Morgunblaðið - 26.10.1986, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 26.10.1986, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. OKTÓBER 1986 I Á vígsludegi Hallgrí mskirkj u dag höldum við hátíð og vígjum kirkju Hallgríms Péturssonar á Skólavörðuhæð. Til þess að það geti orðið hafa margir lagt hönd að og segja má að allir íslendingar eigi þar hlut í, því að sameiginlegur sjóður okkar og sjóður borgarinnar hafa lagt til fjármagn auk §ölda einstaklinga og fyrirtækja. Guðjón Samúelsson, sem teiknaði kirkjuna, og þeir sem tóku við að honum látn- Umsjón: KRISTÍN GESTSDÓTTIR Teikningar: SIGURÐUR ÞORKELSSON um, geta nú senn lagt frá sér áhöld sín að loknu vel unnu dagsverki. Það er um smíði Hallgrímskirkju að segja að margt er líkt með henni og smíði hinna fögru dómkirkna miðalda, sem voru mannsaldra í smíðum. Við Hallgrímskirkju hafa unnið og vinna menn sem hafa haft það að ævistarfi að byggja þessa kirkju svo að vígsludagur þessa fagra húss mætti renna upp, og nú gleðjumst við öll með þeim. í 8. versi fyrsta Passíusálms segir: „Ó, Jesú gef þinn anda mér, allt svo verði til dýrðar þér uppteiknað, sungið, sagt og téð, síðan þess aðrir njóti með.“ Þessi bænarorð Hallgríms Péturssonar í upphafi Passíusálma gengu öll eftir, því þar er ort svo hvert bam skildi og Passíusálmamir urðu þjóðareign. Kryddkaka með marengs og appelsínum 100 g smjörlíki 3 egg 250 g dökkur púðursykur rifinn börkur af 1 appelsínu 300 g hveiti 1 tsk. natron 2 tsk. kanill 1 tsk. negull l'/2 dl súrmjólk 1. Bræðið smjörlíkið, kælið örlítið. 2. Hrærið eggin með púðursykri þar til það er ljóst og létt.þ 3. Rífið appelsínubörkinn og setjið út í. 4. Sigtið hveitið með natróni, kanil og neg- ul. Setjið helming þess út í deigið og hrærið saman, setjið síðan súrmjólkina og smjörlíkið út í og loks hinn hluta mjölsins. 5. Smyijið aflangt, helst breitt jólaköku- mót, stráið raspi inn í það. Hellið deiginu í mótið. 6. Hitið ofninn í 190°C, blástursofn í 170°C, setjið kökuna neðarlega í ofninn og bakið í 50—60 mínútur. 7. Takið kökuna úr ofninum, látið standa smástund og kólna örlítið, skerið þá nið- ur með brúnunum og hvolfið henni síðan á bökunarplötu. Ofan á kökuna 2 eggjahvítur 200 g flórsykur safi úr V2 appelsínu 2 appelsínur í sneiðum 50 g heslihnetukjamar 8. Þeytið eggjahvítumar ásamt sykri, setj- ið sykurinn smám saman út í. 9. Hrærið appelsínusafann út í. 10. Smyijið marengsinum jafnt á alla kök- una. 11. Saxið hnetukjamana fremur smátt, stráið yfir marengsinn. 12. Hitið ofninn í 210°C, blástursofn í 190°C, setjið kökuna neðarlega í ofninn og bakið í 15—20 mínútur. Kælið. 13. Afhýðið appelsínumar, skerið síðan í sneiðar og raðið ofan á kökuna. Kökuhringur með núgga og kremi Deigið 3 egg 100 g sykur Núgga 75 g sykur 50 g möndlur eða hesilhnetur 6. Saxið hnetumar eða möndlumar fínt. 7. Hitið sykurinn á pönnu, látið hann brún- ast örlítið, stráið þá hnetum út í. 8. Smyijið eldfast fat, hellið núgganu á , fatið, látið kólna, losið þá af fatinu og kælið alveg. 9. Steytið í morteli eða setjið í plastpoka og sláið á með kjöthamri. Setjið í skál. Krem 50 g smjör 75 g jurtasmjörlíki 2>/2 msk. kakó 125 g flórsykur 1 egg 10. Hrærið lint smjör og jurtasmjörlíki með flórsykri og kakói, setjið síðan eggið út í. 11. Smyijið kreminujafnt á allan hringinn. 12. Takið núggað í lófann og þrýstið f krem- ið eins jafnt og þið getið. 13. Setjið kökuna í kæliskáp í V2 klst. 90 g hveiti 1 tsk. lyftiduft 1. Hrærið eggin með sykri þar til það er ljóst og létt. 2. Sigtið hveiti með lyftidufti, setjið út í deigið með sleikju. 3. Smyijið slétt hringmót, stráið raspi inn í það. Setjið deigið í mótið. 4. Hitið ofninn í 170°C, blástursofn í 150°C, setjið kökuna í miðjan ofninn og bakið í 30—40 mínútur. 5. Látið kökuna kólna örlítið, skerið síðan niður með brúnunum og hvolfið á grind og látið kólna alveg. Kaka með súkkulaðikremi og ananas 3 botnar Botnarnir 3 egg 125 g sykur 1 msk. heitt vatn, ekki sjóðandi 50 g hveiti 50 g kartöflumjöl V2 tsk. hjartarsalt 1. Þeytið eggin með sykri og vatni þar til það er ljóst og létt. 2. Myljið hjartarsaltið út í hveitið, setjið kartöflumjöl saman við. 3. Smyijið 3 kökumót, 20—22 sm í þver- mál. Skiptið deiginu jafnt í mótin. 4. Hitið ofninn í 210°C, blástursofn í 190°C. Setjið botnana í miðjan ofninn og bakið í 7—10 mínútur. 5. Kælið botnana örlítið en losið þá úr mótunum, Kremið 2 pelar ijómi 2 pk. suðusúkkulaði (200 g) 1 msk. kaffíduft 1 lítil dós ananaskurl (crushed) 237 g 6. Setjið ijóma, súkkulaði og kaffi í pott. Hafið hægan hita. Bræðið súkkulaðið og hrærið vel saman. 7. Setjið í skál og geymið í kæliskáp þar til þetta er orðið mjög vel kalt. 8. Hellið þá í hrærivélarskálina og þeytið þar til þetta er ljóst og létt. 9. Síið ananasinn, setjið saman við 2/s hluta deigsins, smyijið því ofan á 2 botna, leggið saman. 10. Setjið Va kremsins ofan á efsta botninn. VANTAR ÞIG VEISLUSAL? Fyrirárshátíðfna, þorráblótið, fundi eða annan mannfagnaö. Hafiö þá samband við okkur og látið okkursjá um herleg- heitin. VEISLUSALURINN Suðurlandsbraut 30,5. hæð, X*íml688565. Rúnar Þ. Árnason, sfmi 40843. Fróóleikur og skemmtun fyrirháa semlága! Fiskmarkaður Undirbúningsfundur fyrir stofnun hlutafé- lags um rekstur fiskmarkaðar í Hafnarfirði verður haldinn í Gaflinum við Reykjanes- braut, 2. hæð, laugardaginn 1. nóvember kl. 13.30. Allir áhugamenn velkomnir. Útvegsmannafólag Hafnarfjarðar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.