Morgunblaðið - 26.10.1986, Page 57

Morgunblaðið - 26.10.1986, Page 57
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. OKTÓBER 1986 57 Guðrún Snjólfs- dóttir — Minning Fædd 17. desember 1904 Dáin 18. október 1986 Orð Guðrúnar glöddu mig, þau voru gullin fræðastrengur. Ég hefði viljað þekkja hana þúsund sinnum lengur. Þannig orðaði konan það sem Guðrún lá með á sjúkrastofunni, á Borgarspítalanum suður í Reykjavík í fyrrasumar (1985). Og þannig var hún Guðrún, bæði giöð og greind og átti mjög auð- velt með að kynnast fólki og umgangast það, svo þessi orð Þór- hildar gætu verið samnefnari fyrir daglega umgengni við þessa góðu konu, sem hér verður kvödd. Guðrún var ein af 14 börnum hjónanna Steinlaugar Ólafsdóttur og Snjólfs Ketilssonar, fædd í Þóris- dal í Lóni 17. desember 1904. Ekki ólst allur bamahópurinn upp í for- eldrahúsum og var Guðrún ein af þeim, sem ólst upp annars staðar. En 3 böm þeirra hjóna dóu ung og eitt fæddist andvana. Þau hjón, sem urðu þeirrar gæfu aðnjótandi að fá þessa litlu stúlku í fóstur þá 5 vikna gamla, hétu Jón og Steinunn, aðflutt frá Brunnum í Suðursveit í Lón og bjuggu þá að Hlíð, en fluttu brátt að Krossalandi í sömu sveit og þar ólst Gunna litla upp við gott atlæti heimafólksins og minntist hún jafnan með gleði og ánægju uppvaxtaráranna „heima", eins og hún sagði jafnan, þegar talið barst að Krossalandi og seinna voru tvö önnur fósturböm tekin á heimilið og áttu þar góða daga og var Guðrún mest undir vemdarvæng Sigríðar, sem var ein af Krossalandssystkinunum, böm- um Jóns og Steinunnar, en þau áttu alls 10 böm. Guðrún lærði snemma að lesa og gekk í farskóla í sveitinni, var mjög' áhugasöm um lærdóminn, sem hún svo byggði sífellt ofan á með lestri góðra bóka og með árun- um var hún víðlesin kona og kunni skil á svo mörgu og var þá sama við hvem hún talaði og um hvað var rætt, hún hafði svo mikla við- sýni yfir umræðuefnið og laðaði fólk að sér með sinni meðfæddu frásagnargleði og hæfíleikum, svo viðmælandinn fór jafnan fróðari af hennar fundi. Tvítug að aldri hleypir hún heim- draganum, heldur niður á Höfn og Fædd 16. júlí 1904 Dáin 17. október 1986 Mig langar að rita fáeinar þakk- arlínur til minningar um tengda- móður mína, Guðrúnu Þorvarðar- dóttur. Hún andaðist á Landspítalanum að morgni föstu- dagsins 17. október siðastliðinn eftir stutta sjúkdómslegu. Guðrún fæddist þann 16. júlí árið 1904 að Miklagarði í Saurbæ í Dölum. Foreldrar hennar vora þau Þorvarður Guðnason bóndi og Jónína Guðbrandsdóttir. Sem ung stúlka fluttist hún til Reykjavíkur og vann þar við ýmis störf þar til hún giftist Hermanni Eriendssyni vélstjóra, ættuðum úr Grannavík. Sín fyrstu hjúskaparár bjuggu þau á ísafírði eða allt til ársins 1939 er þau fluttu til höfuðborgarinnar. Eftir að hún fluttist til Reykjavíkur fór hún að vinna í Farsóttarhúsinu og síðar í Heilsuvemdarstöðinni, eða þar til hún þurfti að hætta sök- um aldurs. Þau hjónin eignuðust einn son, Sverri, kvæntan undirrit- aðri, bamabömin era fímm og bamabamabömin fímm. Árið 1983 missti Guðrún mann sinn og sín síðustu æviár bjó hún ein og hugs- aði að mestu leyti um sig sjálf af miklum dugnaði. gerist ráðskona hjá sjómönnum. Sú ferð átti eftir að marka tímamót á lífsbrautinni. Ungu mennimir í ver- stöðinni litu fljótt þessa brosmildu og léttstígu stúlku hýram augum og eitt er víst að sú stund rann upp að Lónsveit varð einni heimasæt- unni fátækari. Guðrún giftist Ragnari Alberts- syni frá Lækjamesi 24. júlí 1926 og bjuggu þau hjón allan sinn bú- skap á Höfn. Meðan þau vora að koma sér upp húsi, höfðu þau að- stöðu til dvalar hjá Sigurði Eymundssyni, móðurbróður Ragn- ars, milli þess sem þau vora í Lækjamesi, æskuheimili Ragnars. Ragnar var smiður góður og vissulega kom það sér vel og þó aldrei betur en nú, þar sem hann af vissum ástæðum þurfti að byggja tvö hús fyrir eitt. Hann byggði fyrst í félagi með Asmundi Eymundssyni, móðurbróð- ur slnum, sem þá var nýfluttur heim frá Kanada eftir langa búsetu þar og hugðist nú aftur setjast að á gamla Fróni og vinna hér heima að iðn sinni, úra- og gullsmíði. Mun maðurinn hafa komið heim með meira af stórhug en veraldlegum efnum, því þeir reistu saman í fé- lagi stórt og myndarlegt hús á Höfn. En ekki var langt um liðið þegar Ásmundur hitti samlanda sína frá Vesturheimi, á Alþingishá- tíðinni á Þingvöllum árið 1930. Greip útþráin þá þennan garp á ný og flutti hann aftur alfarinn til Kanada, en eftir stóð stóra húsið á Bakkanum sem auðvitað var ungu hjónunum fjárhagslega ofviða. Það var þá sem hann Ragnar byggði Akur, snoturt og stílhreint hús við Vesturvíkina, þar sem sólar- lag er einkar fagurt, þegar kvöldsól- in sest bak við jökulinn og fjöllin í fjarska, handan fjarðarins, með sínar mörgu eyjar. Þetta hús varð svo þeirra fram- tíðarheimili, þarna bjuggu þau allan sinn búskap. Þar hafa komið gestir og gangandi, þegið gestrisni og hlýleik þeirra hjóna, sem vora mjög samtaka með að láta gestum sínum líða vel og hafa gaman af þeirra heimsóknum. Auk smá búskapar og garðrækt- ar, sem þau hjón bjuggu við, eins og flestir Hafnarmenn á þeim áram, sem þau unnu bæði að í félagi, hafði Ragnar á hendi fleiri störf út Guðrún var sterkur persónuleiki, hafði ákveðnar skoðanir og var sjálfstæð í sér, enda sjómannskona. Hún las mikið, hafði gaman af fal- legri tónlist og á yngri áram lærði hún svolítið á orgel. Seinna, þegar aldurínn tók að segja til sín, sá hún eftir því að hafa ekki haldið því áfram. Guðrún var góð þeim er minna máttu sín, þó svo hún starf- aði ekki í neinu líknarfélagi. Mér er minnisstæð kona nokkur sem var heimagangur hjá Guðrúnu og fór kona þessi oft heim með dtjúgan sjóð. Bömum mínum var hún sér- staklega góð amma, svo og bama- bömum. Þau munu sakna hennar mjög. Áhugasöm var hún og fylgd- ist með áhugamálum mínum. Síðustu gjafímar til mín frá henni vora birkihríslur og í hvert sinn er ég hlúi að þeim mun ég minnast hennar. Blessuð sé minning hennar. Sumarið er horfið, sól styttir göngu, hætta söng hörður fugla. Allt leitar hvíldar, að enduðu starfi. Sofnar nú fræ, á svæfli moldar. (Jens Sæm.) G.S.J. í frá. Var hann í mörg ár fastamað- ur hjá lifrabræðslunni á Höfn, en lengstan feril sinnar starfsævi sinnar mun hann hafa starfað sem aðstoðarmaður við hafnsögustarfíð á Homafírði. Fýrst með Bimi Ey- mundssyni í Lækjamesi í Qölda mörg ár, síðan í 20 ár með Jóhanni bróður sínum, eftir að hann tók við af Bimi. Og þessu til viðbótar má geta þess að hann stundaði þó nokk- uð veiðiskap í fírðinum, sem hefur frá alda öðli verið mikil gullkista í forðabúri íbúanna. Heimaverkefni Ragnars vora svo smíðar af ýmsu tagi og margan fallegan grip útbjó hann í rennibekknum sínum. En þrátt fyrir brauðstritið höfðu þau hjón oftast nægan tíma til að mæta á samkomur og mannamót °g fylgjast með menningar- og framfaramálum í sínu bæjarfélagi, og þá fór orð af góðu sambýli við nágrannann, enda öndvegisfólk á báðar hliðar og mikil og náin tengsl á milli. Guðrún var lengi ritari hjá Kven- félaginu Tíbrá á Höfn. Hefur hennar sæti eflaust verið vel skip- að, jafn tillögugóð, félagslynd og traustvekjandi sem hún var að eðlis- fari. Mesta gæfan í lífí þeirra hjóna var einkadóttirin Sigurbjörg, hug- þekk stúlka og afar mennileg kona. Hún endurgalt foreldranum gott uppeldi með dyggilegri hjálp þegar þau þurftu á að halda. Ragnar and- aðist 11. mars 1972 og hafði þá verið heilsuveill í nokkur ár. Eftir lát manns síns hélt Guðrún áfram að búa í húsi sínu og það gat hún með hjálp dóttur sinnar og tengdasonar, sem lét sér mjög annt um hana og var hinn trausti burðar- ás beggja heimilanna. Hún amma mín er dáin. Það er táknrænt að lífsblómið hennar skyldi fölna smátt og smátt nú á haustdögum. Það skildi þó aldrei hafa verið glettni örlaganna að á meðan hún háði sitt dauðastríð sátu tveir valdahæstu menn heimsins á rökstólum hér á hjara veraldar, meðan við jarðarböm biðum þess að því stríði lyki sem háð er í skugga kjamorkuvárinnar. Amma var dugnaðarforkur, skörp en hvöss á stundum, en ávallt var stutt I kímnina. Henni á ég svo margt að þakka, sérstaklega þá góðvild og gjafmildi er ég varð aðnjótandi þegar ég sótti hana og afa heim er hans naut við. Ég á eftir að sakna stundanna með ömmu í Mávahlíðinni, er við tvær ræddum saman og hún stóð við eldhúsborðið og raðaði ofan í mig heimabökuðu meðlæti. Ömmu þótti ætíð sælla að gefa en að þiggja og þess nutum við bamabömin svo um munaði. Ekki svo að skilja að þakk- arverðar séu einungis þær gjafír er telja má fram í peningum eða gulli, heldur fyrst og fremst sú gjöf sem einstaklingurinn einn getur gefíð öðram af sjálfum sér. Þess var hún amma megnug. Fyrir það er ég þakklát og ég veit að ég á éftir að búa að því þegar fram líða stundir. Nú er lífsljósið hennar ömmu hnigið til viðar en það mun ætíð skína áfram í minningunni um hana. Þó svo að ein hurð lokist þá opnast önnur. _ Erna Sigurbjörg er gift Sigfínni Gunn- arssyni frá Vopnafírði og eiga þau 4 böm, talin í aldursröð; Gunnar Hans, sem hefur aflað sér réttinda bæði í sjómanna- og fíugskóla, hann er giftur Guðnýju Ingimundardótt- ur og búa þau í Kópavogi og eiga 3 böm; Ragna Sigrún, hennar mað- ur er Friðrik Karlsson, verkstjóri, þau búa á Akureyri og eiga og reka gistiheimilið Lónsá, þeirra böm eru einnig 3; Tvö yngstu bömin, þau Bjöm og Guðrún, era enn í foreldra- húsum, bráðefnileg ungmenni, eins og öll systkinin. Allar þessar fjölskyldur áttu rík ítök í hjarta Guðrúnar ömmu og langömmu og stóðu hug hennar nær og um þær var hugsað af heil- um hug í stóra og smáu. Allir fengu sína jólapakka og afmælisgjafír og svo ömmubrosin og heilræðin, þeg- ar þau birtust í heimsóknum. Állt eru það dýrar perlur í sjóði minninganna, að hafa þegið góðar gjafir úr hendi ástvina sinna, þegar leiðir skilja, og það er von mín og trú að veganestið, sem hún lætur eftir hjá sínum nánustu, muni end- ast iengi. Já, hún Guðrún var alitaf að gefa okkur vinum sínum eitthvað af sjálfri sér. Ég myndi segja að hún hafi verið hinn ókrýndi kenn- ari, sem við lærðum svo margt hjá í lífsins skóla. Þegar á ævina leið lagði Guðrún talsverða rækt við að stúdera ætt- fræði og hafði margur maðurinn gaman af hafa samband við hana um þau mál. Eins var það að þótt bókmenntaáhugi hennar gæti talist nokkuð almennur, munu þjóðleg fræði hafa verið hennar eftirlætis- grein. Hún kynnti sér lífsstíl kynslóðanna gegnum aldimar og við hvaða kjör það fólk bjó. Hún vann að gagnasöfnun fyrir Þjóð- háttafélag Islands í mörg ár og þótti góður liðsmaður á því sviði og fékk lof að launum. Minnið var svo frábært, hún mundi vel hvað gömlu verkfærin hétu sem þetta fólk notaði og annað í þeim dúr. Sumarið 1975 fór Guðrún til Kanada. Má segja að þá hafí gam- all draumur ræst. Þar hafði móðurfólk Ragnars talsvert verið og hann sjálfur sem lítill drengur með móður sinni, Sigríði Eymunds- dóttur. Fararstjórinn hafði gran um ættfræðiáhuga Guðrúnar og fór ekki leynt með. Kom margur Vest- ur-íslendingurinn á fund Guðrúnar að fræðast betur um upprana sinn við ættlandið og varð margs vísari. Þetta var kveikjan að mörgum heimboðum, hlýleik og góðum mót- tökum meðal íslendinga vestra. Alveg ógleymanleg ferð hjá Guð- rúnu og svo bréfasamskifti í kjölfar-'-* ið, þegar heim kom. Þetta var ekki eina ferðin sem gladdi Guðrúnu. Oft var stigið upp í rútu og rennt úr hlaði í glöðum vinahópi meðal Homfírðinga. Þá var gaman að vera ferðafélagi Guð- rúnar. Hver staður átti sér stóra sögu og víðáttan opnaðist inn í töfr> . sumarsins, þar sem nýi og gamli tíminn mættist í söng og samræðum og hún, 80 ára heiðurskona, var sami góði ferðafélaginu, þegar leið okkar lá sfðast saman f Land- mannalaugar. Þegar Guðrún kom fyrst á Höfn árið 1924 vora þar aðeins fá hús. Þetta átti eftir að breytast, mest um og eftir stríðsárin, þegar skriður komst á atvinnulífíð með bættri útgerð. Lón-fólk flutti þá í stóram stíl á Höfn og þá náði Guðrún aftur sambandi við systkini sín, eftir að þau settust að á Höfn. Þetta v£Ór~ félagslyndur hópur, sem kom oft saman á góðri stund og tók í spil og þá var oft glatt á hjalla og ánægjuleg samvera sem fylgdi því. Að eðlisfari vora þessi systkini glaðlynt og gott fólk, sem gaman var að umgangast og vináttubönd tengdi þennan frændgarð mjög saman. Nú þegar litið er til baka, má segja að Guðrún hafí verið ham- ingjusöm kona, fyrir utan hennar skertu heilsu mörg síðustu árin. En umhyggja dóttur hennar og tengdasonar bættu henni upp þann möguleika að njóta sín meir, en margur á kost á. Það var stór viniK^. ingur fyrir hana og lífsnautn að geta verið sem lengst heima og sinnt sínum hugarmálum á milli þess sem hún var á sjúkrastofnun- um sér til heilsubótar, sem oft var. Og núna sfðast var hún komin á Borgarspítalann í Reykjavík, þar sem hún andaðist 18. október. Með andláti Guðrúnar er aðeins eftirlifandi einn af þeim systkinum, Ragnar Snjólfsson, búsettur á Tlöfn. Á kveðjustund er mér efst í huga söknuður, en um leið óendanlegt þakklæti fyrir allar hinar fjölmörgu samverustundir, alit frá því hún leiddi mig fyrstu sporin. I endur- minningunni á ég dýrmætan sjóð um þær ánægjustundir. Að eiga góða vini er hvers manns gæfa, annað er stundar gróði. Fyrir mína hönd og minnar fjöl- skyldu sendi ég öllum ástvinum Guðrúnar innilegar samúðarkveðjur sér f iagi dóttur, tengdasyni og barnabömum og bið vinkonu minni blessunar guðs á nýjum leiðum. Blessuð . sé minning Guðrúnar Snjólfsdóttur. Jónína Brunnan * Bladburöarfólk óskast! AUSTURBÆR Óðinsgata KÓPAVOGUR Ásbraut Hlíðarvegur 1-29 o.fl. Hlíðarvegur 30-57 m H s Gódan daginn! Guðrún Þorvarðar- dóttir — Minning

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.