Morgunblaðið - 26.10.1986, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 26.10.1986, Blaðsíða 42
8* 42 ^8ei_flaaörao .ashudaouvmus .aioAjaviuoflOM MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. OKTÓBER 1986 33t Menskir menningardagar í Rochefort íFrakklandi Umfangsmikil kynning á íslenskum bókmenntum, tónlist og kvikmyndalist FRÁ ELÍNU PÁLMADÓTTUR í PARÍS Helgina 11. og 12. október, medan stórveldin tókust á í Reykjavík, sat fríðsamur hópur f ólks suður í Rochefort-sur-mer á vesturströnd Frakklands við að kynna og ræða íslenska menningu og af ekki minni elju og þrautseigju við fundarsetur. Þetta er liður í raunar ótrúlega yfirgripsmikilli kynningarherferð, sem fram fer í Frakklandi á þessu hausti fyrir röska forgöngu félagsins France—Islande pg með dyggri aðstoð sendiráðs Islands í París, menntamálaráðuneytisins franska, sem m.a. leggur talsvert fé fram, og fleiri aðila í báðum löndum. A þessu ári hafa tvö , tilefni verið vel nýtt, hálf rar aldar minning dr. Charcots, sem fórst með fleyi sínu við ísland, og aldarafmæli skáldsögu Pierres Loti um frönsku íslandsjómennina. Og þar kemur sjávarborgin Rochefort eðlilega inn í. Þar er fæðingarstaður og heimili Pierres Lotis ogþar er safn um hann, og Rochefort er í aldir þekkt flotastöð Frakka og nú miðstöð alls þess sem hafið varðar. En þótt íslandskynningin í Rochefort sé tengd haf- inu, sem er báðum þessum stöðum undir- staða tilverunnar, bein- ist kynningarátakið þar einkum að bókmenntaarfi íslendinga og listum í landinu, með bókmenntaráðstefnu og opnun þriggja sýninga — ljós- myndasýningar, málverkasýningar og sýningar á íslenskum bókum og handritum, fornum og nýjum. Af því tilefni voru kallaðir til og boðn- ir til Frakklands forstöðumaður Handritastofnunar, 5 íslenskir rit- höfundar, kvikmyndagerðarmaður með kvikmynd sína og íslenskur píanóleikari með tónleika til kynn- ingar á íslenskri og franskri tónlist. Af þessari upptainingu má sjá að mikið var lagt í þessa kynningu, enda ætlaði forseti íslands, Vigdís Finnbogadóttir, að heiðra ráðstefn- una með nærveru sinni á laugardeg- inum. En „stórveldin tvö í heiminum ákváðu án þess að ráðfæra sig við aðstandendur þessarar ráðstefnu að funda á íslandi þá sömu daga, sem Rochefort hélt sig í fyrsta sinn f sögunni fá tækifæri til að taka á móti þjóðhöfðingja annarrar þjoð- ar", eins og Monsieur Frat, borgar- stjóri, orðaði það í opnunarræðu sinni. En auk annarra gesta, sem sumir voru komnir langt að í Frakklandi, voru sendiherra íslands í París, Haraldur Kröyer, Hermann Mostermann, ræðismaður íslands í Bordeaux, Fourre, þingmaður í Frakklandi og formaður France— Islande, M. Maurer frá franska menntamálaráðuneytinu, forseti og framkvæmdastjóri „Le Centre Int- ernationale de la Mer", rithöfundur-- inn Paul Guimard og M. Chesne, en þessi alþjóðlega sjávarmiðstöð lagði til rammann um samkomuna í hinni nýuppgerðu menningarmið- stöð sinni í „Hinni konunglegu reipagerð flotans" frá dögum Lúðvíks 14. En þar eru 140 m lang- ur sýningarsalur, ráðstefnuaðstaða og bóka- og minjasafh um allt sem varðar hafið og er straumur fólks þar allan ársins hring. Nútímaskáld og Islendingasögur Báðir dagarnir hófust að morgni með fundum um íslenskar bók- menntir. Fól Fourre, formaður íslandsvinafélagsins, stjórnina pró- fessor Regis Boyer, kennara í íslenskum fræðum við Sorbonne- háskóla og afkastamiklum þýðanda íslenskra fornsagna og nútímarit- verka og ljóða. Flutti próf. Boyer fyrsta fyrirlesturinn og kynnti ís- lenskar bókmenntir fram á okkar daga á einkar skilmerkilegan hátt, gerði m.a. grein fyrir þróun íslensks samfélags á miðöldum, þar sem verði að byrja ef menn ætli að skilja „kraftaverkið" í íslenskum bókmenntum. En íslendingar hafi lifað af við erfið skilyrði í 1100 ár af því þeir héldu fast í menningu sína og sögu, sagði hann. Höfðum við heima Islendingar kannski ekki síður gott af að átta okkur á því en Frakkar þeir, sem þarna voru að fræðast og reyna að skilja í fyrstu atrennu. Á eftir Boyer talaði íslenskur námsmaður í París, Torfi Tuliníus, um amerísk áhrif á íslenska fjölmiðla og taldi hann, og aðrir þeir sem inn í umræðuna komu, hættuna úr þeirri átt hverf- andi litla. Þá var komið að íslandi og heimsóknum ferðamanna á vit þess. Um það hafði framsögu ferða- málamaðurinn Gerard Alant, en ferðaskrifstofa hans annast mikið fslandsferðir. Hringborðsumræður um íslensk- ar nútímabókmenntir voru á dagskrá eftir hádegi undir stjórn Regis Boyers. Ekki höfðu öll skáld- in fimm, sem boðið hafði verið frá íslandi, komið fram. Sigfús Daða- son hætti við á síðustu stundu að þiggja boðið, og Thor Vilhjálmsson kom ekki fram á leiðarenda, en hin- ir þrír leystu hlutverk sitt afbragðs vel af hendi í umræðunum. Þeir voru rithöfundarnir Jón Óskar, Pét- ur Gunnarsson og Sigurður Pálsson, sem allir eru frönskumenn góðir. Voru þeir og verk þeirra kynnt í upphafi og urðu fjörugar umræður með fyrirspurnum utan úr sal um íslenskar bókmenntir. En þarna var m.a. komið fólk með sérstakan áhuga og þekkingu á íslandi, svo sem Gústa Sigurðs, prófessor í þýskudeild háskólans í Montpelier, Steinunn Le Breton, sem kennir íslensku við háskólann í Caen, son- ur og tengdadóttir Voillerys, sem lengst var sendiherra á íslandi, og fleiri. Víðtækustu áhrifin af þessari menningarumræðu verða eflaust þau, að tveir viðstaddir blaðamenn frá útvarpinu France Culture, André Mathieu, rithöfundur ogþýð- andi, sem m.a. er kunnugur á Islandi, og Jacques Munier, tóku upp og hugðust fylgja efninu eftir með viðtölum við íslensku rithöf- undana og m.a. með endurflutningi á íslandsklukku Halldórs Laxness í menningarútvarpinu. Einnig við- tali við Agúst Guðmundsson um íslenska kvikmyndalist. Píanótón- leika Eddu Erlendsdóttur í fallegu gömlu leikhúsi f bænum þetta sama kvöld átti að taka upp er þeir yrðu endurteknir í París og verður út- varpað á France—Music-rásinni. Þrjár íslenskar sýningar Kl. 18 voru opnaðar sýningarnar þrjár í hinum stóra sýningarsal menningarmiðstöðvarinnar að við- stöddum fjölda gesta frá borginni og flotanum. Var þegar orðin góð Edda Erlendsdóttír, píanóleikari, lék verk eftir islensk tónskáld. Hér er hún I veislu borgarstjórnar eftír konsertinn ásamt Jónasi Kristiánssvni og Sigríði konu hans, og Regis Boyer. ÍWIBy Hin konunglega reipagerð, sem Loðvík 14. lét reisa á 17. öld, er hann gerði Rocheford að flotastöð. Þar var islenska menningarkynn- ingin. Tvær islenskar konur, langt að komnar, fyrir utan ráðstefnusalinn, Steinunn Le Breton, sem kannir íslensku við háskólann í Caen, og Gústa Sigurðs, prófessor, sem lengi hefur verið yfirmaður þýsku- deildar háskólans í Montpelier. aðsókn og íslenskir bæklingar og bækur, sem frammi lágu í bóksölu- kaffiteríunni, farnar að hreyfast í sölu strax á sunnudag. M. Salle kynnti fyrir hönd France—Islande ljósmyndasýninguna „ísland, síðasta Evrópuævintýrið", sem fé- lagið hefur verið með á fjölförnustu umferðarmiðstöð í París, Halles- Chatelet, að undanförnu og nú hefur verið flutt til Rochefort, og verður eflaust aðdráttarafl fyrir ferðamenn. Gunnar Snorri Gunn- arsson, sendiráðunautur í París, fylgdi úr hlaði sýningu á íslenskri málverkalist í 50 ár frá Listasafni íslands, sem nú var flutt frá St. Malo og á eftir að fara til Parísar. En þar eru 29 stór og falleg verk eftir 22 íslenska málara frá árunum 1936—86. Og fylgir vönduð sýning- arskrá með kynningu á öllum listamönnunum. Þriðja sýningin var sérstaklega sett upp af þessu tilefni og fylgdi hinum íslenska þætti hennar úr hlaði Jónas Kristjánsson, forstöðu- maður Handritastofnunar, en sýningarmunir eru frá Handrita- stofnun á Islandi, Biblioteque Nationale í París og bókasafninu í Rochefort. Þarna mátti sjá ýmsar útgáfur af íslendingasögum, m.a. Snorra Eddu frá 1665, íslenskar prentaðar bækur frá ýmsum tíma, m.a. fágætar útgáfur frá Skálholti og upp i nýjar bækur, handrit úr Biblioteque National og á veggjum stækkaðar myndir úr handritum með upplýsingum frá Handrita- stofnun. Haraldur Kröyer, sendi- herra íslands, opnaði sýningarnar formlega og af hendi gestgjafa þökkuðu Paul Guimard rithöfundur og forseti „Centre International de la Mer" og Yves la Prairie, formað- ur Alþjóðlegu Pierre-Loti samtak- Konungleg reipagerð Sýningarnar tóku sig einkar vel út í hinum gamla sal „konunglegu reipagerðarinnar" frá 17. öld, þar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.