Morgunblaðið - 26.10.1986, Síða 48

Morgunblaðið - 26.10.1986, Síða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. OKTÓBER 1986 atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna Framkvæmdastjóri Ráðgarður óskar að ráða fyrir einn af við- skiptavinum sínum, framkvæmdastjóra markaðs- og sölusviðs Fyrirtækið er stórt á sínu sviði og rekur öflugt sölustarf. Markaðshlutdeild fyrirtækisins er góð og hefur verið ört vaxandi á markaði þar sem mikil samkeppni ríkir. Ársvelta er mikil á íslenskan mælikvarða og fyrirtækið er vel tölvu- og tæknivætt. Starfið felst í stjórnun á markaðs- og sölu- starfi fyrirtækisins innanlands, markaðssetn- ingu nýrra vörutegunda og þróun nýjunga á sölusviði. Samskipti við erlenda aðila varð- andi innkaup o.fl. í boði er sjálfstætt og krefjandi starf í líflegu umhverfi með góðu samstarfsfólki. Endur- menntunarmöguleikar, ef þörf er á, varðandi nýjungar í fyrirtækjarekstri. Leitað er að viðskiptafræðingi eða manni með sambærilega menntun og með mikla samskiptahæfileika og þægilega framkomu. Reynsla í fyrirtækjarekstri, stjórnun, mark- aðs- og sölustarfi æskileg, en ekki skilyrði. Topplaun fyrir réttan aðila, sem nær árangri hjá traustu fyrirtæki. Farið verður með allar umsóknir sem algjört trúnaðarmál. Öllum umsóknum verður svarað. Skriflegar um- sóknir sendist Ráðgarði b/t Hilmars Viktors- sonar fyrir 4. nóv. nk. RÁÐGARÐUR SDÓRNUNAROG REKSTRARRÁEXSJÖF Nóatúni 17,105 Reykjavík. Forstöðumaður Heimilisvörudeildar Starf forstöðumanns Heimilisvörudeildar Sambandsins er laust til umsóknar. Starfið krefst yfirgripsmikillar reynslu í stjórn- un og markaðsmálum. Heimilisvörudeildin hefur með höndum heild- sölu og innflutning á rafmagnstækjum, búsáhöldum, verkfærum, sportvörum, gjafa- vörum og fleiru, auk verslunar með heimilis- tæki og þjónustu fyrir þau. Skriflegar umsóknir er greini aldur, menntun og fyrri störf sendist til starfsmannastjóra Sambandsins er veitir nánari upplýsingar, ásamt aðstoðarframkvæmdastjóra Verslun- ardeildar. Umsóknarfrestur er til 31. þessa mánaðar. Farið verður með umsóknir sem trúnaðar- mál. SAMBANDISL. SAMVINNUFEIAG A STARFSMANNAHALD LINDARGÖTU 9A Hárskerasveinn og hárgreiðslusveinn óskast í heilsdags eða hlutastarf. Upplýsingar eru gefnar í síma 13314 á dag- inn og 46097 á kvöldin. Gott atvinnutækifæri Vélar til harðfiskverkunar (bita-fisk). Þurrkskápur, stór frystiskápur, 3 frystikistur, sérhönnuð skurðvél, lofttæmingarvél, vigt, einnig er til sölu rafsuðuvél og logsuðutæki. Er til sýnis að Skipasundi 18. nordtB5t Nordtest auglýsir eftir: Umsjónarmanni til stjórnunar tæknilegra verkefna. Nordtest er samnorræn stofnun sem starfar á sviði prófana og eftirlits. Stofnunin heyrir undir Norrænu ráðherranefndina. í Nordtest starfa norrænir sérfræðingar saman í fag- hópum að gerð prófunaraðferða. Skrifstofur stofnunarinnar eru í Helsingfors í Finnlandi. Starfssvið — Stjórnun útgáfustarfsemi. — Þátttaka í stjórnun og framvindu verkefna. — Þátttaka í samstarfsfundum. Menntunarkröfur og reynsla — Reynslu af prófunarstarfsemi er krafist. — Háskólamenntun á raungreinasviði er for- senda. — Áhugi á útgáfustarfsemi er nauðsynlegur. Starfið krefst ferðalaga innan Norðurland- anna. Góð kunnátta í ensku er nauðsynleg. Starfstímabil hefst 1. janúar 1987 eða sem fyrst eftir áramótin og er 4 ár. Ríkisstarfs- menn eiga rétt á 4 ára leyfi frá störfum sínum, samkvæmt samnorrænu samkomu- lagi, til að taka að sér umrætt starf. Staðan er auglýst í Danmörku, Finnlandi, íslandi, Noregi og Svíþjóð. Nánari upplýsingar fást hjá Haraldi Ásgeirs- syni verkfræðingi, Rannsóknastofnun bygg- ingariðnaðarins, Reykjavík, sími (91)-83200 eða hjá Bo Lindholm forstjóra, Nordtest, Helsingfors, sími 90-480 588. Umsókn með upplýsingum um menntun, starfsreynslu, meðmælum og launakröfum sendist fyrir 14. nóvember 1986 til: Nordtest, Prastbordsgranden 2, 00340 Helsingfors. Mötuneyti Starfskraftur óskast í mötuneyti Skipadeildar að Holtabakka. Heilsdagsvinna. Nánari upplýsingar hjá mötuneytisstjóra á staðnum. SAMBAND ISL.SAMVINNUFE1AGA STARFSMANNAHALD LINDARGÖTU 9A LAUSAR STÖÐUR HJA REYKJAVÍKURBORG Fóstrur/ Aðstoðarfólk Fóstrur og aðstoðarfólk vantar á eftirtalin heimili ýmist í heilar eða hálfar stöður. Lækjarborg — Brákaborg Kvistaborg — Laugaborg Austurborg — Dyngjuborg Upplýsingar veita framkvæmdastjóri og um- sjónarfóstrur á skrifstofu dagvistar í símum 27277 og 22360 og forstöðumenn viðkom- andi heimila. Umsóknum ber að skila til starfsmanna- halds Reykjavíkurborgar. Póshússtræti 9, 6. hæð á sérstökum eyðublöðum sem þar fást. RIKISSPITALAR LAUSARSTÖÐUR Landspítali Sérfræðingur í röntgengreiningu óskast til afleysinga við röntgendeild Landspítala. Staðan verður veitt í eitt ár frá 1. janúar 1987 að telja. Umsækjandi á að hafa yfirsýn yfir almenna myndgreiningu (General Radio- logi) með nokkurri sérhæfingu í brjósthols- og æðarannsóknum. Umsóknir á umsóknareyðublöðum lækna sendist stjórnarnefnd ríkisspítalanna fyrir 25. nóvember nk. Upplýsingar veitir forstöðu- maður röntgendeildar í síma 29000. Hjúkrunarfræðingur óskast á handlækn- ingadeild 3 11G og handlækningadeild 4 13D. Boðið er upp á aðlögunartíma og starfsþjálf- un. Athugið að hærri laun eru greidd fyrir fastar næturvaktir: Upplýsingar veitir hjúkrunarframkvæmda- stjóri handlækningadeildar í síma 29000. Aðstoðarmaður óskast til afleysinga á hjartarannsóknastofu Landspítalans fram til nk. áramóta. Upplýsingarveitirdeildarmeina- tæknir í hjartalínuriti í síma 29000-389. Þvottahús Ríkisspítala Starfsfólk óskast til vinnu við Þvottahús ríkisspítalann, Tunguhálsi 2a. Boðið er upp á akstur til og frá vinnustað að Hlemmi. Upplýsingar veitir forstöðumaður Þvottahúss í síma 671677. Kópavogshæli Starfsfólk óskast til vinnu á vistdeildum full- orðinna og barna á Kópavogshæli. Starfið er fólgið í meðferð og umönnun þroska- heftra vistmanna. Unnið er á tvískiptum vöktum, morgunvakt frá kl. 8 til 16 eða kvöldvakt frá kl. 15.30 til 23.30. Upplýsingar veitir yfirþroskaþjálfi Kópavogshælis f síma 41500. Reykjavík 25. október 1986. Prentarar og að- stoðarmenn óskast Vegna verkefnafjölgunar í prentdeild þurfum við að bæta við prenturum og aðstoðar- mönnum hið fyrsta. Áhugamenn um framangreind störf hafi sam- band við verkstjóra prentdeildar, Árna Þórhallsson í síma 685600 á milli kl. 10.00 og 15.00 næstu daga. 0 Plastprent hf. Höfðabakka 9. Sími 685600. Tf Forstöðumaður hönnunardeildar Hafnarfjarðarbær óskar eftir að ráða verk- fræðing til að veita forstöðu hönnunardeild við embætti bæjarverkfræðingsins í Hafnar- firði. Um kaup og kjör fer samkvæmt samningi við Starfsmannafélag Hafnarfjarðar. Umsóknir ásamt uppl. um menntun og fyrri störf skulu berast Bæjarskrifstofunni í Hafn- arfirði fyrir 29. þ.m. Bæjarstjórinn í Hafnarfirði.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.