Morgunblaðið - 26.10.1986, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 26.10.1986, Blaðsíða 31
30 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. OKTÓBER 1986 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. OKTÓBER 1986 31 ptagmtMatoifr Útgefandi Framkvœmdastjóri Ritstjórar Aöstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Askriftargjald 500 kr. á mánuöi innanlands. I lausasölu 50 kr. eintakiö. A ví^sludeffi Hallgrímskirkju Hallgrímskirkja á Skóla- vörðuholti verður vígð í dag. Þar með eignast þjóðin nýtt guðshús, sem með réttu hefur verið nefnt landskirkja. Það var laust fyrir 1930, sem dómkirkjusöfnuðurinn í Reykjavík var talinn vera orðinn svo stór, að hann þyrfti nýja kirkju í Austurbænum. For- göngumenn málsins vildu að hún risi á Skólavórðuholti. Eftir að efnt var til útboðs um nýja kirkju án þess að viðunandi teikningar bærust var leitað til Guðjóns Samúelssonar, húsameistara ríkisins, og tók hann að sér að teikna kirkjuna. Leit hann á það sem eitt erfiðasta en jafnframt kærasta verkefni, sem hann fékk. Hann lýsti verki sínu sjálf- ur með þessum hætti: „Ég taldi sjálfsagt að svipur þessarar miklu kirkju væri gotneskur, enda er gotneski stíllinn álitinn fegursti stíll í kirkjubyggingum. Á hinn bóginn óskaði ég þess að kirkjubyggingin bæri svip af íslensku landslagi og umhverfi. Landslag okkar er svo gersam- lega frábrugðið öllu því lands- lagi, sem ég hef séð í öðrum löndum. Fjöllin hér eru ákaflega skörp (skóglaus) og má gleggst sjá það á fjallstindum fyrir ofan Hraun í Oxnadal, enda stóðu þeir mér fyrir hugskotssjónuni, þegar ég gerði uppdrætti að kirkjunni." Byggingarsaga Hallgríms- kirkju hefur verið löng og á stundum ströng. Það hafa síður en svo allir verið á sama máli um, hvernig Guðjóni Samúels- syni fórst það úr hendi að teikna þetta mikla hús, sem er eitt helsta kennileiti höfuðborgarinn- ar. Deilur um merk hús eru eðlilegur hluti byggingarsögu þeirra. Að þessu verki loknu er þeirra minnst með þakklæti, sem hafa af fórnfýsi lagt fram krafta sína um fjögurra áratuga skeið í þágu kirkjubyggingarinnar. Hallgrímssöfnuður hafði í all- mörg ár aðgang að kvikmynda- sal í Austurbæjarskólanum til kirkjulegra athafna. Síðan var gerð bráðabirgðakirkja á Skóla- vörðuhæð, þar sem nú er undir- staða Hallgrímskirkjukórsins og síðustu ár hafa guðsþjónustur verið í öðrum „væng" turnsins mikla, þar sem arkitektinn vildi að yrði aðstaða fyrir starfslið kirkjunnar. Miklar vonir eru bundnar við það að í hinni full- búnu kirkju verði ekki aðeins einstök aðstaða til að votta Drottni lotningu í orði og bæn, heldur eignist þjóðin þar hús er nýtist til tónlistarflutnings. Stefnt er að því að í kirkjunni verði sjötíu radda orgel, sem hæfir hinu mikla húsi. I hornsteini Hallgrímskirkju, sem forseti íslands dr. Kristján Eldjárn lagði á 300. ártíð síra Hallgríms Péturssonar 27. októ- ber 1974, standa þessi orð: „Drottni til dýrðar er kirkja þessi reist í minningu Hallgríms Pét- urssonar." Hvar sem farið er um hinn kristna heim sjá menn hvílík stórvirki hafa verið unnin Drottni til dýrðar. Háir turnar og glæstar hvelfingar eru til marks um viðleitni manna á öll- um öldum til að votta Drottni þakklæti sitt og virðingu. Orð Jesú Krists fá þar þá umgerð, sem mennirnir megna að veita þeim á hverjum tíma. Með Hallgrímskirkju hefur einnig verið reistur verðugur minni- svarði um höfund Passíusálm- anna, þar sem píslarsögunni er lýst með ódauðlegum hætti. Hallgrímskirkja á eftir að standa um ókomin ár og aldir sem tákn þess, hvað núlifandi kynslóð ís- íendinga vildi leggja á sig til dýrðar Drottni og til að heiðra minningu Hallgríms Pétursson- ar. Friðarár Sameinuðu þjóðanna Um þessar mundir eru 40 ár liðin síðan ísland gerðist aðili að Sameinuðu þjóðunum. Samtökin hafa lýst því yfir að árið 1986 sé friðarár. Félag Sameinuðu þjóðanna á íslandi minnist þessa með ýmsu móti. Það er tímanna tákn að í dag efnir það til fundar um ófriðar- og hættúsvæði í heiminum. Þrátt fyrir rúmlega fjörutíu ára starf Sameinuðu þjóðanna í þágu heimsfriðar hefur ekki tekist að binda endi á hernaðarátök. Þeg- ar rætt er um friðarmál beinist athyglin meira að kjarnorku- vopnunum en þeim svæðum, þar sem tekist er á með venjulegum vopnum. Um þessar mundir eiga Sam- einuðu þjóðirnar undir högg að sækja vegna óvissu um fjármál þeirra. A vettvangi þeirra er einnig tekist á um það, hvort einstök ríki séu þess verð að eiga aðild að samtökunum, eins og sannaðist fyrir fáeinum dögum, þegar það kom í hlut íslands að vera í fararbroddi gegn brott- vikningu ísraels úr samtökun- um. A friðarári Sameinuðu þjóðanna er full þörf á því að semja um frið innan vébanda þeirra sjálfra, svo að samtökin megi dafna og vinna ótrauð að háleitum markmiðum sínum. REYKJAVIKURBRÉF æri einhver hér á landi, sem vildi eignast allar blaðagreinar eða fréttir, {iar sem minnst er á sland eða Reykjavík á síðustu dögum eða vik- um er víst, að úrklippu- safnið myndi fylla nokkur herbergi í Höfða. Er næsta ótrú- legt að fylgjast með, hve mikið er ritað um Reykjavíkurfund þeirra Reagans og Gorbachevs. Allir þeir, sem hafa látið í ljós skoðun á alþjóðamálum, þurfa nú að segja álit sitt á því, sem gerðist í Höfða. Skoðanirnar eru næstum jafn margar og mennirnir, að minnsta kosti hér vestan járntjalds. Og sömu menn hafa raunar látið í ljós fleiri en eina skoðun. Þeim, sem fylgdust með lyktum fundar- ins á sjónvarpsskermunum, gleymist líklega seint, þegar George Shultz, ut- anríkisráðherra Bandaríkjanna, birtist loksins. Hann varð fyrstur fundarmanna til að rjúfa þögnina. Fyrir framan blaða- menn í Hótel Loftleiðum skýrði hann frá því, að hann hefði orðið fyrir „verulegum vonbrigðum". Síðan hélt hann til Brussel til fundar við utanríkisráðherra NATO- ríkjanna og þá var hann kominn að þeirri niðurstöðu, að Reykjavíkurfundurinn hefði heppnast vel. A þessum sinnaskiptum utanríkisráð- herrans er liklega sú einfalda skýring, að á blaðamannafundinum var hann ekki búinn að hrista af sér bein áhrif viðræðn- anna í Höfða. Hann var enn að velta því fyrir sér, hvers vegna í ósköpunum tókst ekki að berja saman eitthvert samkomulag úr þvf að þeir náðu þó jafn langt og raun ber vitni. Shultz hefur sárnað vegna þess, að Sovétmenn tóku að nýju upp þá afstöðu að tengja allan framgang mála við geim- varnaáætlunina. Richard Perle, aðstoðar- varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, kallaði kröfu Gorbachevs vegna geim- varnanna the killer amendment eða orðrétt banvænu tillöguna, þ.e. tillögu, sem Gorbachev vissi fyrirfram, að myndi úti- loka samkomulag. George Shultz var hinn eini í hópi samn- ingamannanna, sem hafði komið hingað áður til leiðtogafundar. Hann var í fylgdar- liði Nixons, þegar hann hitti Pompidou á Kjarvalsstöðum 1973. Þá var Shultz fjár- málaráðherra. Mat manna á framgöngu hans á fundinum í Höfða kemur meðal annars fram í grein í blaðinu Washingtori Post, þar sem því er lýst, að nú þurfi eng- inn að fara í grafgötur um það, að Shultz sé sá maður í stjórn Reagans, sem hafi mest áhrif í utanrfkis- og öryggismálum fyrir utan forsetann sjálfan. í umræðum um stefnu Bandaríkja- stjórnar í þessum málum hefur því löngum verið haldið á loft, að innan hennar séu menn síður en svo á einu máli. Segir í blaðinu, að nú hafi Shultz greinilega tekið forystuna í leitinni að samkomulagi við Sovétmenn um takmörkun vígbúnaðar. Og enn segir þar orðrétt: „Tíminn einn mun leiða það í Ijós, hvort fundurinn á íslandi hafl markað þáttaskil eða endalok- in í þessum samningaviðræðum. Hitt virðist ljóst, að Reykjavík er vendipunktur á ferli manns, sem hefur með varúð beðið eftir tækifæri sínu og þolað baráttuna inn- an ríkisstjórnarinnar og er nú orðinn helsti aðstoðarmaður forsetans í því, sem ut- anríkisráðherrann hefur kallað „pókerspil, þar sem enginn hefur nokkru sinni lagt meira undir." Með hinn tæplega áttræða Paul Nitze, sérfræðing í afvopnunarmál- um, við hlið sér hafi Shultz tekist að ýta Caspar Weinberger, varnarmálaráðherra, og Richard Perle, aðstoðarmanni hans, til hliðar. Innan fárra daga hittast þeir Shultz og Eduard Shevardnadse, utanríkisráðherra Sovétríkjanna, á fundi f Vínarborg, þar sem haldið verður áfram umræðum á vett- vangi ráðstefnunnar um öryggi og sam- vinnu í Evrópu. Vænta menn þess, að á fundi þeirra þar fáist svör við mörgum spurningum, sem vaknað hafa eftir Reykjavíkurfundinn. I ljósi Islendingasagna „Þegar ég ek í rigningunni austur frá Reykjavík til að skoða Þingvelli, þar sem var fyrsti þingstaður íslendinga (þingið var stofnað 930), en þar var elsta sam- kunda af því tagi í veröldinni, fínnst mér ég ekki vera alltof ungur sjálfur, hugurinn er tómur nema hvað ég rifja upp kafla úr bókinni eftir W.H. Auden Letters from Iceland og úr ísleningasögunum, þar sem sagt er frá hetjum með nöfnum, sem ómögulegt er að bera fram, er fluttu glæsi- legar ræður og börðust síðan hver við annan með öxum. Og nær í tíma: frétta- skýringar, sem fullvissa almenning um að Reagan og Gorbachev muni örugglega og muni örugglega ekki ná samkomulagi um eitthvað sem máli skiptir á þessum fundi leiðtoganna fyrir leiðtogafundinn. Og enn stendur mér nær: Neðanjarðar diskótekið Broadway í Reykjavík, íslenska rokkhljóm- sveitin Strax, undir forystu konu með svart hár, sem er greitt eins og kráka á flugi, er syngur um bandariska og sovéska blaða- menn í leit að frétt, sem slær í gegn. Hvað er ég að gera hérna? Hvað erum við allir að gera hérna — hópur trylltra gæsa, sem flogið hefur norður á bóginn í veturinn og lent hefur með látum hjá þess- ari hóglátu og siðuðu þjóð? Við erum hér til að skrifa fréttir, að sjálfsögðu: Blaða- menn ganga alltaf á vit hávaðans. Þeir vilja einnig vera í návist valdsins. Það eitt nægir til að auka hjartsláttinn hjá blaða- mönnum að hugsa um stórhöfðingjana tvo sitja andspænis hvor öðrum og kasta fjör- eggi heimsins á milli sín. Að baki mér í Reykjavík í sterkbyggðu, samhverfu húsi við sjóinn breytist óhlutstæð óvinátta í tvo menn, sem tala saman. Sjaldgæft augna- blik í tvípóla taugastríði, sem er vel þess virði að skrifa heim um. Og þó: Hvað er ég að gera hérna? Ekkert mannvirki er lengur á Þingvöll- um. Staðurinn þar sem hinir fornu, íslensku höfðingjar hittust er flöt við vatn, sem í rennur á og í ánni er foss, sem fell- ur um svarta kletta, og það glymur í honum eins og áköfu lófataki. Á sumrin tjalda ferðamenn hérna. Þennan morgun var þarna aðeins einn ferðamaður: Það var enginn bíll á veginum nema bíllinn minn. (Er sagan fréttin mín, sem slær í gegn?)" Hér hefur verið vitnað til upphafs á rit- gerð, sem Roger Rosenblatt, blaðamaður bandaríska vikuritsins Time, skrifaði í blað sitt er kom út mánudaginn eftir að leið- togafundinum lauk. Eftir að hafa dregið upp þessa mynd af ferð sinni til Þingvalla tekur hann sér fyrir hendur að færa fund Reagans og Gorbachevs inn í heim íslend- ingasagna. Hann nefnir Njálssögu, Hrafnkelssögu og Grettissógu. Hann seg- ist vona, að leiðtogarnir tveir skilji Grettis- sögu en velji annan kost en söguhetjan, sem kaus dauðann í stað heimsöryggis. Það er óvenjulegt fyrir okkur íslendinga að sjá sögu okkar í þessu ljósi, en undir lok ritsmíðar,.sinnar vitnar Rosenblatt til orða Njáls við Gunnar á Hlíðarenda, þegar þeir ríða saman af þingi. Njáll segin „Gerðu svo vel, félagi, að þú halt sætt þessa og mun, hvað við höfum við mælst. Og svo sem þér varð hin fyrri utanferð þín mikil til sæmdar, þá mun þér þó sjá verða miklu meir til sæmdar . . . En ef þú ferð eigi utan og rýfur sætt þína, þá muntu drepinn vera hér á landi ..." Engin sætt í Reykjavík gerðu þeir Reagan og Gorbachev enga sætt. Þeir kvöddust því ekki á þann veg, að þeir þyrftu að standa við samkomulag að loknum viðræðunum í Höfða. Á hinn bóginn hafa menn fengið hugmynd um það, hvað gæti falist í sáttar- gjörð leiðtoga risaveldanna á kjarnorkuöld og það eitt þykir þvílfk tfðindi, að sjaldan hafa jafn margir haft jafn mikið að segja um samning, sem ekki var gerður. Það, sem stóð í veginum fyrir því, að samkomulag tækist var óttinn við, að það yrði ekki staðið við sættina. Tortryggninni hefur ekki verið rutt úr vegi í samskiptum risaveldanna. Þar takast á fulltrúar tveggja andstæðra stjórnkerfa; annars vegar forseti Bandaríkjanna, þar sem allt gerist í raun fyrir opnum tjöldum og eng- inn stjórnmálamaður heldur velli nema hann njóti til þess trausts almennings; hins vegar leiðtogi Kommúnistaflokks Sov- étríkjanna, sem sækir vald sitt til þröngrar valdaklíku er óttast ekkert meira en að losað verið um tök hennar á stjórnartaum- unum og einstaklingar fái að láta í ljós skoðun sína eða taka sér það fyrir hendur í atvinnumálum sem þeim fínnst sjálfum skynsamlegt og arðvænlegt. Meginröksemd Reagans fyrir því að neita að falla frá áformunum um varnar- kerfí gegn kjarnorkueldflaugum, þótt hann vilji að þær hverfí úr sögunni, er sú, að Bandaríkjamenn vilja tryggja sig gegn því, að samningarnir um niðurskurð árás- arvopnanna séu brotnir. Og þegar Evrópu- menn fréttu, að ætlunin væri að fjarlægja allar meðaldrægar kjarnorkueldflaugar frá Evrópu minntust þeir þess, að Sovétmenn eiga mikið magn skammdrægra kjarn- orkuvopna í Mið-Evrópu og hafa þar yfírburði í venjulegum herafla. Þeir vildu því fá staðfest, að Bandaríkjastjórn ætlaði að leggja sitt af mörkum til að jafna þenn- an mun. Þá staðfestingu veitti Caspar Weinberger á fundi með varnarmálaráð- herrum NATO-ríkjanna í Skotlandi í vikunni og ráðherrarnir lýstu eindregnum stuðningi við afstöðu Reagans á Reykjavíkurfundinum. Sovétmenn óttast, að geimvarna-áætl- unin sé annað og meira en varnarkerfí, með henni séu Bandaríkjamenn að eignast ný sóknarvopn. Þá er einnig ljóst, að þeir eru hræddir um að verða undir, þegar unnið er að því að nýta nýja hátækni til vopnasmíði. Ummæli Gorbachevs um það, að Bandaríkjamenn stefni að hernaðarleg- um yfírburðum minna á þá tíma, þegar Bandaríkjamenn höfðu óskorað forskot í kjarnorkuvígbúnaði. Það var raun ekki fyrr en Sovétmenn skutu fyrstagervitungl- inu á loft 1957, sem þeir eignuðust tæki er gátu ógnað Bandaríkjunum með kjarn- orkuárás. Hröð atburðarás Eftir Reykjavíkurfundinn mega menn hafa sig allan við til að fylgjast með hinni hröðu atburðarás í samskiptum risaveld- anna. Síðustu daga hafa þau skipst á tilkynningum um brottrekstur sendiráðs- starfsmanna. Svipað ástand skapaðist í samskiptum Breta og Sovétmanna fyrir ári og þá þótti ýmsum sem á næsta leiti væri slíkt „mannfall" í sendiráði Sovét- manna í London og Breta í Moskvu, að stjórnmálasambandið væri að slitna. Svo fór þó ekki, þótt Bretar rækju 25 Sovét- menn úr landi fyrir njósnir. Upplýsingar um hina ólögmætu starfsemi fengu þeir frá Oleg Gordievski, sem hafði verið yfír- maður KGB í London. Nú segjast Banda- ríkjamenn hafa hreinsað svo til í forystusveit KGB og GRU, leyniþjónustu sovéska hersins, í Bandaríkjunum, að þess- ar njósnastofnanir séu í raun máttvana. Þegar að þessum málum kemur er jafn- vel erfíðara fyrir blaðamenn að afla áreiðanlegra frétta, sem slá í gegn, en þegar þeir leita á vit íslendingasagna á Þingvöllum til að skrifa fréttir af fundi Reagans og Gorbachevs. Raunar er engum betur ljóst en þeim, sem hafa atvinnu af því að skrifa í blöð, hve mikil tilviljun ræður því oft á tíðum við hvað athygli lesandans festist hverju sinni. Fáir, sem fylgdust með fréttum á tímum Víetnam-stríðsins, hafa líklega gleymt ljósmyndinni, sem send var út um allan heim á þeim tíma og sýndi suður-víet- namskan lögregluforingja, Loan að nafni, miða skammbyssu að höfði skæruliða Viet- cong. í sérstöku hefti bandaríska vikurits- ins Newsweek, sem út kom 15. apríl f fyrra, þegar 10 ár voru liðin frá brottför Bandaríkjamanna frá Saigon, er rætt við Eddie Adams, ljósmyndara AP-fréttastof- unnar, sem tók þessa frægu mynd. Hann segir svo frá: „Nýlega komst ég að því, að þessi lautin- ant Vietcong, sem var drepinn um leið og myndin var tekin, hafði þá rétt áður drep- ið suður-víetnamskan lögregluforingja — einn af bestu vinum Loans — og fjölskyldu hans alla, konu og börn. Allir fordæmdu Loan fyrir að skjóta manninn, en hefði maður verið í sporum Loans hershöfðingja fc—...... .....„^. Laugardagur 25. október í miðju stríðinu og félagar manns hefðu verið stráfelldir, hver veit nema maður hefði einnig ákveðið að skjóta hann? Það vildi bara þannig til að ég var þarna með myndavélina." Á þessari stundu erum við kannski margir fjölmiðlamennirnir einmitt í sporum þessa ljósmyndara AP. Við erum ekki í neinni aðstöðu til að sjá heildarmyndina, vita nákvæmlega, hvað áðstæður liggja að baki einstökum atburðum eða ákvörð- unum. Engu að síður er þess krafíst af fjölmiðlunum að þeir bregðist strax við og leggi dóm á það, sem er að gerast, og reyni að setja það í rétt samhengi. Það tók Shultz hálfan sólarhring að átta sig á því, að hann hafði ekki ástæðu til að lýsa djúpum vonbrigðum með það, sem gerðist í Höfða. Og síðan er það mat annarra, að þar hafí kannski verið stærsta stund hans sem utanríkisráðherra. Vettvangur heimsfrétta Fyrir íslenska blaðamenn er það ógleym- anlegt ævintýri að hafa fengið tækifæri til þess að glíma við heimsfréttirnar á heimavelli. Vegna fundarins fengu sjón- varpsáhorfendur að kynnast bestu kostum þessa miðils, að geta sýnt atburðina um leið og þeir gerast. Er það samdóma álit, að það hafi tekist prýðilega hjá sjónvarp- inu að ná öllum þráðum saman í lokin. Hitt er ekki eins auðvelt fyrir sjónvarp og útvarp að kynna einstakar hliðar jafn flók- inna mála og tekist var á um á fundinum. Umræðuþættir eru oftast þannig, að það, sem sagt er fer inn um annað eyrað og út um hitt. Er það hlutverk blaða og tíma- rita að draga meginlfnur fram að loknum fundum af þessu tagi og kynna mismun- andi sjónarmið með þeim hætti, að lesend- ur eigi þess kost að draga eigin ályktanir. Morgunblaðið og Dagblaðið-Vísir (DV) voru með aukaútgáfur eftir fundinn. Vegna þess hve viðræðurnar drógust á langinn á sunnudeginum lenti DV í þeim vanda, að aukaútgáfa þess kom út fyrir fundarlok. Við gerð hennar var tekin sú áhætta að segja fyrir um niðurstöðuna og spáð rangt f spilin, þvi að blaðið taldi, að samkomulag yrði á fundinum. Af forystu- grein DV á fímmtudaginn má ráða, að blaðið telji sig eiga undir högg að sækja vegna þessa en þar segir meðal annars: „Flestir blaðamenn og stjórnmálamenn heims eru nú orðnir sammála um, að tölu- verður árangur hafí orðið af fundi leið- toganna í Reykjavík. Mjög voru skiptar skoðanir um þetta í fyrstu og mat slíkra manna misjafnt. Mörgum, bæði innlendum og erlendum blaða- og stjórnmálamönnum, hætti til að setja núllpunktinn við stöðuna eftir þriðja fund leiðtoganna, þegar mikil bjartsýni ríkti, og fá út, að vonbrigði hefðu orðið með fjórða og síðasta fundinn. Þá flöskuðu ýmsir og urðu sekir um rangt mat og sögðu fundinn í heild hafa orðið til einskis. Þetta kom fyrir íslenska sjón- varpið og marga erlendu blaðamennina. DV og Morgunblaðið sýndu hins vegar atvinnumennsku f blaðamennsku, þegar þau komu út mánudaginn eftir fundinn. Þar var bæði f túlkun og uppsetningu lögð áhersla á, að árangur hefði orðið af fundin- um í heild. Um þetta urðu menn yfírleitt sammála, þegar lengra leið frá fundinum, en margir þurftu nokkurn tíma til þess að átta sig." Athyglisvert er, að í þessari klausu úr forystugrein DV er þess ekki getið, að blaðið kom út síðdegis á sunnudaginn og gat sér þá ranglega til um niðurstöðu fund- arins. Forvitnileg könnun Það var skemmtilegt framtak hjá Talna- kónnun að leggja spurningalista fyrir erlendu fjölmiðlamennina, sem komu hing- að til lands vegna leiðtogafundarins. Eins og komið hefur fram í Morgunblaðinu svör- uðu 292 þeirra þeim spurningum, sem fyrir þá voru lagðar. Þar kemur fram, að 82% þeirra höfðu aldrei komið til íslands áður, 71% fínnst ísland góður eða frábær fundarstaður og 71% að öryggisráðstafan- ir hefðu verið g^ðar eða frábærar. Þegar spurt er, hvaða atriði það séu, sem þeir tengja íslandi, nefna flestir (71%) NATO-stöðina. Þegar litið er til þess, að sá hópur blaðamanna, sem hingað kom sérhæfír sig í þvf að skrifa um utanríkis- og öryggismál, þarf þetta ekki að koma á óvart. Þessi niðurstaða staðfestir þá skoð- un, sem áður hefur verið hreyft hér f blaðinu, að það sé til styrktar þeirri ut- anríkisstefnu, sem fylgt hefur verið hér á landi undanfarna áratugi, að-leiðtogafund- urinn var haldinn hér. Það er ljóst, að þannig hefur verið staðið að þátttöku okk- ar í NATO og varnarsamstarfinu við Bandaríkin, að hún er almennt kunn en kemur þó ekki í veg fyrir, að leiðtogi Sov- étrfkjanna vill hitta Bandarfkjaforseta hér. Hitt er ekki síður athyglisvert, þegar þessi þáttur könnunarinnar er skoðaður, að fyrir komuna hingað tengdu 13,8% góða menntun við ísland en 45,9% eftir að hafa kynnst landi og þjóð; og fyrir komuna tengdu 17,9% bókmenntir og list- ir nafni íslands en 38,3% eftir að hafa dvalist hér. Þetta er ánægjulegur vitnis- burður. Fyrir útflytjendur er það síðan fagnaðarefni, að 67,6% tengja nafn lands- ins við ullarvörur og 67,2% við fískútflutn- ing. Á hinn bóginn kemur og f ljós, að fyrir komuna hingað tengdu 17,2% okkur við áfengisvandamál en 30% eftir að hafa kynnst okkur. Yfírgnæfandi meirihluta fínnst dýrt að vera hér en 90% telja, að leiðtogafundur- inn hafí jákvæð áhrif á stöðu íslands f heiminum og aðeins 1,5% að áhrifín verði neikvæð. Fer vel á því að ljúka þessu spjalli um eftirhreytur hins mikla fundar á þeim bjartsýnu nótum, þarna er þó við- horfíð afdráttarlaust, þótt skoðanir séu skiptar um það, sem á fundinum gerðist. „VitleysalÉghef enga trú á mann- fólkinu," lætur hinn heimsfrægi teiknari Herblock vofurnaryfir si Höf ða segja á þessari mynd, semertekinúr blaðinu Inter- national Herald Tribune. í Reykjavíkurbréfi í dag er sagt frá broti af þvi, sem hefur verið skrif - að um Reykjavik- urfundinní erlend blöð ef tir i \ að honum lauk. j
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.