Morgunblaðið - 26.10.1986, Page 55

Morgunblaðið - 26.10.1986, Page 55
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. OKTÓBER 1986 55 hefur þekkt allt sitt líf og vita að maður muni ekki hitta hana aftur. Minningamar ryðjast að, hver yfir aðra, tilviljanakennt og samhengis- laust. Sumar minningamar verða sterkari í vitund manns en aðrar og sumt skilur maður og gerir sér betur grein fyrir nú heldur en þeg- ar maður var yngri. Amma var sterk og ákveðin kona. Sem kona sjómanns með stórt heimili varð hún að vera það. Hún þurfti að hugsa um og stjóma stóru heimili og oft taka mikilvægar ákvarðanir einsömul. Þetta tókst vel hjá henni. Amma vann lítið úti eftir að hún gifti sig og fór að eignast böm. Um tíma vann hún samt nokkuð við kjólasaum heima eftir pöntun- um. Hún var fær saumakona og saumaði marga ótrúlega fallega kjóla. Þegar við vomm að byija að sauma leiðbeindi hún okkur og kenndi okkur réttu aðferðimar. Oft kom hún með einfalda lausn á þvf sem okkur fundust flókin vandamál. Heimili afa, ömmu og Didda á Kirkjuteignum var einstaklega fal- legt og hlýlegt. Það var mikill gestagangur hjá þeim, enda var öllum tekið tveimur höndum, jafnt nánum ættingjum og vinum og nær ókunnugu fólki sem kom við. Fæst- ir sluppu við að innbyrða kaffí og kökur í ómældu magni, ef þeir lentu þá ekki bara í mat líka. Amma al- veg naut þess að taka á móti fólki og gera vel við það. Margir erlend- ir vinir mínir tala ennþá um heimsókn sína til ömmu þegar þeir voru á íslandi. Maður gat alltaf verið viss um að það yrði tekið vel á móti manni inni á Kirkjuteig. Kristín amma var ekki bara gestrisin, heldur líka gjafmild. Hún hafði gaman af því að gefa og gleðja aðra. Ef hún var aflögufær um eitthvað, þá gaf hún og hjálp- aði öðrum. Ef hún vissi af ein- hverjum í neyð, þá var hún óðara komin til hjálpar. Þegar hún kom í heimsókn, þá kom hún yfírleitt með eitthvað í pokahominu, kannski nýjan fisk, vöfflur, bijóst- sykurspoka eða jafnvel ljómandi túlípana. Hún gaf okkur líka oftast eitthvað þegar við komum í heim- sókn. Núna síðustu árin pijónaði hún sokka og/eða vettlinga handa okkur flestum ef ekki öilum krökk- unum í fjölskyldunni. Amma fylgdist vel með tímanum og tíðarandanum. Það var alls ekki hægt að kalla hana gamaldags. Hún mundi vel gamla tímann og kunni vel að meta þær framfarir sem höfðu orðið á æviskeiði hennar. Það má eiginlega segja að hún hafi ver- ið hálfgerð tæknidellumanneskja. Hún var alltaf með þeim fyrstu að fá sér nýjar gerðir af heimilistækj- um, svo sem uppþvottavél. Hún var líka stöðugt að prófa og þróa ný tæki og/eða aðferðir við að létta sér störfin. Núna síðast hafði hún áhuga á að læra eitthvað á tölvur, en fékk því miður ekki tækifæri til þess. Amma tók lítinn þátt í félags- störfum eða slíku utan heimilis. Hún hafði fyrst og fremst áhuga á velferð og samvistum við vini og vandamenn. Ef eitthvað var að ger- ast í lífínu hjá manni, t.d. afmæli eða útskrift, þá kom hún og tók Blötnasíofa fíiðfinns Suðurlandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31099 Opið öll kvöld tll kl. 22,- einnig um helgar. Skreytingar við Öll tilefni. Gjafavörur. þátt í því með manni. Síðustu árin varð amma fyrir mörgum áföllum í lífí sínu, svo sem veikindum sínum og sviplegum dauða afa. Þá fann maður virkilega hvað hún var ennþá sterk og ákveð- in. Þegar á reyndi stóð hún sig og lét hvergi bugast. Hún komst yfír þetta allt saman og stóð sig eins og hetja, svo aðdáunarvert var. Hún var hress í bragði og missti ekki lífslöngunina. Þann 12. september síðastliðinn varð amma áttræð. Hún hélt upp á afmælið með þeim glæsibrag sem hennar var vandi, með fullt af fólki og fullt af kökum. Hún leit vel út á afmælisdaginn og var hress og ánægð með daginn. Núna, aðeins mánuði seinna, er amma dáin. Dauði kemur alltaf flatt upp á mann. Maður býst við að fá að njóta sinna nánustu endalaust. Þegar þeir deyja missir maður eins og part af sjálfum sér, sem maður fær ekki aftur. En enginn getur víst lifað endalaust. Amma er núna horfín úr lífi mínu, en allar góðu minningamar um hana lifa í huga mínum og allt það sem hún kenndi mér. Ég mun aldrei gleyma henni og ég býst við að að mörgu leyti verði hún mér til fyrirmyndar í lífínu. Ég kveð ömmu með trega, en þakka fyrir að hafa þó fengið að njóta samvista við hana þetta lengi. Svana SVAR MITT eftir Billy Graham Hjálp í veikindum Ég hef verið kristinn alla ævi en nú er ég veikur og hef stöðugar þrautir. Þegar tilveran er ekki annað en sársauki er svo erfitt að hugsa um Guð. Er þetta eðlilegt? Já, kvalir virðast geta lokað allt annað úti, jafnvel hugsanir um Guð. En við þurfum þó ekki að láta hugfallast og halda að öll von sé úti. Um allar aldir hafa ótalmargir trúaðir, kristnir menn komizt að raun um að sársauki og sjúkdómur urðu þeim til blessunar en ekki til hindrunar. Þeir fundu að í veikindunum öðluðust þeir hjálp til að sjá lífið í réttu ljósi. Minnumst t.d. Páls postula. Hann talar sjaldan um líkamlegan veikleika. (Af því ættum við að læra að verða ekki um of bundin við okkar eigin vandamál en beina augum okkar til Krists.) Samt er augljóst að hann átti við veikindi að stríða og þau ollu honum miklum sársauka og voru honum til trafala í þjónustu hans. Hann segir frá því að hann hafi þrisvar beðið drottin þess að taka þetta í burtu, en í hvert skipti hafi drottinn svarað neitandi. En vegna þessarar reynslu sá hann á nýjan hátt hversu nauðsynlegt það var að treysta Kristi fullkomlega í stað þess að reiða sig á mátt sinn og megin. „Því vil ég mjög gjama hrósa mér af veikleika mínum til þess að kraftur Krists megi taka sér bústað hjá mér... því að þegar ég er veikur þá er ég máttugur“ (2. Kor. 12,9-10). Ég veit að það kann að láta illa í eyrum sumra að þakka Guði fyrir þrautirnar. En bið Guð að kenna þér það sem hann vill kenna þér þennan tíma. Ef til vill þarft þú, eins og Páll, að læra að treysta honum betur. Ef til vill þarftu að læra hversu ævin er stutt og hve miklu máli skiptir að elska Guð um alla hluti fram. Guð vill hugsan- tega líka nota þig til þess að sýna öðrum hvernig hann getur veitt þér gleði og frið þrátt fyrir þjáningarnar. Vera má að þú sért ekki eins þróttmikill og þú varst einu sinni, og þér fínnst þetta dragi úr þér kjarkinn. En gefðu þig Kristi á vald. Neyttu jafnvel þess litla styrks sem þú kannt að eiga til að dragast nær honum. Minnstu þess að þú ert honum ákaflega kær. O O O O O t Eiginmaöur minn, faöir okkar, tengdafaðir og afi, JÓHANN SIGURÐSSON, Blönduhlfö 6, Reykjavík, lést í Landspítalanum 23. október. Sigríöur Guðjónsdóttlr, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. t Útför SIGRÍÐAR LIUU ÁMUNDADÓTTUR, Eirfksgötu 35, veröur gerö frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 28. október kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlegast afþökkuö, en þeim sem vildu minnast hennar, er bent á Menningar- og minningarsjóð kvenna. Guömundur Ámundason, Stefanía Ágústsdóttir, Guörúni Ámundadóttir, Karl Guðmundsson, Loftur Ámundason, Agústa Björnsdóttlr. t Útför eiginmanns mfns, föður okkar, tengdafööur og afa, JÓNS ABRAHAMS ÓLAFSSONAR, sakadómara, fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík þriöjudaginn 28. október kl. 13.30. Sigrfður Þorsteinsdóttir, Jón Einar Jónsson, Ingveldur Jónsdóttir, Helga Jónsdóttir, Sigrún Jónsdóttir, tengdasynir og barnabörn. t Þökkum innilega hlýhug og samúö við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, GUÐBJÖRNS PÁLSSONAR, bifreiðarstjóra, Sólvallagötu 21. Guðmunda Gfsladóttir, Sigrfður Guðbjörnsdóttir, Gyða Guðbjörnsdóttir, Stefán Björnsson, Sigurlaug Guðbjörnsdóttir, Jóhannes Bragason, börn og barnabörn. t Móðir mín, tengdamóöir, amma og langamma, GUÐRÚN ÞORVARÐARDÓTTIR, Mávahlfð 32, veröur jarösungin frá Áskirkju mánudaginn 27. október kl. 13.30. Blóm vinsamlega afþökkuð. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á Gigtarfélag íslands. Sverrir Hermannsson, Sigrún Sverrisdóttir, Margrét Sverrisdóttir, Hermann Sverrisson, Erna Sverrisdóttir, Gunnar Sverrisson, Guðrún Jóhannesdóttir, Arnar Sigurbjörnsson, Viðar Guðmundsson, Margrét Erlingsdóttir. t Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, SIGURÐUR G. THEÓDÓRSSON, Háaleitisbraut 51, verður jarösunginn frá Fríkirkjunni mánudaginn 27. október kl. 13.30. Blóm og kransar afþakkaöir en þeim sem vildu minnast hans er bent á Krabbameinsfélag íslands. Ásta Sigurðardóttir, Börkur Helgi Sigurðsson, Ingibjörg Þórdfs Sigurðardóttir, Ingólfur Torfason, Ellert Helgi Sigurðsson, Dfanna Ármannsdóttir Hlynur Helgi Sigurðsson, Auður Herdfs Sigurðardóttir, og barnabörn. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, MARÍNÓ HAFSTEINN ANDREASSON, lést á heimili sínu 17. október. Jarðarförin hefur fariö fram í kyrrþey að ósk hins iátna. Monza Andreasson, börn, tengdabörn og barnabörn. t Faðir minn, BJARNI JÓHANNESSON, vörubifreiðarstjóri, Strandgötu 23 Akureyri, andaðist miðvikudaginn 22. þ.m. Jaröarförin fer fram í Fossvogskapellu þriðjudaginn 28. október kl. 16.30. Fyrir hönd ættingja og vina, Jóhannes Viðar Bjarnason. t Alúðarþakkir fyrir samúö og vináttukveöjur við andlát og útför SÓLRÚNAR JÓNASDÓTTUR frá Sílalæk, Álfhólsvegi 53, Kópavogi. Sérstakar þakkir eru til lækna og starfsfóiks Vífiisstaðaspítala fyrir góða umönnun. Alfreð Friðgeirsson, Friðgeir Már Alfreðsson, Gunnar Alf reðsson, Sigrún Sigurðardóttir, Friðjón Alfreðsson, Margrót Jónsdóttir. ■BBMBH

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.