Morgunblaðið - 26.10.1986, Síða 25

Morgunblaðið - 26.10.1986, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. OKTÓBER 1986 25 t* i Elie Wiesel ásamt Marion konu sinni og Elisha syni þeirra í New York eftir að tilkynnt var að Wiesel hlyti Friðarverðlaun Nóbels í ár. vor var þeim öllum smalað saman til brottflutnings. Flestir þeirra lentu í útrýmingarbúðunum í Auschwitz, þar á meðal Elie Wies- el, foreldrar hans og systur. Móðirin og Izipora og yngsta syst- irin voru drepnar í gasklefunum, en um örlög hinna systranna frétti Elie ekkert fyrr en að stytjöldinni lokinni. Kom þá í ljós að þær höfðu lifað hörmunamar af. Snemma vors 1945, skömmu fyrir fall þriðja ríkis Hitlers, voru þeir feðgar Elie og Shlomo faðir hans fluttir frá Auschwitz til Buc- henwald-búðanna í Þýzkalandi. Þar lézt Shlomo úr sulti og blóð- kreppusótt. Þegar bandaríski herinn náði fram til Buchenwald-búðanna 11. aprfl 1945 var Elie Wiesel, þá 16 ára unglingur, meðal fanganna sem loks fengu frelsi. Stóð þá til að senda hann heim til Rúmeníu á ný, en það vildi hann ekki og kaus heldur að fá að setjast að ( París. Þar hóf hann svo nám við Sorbonne háskólann jafiiframt því sem hann stundaði kennslu í biblíufræðum. Um skeið dvaldist Elie Wiesel á Indlandi þar sem hann lærði ensku og kynnti sér trúarbrögð og helgisiði landsmanna. En árið 1948 fór hann sem blaðamaður til Palestínu á vegum franska blaðsins L’Arche til að fylgjast með undirbúningi að stofnun Isra- elsríkis, en sjálfstæði landsins var lýst yfír 14. maí 1948. Eftir heimkomuna til Parísar frá ísrael gerðist hann fréttaritari þar í borg fyrir dagblaðið Yedioth Ahronot í Tel Aviv, og árin 1952 og 1956 var hann fréttaritari þess blaðs hjá Sameinuðu þjóðunum í New York. { seinni heimsókninni til New York varð hann fyrir því slysi að leigubfl var ekið á hann. Meðan hann var að ná sér eftir slysið ákvað hann svo að sækja um bandarískan ríkisborgararétt. Þetta sama ár, 1956, kom fyrsta bók hans út. Bókin var gefín út á jiddísku í Buenos Aires og bar heitið „Og heimurinn þeg- ir enn“. Seinna kom bókin út í styttri útgáfu á frönsku og hét þar „La Nuit“ og loks á ensku í Bandaríkjunum og þá með sama nafni og franska útgáfan, eða „Night". Síðan hafa komið út um 20 bækur eftir Elie Wiesel, skáld- sögur og ritgerðasöfn, og fjalla margar þeirra um lífs- og frelsis- baráttu gyðinga, ekki sízt í Sovétríkjunum. Eins og fyrr segir hefur Elie Wiesel oft áiður verið tilnefndur til Friðarverðlauna Nóbels. Auk þess hefur honum hlotnazt margs- konar viðurkenningar fyrir bókmenntastörf og mannréttinda- baráttu og var hann til dæmis sæmdur frönsku bókmenntaverð- laununum Prix Livre-Inter. Þá sæmdi Ronald Reagan hann I apríl í fyrra æðstu orðu sem veitt er þar í landi óbreyttum borgur- um, Gullorðu bandaríska þingsins fyrir unnin afrek (Congressional Gold Medal for Achievement) við hátíðlega athöfn. Árið 1969 kvæntist Elie Wies- el. Eiginkonan, Marion Erster Rose, er einnig ein þeirra fáu sem komust lífs af úr útrýmingarbúð- unum í Þýzkalandi Hitlers. Eiga þau hjón son og dóttur. Fjölskyld- an býr nú í New York, enda þótt Elie Wiesel sé prófessor í bók- menntum við Boston-háskóla. Þangað skreppur hann flugleiðis til að sinna fyrirlestrahaldi um þátt þjáningar í bókmenntum. Þegar Elie Wiesel var tilkynnt að hann hlyti Friðarverðlaun í ár sagði hann í viðtali við norsku fréttastofuna NTB eftir að hafa lýst yfir þakklæti sínu: „Verðlaun- in veita mér heimild til að tala, en það hef ég alltaf gert. Nú reikna ég með að hlustað verði betur á það sem ég hef að segja, eða öllu heldur að fleiri hlusti og hlusti betur. Það eru þau áhrif sem verðlaunin hafa.“ En Elie Wiesel hefur ekki alltaf talað hreint út. Fyrir tveimur árum var hann viðstaddur minn- ingarathöfn í bænahúsi gyðinga í heimabæ sínum Sighet í Rúm- eníu. Þar flutti hann ávarp og sagði meðal annars: „Óttinn held- ur mér enn í heljargreipum. Fram á miðjan sjötta áratuginn vildi ég ekkert segja. Ég var hræddur, og sagði ekki neitt. En svo varð mér ljóst að okkur, sem komumst af, ber skylda til að segja frá. Og nú hefur þörfín fyrir að skrifa heltek- ið mig. En ég er hræddur um að ég einn geti ekki sagt allt sem segja þarf.“ (Heimild: Associated Prese m.m.) heimili landsins! NÝTT! NÝTT! Pils, blússur, peysur. Glugginci, Laugavegí 40, Kúnsthúsinu. Leiðbeinendur: Eiríkur Þorbjörnsson, framkvæmdastjóri Krístján Gunnarsson, verkfræðingur Bjöm Viggósson, markaös- og söluráó- gjafi FRAM TQLVUSKOLI Tölvuvæðing fyrirtækja Hefur þú hugleitt hvað það kostar fyrirtœki þitt að tölvuvæðast? Veistu að það er ódýrast að hafa hlutina í lagi? Námskeiðið Tölvuvæðing fyrirtækja er ætlað öllum þeim sem hugleiða tölvu- kaup fyrir meðalstór og minni fyrirtæki. Kynntur verður vél- og hugbúnaður fyrir einkatöívu en á því sviði hafa átt sér stað byltingarkenndar framfarir. Farið er vandlega yfir þau fjölmörgu atriði sem þarf að taka með í reikninginn við tölvuvæðingu. Efni: Hvaða hugbúnað þarf? Kynntur verður samhæföi hugbúnaðurinn STÓLPI sem hentar flestum gerðum fyrirtækja s.s. iðnaðarfyrirtækjum, verktökum, þjónustufyrirtækjum, prent- smiðjum, bókaútgáfum, heildverslunum, verslunar-, fjölmiðla- og ráðgjafafyrir- tækjum. Helstu þættir hans eru: * Fjárhagsbókhald * Lánardrottnabókhald * Birgðakerfi * Sölunótukerfi * Skuldunautabókhald * Launakerfi * Verkbókhald * Tilboðskerfi Kynntur verður annar hliöstæður búnaður, algeng ritvinnslukerfi, gagnasafn- kerfi og töflureiknar. Hvaða vélbúnað þarf? Hér er gefið yfirlit yfir allar þærfjölmörgu tölvur semeru á boðstólum og er farið í þau atriði sem máli skipta við val á vélbúnaöi. Hvað kostar tölvuvæðingin? Farið er í alla helstu þætti stofnkostnaðar, rekstrarkostnaðar og byrjunarkostn- aðar en mjög algengt er að slíkir hlutir gleymist þegar fyrirtæki tölvuvæðast. * Með góðum undirbúningi og réttu vall é tækjum og búnaði geta fyrirtækl sparað bæði fé og fyrirhöfn. Þetta némskelð er því peninganna virði auk þess sem þétttak- endur öðlast rétt é ókeypis kaupendaréðgjöf Tölvuskólans FRAMSÝN. Staður: Tölvuskólinn FRAMSÝN, Siðumúla 26, símar 91-39566 og 91-687434 Tími: miðvikudag 29. október kl. 8.30—12.30

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.