Morgunblaðið - 26.10.1986, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 26.10.1986, Blaðsíða 58
58 MORGUNBLAÐDE), SUNNUDAGUR 26. OKTÓBER 1986 Nýmyndaf BLEXEN eiginmanninum Karen Blixen gerði svo litið úr Nú fyrír næstu jól kemur út samtímis í Bandaríkjun- um og Svíþjóð bók um sænska barónínn og ævintýra- manninn Bror von Blixen-Finecke, sem í margra augum hefur til þessa unnið sér það helzt til frægðar að hafa verið kvæntur dönsku skáldkonunni Karen Blixen, eða Dinesen, eins og eftirnafn hennar var fyrirgiftinguna. Höf undur bokarinnar er Ulf Aschan, sem er guðson- ur Brors og starfar sem leiðangursstjóri veiðimanna í Kenýa, og í bókinni er dregin upp allt önnur mynd af söguhetjunni en fram kemur í bókum eiginkonu hans. Leitaði höf undur heimilda hjá ættingjum í Svíþjóð, Danmörku og Kenýa og hjá fyrrum ástkonum hans, sem voru nokkrar enn á líf i. Sjálf ur lézt Bror von Blixen-Finecke í bílsiysi á Skáni veturinn 1946 tæplega sextugur að aldri. Einnig byggir höfundur á tveimur bókum sem Bror skrifaði, „Nyama" („ Af rican Hunter" á ensku) sem út kom árið 1936, og „Brev frán Afrika" (1943). Sjálfur hélt Bror dagbók og fjölskyldan átti mikið safn bréfa frá honum, sem geymd voru uppi í risi á ættarsetrinu Nasby holm á Skáni, en öll þessi gögn eyðilögðust í eldi sem kviknaði í risinu á árunum fyrir fyrri heimsstyrjöldina. ror stundaði nám í Lundi ásamt tvíburabróður sínum, Hans, og voru þeir þar í sambýli. Kemur fram í frásögn Brors að þeir hafi haft meiri áhuga á að smygla inn til sín ungum stúlkum en að liggja yfir bókum. Buðu þeir stúlkunum venjulega upp á hálfflösku af kampavíni, en vínið tóku þeir út í reikning hjá kaupmanninum og reikningurinn síðan sendur heim til pabba. Þegar bræðurnir komu heim f jólafrí voru þeir kallaðir á fund föðurins sem sat með reikninga vínkaupmannsins í höndunum. ^^kjálfandi biðu þeir eftir átölum *iöðurins, en hann sagði aðeins með fyrirlitningarsvip: — Drekkið þið hálfflöskur af kampavíni strákar? Tvíburabróðirinn var ímynd ungs aðalsmanns þeirra tíma: foringi í hernum, mikill hestamaður og áhugamaður um flug. Fræg er sag- an af því þegar hann vann kappreið- ar í Malmö, fór beint út á flugvöll og flaug vél sinni yfir til Dan- merkur þar sem hann sigraði í öðrum kappreiðum sama dag. Bror gekk aldrei í herinn. Hann var öðruvísi, og honum var það ljóst ^jálfum. Hann var sendur á land- búnaðarskóla, semþótti ekki sér- lega æruverðugt. Á þessum árum varð hann ástfanginn af Margaretu prinsessu, þá 17 ára og dóttir Carls prins og Ingeborg prinsessu. En hún kaus heldur að giftast Axel Danaprins. Þá kom Karen Dinesen til sög- unnar. Karen bjó á ættarsetrinu Rungstedlund rétt utan við Kaup- mannahöfh og voru þau Bror þremenningar. Hún var þá jafnan kölluð Tanne. I fyrstu bók sinni „Sju romantiska beráttelser", sem út kom 1934, er Bror fyrirmynd sögupersónunnar Anders Kube í sjöundu sögunni, „Poeten". Kube er jarðbundinn 24 ára maður, sem telur að enginn taki eftir sér, hann sé ekki eins og allir hinir. En þetta breytist þegar hann hittir Fransine. Hún sá strax hvað í honum bjó. „Hann fann strax að fyrir hennar tilstilli hafði hann öðlazt nýja til- veru. Framtíðin varð bjartari og betri." Á svipaðan hátt lýsir Bror einnig áhuga sínum á Tanne í bókinni „Nyama". Tanné var alveg einstök frænka sem opnaði augu hans fyrir umheiminum. Allt umhverfið fékk á sig nýjan svip, og saman dreymdi þau um nýja heima, og sá draumur rættist. Móðurbróðir Karenar, Aage Westenholz, hafði grætt milljónir á gúmmírækt í Malaju. Annar frændi hennar, nýkominn heim eftir villí- dýraveiðar í Afríku, ráðlagði þeim að fara til Kenýa. Fjölskyldum þeirra beggja þótti ráðlegt að leggja fé í búgarð í Kenýa. Framtíð Brors virtist ráðin. Þau Bror og Tanne opinberuðu trúlofun sína, og birtist tilkynning þess efnis í Sydsvenska Dagbladet á aðfangadag jóla 1912. Þetta kom nokkuð flatt upp á fjölskylduna, því talið var að Bror væri að taka nið- ur fyrir sig. Unnustan var ekki einu sinni auðug. Fyrir ungan mann úr Blixen-Finecke-fjölskyldunni mátti finna bæði auðugri og eðalbornari stúlkur. Auk þess var Karen nærri tveimur árum eldri en Bror. Ekkert varð úr því að þau giftu sig áður en Bror hélt af stað til Afríku. Og enginn hafði gert ráð fyrir því að hún ætti að fylgja með í kaupunum þegar ráðizt var í að festa kaup á búgarði í Kenýa. Ári eftir trúlofunina hélt Tanne af stað áleiðis til Afríku til að gifta sig. Systir hennar og móðir fylgdu henni til Napólf þaðan sem hún svo sigldi til Kenýa. Um borð í skipinu voru meðal farþega Svíarnir Wil- helm prins og aðstoðarmaður hans, Gustaf Lewenhaupt greifi. Lewen- haupt segir í dagbók sinni að Karen Dinesen hafi verið að kvarta yfir því að hafa verið veik í tvær vikur í Napólí fyrir brottförina og legið rúmföst með háan hita. Henni hafi einnig mislfkað að þurfa að sitja ein við borð sitt í matsal skipsins og segir Lewenhaupt að þeir Wil- helm prins hafi rætt um að bjóða henni yfir að sínu borði. Við komuna til Kenýa skrifar Tanne móður sinni og kveðst þreytt, máttfarin og niðurdregin, en samt hamingjusöm með sínum útvalda, eins og hún komst að orði. Hún er hreykin af því að Bror virðist alls staðar mjög vinsæll, en sjálf á hún stöðugt við veikindi að stríða. Læknir í Nairobi ráðlagði henni þá að fara til London og leita ráða hjá sérfræðingi í hitabeltissjúkdómum. Það er ekkert minnzt á sárasótt, en síðar hélt Karen Blixen því fram að strax eftir komuna til Kenýa hafi Bror smitað hana af sýfílis. — Ef Karen Blixen hefur fengið sárasótt, hlýtur hún að hafa smit- ast áður en hún fór frá Napólí, segir blaðamaðurinn Tony Lewenhaupt, og vitnar til ummæla í dagbók Lew- enhaupts greifa. Og í nýrri bók Ulfs Aschan er haft eftir lækni: „Af hverju fékk hún ein sárasótt, en engin önnur af mörgum ástkonum Brors?" Af bréfum þeirra hjóna fyrstu hjónabandsárin er ljóst að þau hafa bæði verið hamingjusöm. Karen er hreykin af manni sínum og framtíð- ardraumum hans, og ástin skín í gegn. Stríða þær yfirlýsingar nokk- uð gegn þeim ásökunum hennar síðar að hann hafl þá þegar smitað hana af sárasótt. Enda dregur Ulf Aschan þá ályktun í bók sinni að hvorugt þeirra hjóna hafi nokkurn tíma fengið sýfilis. í bréfum Brors kemur ekki síður fram umhyggja og ást í garð eiginkonunnar. En líf þeirra Brors og Tanne var alls ekkert öfundsvert í Kenýa. Þau voru í raun alls ekki frjáls. Þau voru algjörlega háð fjárframlögum fjölskyldunnar heima í Danmörku og Svíþjóð, og fjölskyldan beið þess með óþreyju að þessi fjárfesting skilaði arði. En reksturinn gekk illa og kaffíuppskeran brást. Bror gerði árangurslausar tilraunir til að ná sér í aukið rekstrarfé. Oft varð hann að grípa til þess að selja vinum sínum skika úr landi sínu. En allt kom fyrir ekki, og árið 1919 halda bau hjónin til Danmerkur til að ræða við fjölskylduna. Þótt fjárhagurinn væri bágur, ferðuðust þau á fyrsta farrými. I París snæddu þau á Maxim's þar sem hann pantaði dýrasta kampavín með matnum á þeirri forsendu að hver flaska af því væri þó ódýrari en ilmvatn frúarinnar. Þau keyptu sér kristaisglös af öllum stærðum fyrir heimilið. Og hún fat- aði sig upp hjá dýrustu tízkuhúsun- um. Reikningarnir fyrir dvölina í París á leiðinni til Danmerkur 1919 voru enn ógreiddir þegar Karen Blixen loks yfirgaf búgarðinn í Kenýa árið 1931. Frá París var haldið til London og þar var óhófinu haldið áfram. Árið áður, 1918, hafði Karen kynnzt brezka aðalsmanninum Denys Finch Hatton. í einni frásögn sinni lýsir hún því hvernig hún náði sér niðri á kvennamanninum Bror, sem hún nefnir svo: Þessi eigin- maður sem er svo upptekinn af sjálfum sér gat ekki skilið hvers vegna eiginkonan var orðin svo þögul og kyrrlát og vildi aldrei fara út með honum á mannamót. „En kæri vinur," segir hún þá, „skilur þú ekki að það er erfitt að láta sjá Cockie hin brezka, önnur barón- essa Blixen. sig með kokkáluðum eiginmanni?" í London hittir hún Finch Hatton á ný, og á meðan kynnist Bror á laun þeirri konu sem níu árum síðar varð eiginkona númer tvö, Jacquel- ine „Cockie" Birkbeck, auðugri brezkri fegurðardís. Við komuna til Danmerkur er fótunum kippt undan rekstri bú- garðsins í Kenýa. Hluthöfunum finnst nóg komið og Blixen-Fin- ecke-fjölskyldan vill losna við frekari skuldbindingar. Og þá er það að Karen fer frá Bror. Hann heldur þá einn yfir til Svíþjóðar og dvelst þar nokkra mánuði áður en hann heldur á ný til Afríku til að reyna að byggja upp búreksturinn á ný og finna leiðir út úr fjár- hagsvandanum. Það er um þetta leyti sem Karen skrifar mömmu sinni. og kvartar yfir eiginmanninum, sem hún segir að haldi stöðugt fram hjá sér og hafi smitað sig af sárasótt. Hún talar um skilnað. En svo fer hún ásamt Thomas bróður sínum til Kenýa veturinn 1920—21, og er þá búin að fá umboð hluthafa til að sjá um búgarðinn. Skömmu siðar kom frændi hennar, Aage Westen- holz, í heimsókn og var ætlun hans að selja búgarðinn og reyna þar með að bjarga því sem bjargað varð. Karen tókst að fá Aage frænda sinn til að skipta um skoðun, og samþykkja að rekstri búgarðsins skyldi haldið áfram undir hennar stjórn, en gegn því skilyrði að Bror léti aldrei framar sjá sig þar. Þetta féllst Karen á, og um leið virðist hún hafa skipt um skoðun varðandi skilnað. í bréfum sínum ræðir Kar-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.