Morgunblaðið - 26.10.1986, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 26.10.1986, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. OKTÓBER 1986 53 Ásrún Hauksdóttir, eigandi nuddstofunnar, við störf Ný nuddstofa að Hamrahlíð 17 NÝLEGA var opnuð nuddstofa að Hamrahlíð 17, Reykjavík, húsi Blindrafélagsins, og ber hún hei- tið Nuddstofa Ásrúnar. Eigandi og jafnframt eini starfsmaður er Ásrún Hauksdóttir nuddari og hjúkrunarfræðingnr, en hún hefur starfað sem nuddari sl. sex ár.^ Ásrún segir marga þjást af vöðvabólgum, sem geti leitt af sér stirðleika, þreytu, höfuðverk og jafnvel svima, sem síðan geti valdið svefnleysi og þunglyndi. Telur Ás- rún að oft sé hægt að ijúfa þennan vítahring sem skapast við miklar vöðvabólgur, með góðu nuddi, hita og slökun, en að mati hennar er það einnig mikil nauðsyn fyrir manneskjuna að eiga örlitla stund fyrir sjálfa sig stöku sinnum á þess- um hraða- og streitutímum. Nuddstofa Ásrúnar er opin frá mánudegi til fimmtudags frá kl. 10.00 til 18.00. ________________________________________________________________________________1. Amnesty International: Fangar mánaðar- ins — október 1986 Mannréttindasamtökin Amnesty International vilja vekja at- hygli almennings á máli eftirfarandi samviskufanga í október. Jafnframt vonast samtökin til að fólk sjái sér fært að skrifa bréf til hjálpar þessum föngum og sýna þannig í verki andstöðu sína við að slík mannréttindabrot séu framin. íslandsdeild Amnesty hefur nú einnig hafið útgáfu póstkorta til stuðnings föngum mánaðarins og fást áskriftir á skrifstofu samtakanna. Túnis. Moncef Ben Sliman er 38 ára gamall kennari í þjóðfé- lagsfræði við háskólann í Túnis og aðalritari stéttarfélags há- skólamanna, SESRS. Hann var handtekinn 16. maí 1986 og dæmdur í eins árs fangelsi þann 4. júní fyrir að hafa ófrægt ríkis- stofnanir og löggæslu. Tilefni var bréf frá stjóm SESRS til mennta- málaráðherra, sem gagnrýndi viðbrögð stjómarinnar við ólgu meðal stúdenta. Ólgan náði há- marki í apríl 1986 þegar lögreglan varð völd að dauða námsmanns; víðtækar mótmælaaðgerðir og verkföll fylgdu þá í kjölfarið og varð háskólinn vettvangur átaka milli lögreglu og stúdenta. Bréf SESRS hvatti til viðræðna milli stúdenta og stjómvalda. Hand- taka Ben Sliman fylgdi í kjölfar harðra deilna milli stjómvalda og alþýðusambands Túnis, UGTT, sem hófust sumarið 1985 og lauk með fangelsun ijölda verkalýðs- leiðtoga, þ.á m. forseta sam- bandsins. Stjómvöld hvöttu á þessum tíma klofningshópa til að taka skrifstofur verkalýðsfélaga og setja bráðabirgðastjóm hlynnta stjómvöldum, og virðist SESRS hafa verið eina félagið sem gat varist þessu bragði. Laos: Viboun Abhay var einkaritari fjármálaráðherra Laos frá 1970 til loka borgarastytjald- arinnar, en eftir vopnahlé, í aprfl 1974, var hann tilnefndur í ráð- gjafamefnd (NPCC), sem komið var á fót til að annast framkvæmd vopnahlésins og undirbúa kosn- ingar nýs þjóðþings. Þegar hann mætti á sérstakan fund nefndar- innar í nóv. 1975, mánuði fyrir valdatöku núverandi stjómar, var hann hnepptur í varðhald, og sendur til „endurmenntunar“ ásamt 24 öðmm nefndarmönnum til héraðsins Houa Phanh, nyrst í landinu. Árið 1976 var 9 þeirra leyft að snúa aftur til höfuðborg- arinnar, Vientiane, en Viboun Abhay og 12 aðrir vom fluttir í nauðungarvinnu. Vinnuskilyrði em sögð erfið og hættuleg og matur naumt skammaður, en skil- yrði í vinnubúðunum ku hafa batnað. Viboun Abhay er talinn eiga konu og 3 böm í Vientiane. Fjöldi þeirra sem em í „endur- menntun" vegna starfa á vegum fyrri stjómvalda eða gmnaðra stjómmálaskoðana skiptir þús- undum. Tyrkland: Recep Marsali er þrítugur bókaútgefandi, sem sat í varðhaldi í 8 mánuði árið 1978 vegna útgáfu á bókum sem fjalla um sögu Kúrda og menningu þeirra, og stöðu kúrdneska þjóðar- brotsins í Tyrklandi. Bókaforlagi hans var lokað eftir valdatöku hersins 1980 og var hann hand- tekinn aftur í janúar 1982 og hefur síðan hlotið fjölda dóma fyrir herrétti í Istanbul og Diyar- bakir fyrir „tilraunir til að koma á fót sjálfstæðu ríki á landsvæði tyrkneska ríkisins". í einum rétt- arhöldum hlaut hann tveggja ára dóm fyrir staðhæfíngar, sem lagð- ar vom fram í vöm hans í næstu réttarhöldum á undan. Dómar hans em nú samanlagt upp á 36 ár og bíða sumir áfrýjunar, en aðrir hafa hlotið staðfestingu æðsta dóms herdómstólsins. Rec- ep Marasli er við slæma heilsu eftir þátttöku í fjölda hungurverk- falla gegn pyndingum og afleitum skilyrðum í fangavistinni. 4 Þeir, sem vilja leggja málum þessara fanga lið, og þá um leið mannréttindabaráttu almennt, em vinsamlegast beðnir að hafa samband við skrifstofu íslands- deildar Amnesty, Hafnarstærti 15, Reykjavík. raðauglýsingar —- raðauglýsingar — raðauglýsingar Sundlaug — Sauna Sundlaugin, saunan og sólarlamparnir á Hótel Loftleiðum eru opin almenningi frá kl. 07.00-21.30 frá mánudegi til föstudags, laug- ardaga og sunnudaga er opið fyrir almenning frá kl. 08.00-20.00. Allar nánari upplýsingar eru veittar í síma 22322. Verið velkomin. Sundlaug Hótels Loftleiða. Jólaföndur — Jólavörur Ég mun ferðast um Norðurland með jóla- föndur og jólavörur. Vilt þú koma þínum vörum með? Leggið inn á augld. Mbl. nafn og símanúmer og nauðsynlegar upplýsingar merkt: „Jóla- föndur — 1658" fyrir 30. október. fOrðsending frá Hitaveitu Reykjavíkur Húsbyggjendur eru minntir á, að hitaveitu- heimæðar í hús eru ekki lagðar ef frost er í jörðu, nema gegn greiðslu þess aukakostn- aðar, sem af því leiðir. Til þess að sleppa við þennan aukakostnað þurfa húseigendur að uppfylla eftirfarandi skilyrði fyrir 1. nóvember nk.: 1. Leggja inn beiðni um tengingu hjá Hita- veitunni. 2. Hafa hús sín tilbúin til tengingar. Hús telst tilbúið til tengingar þegar því hefur verið lokað, hitakerfi lagt og lóð jöfnuð u.þ.b. í rétta hæð. Flutt , Nýtt heimilisfang — Nýtt símanúmer Höfum flutt starfsemi okkar að Borgartúni 26. Höfum fengið nýtt símanúmer 622890 - 622891. Bitstál sf. Borgartúni 26, 105 Reykjavík, Sími 622890 - 622891. bitstál s.f. Borgarúni 26, 105 Reykjavík, Sími 622890 - 622891. Fiskur, staðgreiðsla Sækjum og staðgreiðum fisk á svæðinu frá Snæfellsnesi til Eyrarbakka. Sími 28870 á skrifstofutíma. Frá kjördæmisráði Sjálfstæðisflokksins í Suðurlandskjördæmi Kjördagar vegna vals frambjóðenda á framboðslista Sjálfstœðis- flokksins verða laugardagur 1. nóvember frá kl. 10.00-18.00 og sunnudagur 2. nóvember frá kl. 10.00-13.00. Kjörstaðir veröa í umdæmi allra fulltrúaráða í kjördæminu. Heimilt er aö greiða at- kvæði í hverri kjördeildanna sðm er. Stjóm kjördæmisráðs. Landsmálafélagið Vörður Félagsfundur Landsmálafélagið Vörður heldur almennan fólagsfund miðvikudaginn 5. nóvember 1986 kl. 20.30 í sjálfstæðishúsinu Valhöll. Dagskrá: 1. Kosning þriggja manna uppstillingarnsfndar vegna aðalfundar. 2. Önnur mál. 3. Þorsteinn Pálsson formaöur Sjélfstæðisflokksins fjallar um stjómmálaviðhorf í þingbyrjun. Stjórn Varðar. Ólafsvík — Ólafsvík Sjálfstæðisfélag Ólafsvikur og nágrennis boöar til fundar þriðjudag- j í inn 28. október 1986 kl. 20.30 í kaffistofu Fiskiðjunnar Bylgju. Dagskrá: 1. Kosning viðbótarfulltrúa á fund kjördæmlsráös. 2. Bæjarmálin. 3. Önnur mál. Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins mæta á fundinn. Stjómin. Aðalfundur félags sjálfstæðismanna íVestur- og miðbæjarhverfi heldur aðalfund sinn I Valhöll, Háaleitisbraut 1, mánudaginn 3. nóv- ember nk. kl. 17.30. Fundarefni: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Önnur mál. Stjómin. J Baldur Kópavogi Aðalfundur Málfundafélagið Baldur i Kópavogi heldur aðalfund sinn fimmtudag- inn 30. október i Hamraborg 1, Kópavogi kl. 20.30 stundvislega. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Önnur mál. Seltjarnarnes Sjilfstæðisfólag Settirnlnga heldur aðalfund sinn þriðjudaginn 28. októ- ber kl. 20.30 I félagsheimili sjálfstæðis- manna á Austurströnd 3. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Gestur fundarins veröur Þorsteinn Páls- son fjármálaráðherra. 3. Önnur mál. Kaffiveitingar. Mætum vel og stundvislega. Stjómin. |
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.