Morgunblaðið - 26.10.1986, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 26.10.1986, Blaðsíða 54
75?! ... - - MORGUNBIAÐH), SUNNUDAGUR 26. OKTÓBER 1986 MITSUBISHI 1987 ft- ; TREDIA Fólksbíll með torfærueiginleika Þú kemst til aóur ókunnra staða á MITSUBISHI TREDIA meö ALDRIFI, 85% læsingu á afturdrifi, 19 cm veghæð og aflstýri. - Billinn, sem alla heiur dreymt um Krístín Vigfús- dóttir — Minning Verd kr. 577.000.- EHEKLAHF Lauqaveqi 170-172 Simi 695500 iR29009! Fædd 12. september 1906 Dáinl0.októberl986 Það fylgir því að eldast, að þá sér maður á bak fleirum og fleirum vinum og vandamönnum. Nú nýlega heyrði ég að góð og gömul kunningjakona mín frá æskuárunum, Kristín Vigfúsdóttir, Kirkjuteigi 11, Reykjavík væri látin og að útför hennar færi fram frá Laugarneskirkju mánudaginn 20. október. Þar á móti bjó Kristín í tugi ára, flutti þangað nokkru áður en sú kirkja var reist og var stolt af henni. Þó að við höfum sjaldan sést á seinni árum, þvf miður, rifjuðust upp fyrir mér góð kynni mín af henni í gamla daga. Barn að aldri missti hún móður sína, var henni þá komið fyrir á Gestshúsum, Bessastaðhreppi, til Ólafs Bjarnasonar útvegsbónda og fyrri konu hans, Guðfmnu. Sú góða kona lést einnig um aldur fram, svo Stfna litla ólsl. upp móðurlaus. Sáu þá dætur Ólafs, Sigriður, Guðfinna og Oddný, aðallega um uppeldið. Einnig áttu þær einn bróður, Snæ- björn. Svo var líka á heimilinu Arnleif, systir Ólafs. Vann hún heimilinu vel á meðan líf og heilsa entust. Kristínu kynntist ég nokkrum árum fyrir fermingu, við vorum á líku reki. Það atvikaðist þannig að bróðir minn, Sigurður, kvæntist Guðfinnu, miðsysturinni í Gests- húsum. Kom ég þá nokkuð oft þangað á meðan hún var heima og gisti stundum. Tók þá Stína mér alltaf mjög vel, sýndi mér Bessa- staðakirkju og margt annað sem vert var að sjá. Hún lét sitt ekki eftir liggja við að hjálpa til á heimil- inu. Var oft send inn til Hafnar- fjarðar eftir ýmsum nauðsynjavör- um, kom hún alltaf heim til okkar, var það þá ósjaldan að mamma mín fylgdi henni á leið frameftir og bar pinklana fyrir hana. Rúmlega tvítug giftist Kristín ágætis manni, Guðna Jónssyni frá Bjarnastöðum, Bessastaðahreppi. Var hann þá sjómaður á togaranum Haustlauka °/ Sértill _* • •!• Pottaplöntur: _ 1 Burknar...... Kr-JOU' 2.FicusBeniamínáhámrfra. 60-70cm • ¦•• Kr.sw- 3.Kaktusar,alliráhálfvirði, Verðfrá -¦¦.•••• ™' - Ennertímitynr haustlaukana, ennúferhverað verða síðastur. Notiðtækifærið, geriðgóðkaup. Viðminnumásvalakassana. Þeirerugóðirtilhaustlauka- ræktunar. Ver frá Hafnarfirði, skipstjóri á honum var Snæbjörn Ólafsson. Bjuggu þau hjón fyrst í Hafnar- firði, fluttu síðan út á Álftanes og þaðan til Reykjavíkur. Keyptu þau þá fljótlega húsið á Kirkjuteigi 11 og var það heimili hennar alla tíð eftir það. Mann sinn missti Kristín af slys- förum fyrir mörgum árum. Voru þá börn þeirra fjögur uppkomin. Þau eru Stella, Bragi, Vigdís og Óskar. Einnig tók hún frænku sína, Ágústu, í fóstur nýfædda og var henni ekki síðri en sínum eigin börn- um. Þá var í heimilinu Diðrik, bróðir Guðna. Reyndist hann þeim eins og best verður á kosið, ekki síst eftir að hún varð ein, búin að missa manninn og bðrnin farin að heiman. Að leiðarlokum vil ég þakka Kristínu fyrir allt, ekki síst gömlu góðu dagana. Sendi öllu hennar fólki innilegar samúðarkveðjur. Guð geymi hana. JBI Þann 10. október síðastliðinn lést amma mín, Kristfn Vigfúsdóttir, eftir stutta sjúkrahúslegu. Mig langar að kveðja hana og minnast hennar í nokkrum orðum. Kristfn ammafæddist 12. sept- ember 1906 á Álftanesi í Bessa- staðahreppi og ólst þar upp. Um tvítugt giftist hún afa, Guðna Jóns- syni, sjómanni. Þau bjuggu fyrst á Alftanesinu, en fluttu síðan til Reykjavíkur. í Reykjavfk bjuggu þau fyrst í Pálsbæ við Lindargötu en lengst af á Kirkjuteigi 11. Þau eignuðust fjögur börn, Stellu, Braga, Vigdfsi og Óskar og tóku Ágústu Vigfúsdóttur, bróðurdóttur ömmu, í fóstur eftir að hún hafði misst móður sína. Á heimilinu hjá þeim í Reykjavík bjó einnig afabróð- ir minn, Diðrik Jónsson, Diddi, sem hefur ætíð verið fjölskyldunni algjör stoð og stytta og verið eins og ann- ar afi fyrir okkur krakkana. Oft dvöldu aðrir hjá þeim í styttri og lengri tíma. Margar af fyrstu minningum mfnum eru tengdar ömmu á Kirkju- teignum, eins og til dæmis þegar ég gisti hjá henni og hún gaf mér flóaða mjólk og kringlur fyrir svefn- inn, las fyrir mig sögur og kenndi mér kvöldbænir. Kirkjuteigurinn var eins og annað heimili mitt, þar sem alltaf var tekið vel á móti mér. Það er skrítið að rifja upp kynni manns af manneskju sem maður T7erinnálang -L flest heimili landsins!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.