Morgunblaðið - 26.10.1986, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 26.10.1986, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. OKTÓBER 1986 59 en nú um Bror sem ágætis mann er þurfí að eiga einhvern að sem trúi á hann. Bror var þá peningalaus og at- vinnulaus. Honum hafði verið vikið til hliðar, en hann var ekki vina- laus. Allir virtust standa með honum. Ríkisstjórinn í Kenýa bauð honum að búa hjá sér til að hann losnaði við ásókn skuldheimtu- manna. Cockie Birkbeck, sem þá var flutt tii Kenýa, bauðst til að láta skartgripi sína sem tryggingu fyrri einni af skuldum hans, en henni var þá tjáð að skuldin hefði verið afskrifuð. Það kom eins og reiðarslag yfir Karen Blixen þegar Bror fór fram á skilnað árið 1922.1 sögunni „Po- eten" lýsir hún örvæntingu sinni. Hún hélt að hún lifði þetta ekki af. Afbréfum þeirra hjóna fyrstu hjónabandsárin er Ijóst að þau hafa bæði veríð hamingjusöm. Karen erhreykin afmannisínum og framtíðardraumum hans og ástin skín ígegn. Strfða þæryfir- lýsingar nokkuð gegn þeim ásökunum hennar síðar að hann hafiþá þegarsmitað hana afsára- sótt. hefði látið þetta viðgangast hefði sambandi þeirrá verið lokið innan hálfs árs. Nú missti ég þann mann sem mér var allt.í lífinu." Eva Dickson varð aldrei þriðja eiginkona Brors, en hún kallaði sig oft barónessu. Samband þeirra var oft stormasamt, og hún fór oft í leiðangra á eigin vegum án hans. Svo fórst hún í bílslysi í síðasta leiðangrinum, sem var ökuferð um Mesópótamíu, árið 1935. Þá hafði bróðir hennar, útgefandinn Áke Lindström, fengið Bror til að skrifa bók með aðstoð reyndari rithöfund- ar, og var það bókin „Nyama". Karen Blixen varð lítt hrifin þeg- ar hún frétti um þessi ritstörf hans. Hún var þá sjálf að skrifa bókina „Den afrikanska farmen" (Jörð í Afríku), og í bókinni minnist hún Bror, t.h., í veiðiferð með Ernest Hemíngway og fjórðu ástinni simii, Evu Dickson. Eins og allar ástkonur Brors var hún mjög háð honum kynferðislega, en nú virtist ekkert geta breytt ákvörðun hans. I bréfi sem Karen skrifar heim um þetta leyti kennir hún fjölskyldunni um hvernig kom- ið sé og hótar að koma aldrei aftur heim til Danmerkur og jafnvel að hætta að skrifa móður sinni. í sjöttu sögu sinni, „Drömmare", í bókinni „Sju romantiska beráttels- er", dregur hún upp ýkta mynd af Bror sem hrottafengnum nautna- segg. Þar er hann sænski baróninn Gyllenstierna, sem „hvorki verð- skuldar aðdáun né umburðarlyndi", maður sem vill „taka frá öðrum allt sem þeim er verðmætast". Um þessar sjö smásögur hennar sagði Bror aðeins: „Það hefði verið nóg að hafa sögurnar fimm." Eftir að leiðir þeirra hjóna skildi stóð Bror uppi tómhentur, „en ég átti enn byssuna mína", segir hann. Bror var afbragðsskytta og ólfkur flestum öðrum hvítum mönnum í Afríku á þeim árum að því leyti að hann virti blökkumenn og taldi sig ekki yfir aðra hafinn. Hann ferðað- ist víða um Kenýa, Kongó og Uganda og varð alls staðar vel til vina. Sérstæðustu ferð sfna fór hann eftir að hafa verið leiðsögu- maður auðugs ferðamanns við fiskveiðar í Chad. í Chad rákust þeir á sendiferðabíl af gerðinni Int- ernational Harvester og ákváðu að kaupa bílinn og aka þvert yfir Sa- hara-eyðimörkina og taka síðan skip frá Alsír yfir til Evrópu. Eng- inn hafði fyrr reynt að fara yfir eyðimörkina í bíl sem ekki var sér- staklega útbúinn til ferðarinnar. Þrátt.fyrir hrakspár tókst ferðin vel, og henni lauk með þriggja daga kampavínsveizlu í fbúð Cockie á Ritz-hótelinu í París. Síðar fóru þau Cockie í samskonar bíl frá París til Svíþjóðar þar sem þau giftu sig árið 1928. En mesta athygli vakti þegar Bror varð leiðsögumaður prinsins af Wales á ljónaveiðum í Kenýa árið 1929. Það var Denys Pinch Hatton („elskhugi konu minnar og bezti vinur minn", eins og Bror komst að orði) sem sá til þess að „frændinn" með bláa blóðið yrði veiðistjóri hjá prinsinum. Ferðin vakti mikla athygli, og varð meðal annars til þess að bæta lánstraust Brors. En heima á búgarðinum í Kenýa sat fyrri barónessa bæði af- brýðisöm og einmana. Reiði hennar í garð Denys Finch Hatton vegna vináttu hans við Bror og velvilja í sambandi við heimsókn brezka prinsins varð upphafið að því að upp úr slitnaði með þeim. En í sum- Síðasta ástkonan, Ruth Rasmuson. einnig með honum þegar æstur fíll ætlaði að ráðast á hann, en Bror rak fílinn burt með því að ausa yfir hann formælingum á sænsku. Bror stofnaði nú fyrirtækið Tanganyika Guides Ltd. með félaga Tanne varalveg einstök frænka sem opnaði augu hans fyrir um- heiminum. Allt umhverfið fékk é sig nýjan svip, og saman dreymdi þau um nýja heima, og sá draum- urrættist. um sögum sínum hefur hún líkt sambandi þeirra Brors og Finch Hattons við samkynhneigð tveggja karlmanna er njóta sömu konu. Eftir ferðina með prinsinum af Wales varð Bror eftirsóttur leið- sögumaður og fór hvern leiðangur- inn á fætur öðrum með auðmenn frá Bandarfkjunum og víðar. En þrátt fyrir hjónabandið átti hann það alltaf til að stfga í vænginn við aðrar konur. „Hann var dásamlegur en ótrúr eiginmaður," sagði Cockie í viðtali við Ulf Aschan. „Við rif- umst aldrei út af ástarævintýrum hans. Hann var bezti elskhugi sem hægt var að kjósa sér." Um skeið var Bror hugfanginn af Beryl Markham, sem skrifar formála að bók Ulfs Aschans. Hún var tíu árum yngri en hann, af- bragðs flugmaður, sem Denys Finch Hatton lýsir sem fegiirsta flugmanni heims, og flaug hún bæði með farþega og póst í flugvél sinni af gerðinni Leopard Moth. Hún var góð vinkona Finch Hatt- ons, og tilviljun ein réð því að hún var ekki með þegar hann fórst í flugvél sinni nokkru sfðar. Beryl Markham segir frá sam- bandi sínu við Bror f bók sinni „West with the Night" sem út kom árið 1942. Hun hafði fylgt eftir hugmynd Finch Hattons um leit að fílum úr flugvél, og það hentaði Bror ágætlega. Hún fylgdi Bror hvert sem leið hans lá, og lýsti þvf hvernig hann gat skotið villinaut sem kom æðandi að honum milli augnanna um leið og hann gaf fyrir- mæli um hvort hann vildi gin eða viskífyrir kvöldverðinn. Hún var sínum Philip Percival. Hann hagn- aðist það að hann gat loks keypt sér sinn fyrsta eigin búgarð. Verr gekk hjá Karen, en hún afþakkaði með öllu þegar hann bauðst til að lána henni peninga svo hún fengi haldið búgarði sfnum. Fór svo að búgarðurinn var seldur fyrir 100 þúsund krónur (danskar), og hafði þá fjölskyldan varið rúmri miiljón króna til að halda honum gang- andi. Var það árið 1931, og hélt Karen þá vonsvikin heim til Dan- merkur. En ný ævintýri biðu Brors. Dag nokkurn var bíl ekið upp að bú- garði hans og út stigu glæsileg sænsk stúlka og vinkona hennar. Þær höfðu ekið í einum áfanga frá Dar-es-Salaam — 700 kílómetra leið — eftir þessum vegleysum, og nú vildu þær fá eitthvað að drekka. Þegar Bror spurði hver tilgangur heimsóknarinnar væri, svaraði hún: „Að hitta yður." Þetta var Eva Dickson, en hún var þekkt sænsk ævintýrakona á fjórða áratugnum og fyrirmynd margra kvenna á þeim árum. Þegar eiginkonan Cockie kom heim nokkrum dögum síðar eftir að hafa skroppið f heimsókn til Englands, tjáði Bror henni að hann ætlaði að taka Evu Dickson með f ráðgerða veiðiferð þeirra hjóna. Þá brást Cockie hin versta við og heimtaði að Bror gerði það upp við sig hvora þeirra hann kysi. Bror svaraði án miskunnan Þá kýs ég Evu Dickson. „Hvernig gat ég verið svona heimsk," segir Cockie um atburðinn í viðtali við Ulf Aschan. „Ef ég ekki á Bror. Þegar finnska vetrarstríðið brauzt út 1939 var Bror staddur í New York, þar sem hann hóf fjár- söfnun til styrktar Finnum. Tókst honum að safna fyrir hersjúkrahúsi með 200 rúmum og tveimur skurð- stofum, auk þess sem hann fékk bandarískt sjúkralið sér til aðstoð- ar. Þá tók hann á leigu farþegaskip- ið „Drottningholm" til að flytja búnaðinn til Finnlands. Með í förinni um borð í Drottn- ingholm var nýjasta ástkona Brors, Polly Peabody, sem var rúmlega 30 árum yngri en Bror. Var hún skráð í ferðina sem einkaritari Brors, og sýndi hún sama áhuga og aðrar konur á að fylgja honum hvert sem leið hans lá. En þetta varð engin fræðgarför. Drottning- holm kom til Oslo í aprfl 1940. Vetrarstríðinu var þá lokið og Þjóð- verjar voru að hernema Noreg. Bandaríkjamenn voru ekki orðnir aðilar að heimsstyrjöldinni og ekki mátti nota sjúkrahúsið nema með sérstakri heimild frá Bandaríkjun- um. Var það síðar flutt yfir tii Svíþjóðar og bandarísku starfs- mennirnir héldu heim. En Bror fékk ekki dvalarleyfi í Bandaríkjunum og fluttist því til Svíþjóðar. Þar settist hann að í Nasbyholm, en dvaldist á sumrin í Falsterbro með fleiri Svíum sem áður höfðu verið búsettir í Kenýa. Meðal þeirra var Aschan-fjölskyldan, og þar kynntist Bror á ný guðsyni sínum Ulf. I Falsterbro hitti svo Bror sfðustu stóru ástina sína, Ruth Rasmuson, glæsilega konu og glaðlynda. Eyddi hann síðustu árum ævinnar í ham- ingjusamri sambúð með Ruth. Það var í húsi hennar við ströndina sem hann skrifaði síðari bók sína „Brev frán Afrika". „Hann gaf mér bestu ár ævi minnar," segir Ruth í samJ tali við Ulf Aschan. Hún var með Bror í bílnum þennan kalda vetrar- dag árið 1946 þegar bíllinn fór út af, rakst á tré og Bror fórst. Eftir það gat hún ekki hugsað sér að búa áfram í Svíþjóð og fluttist til Dan- merkur. Þegar Karen Blixen frétti lát Brors, lét hún söknuð sinn í ljós með þessum orðum: „Ég á þá eina ósk eftir að fá einu sinni enn að fara í veiðiferð með Bror." Sjálf lézt Karen Blixen árið 1962, þá 77 ára að aldri. (Heimild: Mánad.s Journalen) Siglufjörður: Nýtt f élags- heimili opnað Siglufirði. FELAGSHEIMILI Lions- og Lionessuklúbba Siglufjarðar hef- ur verið opnað og mun það hafa mikil áhrif á starfsemi klúb- banna. Lionsklúbbur Siglufjarðar var stofnaður 16. nóvember árið 1968. Klúbburinn hefur allt frá stofnun unnið að líknar-, félags- og mening- armálum og voru Lionsmenn aðalhvatamenn að stofnun æsku- lýðsheimilis á Siglufirði og fer þar fram blómleg æskulýðsstarfsemi. Að undanförnu hefur klúbburinn unnið að málefnum aldraðra og^ stutt myndarlega við byggingu sem ætluð er eldri borgurum. Formaður Lionsklúbbs Siglufjarðar er Vigfús Þór Árnason. Lionessuklúbbur Siglulfjarðar er fyrsti slíki klúbburinn sem stofnað- ur er hér á landi en hann var stofnaður 1. nóvember 1979. Fréttaritari Stykkishólmur: Vetrarlegt" um að litast Stykkishólmi. VETURINN er kominn, þótt ekki sé það á almanakinu, en það er stutt i fyrsta vetrardag þegar þetta er skrifað 21. október. Það er hálka á götum og fjallvcgir verða erfiðir ef ekki eru nagla- dekk eða keðjur notaðar, enda eru nú flestír að huga að vetrar- dekkjum og margir þegar búnir að skipta um dekk. Þótt ekki hafi komið mikill snjór niður í bæ, þá eru fjöllin hvit fyrir löngu. Venjulegir fólksbílar fara ekki fjallvegi á venjulegiim dekkjum. Þetta allt hefir samt ekki haft áhrif á ferðir áætlunarbíla og rút- urnar eru enn akandi eftir sumar- áætlun og koma á venjulegum tfma. Haustslátrun er nú að Ijúka og hér mun hafa verið slátrað f slátur- húsinu um 11 þúsund fjár. Er það nokkru minna en í fyrra, en nú í fyrsta sinn er ekkert sláturfé á veg-^ um Kaupfélags Stykkishólms enda mun starfrækslu þéss lokið eftir því sem talið er og Kaupfélag Grund- firðinga leggur sitt fé í sláturhúsið í Búðardal og eins munu nokkrir fyrrverandi viðskiptamenn Kaup- félags Stykkishólms hafa gert. Árni Áskorun til sjón- varpsstöðva Standið vörð-» um sálarheill barnanna KENNARAFÉLAG skóla ísaks Jónssonar skorar á sjónvarps- stSðvar að sýna ekki myndir sem eru óhollar börnum. í áskoruninni segir: „Að gefnu tilefni skorar Kennarafélag skóla Isaks Jónssonar á sjónvarpsstöðvar j að sýna ekki snemma kvölds myncHI?"* ' ir sem eru börnum óhollar og aldrei i án þess að varað sé við efni þeirra. Vonumst við eindregið eftir að aðr- ir kennarar og uppalendur taki undir þessa áskorun okkar. Stönd- | um vörð um sálarheill ungu kyn- i slóðarinnar. Bjóðum henni aðeins | það besta." ,_^
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.