber- þórsdóttir. í formála bókarinnar segir: „Svafa var ein af merkustu íslend- ingum í sinni tíð. Til þess að kona sé metin til jafns við karlmann þarf hún að standa honum langtum fram- ar. Svafa Þorleifsdóttir braut ís fordóma fyrir kynsystur sínar á mörgum sviðum, þó að enn sé langt í land og róðurinn þungur." Lokaorð Svöfu í erindi um uppeldismál eru þessi: „Með því eina móti að ala upp batnandi menn auðnast oss að leggja gull í lófa framtíðarinnar." Nafn bókarinnar felst í þessum orðum. Bókin er 163 bls. Hún er prentuð og innbundin í Prentverki Akraness hf. Káputeikningu gerði Guðrún Svafa Svafarsdóttir. J.G. IJtgáfustjórn minningarbókar um Svöfu Þorleifsdóttur ásamt útgef- anda, frá vinstri Katrin Georgsdóttir, Ingibjörg Bergþórsdóttir, Herdís Ólaf sdóttir og Bragi Þórðarson forstjóri Hörpuútgáfunnar. Áskorun til sjónvarpsstöðva Standið vörð um sálarheill barnanna KENNARAFÉLAG skóla ísaks Jónssonar skorar á sjónvarps- stöðvar að sýna ekki myndir sem eru óhollar börnum. í áskoruninni segir: „Að gefnu tilefni skorar Kennarafélag skóla ísaks Jónssonar á sjónvarpsstöðvar að sýna ekki snemma kvölds mynd- ir sem eru börnum óhollar og aldrei án þess að varað sé við efni þeirra. Vonumst við eindregið eftir að aðr- ir kennarar og uppalendur taki undir þessa áskorun okkar. Stönd- um vörð um sálarheill ungu kyn- slóðarinnar. Bjóðum henni aðeins það besta." Morgunblaðið/Sigurbjörg Síldarsöltun í fullum gangi hjá Mána hf. Síldveiðar haf nar á Neskaupstað: Síldin feit og góð til söltunar Neakaupstað. SÍLÐARSÖLTUN hófst hjá söltunarstöð Mána hf. fyrir rúniri viku. Að sögn Gylfa Gunnarssonar, framkvæmda- stjóra, er sQdin stór, feit og góð tíl söltunnar. Er heimilt að salta 300 tunnur á sólar- hring. Þa hafa verið fryst í beitu 3 tonn á dag hjá Mána. Fyrsta sfldin barst til frysti- húss S.V.N. á þriðjudag. Hún er öll fryst í beitu og hafa verið fryst um 15-20 tonn á dag. Síldina hafa bátarnir aðallega veitt í Mjóafirði, en siðasta sólar- hring hefur verið þokkaleg veiði í Norðfjarðarflóa. Afli togaranna hefur verið tergur sl. vikur og er það aðallega vegna gæftaleys- is. Um 10-20 trillur hafa að jafnaði landað hjá frystihúsinu í haust og hefur afli verið misjafn. Um 25.000 tonn hafa borist til loðnubræðslu S.V.N. á þessari haustvertíð og hefur bræðsla gengið vel, en þar eru brædd um 800 tonn á sólarhring. Sigurbjðrg. Vestfjarðakjördæmi: Niðurstöður próf kjörs Sjálfstæðisflokksins Ísafirði. PRÓPKJÖR Sjálfstæðisflokksins í Vestfjarðakjördæmi vegna framboðs flokksins við alþingis- kosningarnar á næsta ári var haldið 11.-12. október síðastlið- inn. Eins og fram hefur komið hlutu þingmenn flokksins, Matt- hías Bjarnason og Þorvaldur Garðar Kristjánsson, bindandi kosningu í 1. og 2. sæti listans og Einar K. Guðfinnsson vara- þingmaður i 3. sætið. Þátttakendur í prófkjörinu voru 1.182, þar af voru 28 atkvæðaseðlar auðir og ógildir. Atkvæði féllu þann- Flest atkv. f 1. sæti hefur því Matthias Bjarnason með 475 atkv. Flest atkv. i 1.-2. sæti hefur þvf Þorvaldur Garðar Kristjánsson með 700 atkv. Flest atkv. i 1.—3. sæti hefur þvi Einar K. Guðfinnsson með 681 atkv. 1. 2. 3. 4. HlutfaU sæti sæti sæti sæti Samtals atkvæða Hildigunnur Lóa Högnadóttir 23 46 121 276 466 40,38 Matthías Bjarnason 475 286 94 76 931 80,68 Olafur Kristjánsson 89 107 159 169 524 45,41 Óli M. Lúðvíksson 1 11 29 72 113 9,79 Þorvaldur G. Kristjánsson 318 382 134 75 909 78,77 Einar K. Guðfinnsson 166 170 345 132 813 70,45 Guðjón A. Kristjánsson 30 75 120 160 385 33,36 Guðmundur H. Ingólfsson 29 49 98 91 267 23,14 Hallgrímur Sveinsson 23 28 54 103 208 18,02 Flest atkv. i 1.—4. sætí hefur þvi Hildigunnur Lóa Högnadóttír Ólafur Kristjánsson með 524 atkv. með 466 atkv. Úlfar Morgunblaðið/Júlfus. .... __________________________________ Starfsfólk Ferðaskrifstofunnar Sögu á nýju skrifstofunni i Tjarnargötu. Ferðaskrif stofan Saga hefur opnað skrif stofu Kynnirnýja aðf erð til hægsteikingar ÍSTEX hf., i samvinnu við Alto Shaam Inc. i Bandaríkjunum, FERÐASKIRFSTOFAN Saga h.f. opnaði skrifstofu að Tjarn- argötu 10 á föstudaginn síðast- liðinn. Skrifstofan er búin öllum nauðsynlegum tækjum sem nútima ferðaþjónusta krefst, svo sem fjarrita og beinlínutenginu við bókunar- kerfi Flugleiða og Arnarflugs, en ferðaskrifstofan mun annast sölu og útgáfu farseðla þessara flugfélaga bæði innanlands og utanlands. Þá mun skrifstofan annast sölu á flugferðum, ferð- um erlendra ferðaskrifstofa, hótelgistingu, siglingum, bfla- leigubílum og annarri þjónustu fyrir ferðamenn. Vetraráætlun Sögu er í undir- búningi og mun koma út í næsta mánuði, en Saga selur meðal ann- ars allar hópferðir Flugleiða og Arnarflugs ásamt helgar- og viku- ferðum til helstu borga Evrópðu og Bandaríkjanna. Þá er einnig boðið upp á vandaðar skíðaferðir til Lech í Austurríki og þangið verður farið í jólaferð Sögu hinn 20. desember næstkomandi. Starfsmenn Sögu eru fimm talsins og hafa að eigin sögn að baki 75 ára starfsreynslu á sviði ferðamála. Þeir eru Asa Baldvins- dóttir, Kristín Karlsdóttir og Sigríður Þórarinsdóttir ferðaráð- gjafar, Pétur Björnsson sölu- og markaðsstjóri og Örn Steinsen framkvæmdastjóri. 1 f^ ¦: 1 a ¦KM *sía*m Herman Leis, sem kynna mun hina iiýju aðferð. kynnir nk. þriðjudag, á Hótel Sögu kl. 15, hægsteikingarað- ferð, sem hefur verið þróuð af Alto Shaam í Bandarikjunum imdir heitinu „halo heat". I frétt- atilky nningu frá ístex segir m.a.: „Með þessari aðferð er matur eldaður við kjörhita, sem dregur úr vökvatapi fæðunnar og gerir því matinn safarfkari og meyrari. „Halo heat-aðferðin varðveitir hollustu- gildi fæðunnar og eldað er á öruggan og einfaldan hátt. Sérfræðingur verksmiðju Alto Shaam, Hermann Leis, sýnir mat- reiðslu og myndinni Barnaby's Carvery verður brugðið á skjá, en þar er kynntur kjötskurður á mjög hagmkvæman hátt. Kynning þessi er ætluð öllum, sem starfa í matvælaiðnaði og öðr- um áhugamönnum."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.