Morgunblaðið - 26.10.1986, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 26.10.1986, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐE), SUNNUDAGUR 26. OKTÓBER 1986 Hallgrímskirkja vígð í dag1: Nýir möguleikar til starfa í minningarkirkju Hallgríms Á Skólavörðuhæð í Reykjavík var áríð 1932 af- hjúpuð stytta Leifs Eirí ks- sonar. Var hún gjöf Bandarí kj amanna til í slend- ingaáríðl930ítílefní Alþingishátiðar. Stendur Leifur þar ennþá með ákveðinn svip, með kross í annarrí hönd og exi í hinni. í rúman áratug var Leifur einn þarna á hæðinni uns rísa tók kirkja hœgt og bitandi. Og nú er þessi kirkja einnig tilbúin til vígslu þrátt fyrir að um hana hafi leikið stríðir vind- ar. Leifur heppni er á margan hátt táknrænn fyrir Hallgrímskirkju og bygg- ingarsöguna. Hann stendur þarna óhagganlegur og minnjr a hoðskapinn sem hin stríðandi kirkja vill kynna. Um kirkjuna eða boðskap hennar verða menn ekki sammála og ekki heldur hvort HaUgrímskirkja á rétt á sér eða ekki. En þarna er hún nú komin og tilbúin að takast á við margvislegustu verkefni eins og kirkjum ber. Hallgrímskirkja á Skólavörðuhœð blasir við vfða úr borginni. Tilgangur Hallgrímskirkju er í sjálfu sér hinn sami og annarra kirkna: Að vera söfnuðinum sama- staður til guðrækni, tæki til að kalla menn til fylgdar við Krist, minningarkirkja um sálmaskáldið Hallgrím Pétursson sem lét eftir sig arf er enginn má gleyma og tón- leikahús þar sem njóta má guðs- þjónustu f tónlist. Forgangur Eftir að ákveðið hafði verið árið 1926 að reist skyldi 1200 manna kirkja á Skólavörðuholti var efnt til samkeppni um gerð hennar. Lauk henni 1930 og komu fram margar tillðgur en voru ekki notaðar. Var þá um það samið að húsameistari fengi það hlutverk að setja fram frumteikningar. Arið 1942 kynnti hann tvær fullmótaðar hugmyndir með líkönum og þótti önnur þeirra strax álitleg. Með lögum um að skipta Reykjavík í prestaköll árið 1940 var samþykkt að reisa þrjár kirkjun f Hallgrímssókn, Nessókn og í Laug- arnesi. Var þar talað um að ein yrði þeirra stærst og veglegust og skyldi hafa forgang, Hallgríms- kirkja. Var yfirvöldum Reykjavíkur gert skylt að útvega þessum kirkj- um hæfar lóðir. Sóknarnefnd Hallgrimskirkju hafði valið aðra til- lögu Guðjóns Samúelssonar og hófust nú miklar deilur meðal manna um hvort leyft skyldi að byggja á Skólavörðuholti og hvort teikningar húsameistara þættu nógu góðar. Eftir mikil skoðanaskipti tók þá- verandi borgarstjóri, Bjarni Bene- diktsson af skarið og lét í té Skólavörðuholtið. Var byggingar- leyfi veitt árið 1945 og 15. desem- ber það ár var fyrsta skóflustungan tekin. Hófst þar með byggingarsag- an sem staðið hefur fram á þennan dag. Háborg menníngar Því má skjóta hér inn að árið 1924 kynnti nefnd um skipulag Reykjavíkur þar sem Guðjón Samú- elsson átti sæti hugmynd um háborg menningar á Skólavörðu- hæð. Var hugmyndin að reisa þar stóra kirkju og umhverfis hana háskólann, listasafn, leikhús og stúdentagarða svo nokkuð sé nefnt. Kirkjan er meðal annars reist tíl að viðhalda minningu séra Hallgrfms Péturssonar salma- skálds. Gert var ráð fyrir að í turni kirkj- unnar hefði „víðvarp" sem þá var í undirbúningi aðsetur til útsending- ar. Þess má einnig geta að á nýafstöðnum leiðtogafundi var mörg heimsfréttin send frá turni Hallgrímskirkju. Frá upphafi var það afráðið að kirkjan skyldi taka 1200 manns í sæti. Alltaf hefur verið spurt hvort þörf væri fyrir þessa stóru kirkju. Og alltaf er svarað játandi. Og enn er spurt hvort þetta sé ekki of dýrt hús. Því er neitað. Hvað segir for- maður byggingarnefndarinnar, einn af forgöngumönnum kirkju- smiða í 25 ár, Hermann Þorsteins- son: - Ég hef alltaf sagt að það væri þörf fyrir þennan þjóðarhelgidóm. Kirkja sem tekur 1200 manns í sæti er ekki of stór í dag. Þegar núverandi Dómkirkja sem tekur uffi 800 manns var vígð 1848 voru íbú- ar Reykjavfkur aðeins um 1100. Við getum fyllt 1200 sæti í Hall- grímskirkju við mörg tækifæri á ári hverju: Á stórhátíðum kirkjuárs- ins, við mörg tækifæri kirkjutón- leika til dæmis þegar Mótettukórinn boðar til tónleika. Með þessari kirkju gefast líka margir nýir möguleikar til starfa og getur þannig söfnuðurinn vaxið og blómgast með nýju rými. List- vinafélagið hefur þegar ýmislegt á prjónunum, við höfum hér marg- brotið starf safnaðarins, AA samtökin hafa lengi fengið inni með fundi sína, Biblíufélagið starfar hér í Guðbrandsstofu og verður vonandi áfram og ég geri ráð fyrir að við tökum nokkurt rými til að koma upp minjasafni um Hallgrím Péturs- son. Spennandi möguleikar Þið eruð ekkert hrædd um að orkan hafi farið um of í kirkjusmíð- Guðjón Samúelsson teiknaði kirkjuna en eftír hann eru einnig fjölmargar opinberar byggingar. ina og lítið verði eftir til frekara starfs - að menn verði hvfldinni fegnir? - Við höfum rætt þetta og von- andi getum við komið í veg fyrir að svo verði með því að halda rétt á málum. Víst er að mannaskipti hljóta að vera framundan í trúnað- arstörfum safhaðarins þar sem margir hafa starfað langan dag óg rétt að yngra fólk taki við. Það hlýtur að teljast spennandi að erfa þessa aðstöðu og nýta þá möguleika sem hún gefur. í gegnum árin hefur þúsund og einn maður lagt á ráðin og háft skoðun á því hvernig á að byggja og hvernig á ekki að byggja Hall- grímskirkju og vitanlega verður aldrei farið að ítrustu óskum allra en ég vona að áhugamenn um safn- aðarstarfið taki það áfram fóstum tökum því að Hallgrímskirkja er fyrst og síðast tæki til kristinnar boðunar, héðán á orð krossins, fagnaðarerindið að hljóma „klár ög kvitt", segir Hermann einnig. Séra Ragnar Fjalar Lárusson hefur þjónað í báðum fyrri kirkju- sölum Hallgrímskirkju og hann er spurður hvernig honum finnist að flytja í nýja og stóra kirkju?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.