Morgunblaðið - 02.11.1986, Síða 67
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. NÓVEMBER 1986
67
AFS-klúbbur stofn-
aður í Hveragerði
Hveragerði.
Suðurlandsdeild AFS boðaði nýlega til fundar í veitingahúsinu
Tunglinu í Hveragerði. Ölium nemendum gagnfræðaskólans í Hvera-
gerði ásamt foreldrum var sérstaklega boðið á fundinn en hann var
öllum opinn. Á fundinum var stofnaður AFS-klúbbur fyrir Hvera-
gerði og einnig mun vera hafinn undirbúningur að stofnun klúbbs
á Selfossi.
Aðalhvatamaður að stofnun
klúbbanna er Hlöðver Magnússon,
framkvæmdastjóri landsmálablaðs-
ins Þjóðólfs á Selfossi, og hefur
hann haft allan veg og vanda af
þessu framtaki. Ég hitti Hlöðver
að máli og bað hann að segja frá
þessu mikla áhugamáli sínu.
Ég spurði fyrst: Hlöðver, hvað
er AFS á íslandi?
AFS er skiptinemasamband og
skammstöfunin AFS stendur fyrir
orðin alþjóðleg fræðsla og sam-
skipti.
Alþjóðasamtökin starfa nú í um
70 löndum víðs vegar um heiminn,
í Evrópu, Norður- og _ Suður-
Ameríku, Afríku, Asíu og Ástralíu.
Á vegum AFS ferðast 7—8000
nemar á milli landa á hverju ári.
„Hvenær hefst svo starfið á ís-
landi?“
Það er fyrir milligöngu íslensk-
ameríska félagsins að skiptinema-
samtökin byijuðu hér á íslandi.
Pyrstu árin var AFS undir stjóm
þess félags og fyrsti hópurinn fór
utan árið 1957 og voru það 8
manns. Nú hafa 680 ungmenni far-
ið utan á vegum AFS og í ár fara
110. Hingað hafa komið um 375
ungmenni til lengri eða skemmri
dvalar.
„Hefur þú starfað lengi að þess-
um málum?“
Ég kynntist skiptinemastarfinu
árið 1979 þegar dóttir mín fór sem
skiptinemi til Bandaríkjanna. Fór
ég þá strax að starfa fyrir samtök-
in og hef tekið á móti tveim skipti-
nemum á heimili mitt og var það
mjög ánægjulegt. Árið 1981 fórum
við hjónin ásamt dóttur okkar og
tengdasyni til Bandaríkjanna og
heimsóttum ijölskylduna sem hún
dvaldi hjá, einnig skólann hennar
og fleiri aðila sem hún hafði kynnst.
Einnig heimsóttum við skiptinema
sem dvalið hafði hjá okkur á ís-
landi. Stóð ferðin í mánuð og var
mjög fróðleg og ánægjuleg.
Þegar heim kom tók ég til við
undirbúning að stofnun klúbba við
gagnfræðaskólana í Hveragerði og
Selfossi.
„Hvert er svo markmið þessara
klúbba?"
I Markmiðið er að auka þekkingu
íslenskra ungmenna á málefn-
um AFS sem skiptinemasam-
taka.
a. Fræðsluspjall um starfsemi
AFS-deilda á svæðinu og sam-
tökunum í heild.
b. Aukin kynning íslenskra ung-
menna innbyrðis í AFS-klúbb-
um.
c. Heimsóknir frá erlendum skipti-
nemum sem dvelja á íslandi og
íslenskum skiptinemum sem
dvalið hafa erlendis.
d. Fjáröflun til styrktar AFS-
nemum, sem dvelja við skóla á
svæðinu.
II Auka kynningu á milli bekkjar-
deilda í skólum á svæði AFS-
deildar.
a. Koma á heimsóknum á milli
skóla á svæði deildarinnar og
síðar út á land.
b. Nemendur sem þannig ferðast
munu segja frá kennslu- og tóm-
stundastarfi í sínum skóla og
kynna sína heimabyggð.
e. Halda sameiginleg skemmti-
kvöld (með þátttöku nokkurra
AFS-klúbba) og bjóða foreldrum
og systkinum.
III Gefa klúbbfélögum kost á að
hafa samband við AFS-klúbba
erlendis.
a. Klúbbarnir sendi upplýsingar frá
sínum klúbbi til erlendra klúbba
ásamt myndum úr sinni heima-
byggð og fá samskonar upplýs-
ingar erlendis frá.
b. Hafa skal samband við klúbb í
skóla þar sem íslenskur nemi
hefur dvalið, helst úr heimahér-
Hlöðver Magnússon
aði. Þannig gætu myndast sterk
tengsl á milli skóla, héraða og
landa.
„Hvenær var Suðurlandsdeildin
stofnuð?"
Hún var stofnuð fyrir 3 árum og
nær yfir Ames- og Rangárvalla-
sýslu. Til gamans má geta þess að
nú er tónskáld úr Ámessýslu, Loft-
ur S. Loftsson, Breiðanesi í
Gnúpveijahreppi, að semja lag sem
helgað verður samtökunum vegna
30 ára afmælis á næsta ári og texta
gerir Friðrik Guðni Þorleifsson,
Káratanga í Rangárvallasýslu.
Verður söngurinn frumfluttur í vor
af unglingakór tónlistarskóla
Rangæinga. Kórstjóri er Sigríður
Sigurðardóttir.
Að lokum sagði Hlöðver frá því
að nýstofnaða klúbbnum í Hvera-
gerði hefðu verið afhent 600 jóla-
kort að gjöf, sem klúbburinn getur
selt sér til tekna. Á kortinu er
mynd, sem Hlöðver tók í Raufar-
hólshelli fyrir 18 ámm, mjögfalleg.
Sigrún
SKOSKAR
ULLARPEYSUR
Eins og harimenn vilja hafa þær —
hlýjar, mjúkar og sterkar
Gl&nhusku
wm 4 of Scotland #
l'uænL’wwKÍ
BUTE, með leðurbót á öxlum
og olnbogum . . . kr. 2.085.-
TROON, hneppt með
vösum kr. 2.885.-
LANARK, með leðurframstykki, GIRVAN, hneppt með leður-
rennilás og vösum kr. 3.785.- framstykki og vösum kr. 3.685,-
RAMMAGERÐIN
HAFNARSTRÆTI 19
Póstsendum um allt land.
DUNOON, heil með leðurbót
á öxlum og olnboga kr. 1.985.-
NÝJUNG
M E Ð
JÝJUNGAF
Á ÍSLAND I
fyrirbömog unglinga
heijast í naastu úi
Dansnýjung og tískusýningasamtökin Nýjung er
eini dans- og tískusýningaskólinn sem sérhæfir sig
í kenna börnum og unglingum.
Önnumst einnig uppsetningu á stórum sem smáum
tískusýningum fyrir fyrirtæki og útvegum fólk fyrir
auglýsingamyndir.
Topp-fólk og góðar sýningar.
Stig 1 Byrjendur, sett upp sýning, tekið próf.
Stig II Snyrtisérfræðingur og hðrgreiðslumeistari.
Stig III Lokastig, tískuljósmyndari vinnur með módelun-
um.
Kennari Kolbrún Aðalsteinsdóttir.
Flokka-
skipting
4—6 ára
7-9 ára
10-12 ára
13—14 ára
15—20 ára
INNRITUN
I
m
I
NÆSTU VIKU
SÍMA 46219
ÍÉI 621088