Morgunblaðið - 14.11.1986, Blaðsíða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. NÓVEMBER 1986
Tjónvöldum boðið að
ganga frá sínum mál-
um við tryggingafélög
- segir Friðrik Gunnarsson, lögreglufulltrúi
„FJÖLDI óhappa er orðinn slíkur að engin leið er að vinna úr öllum
tjónum, sem lögregia sinnir. Smám saman hefur tjónvöldum boðist
að ganga frá sínum málum við tryggingafélögin ef ljóst var hver
hann var og ekki var uppi ágreiningur um aðdraganda. Nú er svo
komið að 55% allra óhappa, sem lögreglan sinnir, eru afgreidd með
þessum hætti,“ sagði Friðrik Gunnarsson, á ráðstefnu bifreiðatrygg-
íngafélaganna um öryggismál í
miðvikudag.
Hann sagði að til greina kæmi
að lögreglan hætti að sinna öðrum
óhöppum en þeim sem hefðu í för
með sér mikið eignatjón og meiðsli
á fólki og tryggingafélög taki alfar-
ið að sér afgreiðslu allflestra
óhappa. Gert er ráð fyrir slíkri af-
greiðslu umferðaróhappa í frum-
varpi til nýrra umferðarlaga. Önnur
lausn væri sú að lögregla komi á
vettvang umferðaróhapps, en not-
aði við afgreiðsluna mun einfaldari
skýrsluform en nú ergert, sem jafn-
vel mætti ganga að fuilu frá á
umferðinni sem haldin var á
staðnum. Taldi Friðrik að afgreiða
mætti 70% allra óhappa á þann
hátt.
Friðrik varpaði þeirri spurningu
fram hvort ekki væri kominn tími
til að sett yrði á laggimar umferðar-
slysanefnd, sem rannsakaði alvar-
leg umferðarslys á sama hátt og
flygslys eru rannsökuð. Eitt brýn-
asta málið í úrbótum á umferðarör-
yggi er að lögleiða belti í öllum
bifreiðum og að sjálfsögðu líka í
aftursætum, sagði Friðrik. ‘
Nýr bátur til Hornafjarðar
Höfn HornaTirði.
SKINNEY SF 30 sem hét áður
ísleifur 4. var að koma úr ann-
arri veiðiferð sinni eftir að hún
var keypt hingað til Hafnar. Hún
var með um 130 tonn af síld og
verður megnið af síldinni saltað,
en eitthvað fer í frystingu.
Skinney SF 30 er 172 rúmmlest-
ir að stærð og er þriðji bátur
útgerðarinnar Skinneyjar hf. og eru
hinir bátamir Steinun SF 10 og
Freyr SF 20. Skipstjóri á Skinney
er Birgir Sigurðsson.
KF
Skinney SF 30 í höfn.
Morgimblaðið/Kristján Friðriksoon
Mál og menning:
Nýtt bíndi í rit-
safni Þórbergs
-Óbirtar ritsmíðar frá 1909-1917
Nýtt bindi í ritsafni Þórbergs
Þórðarsonar er komið út hjá
bókaútgáfunni Máli og menningu
og nefnist það Ljóri sálar minnar
- Úr dagbókum, bréfum og öðr-
um óprentuðum ritsmíðum frá
árunum 1909-1917. Helgi M. Sig-
urðson cand.mag. hefur haft
umsjón með útgáfunni.
I frétt frá Máli og menningu seg-
ir að árin 1909-1917 hafi verið
mótunarár Þórbergs sem rithöfund-
ar og í bókinni sé að finna mikils-
verðar heimildir um þroskaferil
hans. Á þessum árum starfaði Þór-
bergur með Ungmennafélagi
Reykjavíkur og Málfundaflokki
þess og samdi greinar, kvæði og
sögur í handskrifuð blöð þessara
félaga. í bókinni eru m.a. þijár
greinar úr blaði Málfundaflokksins
og palladómur um Þorleif Gunnars-
son, einn besta vin Þórbergs á
þessum árum. Auk þess eru í bók-
inni allmörg bréf, þar á meðal átta
bréf tii áðumefnds Þorleifs þar sem
Þórbergur lýsir m.a. vegavinnu á
Holtavörðuheiði.
Loks eru í Ljóra sálar minnar
nokkur brot úr dagbókum Þórbergs
og voru þau valin með hliðsjón af
því að þau vörpuðu nýju ljósi á sögu-
efni Ofvitans og íslensks aðals, svo
og kjör Þórbergs og áhugamál á
þessum árum.
í bókinni eru rúmlega 30 Ijós-
myndir frá tímabilinu og hafa
sumar ekki verið birtar áður. Bókin
er 254 blaðsíður að stærð, unnin í
Prentsmiðjunni Odda hf. Kápu gerði
Sigurður Armanirsson
Ásgeir Guðmundsson, námsgagnastjórí, afhendir Davíð Oddsyni, borgarstjóra, fyrsta pakkann
með hinu nýja námsefni um Reykjavík.
Reykjavík 200 ára:
NÝTT NÁMSEFNI
UM REYKJAVÍK
SKÓLASKRIFSTOFA
Reykjavíkur og Námsgagna-
stofnun hafa sameiginlega
gefið út nýtt námsefni um
Reykjavík í tilefni af 200 ára
afmæli borgarínnar. Efnið
kemur út í tveimur hlutum og
afhenti Ásgeir Guðmundsson,
námsgagnastjórí, Davíð Odd-
syni, borgarstjóra, fyrri hlut-
ann við hátíðlega athöfn í
Höfða á miðvikudag, miðviku-
dag. Síðarí hluti efnisins kemur
út á næsta árí.
Að sögn Bessíar Jóhannsdótt-
ur, sem vann að þessu verkefni
fýrir hönd Fræðsluráðs, spratt
hugmyndin að því fyrst upp í jan-
úar árið 1985 en hafist var handa
við framkvæmd þess um vorið
1985.
Bessf sagði þetta námsefni að-
allega vera hugsað fyrir unglinga
í 7., 8. og 9. bekk. Stefnt er að
því að hafíst verði handa við að
kenna það í skólum sem allra fyrst
en það hefur þegar verið tilrauna-
kennt, að hluta til, í Álftamýrar-
skóla.
í þeim hluta námsefnisins sem
nú kemur út eru textaheftin „Ör-
nefni í Reykjavík" og „Við Flóann
byggðist borg“ ásamt þremur
myndböndum, en það er nýjung
að myndbönd séu gefin út sam-
hliða öðru námsefni.
„Ömefni í Reykjavík" er loft-
mynd af Reykjavík sem á hafa
verið skráð helstu ömefni. Það
er Guðlaugur R. Guðmundsson
cand. mag sem hefur skráð og
staðsett ömefnin eftir heimildum
á Ömefnastofnun Þjóðminjasafns,
gömlum skjölum og heimildar-
mönnum. Á bakhliðinni em
loftmyndaverkefni, sem Ingólfur
Á Jóhannesson samdi, um nokkur
svæði í borginni, þar sem hægt
er að bera saman Reykjavík nú-
tímans og fyrir 35 ámm.
„Við Flóann byggðist borg“ er
ágrip af sögu Reykjavíkur. Höf-
undur er Lýður Bjömsson.
Myndböndin þijú em
„Reykjavík: Höfuðborg í sjón og
raun“, mynd sem greinir frá
Reykjavik sem miðstöð þjóðlífs,
„Reykjavík: Höftiin lífæð borgar",
í myndinni er fjallað um höfnina
og atvinnulíf tengt henni og loks
„Reykjavík: Borgin okkar“, mynd
án tals sem gefur nemendum kost
á að semja eigin skýringartexta.
Með þessu myndbandi mun fylgja
texti um hvemig á að útbúa texta
við sjónvarpsmyndir og er hugs-
anlegt að efnt verði til samkeppni
milli skóla um hveijum takist að
búa til besta textann. Höfundur
myndbandanna er Magnús Bjam-
freðsson.
Á næsta ári koma svo út
„Reykjavík, landshættir“, stutt
lýsing á landsháttum í Reykjavík
í máli og myndum ásamt verkefn-
um, hefti um sveitarfélagið
Reykjavík og tvö myndbönd til
víðbótar ásamt kennsluieiðbein-
ingum með öllu efninu.
Óveður gekk yfir Austur-Húnavatnssýslu:
65 kindur grafnar úr
fönn á Sölvabakka
Blönduósi.
NOKKRIR bændur urðu fyrir
fjárskaða í því óveðrí sem gekk
yfir Austur-Húnavatnssýslu um
slðustu helgi. Ennfremur fuku
jámplötur af iðnaðarhúsinu
Votmúla á Blönduósi og tveggja
manna I bíl var leitað.
Siðastliðin helgi var annasöm hjá
björgunarsveitarmönnum á Blöndu-
ósi og komu þeir víða við í leitar-
og björgunarstörfum. Um miðjan
dag á laugardag kom fyrsta útkall-
ið þegar jám fór að fjúka af
iðnaðarhúsinu Votmúla á Blöndu-
ósi. Aðfaranótt sunnudagsins var
hafín leit að tveimur mönnum fram-
an ,úr syeit sem ætlað höfðu á
Blönduós. Þeir fundust skömmu
seinna heilir á húfi um 10 kílómetr-
um sunnan við Blönduós og höfðu
þá beðið í 6 klukkustundir í bíl
sínum. Bfllinn hafði farið út af veg-
inum og þeir gert það sem réttast
var; beðið eftir aðstoð.
Um miðjan dag á sunnudag að-
stoðuðu björgunarsveitarmenn
bóndann á Sölvabakka, Áma Jóns-
son, við að grafa 50 kindur úr fönn
og voru allar lifandi nema ein. Á
mánudaginn voru 15 kindur grafnar
úr fönn á Sölvabakka og voru 7
dauðar. Alls missti Sölvabakka-
bóndinn 8 kindur í þessu veður-
áhlaupi. Valdimar Guðmannsson í
Bakkákoti telur að 20 kintþjr hafi
hrakist undan veðrinu og hrapað
fyrir björg og drukknað í sjónum.
Víðar í héraðinu grófu menn fé lif-
andi úr fönn og enn em ekki öll
kurl komin til grafar eftir þetta
óveður. Björgunarsveitarmenn voru
fengnir til að ná í tvö hross fram
í Norðurárdal og drógu þeir hrossin
á sleða í hús. Annað hrossið drapst
fljótlega eftir að þangað var komið.
Óveðrið um helgina hafði ýmis
önnur óþægindi í för með sér. Til
dæmis þurfti að afiýsa hinum árlega
Styrktarsjóðsdansleik og rafmagns-
laust var á Blönduósi um tíma á
laugardagskvöldið.
'i&umm' J6n sígj