Morgunblaðið - 26.10.1986, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 26.10.1986, Blaðsíða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. OKTÓBER 1986 atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna Framkvæmdastjóri Ráðgarður óskar að ráða fyrir einn af við- skiptavinum sínum, framkvæmdastjóra markaðs- og sölusviðs Fyrirtækið er stórt á sínu sviði og rekur öflugt sölustarf. Markaðshlutdeild fyrirtækisins er góð og hefur verið ört vaxandi á markaði þar sem mikil samkeppni ríkir. Ársvelta er mikil á íslenskan mælikvarða og fyrirtækið er vel tölvu- og tæknivætt. Starfið felst í stjórnun á markaðs- og sölu- starfi fyrirtækisins innanlands, markaðssetn- ingu nýrra vörutegunda og þróun nýjunga á sölusviði. Samskipti við erlenda aðila varð- andi innkaup o.fl. í boði er sjálfstætt og krefjandi starf í líflegu umhverfi með góðu samstarfsfólki. Endur- menntunarmöguleikar, ef þörf er á, varðandi nýjungar í fyrirtækjarekstri. Leitað er að viðskiptafræðingi eða manni með sambærilega menntun og með mikla samskiptahæfileika og þægilega framkomu. Reynsla í fyrirtækjarekstri, stjórnun, mark- aðs- og sölustarfi æskileg, en ekki skilyrði. Topplaun fyrir réttan aðila, sem nær árangri hjá traustu fyrirtæki. Farið verður með allar umsóknir sem algjört trúnaðarmál. Öllum umsóknum verður svarað. Skriflegar um- sóknir sendist Ráðgarði b/t Hilmars Viktors- sonar fyrir 4. nóv. nk. RÁÐGARÐUR SDÓRNUNAROG REKSTRARRÁEXSJÖF Nóatúni 17,105 Reykjavík. Forstöðumaður Heimilisvörudeildar Starf forstöðumanns Heimilisvörudeildar Sambandsins er laust til umsóknar. Starfið krefst yfirgripsmikillar reynslu í stjórn- un og markaðsmálum. Heimilisvörudeildin hefur með höndum heild- sölu og innflutning á rafmagnstækjum, búsáhöldum, verkfærum, sportvörum, gjafa- vörum og fleiru, auk verslunar með heimilis- tæki og þjónustu fyrir þau. Skriflegar umsóknir er greini aldur, menntun og fyrri störf sendist til starfsmannastjóra Sambandsins er veitir nánari upplýsingar, ásamt aðstoðarframkvæmdastjóra Verslun- ardeildar. Umsóknarfrestur er til 31. þessa mánaðar. Farið verður með umsóknir sem trúnaðar- mál. SAMBANDISL. SAMVINNUFEIAG A STARFSMANNAHALD LINDARGÖTU 9A Hárskerasveinn og hárgreiðslusveinn óskast í heilsdags eða hlutastarf. Upplýsingar eru gefnar í síma 13314 á dag- inn og 46097 á kvöldin. Gott atvinnutækifæri Vélar til harðfiskverkunar (bita-fisk). Þurrkskápur, stór frystiskápur, 3 frystikistur, sérhönnuð skurðvél, lofttæmingarvél, vigt, einnig er til sölu rafsuðuvél og logsuðutæki. Er til sýnis að Skipasundi 18. nordtB5t Nordtest auglýsir eftir: Umsjónarmanni til stjórnunar tæknilegra verkefna. Nordtest er samnorræn stofnun sem starfar á sviði prófana og eftirlits. Stofnunin heyrir undir Norrænu ráðherranefndina. í Nordtest starfa norrænir sérfræðingar saman í fag- hópum að gerð prófunaraðferða. Skrifstofur stofnunarinnar eru í Helsingfors í Finnlandi. Starfssvið — Stjórnun útgáfustarfsemi. — Þátttaka í stjórnun og framvindu verkefna. — Þátttaka í samstarfsfundum. Menntunarkröfur og reynsla — Reynslu af prófunarstarfsemi er krafist. — Háskólamenntun á raungreinasviði er for- senda. — Áhugi á útgáfustarfsemi er nauðsynlegur. Starfið krefst ferðalaga innan Norðurland- anna. Góð kunnátta í ensku er nauðsynleg. Starfstímabil hefst 1. janúar 1987 eða sem fyrst eftir áramótin og er 4 ár. Ríkisstarfs- menn eiga rétt á 4 ára leyfi frá störfum sínum, samkvæmt samnorrænu samkomu- lagi, til að taka að sér umrætt starf. Staðan er auglýst í Danmörku, Finnlandi, íslandi, Noregi og Svíþjóð. Nánari upplýsingar fást hjá Haraldi Ásgeirs- syni verkfræðingi, Rannsóknastofnun bygg- ingariðnaðarins, Reykjavík, sími (91)-83200 eða hjá Bo Lindholm forstjóra, Nordtest, Helsingfors, sími 90-480 588. Umsókn með upplýsingum um menntun, starfsreynslu, meðmælum og launakröfum sendist fyrir 14. nóvember 1986 til: Nordtest, Prastbordsgranden 2, 00340 Helsingfors. Mötuneyti Starfskraftur óskast í mötuneyti Skipadeildar að Holtabakka. Heilsdagsvinna. Nánari upplýsingar hjá mötuneytisstjóra á staðnum. SAMBAND ISL.SAMVINNUFE1AGA STARFSMANNAHALD LINDARGÖTU 9A LAUSAR STÖÐUR HJA REYKJAVÍKURBORG Fóstrur/ Aðstoðarfólk Fóstrur og aðstoðarfólk vantar á eftirtalin heimili ýmist í heilar eða hálfar stöður. Lækjarborg — Brákaborg Kvistaborg — Laugaborg Austurborg — Dyngjuborg Upplýsingar veita framkvæmdastjóri og um- sjónarfóstrur á skrifstofu dagvistar í símum 27277 og 22360 og forstöðumenn viðkom- andi heimila. Umsóknum ber að skila til starfsmanna- halds Reykjavíkurborgar. Póshússtræti 9, 6. hæð á sérstökum eyðublöðum sem þar fást. RIKISSPITALAR LAUSARSTÖÐUR Landspítali Sérfræðingur í röntgengreiningu óskast til afleysinga við röntgendeild Landspítala. Staðan verður veitt í eitt ár frá 1. janúar 1987 að telja. Umsækjandi á að hafa yfirsýn yfir almenna myndgreiningu (General Radio- logi) með nokkurri sérhæfingu í brjósthols- og æðarannsóknum. Umsóknir á umsóknareyðublöðum lækna sendist stjórnarnefnd ríkisspítalanna fyrir 25. nóvember nk. Upplýsingar veitir forstöðu- maður röntgendeildar í síma 29000. Hjúkrunarfræðingur óskast á handlækn- ingadeild 3 11G og handlækningadeild 4 13D. Boðið er upp á aðlögunartíma og starfsþjálf- un. Athugið að hærri laun eru greidd fyrir fastar næturvaktir: Upplýsingar veitir hjúkrunarframkvæmda- stjóri handlækningadeildar í síma 29000. Aðstoðarmaður óskast til afleysinga á hjartarannsóknastofu Landspítalans fram til nk. áramóta. Upplýsingarveitirdeildarmeina- tæknir í hjartalínuriti í síma 29000-389. Þvottahús Ríkisspítala Starfsfólk óskast til vinnu við Þvottahús ríkisspítalann, Tunguhálsi 2a. Boðið er upp á akstur til og frá vinnustað að Hlemmi. Upplýsingar veitir forstöðumaður Þvottahúss í síma 671677. Kópavogshæli Starfsfólk óskast til vinnu á vistdeildum full- orðinna og barna á Kópavogshæli. Starfið er fólgið í meðferð og umönnun þroska- heftra vistmanna. Unnið er á tvískiptum vöktum, morgunvakt frá kl. 8 til 16 eða kvöldvakt frá kl. 15.30 til 23.30. Upplýsingar veitir yfirþroskaþjálfi Kópavogshælis f síma 41500. Reykjavík 25. október 1986. Prentarar og að- stoðarmenn óskast Vegna verkefnafjölgunar í prentdeild þurfum við að bæta við prenturum og aðstoðar- mönnum hið fyrsta. Áhugamenn um framangreind störf hafi sam- band við verkstjóra prentdeildar, Árna Þórhallsson í síma 685600 á milli kl. 10.00 og 15.00 næstu daga. 0 Plastprent hf. Höfðabakka 9. Sími 685600. Tf Forstöðumaður hönnunardeildar Hafnarfjarðarbær óskar eftir að ráða verk- fræðing til að veita forstöðu hönnunardeild við embætti bæjarverkfræðingsins í Hafnar- firði. Um kaup og kjör fer samkvæmt samningi við Starfsmannafélag Hafnarfjarðar. Umsóknir ásamt uppl. um menntun og fyrri störf skulu berast Bæjarskrifstofunni í Hafn- arfirði fyrir 29. þ.m. Bæjarstjórinn í Hafnarfirði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.