Morgunblaðið - 02.11.1986, Side 22

Morgunblaðið - 02.11.1986, Side 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. NÓVEMBER 1986 íþróttaleikhúsið á Sól heimum formlega vísrt Selfosai. ^ Formleg vígsla íþróttaleikhúss- ins að Sólheimum i Grímsnesi fór fram fyrsta vetrardag. Þá frum- sýndi Leikfélag Sólheima ballett- inn Rómeó og Júliu. Fyrsti dagur vetrarins skartaði sínu fegursta, snjór á jörðu, sólin í heiði bjart yfír og Reynir Pétur kepptist við það að höggva klaka af tröppunum á Sólheimum, svo fólki yrði þar ekki fótaskortur. Það var Reynir Pétur sem átti einna stærstan hlut að því að íþróttaleik- húsið varð að veruleika. Þegar Reyni Pétri var óskað til hamingju með húsið svaraði hann:“Þakka þér fyrir og sömuleiðis". Áður en leiksýningin hófst var gestum boðið til móttöku á jarðhæð Fróðleikur og skemmtun fyrirháa semlága! íþróttaleikhússins þar sem meðal gesta voru félagsmálaráðherra og nokkrir alþingismenn. Ballettsýningin tókst vel og var leikendum fagnað innilega í lokin. Alls er 51 hlutverk í ballettinum en sumir leikenda fara með fleiri en eitt hltverk. Það voru Rúnar Magn- ússon og Svandís R Sigurðardóttir sem fóru með aðalhlutverkin, Rómeó og Júlíu. Leikfélag Sólheima var formlega stofnað 1984 og gerðist þá aðili að Bandalagi íslenskra leikfélaga. Leikstarfsemi hefur ætíð skipað veglegan sess í starfseminni á Sól- heimum og þar veið færð upp frumsamin verk. Ballettinn Rómeó og Júlía er ávöxtur sameiginlegs átaks og vinnu alls heimilisfólks á Sólheimum, þarft verk til eflingar félagslífí á staðnum. Ballettsýningin fyrsta vetrardag var annar liður í vígsluhátíð íþrótta- leikhússins, fyrsti hlutinn voru Sólheimaleikamir í ágúst og þriðji hlutinn verður aðventuhátíð 30. nóv. Sig Jóns. Reynir Pétur hreinsar tröppurn- ar á Sólheimum, hress að vanda. íþróttaleikhúsið á Sólheimum Morgunblaflið/Sigurður Jónsson. Fjöldi gesta var f móttökuathöfninni. — ' — --------- \ Ótxúle& Bi»» ei?\Sadioge^áU' Jerry Lee Lewis þekkja allir sem einn # af f rumkvöðlum rokksins ásamt Elvis, Little Richard, Chuck Berry og Fats Domino Jerry Lee Lewis „The Killer" mun skemmta ásamt sjóðheitri hljón sinni frá Memphis 6., 7., 8. og 9. nóvember reit JERRVLS ZZHZZZZZZZZZZIZIIZ — — nn '“iz; Wm P 6.78.9. nóvember

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.