Alþýðublaðið - 14.03.1932, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 14.03.1932, Blaðsíða 2
B Átt»f ÐUBLAÐIÐ Saltlisknr og sild. Braskararsfr porfa ekki að kvíða aðgerð sena st|érnariniaap. Hiadenbnrg náði ekkí kosningn en fékk 49,6\ greiddra atkvæða! Á alþingisfundi á laugardaginn var beindi Héðinn Valdimar&son tvedmur fyrlrspurnum til stjórn- arinnar, ásatmt ósk um greið svör við þeim þá þegar, því að reynsl- an sé sú, að þótt fyrirspurnir séu bornar fram á þann hátt, sem gert er ráð fyrir í þing- sköpum, þá sé þeim öft ekki svarað fyrri en komið er að þing- lokum. Önnur fyrirspurnin, sem Héð- inn bar fraon, var um, hvort stjórnin ætli að leggja fyrir þiing- ið nokkrar tillögur um skipulag á síldarsölunni, eða hvort hún ætli að láta fara um söluna sem verkast vill eftir afnám eiinka- sölunnar. Hin fyrirspurnin var um það, hvort stjórnin hugsi sér að bera fram frumvarp um, að komiö verði skipulagi á saltfisksvierzl- unina við erlendar þjóðir, eða hvort hún ætli að láta afskifta- laust, þó að sleifarlagið, sem ver- ið hefir á saltfiskssölunni síðast- liðið ár, haldi áfram, tiil stórtjóns fyrir sjómenn og fyrir aðra út- gerðarmenn en þá eina, sem nú hafa náð tangarhaldi á fiskút- flutninignum, og til stórtjóns fyrir þjóðdna alla. Tryggvi ráðherra svaraði síð- ari spurningunni algerlega neit- andi, Stjórnin ætli ekkii að flytja neitt frumvarp um skipulagningu á saltfiskssölunni. Um síldarsiöl- una svaraði hann því einu, að um hana væri hægt að tala nánar þegar frumvarpið um afnám leinkasölunnar kæmi til umræðu. Braskararnir þurfa ekki að kvíða. „Kveldúlfur“ og „Alliance“ fá óhindrað að ráðsmenskast með saltfisksverzlun landsmanna. Og það er ekki útlit á öðru en að síldarhraskararnir fái að leika sama fjárhættuspilið með síldar- útveginn ein,s og þeir gerðu áður en einkasalan tók við. A. m, k. verst stjórnin allra frétta utn það, að hún ætli neitt til þeírra mála að leggja annað en að fcoma einkasölunni úr vegi fyrir þeim. Hitler bœtir við sig tæpem 5 miijénnm atkvæða. Kosið verður aftnr 10 apríl miiii Hmdenbnrgs eg Hitiers. TogararnfF. Þeir eru nú s>em áðast að búast til saltfiskveiða og eru að smá- tínast út. Bins og kunnugt er, ætlaði Ól- afur Thors að kom,a af stað vinnustöðvun til þeas að reyna að koma fram kauplækkun á sjó «g landi, en þessi stöðvun er nú að engu orðin, enda mun aldrei hafa verið féLagssamþykt fyrir lienni í félagi botnvörpuskipaeig- enda, heldur mun Ólafur Thors fiafa fyrirskipað hana einn. En margir af togaraeigendum eru orðnir leiðir á reimbingi ölafs, og stjórn hefir ekki verið kosiiin í togaraeigendafélaginu árum sam- an, en Ólafur víst álitið, að hann sé sama og félagið. I fyrra dag hirti Mghl. grein um kaupgjaldið á togurunum, og er þar verið að hnýta í stjórn Sj ómannafélagsins fyrir að hafa ekki viljað hlaupa til að lækka kaup sjómanna. 1 grein þessari er sagt, að meðalkaup togaraháseta hafí undanfiamar vertíðir verið 15,13 á dag. Nú er fastakaupið á togurum að eins 7,13 á dag (214 kr. á mánuði) auk fæðisi, og ann- að eiga hásetar ekki vísit, en til þess að komast upp í þaö kaup, sem Morgunblaðið telur, þarf lifr- arhluturinn að vera 240 kr. á mánudi, sem er lítt hugsanlegt utan blá-vertíðar. Morgunblaðs- greinin telur kaupið á spænslrii togurunum 1/5 lægra en þeim íslenzku, og má telja einkenni- legt, að íslenzku togaradgendurn- ir skuli þá ekki hafa boðið Sjó- mannafélaginu að semja upp á það kaup, ef hér er um mikla lækkun að ræða. Nei; hið rétta í þes,s umáli er, að kaupið er mjög líkt. Aðahnunurinn er, að það er fast kaup á þdm spönsku, en. kaupið miðað við afla á íslenzku togurunum. Frá Norðfirði. Einkaskeyti frá jréttaritara AlfiýTkibladsim. Norðfirði, 13. marz. Aðalfundur Verklýðsfélags Norðfjarðar var haldinn fyrra sunnudag, í stjórn voru kosnir i einu hljóði: Jónas Guðimundsson, formaður, ólafur Magnússon, varaformaður, Sigurjón Kristjáns- son, gjaldtoeri, Einar Einarsson, ritari, og mieðstjórnendur Björg- vin Haraldsson, Siguxður Eiríks- son og Jóhann Eyjólfsson. — Bæjarstjórnin afgreiddi í gær til fulls kaup bæjarins á fóðurinjöls- verksiniðju Norðfjarðar og skip- aði Jónas Guðmiundsson, Pál Þor- mar og Helga Pálsson (einn úr hverjum flokki) til að undirhúa starfrækslu verksmiðjunnar í siumar,. Atvinnubótavinna byrjaði aftur í fyrri viku, og er unniö að uppfylldngu við höfnina. Kvenfélag Fríkirkjiisafníadarins í Reykjavík heldur sinn árlega hazar innan félagsins miðviiku- daginn 16. marz á Laugavegi 3, kl, 2 e. h. Pólitískur fimdur I gærkveldi, kl. um 7 komu fyrstu tölur um forsetakosning- iarnar í Þýzkalandi, og voru þær þiessar: Hindenburg 1 250 000 Hitler 697 000 Thálmann (kpmm.) 351 000 Dusterberg (þjóðerniss,) 180 000 Síðan komu fregnir í gegnum útvarpið alt af á 1/2 tíma fresti eða undir eins og þeim var út- varpað frá Berlín og kl. lll/3 voru úrslit kunn. Alls höfðu kosið 37 milljónir 660 þús, 377. En atkvæðin skiftust þannig: Hindenhurg 18 661736 Hitler 11338 571 Thalmann (komm.) 4982079 Dústerbierg 2 557 876 Winter (flokkslaus) 111477 Hindenhurg fékk þannig 49,60/0 allra greiddra atkvæða, en hann varð að fá í fyrstu kosiningu rúman helming (50 0/0) til að vera kosinm, Verða kosningar því að fara aftur fram að mánuði liðn- um (10. apríl) og verður þá að eiins kosið um Hindenburg og Hitler. Er þá talið víst að atlkvæði þau, sem Dústerberg, þjóðernis- sinninn, fétok, fari flest yfír á Hitler. Kommúnistar munu að öllum há- vaða sitja hjá, en líklegt er að þau atíkvæði, sem Winter, flokks- leysinginn, hefir fengið, falli á Hindenburg, svo að fullvíst er að hann verði þá kosinn, því þá er sá kosinn, sem flest atkvæði fær. Kosi'ö var í 35 kjördæmum, og þar af hafði Hindenburg hreiman Berlín í rigningu. medri hluta í 18, en í fjölmenm- asta ikjördæmdnu, Stór-Berlín, varð hann í töluverðum minni; hluta, og veldur það mestu um, að hann naði ekki kosmnigu. Þiar voru úrslitin þessi: Alls kusu Hindenburg fékk Hitler Thálmann Dústerberg 2 999 000 1 308 000 665 000 685 000- 232 000 Það, sem mesta athyglina vek- ur í þessum kosningaúrsldtum, er, að Hitler hefir frá síðustu alm Lögreglan leitar að vopnum í vösunum á grunsamlegum óróa- manni. fcosningum bætt við atkvæöatölu flokks síns tæpum 5 millj. at- - kvæða. Kommúnistar standa ■. næstum í stað, en bandalagið,,.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.