Morgunblaðið - 26.10.1986, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 26.10.1986, Blaðsíða 60
Alnæmi Nýttlyf væntanlegft ^hingað Þrír íslendingar með sjúkdóminn á lokastigi TILRAUNIR hafa verið gerðar með nýtt lyf gegn alnæmi og gefur það góðar vonir um að hægt sé að lengja líf sjúklinga og draga úr sjúkdúmseinkenn- iim. Um 30 nmnini hafa fengið veiruna hér & landi, en þrír karl- menn eru með alnæmi, þ.e. sjúkdóminn á lokastigi.. Að sögn Alþjóðaheilbrigðismála- stofnunarinnar var lyfið gefíð 140 j_J».sjúkiingum úr hópi 280 qúklinga sem voru með sjúkdóminn á svipuðu stigi. Fylgst var með þeim í 20 vik- ur, en á því tfmabili lést einn sjúklingur f þeim hópi sem fékk lyfíð, en 16 í hinum hópnum. Lyfið, sem heitir azidothymidine, dró einn- ig úr sjúkdómseinkennum, sjúkling- um leið betur og þeir þyngdust. Að sögn Ólafs Ólafssonar land- læknis gefur þetta lyf góðar vonir. Hann sagði að Bandaríkjamenn og Frakkar væru að hefla rannsóknir «— á því hvort hægt væri að koma í veg fyrir alnæmiseinkennin, en of snemmt væri að segja til um hvort lyfið gæti komið í veg fyrir þróun sjúkdómsins. Landiæknir bjóst við að lyfíð kæmi hingað til lands á næstunni. Kasparov á Reykja- víkurmót? NOKKRAR líkur eru taldar á þvf ■ að Garrí Kasparov heimsmeistari verði meðal þátttakenda á Reykjavfkurskákmóti í febrúar. Reykjavíkurmót eru haldin annað hvert ár, síðasta mót var haidið á þessu ári og ætti því ektó að haida næsta mót fyrr en ’88. A tímabili stóð til að Kasparov yrði meðal þátttakenda á síðasta Reykjavíkur- skákmóti, en er ekkert varð af því sagðist Kasparov fús til að tefla hér seinna. Að sögn Þráins Guðmundssonar forseta Skáksambandsins hafa komið fram hugmyndir um að halda Reykjavíkurskákmót árlega og nú er verið að kanna hvort hægt sé að fá heimsmeistarann hingað til '■■tlands. „Við vitum ekkert um þetta ennþá, en væntanlega verður þetta ljóst seinni hluta næstu viku.“ Aðalvél Sögu bræddi úr sér AÐALVÉL flutningaskipsins Sögu bræddi úr sér í upphafi nýliðinnar viku. Skipið var þá að fara frá Lorient í Frakklandi áleiðis til Bordeaux _ með fiskimjöl. Skipið var dregið til ^hafnar í Lorient og verður gert við vélina þar. Saga er í eigu fyrirtækisins Sjó- leiða. Guðmundur Karlsson, fram- kvæmdastjóri, sagði í samtali við Morgunblaðið, að þetta væri mjög bagalegt, einkum þar sem skipið tefðist í allt um þijár vikur vegna Maþessa. STERKTKORT SUNNUDAGUR 26. OKTÓBER 1986 VERÐ í LAUSASÖLU 50 KR. Örnáflugi I yfir höfuð- borginni ÖRN sást á flugi yfir höfuð- borginni í gær. Að sögn Ævars Petersen fuglafræðings, hefur það verið árlegur viðburður sfðustu ár að ernir hafa sést á flugi yflr höfuðborgarsvæðinu. Það var Viðar Ólafsson verk- fræðingur Rituhólum 7, sem kom auga á öminn og fylgdist með ferð- um hans í sjónauka. Þetta var ungur öm, hann flaug um Elliða- árdalinn, settist á skemmu við Árbæjarsafnið, sat þar góða stund og flaug síðan í átt að miðbænum. „Við höfum fregnað af að minnsta kosti einum emi á ári hér yfir höfuðborginni undanfarin ár“ segir Ævar Petersen fuglafræðing- ur. „Ég hef heyrt af einum emi hér á svæðinu í haust, hann hefur verið í Kollafírði og Mosfellssveit, ég frétti fyrst af honum í október. I febrúar- mars í fyrra vom þrír em- ir hér á svæðinu, í Kópavogi, á Seltjamamesi og við Elliðaár. Þeir vom hér um tíma, þeir emir sem koma hingað em yfírleitt ungir em- ir sem hverfa er fer að vora.“ Vímulaus æska: Námsstefna felld niður vegna þátt- tökuleysis FJÖLDASAMTÖKIN Vímulaus æska, sem hefur innan sinna vé- banda þúsundir íslendinga, hugðist halda tveggja daga námsstefnu í Hagaskóla um þessa helgi. En vegna þátttökuleysis var ákveðið að fella námsstefnuna nið- ur, því við upphaf hennar í gærmorgun vom aðeins örfáir mættir utan fyrirlesara. Meðaltekjur sjómanna áætl- aðar 1,2 milljónir króna í ár FYRSTU 9 mánuði þessa árs er afli 10 til 11% meiri en á sama tíma í fyrra. Síðustu spár um þjóðarhag á þessu ári eru miðað- ar við að afli, reiknaður á föstu verði, aukist um 6,5 til 7% en framleiðsluverðmæti nokkru meira. Hreinn hagnaður útgerð- ar við botnfiskveiðar er talinn 7 til 10%, hagnaður botnfisk- vinnslu 1 til 2% og hlutur sjómanna hefur batnað. Meðal- tekjur sjómanna í fullu starfi eru á þessu ári áætlaðar um 1,2 millj- ónir króna. Upplýsingar þessar komu fram í erindi Jóns Sigurðssonar, forstjóra Þjóðhagsstofnunar á þingi Sjó- mannasambandsins á föstudag. Hann ræddi þar meðal annars um hag sjávarútvegs. Hann sagði horf- ur á afkomu útgerðar á þessu ári bjartar og skilyrði betri en um langt árabil. Því ylli mestu aukinn afli án tilsvarandi ijölgunar fískiskipa, lækkun olíuverðs, hagstætt fersk- fískverð og útflutningur í gámum. Hreinn hagnaður af tekjum væri því um 7 til 10%. Því ætti útgerðin að geta grynnkað á skuldum og væri ekki vanþörf á. Staða botnfiskvinnslu væri slæm og hagur erfíður. Afkoma saltfísk- verkunar væri góð á þessu ári. Frystingin væri rekin með 1 til 2% hagnaði, en það dygði ekki til að bæta erfiða stöðu. Skattframtöl sjómanna sýndu að tekjur sjómanna í hlutfalli við tekjur verkamanna færu hærra nú en áður á þessum áratug og hefðu árin 1980 og 1981 bæði verið metafla- ár. Hins vegar skorti um 5% á að skiptaverð héldi í við hækkanir á kauptöxtum í Iandi um komandi áramót. Tekjur sjómanna á botn- fiskveiðum væru með bezta móti í hlutfalli við tekjur annarra, þegar NOKKUR hálka var á götum á höfuðborgarsvæðinu í fyrrinótt og lögreglan í Kópavogi hafði í nógu að snúast. Þar misstu tveir ökumenn stjórn á bifreiðum sinum vegna hálkunnar. Fyrra óhappið varð um kl. 1:30 um nóttina. Þá valt bifreið á Hafn- litið væri yfír síðastliðin þrjú ár, en samkvæmt skattframtölum væru meðaltekjur allra sjómanna í fullu starfí á þessu ári áætlaðar um 1,2 milljónir króna. arfjarðarvegi á móts við elliheimiiið í Kópavogi. Engin slys urðu á mönn- um. Síðara óhappið varð skömmu fyrir kl. 5, en þá missti ökumaður stjóm á bifreið sinni á Digranesvegi og skall hún á stoðmúr við Digra- nesbrú. Ökumaður og farþegi voru fluttir á slysadeild, en meiðsli þeirra munu ekki vera alvarleg. Kópavognr: Tvö slys vegna hálku
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.