Morgunblaðið - 26.10.1986, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 26.10.1986, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. OKTÓBER 1986 33 Kaupmáttur þjóöartekna og ráöstöfunartekna heimilanna á mann 1978- 1986 'Spa Þessi skýringarmynd, sem fylgdi þjóðhagsáætlun fyrir komandi ár, sýnir verðlagsþróun, eins og hún var þegar ríkisstjórnin var mynduð, og eins hún hefur veríð á ferli stjórnarinnar. Taflan, sem fylgdi þjóðhagsáætlun fyrir áríð 1987, sýnir þróun kaup- máttar ráðstöfunartekna heimila á mann 1978-1986, samanboríð við þróun þjóðartekna á sama tíma. Forsenda árangurs: Aðhald í þjóðarútgjöldum Hver vill hverfa til vorsins 1983? í þjóðhagsáætlun fyrir árið 1987 segir að þjóðarbúið standi traustarí fótum en um langt ára- bil. Landsframleiðsla fer vaxandi þríðja árið í röð. Tekjur heimil- anna eru meirí en nokkru sinni fyrr. Atvinnuástand er gott, framboð vinnu raunar meira en eftirspurn. „Síðast en ekki sízt er árshraði verðbreytinga nú kominn niður undir 10% og mun að líkindum fara niður fyrir þá tölu um næstu áramót. Þetta er langminnsta verðbólga hér á landi í hálfan annan áratug“. Þrennt veldur batanum Hvað veldur þjóðhagsbatanum? Þjóðhagsáætlun 1987 tjundar þijár meginástæður: * 1) Hagstæð ytri skilyrði. * 2) Samræmd efnahagsstefna ríkisstjómarinnar. * 3) Kjarasátt ríkisstjórnarinnar og aðila vinnumarkaðarins í febrú- armánuði sl. Hér hafa orðið mikil umskipti frá vori 1983. Þá var verðbólga 130% og vaxandi, atvinnugreinar að sigla í strand rekstrarlega, krónan hafði fallið viðvarandi misserum og árum saman, innlendur peningspamaður var hrunninn, erlendar skuldir hrönnuðust upp, viðskiptahalli óx stöðugt og ríkisbúskapurinn var rekinn með umtalsverðum halla, þrátt fyrir hærri skattheimtu ríkis- ins (sem hiutfall af þjóðartekjum) en bæði fyrr og síðar. Víst hefur hagur þjóðarinnar batnað, þó að sitt hvað standi enn til bóta. Ýmis erfið úrlausnarefni em þó framundan. Þjóðhagsáætlun leggur fyrst og fremst áherzlu á: „Staðfesta þarf þann mikla árang- ur, sem þegar hefur náðst, og jafnframt þarf að legga sérstaka áherzlu á að eyða halla í viðskiptum við önnur lönd og draga úr fjárlaga- halla. Afar brýnt er að hin hag- stæðu ytri skilyrði verði nýtt til að ná viðunandi jafnvægi í viðskiptum við útlönd, þannig að hægt verði að lækka erlendar skuldir þjóðar- innar. Aðhald að þjóðarútgjöld- um er forsenda árangurs í þessu efni, þótt þjóðartekjur farí nú vaxandi. Þetta verður að vera forgangsverkefni á næsta árí. Þá er ekki síður brýnt að draga úr hallarekstri ríkissjóðs, þannig að almenn fjármálastjórn stuðli betur að jafnvægi í efnahagslíf- inu“. Hvað er framundan? Veldur hver á heldur, segir mál- tækið. Það á ekki einungis við um ríkisstjóm og Alþingi, þó rúnir framtíðarinnar ráðist þar að dijúg- um hluta. Stefnumarkandi völd liggja víðar í þjóðfélaginu, t.d. hjá hagsmunasamtökum vinnumarkað- arins. Svokallaðar ytri aðstæður hafa og ómæld áhrif: aflabrögð, verðþróun á heimsmarkaði (varð- andi útflutning okkar og innflutn- ing), gengisþróun gjaldeyris sem ÞINGBREF eftir STEFÁN FRIÐBJARNARSON viðskipti okkar fara fram í, vaxta- þróun er tengist erlendum skuldum okkar o.sv.fv. Þjóðhagsspá 1987 gefur sér for- sendur, byggðar á Iíkum: * Sjávarvömframleiðsla aukizt um 4-5%. * Meðalvextir af erlendum skuld- um lækki úr 8,5% í 8%. * Viðskiptakjarabati haldi áfram að vaxa, um 1,24% 1987 í stað 4% 1986. * Verðhækkanir frá upphafi til loka komandi árs verði 4-5% og árshraði verðbreytinga innan við 4% í árslok. Meðalhækkun milli áranna 1986 og 1987 verði heldur hærri eða um 7 - 8%. * Þjóðarútgjöid hækki um 2%. * Samneyzluútgjöld hækki um 1,7%. * Einkaneyzluútgjöld hækki um 1,5%. * Viðskiptajöfnuður við um- heiminn skánar, en verður áfram óhagstæðun um 700 m.kr. eða 0,4% af landsframleiðslu. * Erlendar skuldir lækka sem hlutfall af landsframleiðslu úr 51,5% í 49%. Niðurstaða þjóð- hagsáætlunar Ef það gengur eftir, sem að fram- an er spáð, standa líkur til áfram- haldandi hagvaxtar, þó minni en á líðandi ári. „Landsframleiðsla gæti aukizt um rúmlega 2%, samanborið við spá um 5% hagvöxt á þessu ári. Landsframleiðsa 1987 yrði. samkvæmt þessu 154,3 milljarðar króna, miðað við verðlag í lok þessa árs, og þjóðarframleiðsla 148,4 milljarðar. Ef verðlagsmarkmið Þjóðhagsáætlunar nást gæti meðalverðlag á næsta árí orðið 2,5 - 3% hærra en verðlag í lok þessa árs“. Já, ef verðlagsmarkmið þjóð- hagsáætlunar nást. Það er stóra spumingin. Sú spuming leitar ekki sízt svars í samningum á vinnu- markaði upp úr áramótum. En jafnframt í stjómvaldsaðgerðum, m.a. ákvörðunum um verðlagningu opinberrar þjónustu og verðþyngj- andi skattheimtu. „A næsta ári er ekki gert ráð fyrir svipuðum búhnykk og á þessu ári“, segir í jajóðhagsáætlun fyrir komandi ár. Aætlunin í heild er því reist á nokkurri bjartsýni um fram- leiðsluaukningu „og jafnframt því að það takist að stilla þjóðarútgjöld- um í hóf... Ef útgjaldaþróunin fer hins vegar úr böndunum, er hætt við, að það leiddi til aukinnar verð- bólgu og vaxandi jaftivægisleysis í þjóðarbúskapnum. Gegn því þarf að spoma". Kosningaþing er framundan með öllu því sem heyrir til. Þá á ábvrgð- in stundum í vök að veijast fyrir áróðrinum. Þjóðin á hinsvegar að meta og dæma stjómmálamenn sina af ábyrgð, sem þeir sýna, og árangri, er þeir ná. Ekki af hávaða og handapati, málþólft og sýndar- mennsku. Og hún á að skoða sjálfa sig í sama ljósi. Þá rætist máske bjartsýn þjóðhagsspá. Og hver vill aftur f þjóðhagssporín vorið 1983? ATHUGIÐ Erum að flytja um helgina að Skipholti 29a. Opnum aftur mánudag 27. okt. Rafiðnaðarskólinn, Ákvæðisvinnustofa Rafiðnar. Fólag löggiltra rafverktaka í Reykjavík, Landssamband íslenskra rafverktaka. Söluumboð L.Í.R. ROBERT HOGER RUMBA smáskór SKÓLAVÖRÐUSTÍG 6b, GEGNT IÐNAÐARMANNAHÚSINU S.:622812 (Sendum í póstkröfu) sérvers/un mea barnaskó RIO MINIBEL BARNASKÓR ROGER
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.