Morgunblaðið - 26.10.1986, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 26.10.1986, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. OKTÓBER 1986 María Árnadóttir og Skúli Gautason { hlutverkum sinum „EKKIBLOTA MYRKRI: KVEIKTU LJÓS!" Leiklist Bolli Gústavsson í Laufási Leikfélag Akureyrar Reviukabarettinn „MARBLETTIR eftír hina og þessa. Hðfundar texta og tónlistar: Bengt Ahlfors Kristján frá Bjúpalœk Pétur Einarsson o.fl. Leikstiórn og leikmynd: Pétur Einarsson Lýsing: Ingvar Björnsson Búningar: Pétur Einarsson og Freygerður Magnúsdóttir Söngþjálfun: Þuríður Baldurs- dóttír Dansar: Alís Jóhanns Pétur Einarsson leikhússtjóri bendir réttilega á það í leikskrá þessa verkefnis, að sú lifandi revíuhefð, sem íslendingar áttu fyrr á þessari öld, eða allt fram á sjötta áratuginn, hafi skyndilega dottið upp fyrir. óneitanlega voru margir snjallir gamanleikarar á dögum þá, menn eins^ og Alfreð Andrésson, Haraldur Á. Sigurðs- son og Lárus Ingólfsson og konur eins og Nína, Emilia og Aróra. Það var ógleymanlegt að sjá og heyra Alfreð flytja gamanvísur, grafalvarlegan á meðan áhorfend- ur veltust um af hlátri. Og hér fyrir norðan muna allir, sem komnir eru um og yfir miðjan aldur, hinn fjölhæfa listamann, Jón Norðfjörð, sem átti jafn hægt með að kitla hláturtaugarnar og „kollegar" hans sunnan heiða. Fjölmörg önnur nöfn mætti nefna, kvenna og karla, sem gerðu reví- urnar að hressandi skemmtun í skammdeginu. En staðreyndin er sú, að jafnokar þeirra hafa verið á fjölunum síðan og eru enn. Hitt er annað mál, að lagtæka revíu- smiði hefur vantað í nær 30 ár. ísland hefur að vísu eignast þjóð- arrevfu, sem birtist á skjánum um hver áramót undir heitinu Skaup. En þótt áramótaskaupið takist oft dável, þá er það ekki lifandi leik- húsverk. Ég er ekki sammála Pétri um það, að með tilkomu atvinnumennsku í leiklist hafi reví- an ekki þótt nógu „fín" list. Það eru miklu fremur rithöfundarnir og skáldin, sem ekki láta eftir sér að gera að gamni sínu á léttan og græskulausan hátt. Þeir virð- ast vera svo þrúgaðir af kald- hæðnislegri vonleysisstefnu hernaðarspennunnar og látlausu vandamálaþvargi ríkjandi lifsflótta, sem alið er á í tíma og ótíma, að jafnvel prestum getur blöskrað. Hlý kímni og eðlileg kátína hafa bókstaflega verið |„tabú" um nokkurt skeið. Þetta endurspeglast í lokaljóði revíunn- |ar Marbletta, sem er alvarlegt, en jákvætt, og ber greinileg höf- undareinkenni skáldsins frá Djúpalæk. „Sé dægra köldum stáloddi stefnt að brjósti þér og standi grátur fastur í hálsi, daprast fer. Þ6 tímans fljót sé dynþungt um dimmskóg fram að ós, þá dæmdu ekki myrkrið: Kveiktu ljós! Og kveiktu ljós í gleði og sorgum alveg eins og öllum sem þú kynnist, það linar sviða meins. Og mundu þjáðra meinsemd ef viltu hljóta hrós. í heimi þess er vonar Kveiktu ljós! Já, tendra kerti döprum, þá kveikt þér ljósið fæst að kærum degi liðnum og þéim er rennur næst Og minnstu þess að líf þitt sem elfan nálgastós. Og ekki blóta myrkri: Kveiktu ljós!" Og sannast sagna tekst leikurum LA að kveikja ljós glaðværðar og jafnframt flugelda og púðurkelling- ar smellinnar þjóðfélagsgagnrýni í sýningu þessa revfu-kabaretts. Marblettir eru sagðir unnir úr verki finnska-sænska rithöfundarins og leikhúsmannsins Bengts Ahlfors. Þeir félagar, Pétur Einarsson og Kristján frá Djúpalæk, hafa verið nokkuð hiklausir f byltingu þess verks, sem betur fer, enda hefðu þeir hæglega getað logið því, að þetta væri frumsmíð þeirra sjálfra. Fjallar verkið fyrst og fremst um islensk efni, eins og um menningu, sem „er ekkert sérlega arðbær", og hvalablástur, þar sem sungið er: „0, Regan vertu ekki reiður," eða þá dálítið lauslætislegar kennara- ráðstefnur. Svo er að sjálfsögðu fjallað um navigeisjón, sungið: „Gorbaséff, há dú jú dú," og ekki gleymt að rekja raunir „Berta litla". Eg álit að þeir Pétur og Kristján ættu einfaldlega að sleppa því með öllu næst, að sækja kveikju í verk erlends höfundar, því þeir eru full- komlega færir um að vinna „pá det privata plan..." eins og segir í smellnum þætti um Norðurlandaráð er hefst á segulbandsupptöku á skandinaviskri ræðu, sem gamall skólabróðir minn, Páll Pétursson á Höllustöðum, flytur með frumleg- um og bráðskemmtilegum fram- burði. Páll skemmir ekki revíuna, enda ennþá alvarlegri en Alfreð Andrésson forðum. Þótt víða sé komið við í Marblett- um og söguþræði sleppt, þá tekst leikstjóranum, Pétri Einarssyni, að halda vel utan um sýninguna svo á henni er góður heildarsvipur. Leik- arar eru Sunna Borg, Marinó Þorsteinsson, María Amadóttir, Skúli Gautason, Inga Hildur Har- aldsdóttir og Einar Jón Briem. Þau fara úr einu hlutverkinu í annað, svo eðlilega, að manni finnst í fljótu bragði að þau hafi ekkert fyrir því. Það hljóta að teljast með- mæli. Maríu Arnadóttur hefi ég ekki séð á leiksviði fyrr, en hún hefur starfað sem fastráðinn leikari við Borgarleikhúsið í Malmö í Svíþjóð undanfarin fimm ár. Styrk- ur hennar felst ekki síst i sérlega skýrri og blæbrigðaríkri framsögn. Fagmannleg persónusköpun með skörpum skilum milli ólikra mann- gerða einkennir og leik hennar. Skúli Gautason er snjall gamanleik- ari, tileinkar sér ákjósanlega hógværð og veldur því vel. Þau Maria eiga það sammerkt að þau skila söngvum sérlega vel. Þá er leikur Ingu Hildu Haraldsdóttur kíminn, hlýr og yfirleitt yfirvegað- ur. Samtal hennar til Bubba fyrir kennaraþingið er vel gert atriði. Einar Jón Briem fer misjafnlega vel með hin ýmsu hlutverk — minni- legust er túlkun hans á þættinum -um börn byltingarinnar. Er mér ekki grunlaust um, að honum henti betur að glíma við alvörugefnari verk. Þá virðist raddbeiting hans þarfnast meiri ögunar á stundum. Marinó Þorsteinsson nýtur þess greinilega að leika í þessarí sýn- ingu. Hann er meinfyndinn í nöldraranum, sem situr eins og negldur fyrir framan sjónvaípið og bölvar þar öllu í sand og ösku, jafn- vel veðurfregnunum, en gleymir sér annað slagið og hlær eins og tröll. Þá duttu mér ýmsir ágætir vinir mínir í hug. Sunnu Borg skortir hvorki hressileik eða leikgleði og öryggið bregst henni ekki fremur en fyrri daginn. Umgerð þessarar sýningar er einföld í sniðum, en þeim mun meiri kröfur eru gerðar til ljósameistar- ans, Ingvars Björnssonar, sem vandar vel til verksins, svo hvergi skeikar. Undirleik annast Ingimar Eydal og Aðalheiður Þorsteisndóttir og er hann léttur og leikandi eins og vera ber. Ég hef trú á að þessi revíu- kabarett eigi eftir að vekja kátínu manna á norðurslóð. Raunar er vel athugandi að auka við sýninguna eftir atvikum, þegar fram í sækir. Mætti þá m.a. bjóða frambjóðend- um í væntanlegum þingkosningum að leggja eitthvað til málanna á sviðinu. Ég minnist þess t.d. að hafa leikið með HalldÓrí Blöndal í leikritinu Æðikollinum á vegum menntaskólans fyrir meira en þrjátíu árum og þar fór hann með hlutverk skrifara (þ.e.a.s. möppu- dýrs) af sannri innlifun. Og fram- sóknarmenn á Norðurlandi eystra gætu ósköp vel sungið í þessari sýningu. „Eitt par fram fyrir ekkju- mann", eða eitthvað ámóta skemmtilegt. Sem sagt, maður verður dálítið kátur í Leikhúsinu á Akureyri um þessar mundir. Flókinn og erfiður jass sem reynir á hæfileikana - Léttsveitin með tónleika á Hótel Borg LÉTTSVEIT Rikisútvarpsins efnir til sinna fyrstu opinberu tónleika á Hótel Borg á þriðju- Breytt og stækkað hjá Pelsinum NÝLEGA opnaði Pelsinn að nýju verslun sína við Kirkjut.org eftír stækkun og breytingar. Pelsinn hefur nú verið starfræktur sem sérverslun með Ioðskinns- og leð- urfatnað í 14 ár. í nýju versluninni verður m.a. seldur fatnaður frá hönnuðum á borð við Jil Sander, Yves Saint Laurent, Jean Pécarel, Bartoli, Casavenetta, Pentik, Turkis Tukku o.fl. Eigendur Pelsins eru þau Ester Ólafsdóttir og Karl Steingrímsson. (íVt-ttatilkymiin(f) dags- og fimmtudagskvöld og hefjast þeir klukkan 22.00. A efnisskránni verður jasstónlist, sem „ samanstendur af flóknum og erfiðum jassstemmum, sem reyna mjög á getu og hæfileika hljómsveitarmanna", að því er Ólafur Þórðarson, framkvæmda- stjóri sveitarinnar, sagði í samtali við Morgunblaðið. Léttsveit Ríkisútvarpsins var stofnuð í maímánuði árið 1985. í fyrstu var hér um að ræða tilrauna- starfsemi og hljóðritaði hljómsveitin 10 islensk dægurlög, sem notuð hafa verið við ýmis tækifæri í hljóð- varpinu. Árangurinn þótti lofa góðu og var ákveðið að halda starfsem- inni áfram og nú eru til í fórum hljóðvarpsins 20 hljóðrítuð lög með sveitinni og þar af lög þar sem margir þekktir innlendir söngvarar syngja með. Tónleikarnir nú eru hins vegar fyrstu opinberu tónleikar hljóm- sveitarinnar og er efnið að mestu fengið frá dönsku útvarpshljóm- sveitinni. Auk undirbúnings fyrir tónleikanna hefijr hljómsveitin verið að undibúa upptökur fyrir íslenska sjónvarpið, að sögn Ólafs Þórðar- sonar. Hljómsveitarsyóri Léttsveitar- innar er Vilhjálmur Guðjónsson og aðrir liðsmenn eru saxófónleikar- arnir Kristinn Svavarsson, Rúnar Georgsson, Stefán S. Stefánsson og Þorleifur Gíslason. Á trompett leika Ásgeir Steingrímsson Jon Sig- urðsson og Sveinn Birgisson, á básúnu Oddur Björnsson og Edvard Fredriksen, á slagverk Pétur Grét- arsson og Steingrímur Óli Sigurðs- son, á gítar Björn Thoroddsen, á hljómborð Þórir Baldursson og á bassa Gunnar Hrafnsson. Léttsveit Ríkisútvarpsins á æfingu hjálms Guðjónssonar. Morgunblaðið/Júllus. fyrir tónleikana undir stiórn Vil-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.