Alþýðublaðið - 16.03.1932, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 16.03.1932, Blaðsíða 2
2 AS.ÞÝÐUBLAÐIÐ Jafnrétti kjósendanna. Hver getur kallað, að lýðræði «é í pví þjóðfélagi, par sem kjör- dæmaskipunin er svo ranglát, að þriðjungur kjósenda getur komið að meiri hluta þingmanna? Þann- ig er „réttlætið" í kjördæmaskip- uninni hér á landi. Það sýna síð- ustu alþingiskosningar ótvíræðast. Nú hefir sá flokkur meiri hluta þingmannanna, sem ekki fékk nema rúman þriðjung atkvæða landsmanna. Ef slíkt ástand á að hakla á- fram, þá er þar með kipt grundi- vellinum undan lýðræðinu. Það er um þetta, hvort kjósendurnir eigi að hafa jafnan atkvœdisrétt eða ekki, sem nú er barist, þiegar krafist er bættrar stjórnarskrár og réttlátrar kjördæmaskipunar. Það er barist um það, hvort jafn- rétti eigi að komast á meðal ís- lenzkra kjósenda ellegar það Haraldur Guðmundsson og Halldór Stefánsson fly-tja frum- varp um afnám laga mn sölu þjóðjarða og kirkjujarða, svo að framvegis verði ekki hægt að selja þær, nema alþingi veiti heimild til þess með sérstökum ílögum! i hvert einstakt skifti. Seg- ir svo í greinargerð frumvarps- ins: „Með lögum um sölu þjóðjarða og kirkjujarða var ráðherra gef- in heimild til þes'S, með vissum takmörkunum, að selja ábúendufm slíkar jarðir. Orkar vaxt tvímæl- is lengur, að lagasetning þessi hefir orðið til hins mesta ógagns-. Verðmætar fasteignir hafa fluzt úr eign hins opinbera i eign ein- stakra mianna, ’oftast fyrir sára- lítið verð. En það takmark, sem talið var að ætti að nást fyrir tilstilli þessara laga, að sem flest- ir bænda gætu eignast jarðir sín- ar, er enn þá jafnfjarri þrátt fyr- ■ir lög þes'si." Með réttlátri ábúðarlöggjöf má auðveldlega tryggja ábúendum opinberra jarðeigna full not og arð umbóta þeiwia, sem þeir sjálf- ir gera á jörðunum. Til þess- að reyna að knýja fram slíkar end- urbætur á ábúðarlöggjöfihni flytja þeir H. G. og H. St. þings- ályktunáríillögu þá, sem áður hef- ir verið getið, um, að neðri deild alþingis skori á stjórnima að leggja fyrir næsta þing frv. um ábúðarrétt leilguliða á jarðeignum, sem eru í opinberri eign. Jafnframt flytja þeir frumvarp herfilega misrétti, sem nú er, eiigi að ríkja framvegis. Hvernig getur nokkur sá mað- ur, sem ann lýðræði, varið rang- láta kjördæmaskipun, varið það, að fyrir miklum meini hluta landsmanna sé haldið þeim rétti, sem er grundvöllur lýðræðis, —■ jöfnum kosmngarrétti á við aðra landsmenn ? Með kröfunni um réttláta kjör- dæmaskipun, þar sem allir hafi jafnan rétt til þesis að ráða skip- un alþingis,’ erum við ekki að fara frarn á aÖ taka þann rétt af niein- um manni, sem hemum ber. Við krefjumst að eins þess grundvall- arskilyrðis lýðræðisskápulagsins, sem það getur ekki staðist án, ef þaö á að vera annað og meira en skrípamynd, að kosningarétt- urinn sé almennur og jafn. um verdhœkkunarskatt. Skattur- inn renni í sérstakan sjóð, er ein- göngu sé varið til kaupa á jarð- eignum og lóðum. Rikissjóður eigi sjóðinn að hálfu, en sveitar- og bæjar-félög að hálfu, og teljist til séréignar hvers þeirra í sjóðn- um helmingur þess verðhækkun- arskattS', er til hefir fallið ur þvi umdæmi. Verðhækkunarskatt gneiði sá, er selur fasteign dýrara verði en hann keypti hana eöa hún kost- aði hann þegar hann eignaðist hana, að því leyti sem verðmun- urinn stafar ekki af því, sem hann hefir gert fasteigninn; til góða af sínu eigin. Opinber síyrk- ur, sem honum hefir verið vieitt- ur til bygginga eða annara um- bóta eða framkvæmda á fasíeign- inni, er ekki frá honum kominn og telst því ekki heldur með í því, sem hann hefir kostað til endurbótanna. — Seljandi fast- eignar, sem tekur „hlut á þurru Iandi“ með gróða á sölunni, reikn- að svo sem nú var sagt, greiði verðhækkunarskatt þar af. Gildi það um hvers konar fastdgnir, hvort sem eru jarðeignir, lóðir eða lendur, hús, bryggjur eöa önnur mannvirki á landi, svo og leiguréttindi, jarðarítök og rétt- indi, sem eru frá skiMn jörðum, svo sem námaréttindi, rekarétt- indi, veiðiréttindi, vatnsréttindi eða önnur réttiindi til lands, er meta má tll eignar. Verðhækkun- arskatturinn nemi minst 20«/o af ' þeirri verðhækkun, sem ekki staf- ar af endurbótum fyrir tilverkn- að seljanda, en síðan renni hlut- fallslega þeim mun meira af sölú- 'verðinu í sjóðinn, sem verðhækk- unin er meiri, og loks 100% þess, sem er umfram það verð þre- falt, sem eignin hefir kostað selj- anda í kaupverði og endurbót- um, þegar um svo hátt söluverð er að ræða. Þetta er fullkomlega réttlátur skattur, því að hann er tekinn af verðmæti, sem fallið hefir í hlut eiganda fasteignarinnar, án tc:l- verknaðar hans. — - Flutningsmienn siegja m, a. í greinargerð frumvarpsins: „Frumvarp samhljóða þesisu af- gneiddum við á sínum tíma til ríkisst jó rnarinnar sem tillögu meiri hluta milliþinganefndar í tolla- og skattia-málum. Sam- nefndarmaður okkar, Magnús Guðmundsson, varð okkur ekki sammála um frumvarpið. Fasteignir hækka í verði jafnt og stöðugt. Því örari og meiri er verðhækkunin, sem opinberar, al- memnar framkvæmdir eru meiri. Sama gegnir, ef fólki fjölgar og bygðin vex á einstökum sföðum e. t. v. beinlínis fyrir hiinar op- inberu framkvæmdir. Við það vex eftirspurnin eftir lóðum og lend- um og húseignum og verðið hækkar. . . . Það er í alla staði réttmætt, að eigendur fasteigna njóti þeirrar verðhækkunar að fullu, sem verður fyrdr eigin til- verknað þeirra. Jafnréttmætt er og hitt, að þeár greiði skatt af þeárri verðhækkun, sem þeir leggja ekkert fram til og vinna ■ ekbert til.“ „Virðist þörf á og fullkomlega réttmætt að tryggja það með lög- gjöf, að a. m. k. nokkur hluti þeirrar verðhækkunar, sem fram kemur án tilverknaðar og verð- leika fasteignaeigenda sjálfra, hverfi þangað, sem hún er ruinnin frá, til hins opinbera, þ. e. borg- aranna sameiginlega.“ „Ef verðhækkunarskattur hefði verið í lögum hér á landi á und- anförnum áratugum, þá er auð- sætt, að safnast hefði nokkurt fé til almennra hagsmuna af verð- hækkun þeirri, sem orðin er. Jafn- framt hefði dýrtíð verið minni i landinu og verðlag fasteigna heil- brigðara alment, einkum á kaup- staðalóðum. Með frumvarpinu ætti það tvent að vinnast, að afla noikkurs fjár til almenningsgagns og að nokkur hemill myndi verða á ó- hieilbrigðri verðhækkun." Með sanngjarnri ábúðarlöggjöf er landsisetum ríkisins miklu bet- ur borgið, heldur en þeim bænd- um, sem allan sinin búskap eru að stríða við að borgia ábúðar- jörð sína, því að jafnvel þeir, sem . tekst að lokum að verða skuldlausir sjálfseignarbændur, geta tiltölulega fáir búið svo í hendur barna sinna, að þau geti haldið áfram sjálfsieignarbúskap, án þess að vera mestan hluta æf- innar að strita fyrir kaupverðói jarðarinnar. Og ef kaupstaðarlóð- irnar væri allar opinber eign, þá væri þar kominn sá dýrtíðarlétt- ir, sem myndi hafa stórvægilegar afleiðingar til bættrar afkomu al- mennings. Aikastörl embittismanœa. Vilmundur Jónsson flytur á al- þingi frumvarp um hámarik launa greiddra úr ríkissjóði og af stofnr unum ríkisiniS'. Er það á þessa leið: Engum embættismanni né opin- berum starfsmanni, sem hefir að launum úr rikissjóði 4500 kr. auk dýrtíðaruppbótar eða þar yfir, má án sérstakrar lagaheimildar greiða hærri iaun fyrir embættisistörf sín (eða aðalstörf) og aukastörf þau. sem honum kunna að verða falin í þjónustu rikiísins eða stofnanai rikisins, en nemi samtals há- marksilaunum þeim, er embætti hans eða starfi eru ákveÖin í launalögum eða öðrum lögum. Engum starfsmanni við stofn- anir rikisins, né heldur öðrum, má án sérstakrar lagaheimildar greiða fyrir aðalstörf og auka- ^törf í þjónustu ríkisins eða stofn- ana ríkisins hærri laun samtals en greiða má fyrir tilsvarandi störf embættiismanna eða opim- berra starfsmianna, og hæst svo, að nemi hæstu launum embættis- manna, þeirra, sem taldir eru í hinum almennu launalögum (frá’ 1919). Enginn embættismaður, opinber starfsmaður né fastráðinn starfs- maður við stofnanir rikisims, sem tekur laun fyrir störf sín, er nemaí 4500 kr. auk dýrtíðaruppbótar eða meiru, má án sérstakrar laga- beimildar taka að sér önnur laun- uð störf. Stofnanir ríkisins eru í þessu sambandi hverjar þær stofnanir, sem ríkið á umráð yfir beint eða óbeint. Lög þessi ganga í gdldi þegar í stað. Greinargerðin er þannig: „Laun þau, sem embættismenn ríkisins taka samkvæmt launalög- unum frá 1919, og tilsvarandi laun annara opinberra starfs- manna þola engan samanburð við laun þau, sem tíðkast að greiða starfsmönnum ýmsra ríkisstofn- ana, og enn síður við kaupgreiðsl- ur til fastra starfsmanna einka- fyrirtækja. Hæstlaunuðu embætt- ismönnunum, eins og biskupi, landlækni, póstmeistara og pró- fessorum, eru ákveöin lægri laun en algangt er að greiða undir- (tyllumki banka, ef til vill lítið eitt hærri en dæmi eru. til að pakk- húsmenn hafi við sumar ríkis- istofnanirnar, og hálfdrættingar eru þeir ekki við veTzlunarstjóra: eða framkvæmdarstjóra í sæmi- ðiiflii ÞJóðJarða sé hætt. Verðhækknnarskattnr tll Jarða* ®g lóða«kanpa. Bæíí áfoi&öarlöfjtfjof.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.