Morgunblaðið - 26.10.1986, Síða 26

Morgunblaðið - 26.10.1986, Síða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. OKTÓBER 1986 Vestmannaeyjar: Síldin hressir uppá bæjarbraginn Voslmannapvinm Vestmannaeyjum. FYRSTA sildin á yfirstandandi vertíð barst á land í Vestmanna- eyjum á fimmtudaginn. Eins og jafnan áður þegar silfrandi síldin kemur í plássið lifnar verulega yfir bæjarbragnum og hendur eru látnar standa fram úr ermum við vinnsluna. Fjórir Eyjabátar eru byijaðir síldveiðar og tveir þeirra lönduðu heima á fimmtudaginn. Suðurey 200 tonnum og Valdimar Sveinsson 120 tonnum. Síldina fengu bátamir á Norðfjarðarflóa og heimsiglingin af miðunum tók tæpan sólarhring. Hófst vinna við söltun og frystingu í þremur fískvinnslustöðvum strax við komu bátanna. Stærsta síldin er heilfryst fyrir Japansmarkað, nokkuð er flakað og fryst, en megnið af síldinni fer í salt fyrir,markaði í Svíþjóð og Finnl- andi. Allir vona að samningar náist um sölu á saltsíld til Rússlands, því hér sem víðar er síldarvinnslan stór og ómissandi hluti af lífsafkomu fólks og byggðarlags. “Við höfum verið hráefnislausir í rúma viku og því er þessi síld sér- lega velkomin," sagði Sigurður Einarsson, framkvæmdastjóri Hrað- frystistöðvar Vestmannaeyja, í samtali við fréttaritara Morgun- blaðsins. Hraðfrystistöðin gerir út Unnið við síldarlöndun. Tunnan vigtuð eftir að búið er að salta ofan í hana. Suðureyna og mun báturinn landa öllum kvóta sínum heima í Eyjum. Sigurður sagði að síldin væri mjög atvinnuskapandi og ef ekki yrði síldarvinnsla með einum eða öðrum hætti í haust verður lítið um atvinnu hjá landverkafólki. - hkj. Silfur hafsins. Síldarfrysting. Morgunblaðið/Sigurgeir Nemendur fiskeldisbrautar ná i klakfisk við ádrátt, sem er einn af verklegu þátt- unum i náminu. Þarna náðum við einum. Þrettán nemendur á nýrri fiskeldisbraut í Kirkjubæiarskóla Alls sóttu 40 manns um skólavist Kirkjubœjarklaustri. í HAUST hófst nám í fiskeldi og fiskirækt við Kirkjubæjar- skóla á Kirkjubæjarklaustri og er það hluti af fjölbrautaskóla- námi. Um er að ræða tveggja ára nám á fiskeldisbraut og er frekara nám ekki skipulagt enn sem komið er. Nám þetta tengist mjög at- vinnu-lífínu á íslandi og er mikil þörf á menntuðu fólki til þessara starfa þegar hver fískeldisstöðin á fætur annari tekur til starfa vítt og breitt um landið enda hafa bæði Þorsteinn Pálsson fjármála- ráðherra og Sverrir Hermannsson menntamálaráðherra sýnt skóla- starfí þessu sérstakan áhuga og velvilja. Undanfari þessa náms yið Kirkjubæjarskóla er að á sl. tveimur árum hefur 9. bekkur grunnskólans haft fiskeldi sem valgrein og þar með byggt upp námið að hluta til. Kirkjubæjar- skóli hefur fískeldisstöð á leigu í nágrenninu og öll aðstaða til verk- legs náms er þar fyrir hendi. Skólinn var settur 23. október og settust þá 13 nemendur í 1. bekk, en umsækjendur voru 40. Flestir nemendanna búa á heima- vist enda margir komnir langt að. Þegar fjölbrautanámið var komið í Kirkjubæjarskóla kom strax fram áhgugi fólks á að nýta sér aðstöðuna til framhaldsnáms og sækja nú fímm „öldungar" nám við skólann í kjamagreinum og má segja að þar með sé kominn vísir að öldungadeild. Skólastjóri Krikjubæjarskóla er Jón Hjartarson, en aðalkennari á fískeldisbraut er Bjami Jónsson líffræðingur. HSH Glaður hópur að loknum góðum degi. Morgunblaðið/Hanna Farið í ádrátt í Hörgsá ... , .... ö - sem er hluti af verklegum þætti f iskeldisbrautar Kirkjubæjarklaustri. ° Það var hress og kátur hópur, gá að fískum en síðan var netið sem lagði af stað kl. 13.00 einn daginn til að ná í klakfisk í Hörgsá. Allir voru vel klæddir eins og um vetrarferð væri að ræða enda kuldalegt að ösla í kaldri ánni í nokkrar klukku- stundir. Með í förinni voru tvc-ir í kafarabúningi en aðrir létu sér nægja vöðlur. Kafarar fóru fyrst í hylina að gert klárt og gengið í verkið. Þegar fiskur kom í netið var hann strax tekinn og settur í þar til gerðan tank til geymslu. Þegar búið var að draga á við alla helstu hylina, var farið með fískinn í fí- skeldisstöðina þar sem hann bíður kreistingar. Fréttaritari hafði tal af einum nemanda fískeldisbrautar og spurði hann fyrst hver ástæðan væri fyrir því að velja þetta nám: „Þetta er atvinnugrein í miklum og ömm vexti. Stöðvar em nú margar starfandi og þeim á eftir að §ölga mikið næstu árin. Aukið eldi kallar á fleiri til starfa og þá sérstaklega menntað fólk.“ - Hvemig líst þér á tilhögun náms hér? „Mér líst mjög vel á það. Bók- lega námið er með fjölbrautar- sniði, þ.e. að eftir tvo vetur hér er punktafjöldinn samsvarandi þremur önnum til stúdentsrprófs. Síðan bætist fiskeldisþátturinn við sem er stór hluti af náminu. Hann skiptist í bóklegt og verklegt nám.“ - Á hveiju byijar verklegi þátt- urinn? „Verklegi þátturinn hófst strax í haust með ádrætti til söfnunar á klakfiski og verður hann kreist- ur þegar að því kemur í stöð sem nemendur hafa til eigin afnota." HSH

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.