Morgunblaðið - 26.10.1986, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 26.10.1986, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. OKTÓBER 1986 23 Munch á gamals aldrl á vinnustofu slnnl á Ekely vinnufrið og hér er einnig skýringin á einangrunaráráttu þeirri, er alltaf fylgdi honum. Það kom eingöngu til mála að umgangast að staðaldri fólk, sem var á línu við hann og gat gefíð honum eitthvað, auðgað hann andlega. Slíkur vinafjöldi hans stækkar með ári hveiju, t.d. umgengst hann árið 1895 í Berlín bóga líkt og Axel Gallén-Kallela, Harry Graf Kessler, Hermann Sclittgen og Gustav Vigeland, sem gerir ágæta bijóstmynd af Munch, en sem hann illu heilli eyðilagði eftir innbyrðis rifrildi. Arið eftir í París eru meðal vina hans auk margra fyrrnefhdra nafna Frederik Delius, Sigbjöm Obstfeld- er, Stephen Mallarmé o.fl. Hér ber að nefna einstæða konu, er hafði mikil áhrif á Munch og þá félaga á Berlínarárunum, Dagny Juel. Munch þekkti hana frá æskuárun- um en hún var dóttir héraðslæknis- ins í Kongsvinger, góðs vinar föður Munchs, herlæknisins Cristians Munch. Hún var ein af hópnum á „Græna svíninu" enda giftist hún skáldinu Przybyszewski og heillaði alla með töfrandi framkomu sinni og auk þess var hún þeim ótrúlega hæfi- leika gædd að þola öllum betur áfenga drykki. Sást víst aldrei vín á henni hve mikið sem hún drakk. Dagny Juel var á engan hátt konan í lífi Munchs svo sem Tulla Larsen, en hann átti oft eftir að mála hana og varð hún uppspretta ótal hug- mjmda ásamt því að andlitsdrætti hennar má finna í fjölda mynda hans. Henni hefur verið þannig lýst, að hún hafi ekki verið beinlínis fal- leg, en með ómótstæðilegt aðdrátt- arafl og kyntöfra — var sem persónugervingur lífsgleðinnar og lífsþorstans. Dagny Juel, sem var rpjög bók- menntalega sinnuð, gerðist nokkurs konar heillavættur listahópsins, sem hélt saman í Berlín. Var óþreytandi að uppörva þá í erfiðleikum þeirra og fátækt. Var sjálf nægjusöm, menntuðust, — tal- aði reiprennandi frönsku og þýsku. Persóna hennar hafði einhvem veg- inn í senn svo róandi og æsandi áhrif og um leið svo auðgandi — aðeins ef hún var í nágrenninu dugði það mönnum til að fá nýjar og ferskar hugmyndir. Þegar hóp- urinn ákvað að gefa út listtímarit leituðu menn að heppilegu nafni á það, þá bar hana að og umsvifa- laust stakk hún upp á nafninu Pan, sem var samþykkt á svipstundu. Hún var hjálparhella margra norskra listamanna í öllu, sem hún gat og það var margt. Kom m.a. Gustav Vigeland á framfæri í Berlín. Líf þessarar töfrandi konu, með hlátur er gerði karlmenn sturlaða og líkamsbyggingu er minnti á Madonnu, endaði með ósköpum í Tiflis á Kákasus þar sem hún var stödd, er hún var skotin í ennið í afbrýðiskasti af rússneskum óðals- bónda og syni aukýfings, sem skaut síðan sjálfan sig einnig í höfuðið. Það er sagt, að Emeryk, en svo var nafn mannsins, hafi verið af- brýðisamur út í skáldið Brzozow- sky, en Rússinn hafi orðið óður af ást til hennar og stungið af með henni til Rússlands. Það hefur vísast einnig verið afbrýðisemi með í spilinu hjá skáldinu Przybyszewski Hinn ungi Munch er var giftur henni, því að manns- höfuðið á hinum frægu myndum Munchs í mörgum eintökum, er nefnist „Afbrýði", ber ótvírætt ein- kenni skáldsins. Skáldið og Dagny höfðu lifað hamingjusömu lífi í Berlín, París, Kaupmannahöfn og Noregi en þangað fóru þau á hveiju sumri og dvöldu uppi við Kongsvinger hjá foður hennar. Hún skrifaði eitt leik- rit, sem var i geymslu þjóðleik- hússins norska en virðist nú glatað. Það er borið til baka af sjálfum Munch í línum Christians Gierlöff, mikils vinar hans að Dagny Juel hafi verið mikið gefín fyrir fijálsar ástir en hún gat víst ekki að því Munch á miðjum aldri. Til þess var tekiA hve prófíll hans og Leonardos da Vinci voru sláandi Ifkir. gert að hún var einstakt og jmdis- legt sköpunarverk. Og hvem hug menn báru til hennar, kemur fram í því, að Gierl- öff endar grein sína með því að segja: „Sigbjöm Obstfelder dó sama árið og Dagny Juel (1901) og Ant- hon Aall skrifaði þá, að Obstfelder hefði verið einn af heiðursgestunum á jörðunni — og Dagny Juel til- hejrrði þröngum hópi heiðursgesta okkar á jörðunni." Munch málaði einstæða mynd af Dagny Juel, sem hann hafði hang- andi heima hjá sér á heiðursvegg og vildi aldrei sleppa henni. Dagny Juel var eins konar guðmóðir lista- hópsins, sem hélt til í „Græna svíninu", og það var hér, sem Munch mun hafa fengið hugmjmd- ina að Livsfrisen, Lífskeðjunni eða Lífsbríkinni, svo sem nafiiið út- leggst í sýningarskrá. Bérlín þessara ára var einstök í menningarlegu tilliti ásamt því að vera mikil og fögur borg. Hún teng- ist list Munchs allt til umskiptanna miklu og taugaáfallsins árið 1908. Ég hef hér í lausum dráttum þrætt feril Munchs þar til „Livs- frisen" formast og list hans nær hámarki. Ekki er hægt að skilja list Munchs án þess að athuga þann jarðveg sem hún er sprottin úr og hún höfðar meira til nútímamanns- ins en nokkru sinni fyrr vegna þess hve mikil andstæða vélaaldar hún er, staðlaðra hugsana og jrfirborðs- mennsku. — Það er sterk sýning sem sett hefur verið saman í Norræna húsinu og val mynda virðist hafa tekist vel. Hér get ég ekki dæmt um því ég veit ekki hvaða möguleika menn höfðu í því tilliti en sjálfur hefði ég óskað eftir örfáum öðrum mjmdum er hefðu gert sýninguna ennþá öflugri samkvæmt því þema sem gengið var út frá. En þessi sýning gefur mun betri hugmjmd um list Munchs en t.d. Picasso-sýningin á Kjarvalsstöðum í sumar gerði uin list Picassos. Þekking og skilningur íslendinga á list Munchs hefur auk- ist mikið frá árinu 1970, er fyrsta Munch-sýningin var sett upp svo sem aðsóknin á þessa sýningu er til vitnis um — en hér koma einnig til framfarir í íjölmiðlum og að þeir eru nú öllu betur með á nótunum. Vegleg og mjög eiguleg sýningar- skrá hefur verið gefin út í tilefni sýningarinnar og færi vel að hún seldist upp. Skólar og bókasöfn um land allt þyrftu að festa sér hér eintak því að þetta er hið fyrsta í bókarformi, sem komið hefur út á íslandi um list þessa mikla sonar norðursins. Reykjavík Regnboga- silungur frá Færeyjum í verslunum hafa að undanförnu boðið við- skiptavinum sínum upp á regn- bogasilung, sem fluttur er til landsins frá Færeyjum. Innflutn- ingi hefur nú verið hætt. enda Pólarlax, flutti silunginn til landsins á eigin vegum. „Mér fannst þetta kjörið þar sem silung vantar alveg á markaðinn hér“, sagði Finn- bogi. „Ég flutti rúmt tonn til landsins og silungurinn seldist mjög vel, enda vænn og góður, um 5-6 pund. Núna verð ég hins vegar að bíða og sjá hvað setur, því það eru víst einhver ákvæði í lögum um að bannað sé að fljtja vatnafisk til landsins. Það hvarflaði aldrei að mér að þessi silungur gæti flokkast undir vatnafísk, því hann er búinn að vera tvö ár í sjó. Ég vil hins vegar vera í sátt við samfélagið, enda var það aldrei meining mín að bijóta lög með þessum innflutn- ingi. Mér fínnst hins vegar furðu- legt ef þessi silungur er fluttur til Ameríku og um alla Evrópu án þess að gerðar séu athugasemdir við það, en ísland virðist vera eina landið sem bannar þetta. Ég skil ekki á hvaða forsendum það er. Ef það er vegna sýkingarhættu þá má alveg eins benda á það að íslending- ar fara erlendis til að skoða laxeldi og koma heim aftur án þess að klæðnaður þeirra sé sótthreinsaður og hingað eru fluttir skrautfiskar í miklum mæli“, sagði Finnbogi, sem hefur fullan hug á að halda áfram að flytja regnbogasilung til landsins ef lejrfi fæst. Leiðrétting FÖÐURNAFN liöfundar grein- arinnar Fyrirspum til fjármála- ráðherra misritaðist i blaðinu í gær. Hans rétta nafn er Jón G. Björnsson. Er Jón beðinn velvirð- ingar á þessum mistökum. NÝTTSfMANÚMER 69-11-00 í Kaupmannahöfn FÆST í BLAOASÖLUNNI ÁJÁRNBRAUTA- STÖÐINNI, KASTRUPFLUGVELLI OGÁRÁÐHÚSTORGI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.