Morgunblaðið - 14.11.1986, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 14.11.1986, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. NÓVEMBER 1986 Ævisögur orða Békmenntlr Sigurjón Björnsson Halldór Halldórsson: Ævisögur orða. Alþýðlegur fróðleikur um íslenzk orð og orðtök. íslenzk þjóðfræði. Almenna bókafélagið, Reykjavík MCMLXXXVI, 253 bls. Fyrir þá sem láta sér annt um íslenzka tungu er bók eftir Halldór prófessor Halldórsson ætíð kær- kominn gestur. Halldór sjálfan þarf vart að kynna: Virtur kennari hefur hann verið um langan aldur, fyrst í menntaskóla, síðar í Háskóla ís- lands. Mikilvirkur höfundur bóka um íslenskt mál, kennslubóka, fræðirita og alþýðlegri skrifa. Áhrifamaður um málrækt, og er þar e.t.v. sérstaklega að geta hlut- deildar hans um nýyrðasmíð, þó að vant sé að velja á milli. Nú hefur þessi ágæti fræðimaður tekið sér fyrri hendur að setja á bók nokkrar ritgerðir „_þannig fram settar, að áhugamenn um íslenzkt mál, ekki síður ólærðir en lærðir, mættu hafa nokkurt gaman af“. Ég fullyrði að honum hefur tek- ist vel þetta ætlunarverk sitt, ekki sfður en honum tókst að vekja þann áhuga á móðurmálinu hjá mér og mörgum öðrum sem forðum daga nutu kennslu hans f M.A., að síðan hefur ekki dofnað. Bókin Ævisögur orða (sem er raunar einstaklega skemmtilegt bókarheiti) skiptist í fimm þætti. Þar við bætist vönduð heimildaskrá, skrá um skammstafanir og orða- skrá. Fyrsti þáttur ber heitið Kristileg orðtök og ein helgisaga. Þar er rakin saga þriggja orðtaka eða orðasambanda: i herrans nafni og fjörutiú, i guðanna bænum og að lesa einhveijum pistilinn. Um- fjöllun höfundar er að mínu viti bráðskemmtileg og læsileg hveijum sem er. Þar gefst merkileg menn- ingarsöguleg innsýn. Hafa menn velt því fyrir sér hverjir þessir „§örutíu“ voru? Saga þeirra er hér sögð (Passio xl militum), að hluta til í gamalli þýðingu úr latfnu og að öðrum hluta f nýrri og bráð- snjallri þýðingu H.H. Og hvemig skyldi standa á því að „guðanna" er ef. flt., þegar guð er einn sam- kvæmt skilningi kristinna manna og „bæn“ er kristilegt hugtak? Annar þáttur bókarinnar er ekki síður forvitnilegur. Hann ber heitið Alamannar og íslenzkt mál. Þetta er löng og efnismikil ritgerð, sem er ekki alls kostar fljótlesin á köfl- um. í sem allra stystu máli sagt hefur höfundur frásögn sfna á því að rekja sögu orðsins fjölbrauta- skóli, sem vitaskuld er nýlegt orð. Fyrri orðstofninn er myndaður eins og um ef. flt. væri að ræða, en þó hefur orðið fjölbraut eða fjöl- brautir aldrei verið til, nema sem nútímaleg stytting úr fjölbrauta- skóli. í framhaldi af þessu kemur alllöng greinargerð um orðstofninn fjöl- og nafnorðið fjöl. Þá víkur sögunni að hinum germanska þjóð- flokki Alamannar. Gæti verið að Halldór Halldórsson þeir hafi veri kallaðir Almenn, og merking þess sé allir menn? Ef. flt. af því orði ætti þá að vera almanna og erum við þá komin að hugsan- legri skýringu á ýmsum fslenskum ömefnum svo sem Almannafljót, Almannaskarð o.fl. E.t.v. má skýra Almannagjá með sama hætti, en þar fer höfundur gætilega í sakimar og kallar tillögu sína hugarflugu. Ef fjölbrauta- og al- manna- eiga það sameiginlegt að líta út sem væra þau ef. flt. af orð- um sem ekki er vitað að hafi verið til. Þriðji þáttur nefnist Slangur og slær höfundur þar á nýja strengi. Þar er í sérstökum ritgerðum fjallað um upprana orðsins slangur, merk- ingu þess og skilgreiningar. Þá er önnur ritgerð innan þessa þáttar, sem kallast Lóðarmálið. Gázka- fullir nýgervingar. Þar hefur höfundur að mínu viti gert merki- lega rannsókn á slangurmáli einnar flölskyldu og nánustu vinum henn- ar, eins og það mál þróaðist á um það bil þijátíu áram (ca. 1905—1935). Mun þetta vera eina rannsókn sinnar tegundar hér á landi. Ritgerð þessi fellur mæta vel að öðra efni þáttarins, því að hana má skoða sem „empírískt" stað- festingardæmi rammað inn í fræðilega umfjöllun. En þar að auki er þessi rannsókn merkileg að því leyti að hún er vel til þess fallin að verða fyrirmynd að fleiri rann- sóknum svipaðrar gerðar, ef sú ætian mín er rétt, að með þessu móti sé einna vænlegast að öðlast þekkingu og skilning á siangur- máli. En það er vissulega verðugt rannsóknarverkefiii. Fjórði þáttur nefnist Úr ýmsum áttum. Attimar era að vísu ekki nema þijár, því að um er að ræða þijár ritgerðir. í þeirri fyrstu er orðasambandið (úr Grágás), Þat eru almenningar, er fjórðungs- menn eigu saman, skýrt. En orðasamband þetta er öllu torskild- ara og fjöltúlkanlegra (orð H.H.) en ófróður gæti í fyrstu haldið. Þá er ritgerðin Sultartangi og fleiri örnefni. Höfundur skýrir þar orð- stofninn sult-, sultar-, sem fyrir kemur í nokkram íslenskum ömefn- um og sýnir fram á að hann er alls óskyldur orðinu sultur í merking- unni hungur. Loks er ritgerðin Ranseyði og transeyði, sem fjallar um upprana og merkingu þessara sérkennilegu orða. Fimmti og síðasti þátturinn nefn- ist Málstefna og stjóramál. Höfundur birtir þar niðurstöður könnunnar, sem hann gerði á „mál- stefnu íslenzkra stjómmálaflokka". Kemst hann að þeirri niðurstöðu að allir játast þeir undir „hefð- bundna málstefnu", þó að misjafn- lega skýrt og fast sé að orði kveðið. Þá rekur hann „í aðalatriðum upp- haf íslenzkrar málnefndar og til- drögin að stofnun hennar". Að lokum ræðir hann þá málstefnu, sem fram kemur í Lögum um grannskóla nr. 63/1974 og Aðal- námskrá grunnskóla. Móðurmál. Finnst honum linkan í þeirri laga- setningu og námskrá sem henni fylgir „yfirgengileg" og mikið skorta á skýrleika. Kosið hefði ég að þessi þáttur, einkum síðari hluti hans, hefði verið til muna lengri, því að það hygg ég að mörgum hefði þótt gagnlegt. Af þessari lýsingu má ljóst vera að hér er um efnismikla og áhuga- verða bók að ræða, sem mikil vinna hlýtur að liggja að baki. Hún gerir á köflum allnokkrar kröfur til les- andans, og sumt fer líklega fyrir ofan garð og neðan hjá þeim sem ekki era málfræðingar. En þetta kemur ekki svo mjög að sök, því að bókin er hvort eð er þeirrar gerð- ar, að menn vilja eiga hana til þess að geta litið í hana oftar en einu sinni. í formála gat höfundur þess, að á undanfömum áram hafi skrif- borðsskúffur hans verið að fyllast af „uppköstum að ritgerðum og gögnum". Af orðum hans má ráða, að nú hafi hann nokkuð grynnt á, en ekki tæmt. Víst væri gaman að fá fleira að sjá úr þeim hirslum. Mér telst að þessi sé nfunda bók- in í hinum gagnmerka bókaflokki Almenna bókafélagsins, íslenzk þjóðfræði. Sú ritröð hóf göngu sína árið 1964. Þessi bók eykur enn á gildi þess ágæta bókaflokks, sem væntanlega á enn eftir að lengjast. Mannleg samskipti Bókmenntlr Anna og Kári við húsið sem þau leigja í. Jenna Jensdóttir Málfrid Brandsegg og Arat Sneve: Við kynnumst Önnu og Kára Kári þrífur herbergið sitt Anna og Kári og fjármálin Anna og Kári hirða um fötin sín Anna og Kári - Hirðing likamans Þýðandi: Norma Moony Námsgagnastofnun 1986 Við kynnumst Önnu og Kára er fyrsta bókin í níu bóka flokki og verður hér rætt um fímm þeirra, sem þegar hafa borist til umsagn- ar: Bækumar era þýddar úr norsku. Hver þeirra er um 50 blaðsíður í stóra broti og kápu. Margar ljós- myndir af sögupersónum era í heftunum. Bækur þessar era samdar handa þeim sem þafnast leiðbeiningar og þjálfunar á þroskabraut sinni til þess að geta tekið þátt í venjulegum framgangi daglegs lífs, sem ein- staklingar og í tengslum við aðrar manneskjur og það ferli þjóðfélags- ins sem grandvallast á einföldum mannlegum samskiptum. í fyrsta hefti era Anna og Kári kynnt fyrir lesendum. Anna er 19 ára og vinnur á verkstæði. Kári er 22 ára og afgreiðir á bensínstöð. Þau hafa bæði skerta andlega hæfí- leika til þess að takast á við atburði daglegs lífs. Þau leigja í sama húsi hjá hjónum, sem vita að til þess að öllum líði vel verður fólk að hjálp- ast að. Höfundar heftanna segja frá daglegu lífi ungmennanna tveggja. Þeir gera það á einfaldan og fram- bærilegan hátt. Margar ljósmyndir era af Önnu og Kára f hveiju hefti við þær aðstæður sem þar er lýst. Ennfremur búa höfundar til margar spumingar út frá atburðum og lífsháttum ungmennanna. Spum- ingar sem ætti að vera auðvelt að fá svör við hjá þeim er búa við svip- aðan andlegan þroska. Fræðsla sú er felst í spumingum, frásögn og myndum verður eflaust mikilvæg eftir umræður þær sem hefti þessi geta skapað og upplýs- ingar sem þau veita. Af lestri heftanna fimm er hægt að draga þá ályktun að Anna og Kári séu glaðleg, jákvæð ungmenni sem vinna störf sín af samviskusemi og viti býsna margt af því sem þau þurfa að tileinka sér í daglegu lífí. Sama gildir um Eirík, sem getið er um í einu heftanna. Hann vinnur á vöralager. Þetta eru því að mínu mati ágæt- ar bækur til þeirrar notkunar sem þær era ætlaðar. Og allir hefðu raunar gott af að lesa þær og hug- leiða efni þeirra. Sú spuming verður æ áleitnari í þjóðfélagi sem nú virðist vakna til þess að meta alla þegna sína jaftit: Hvers vegna þarf fólk, eins og t.d. Anna og Kári, alltaf að hlíta því að umhverfið tali f gegnum aðra? Tali út frá þeirri sjálfstjáningu sem aðrir móta fyrir það og ákvarða síðan. Athyglisverðar setningar í þess- um heftum era þær sem ungmennin segja sjálf. Kári segir við atvinnulausan vin sinn: „Þú verður að vera þolin- móður." Anna: „Kári, þegar ég er búin að strauja blússuna mína getur þú fengið straujámið." Það er hveijum og einum sem ber skarðan hlut, andlega eða líkamlega, meira virði en allt annað fá að vera hann sjálfur og tjá sig fullkomlega að því marki er aðstæð- ur leyfa. Þrátt fyrir það sem áður er sagt era Önnu og Kára-bækumar ein- mitt byggðar á þeim grandvallar- sannindum hve mikilvægt það er þjóðfélaginu að hver einstaklingur fái að njóta sín í samræmi við getu sína. Þýðing heftanna er á góðu auð- veldu máli. Ljósmyndimar era mikiis virði sem skilnings- og hjálp- artæki. Sýning Ásu Ólafsdóttur Myndllst Valtýr Pétursson í Gallerí Hallgerði við Bókhlöðu- stfginn sýnir Ása Ólafsdóttir vefari nokkur verk, nánar til tekið 20 myndverk, og þar af era aðeins tveir vefir, gerðir í ull, hör og mo- hair, hitt era upplímingar (collage). Þetta er ekki mjög viðamikii sýning hjá Ásu, einfaldlega vegna þess að aðstæður leyfa ekki slíkt, en þetta er falleg sýning og sómir sér ágæt- lega í þessu þrönga húsnæði. Ása hélt sýningu á vefjum sínum á Kjarvalsstöðum 1981, og ef þessi nýju verk era borin saman við þá sýningu, verður maður fljótt þess áskynja að mikið hefur gerst hjá Ásu á stuttum tíma. Viðhorf hennar til myndgerðar virðist hafa breyst veralega, og hún hefur tekið upp nýja myndgerð í klippmyndum sfnum, sem fellur sérlega vel að myndrænni hugsun hennar. í fáum orðum sagt: þá fer Ása á kostum í nefndum verkum. Þau era yfír- leitt ekki mikil að flatarmáli, en segja fullkomlega sitt. Litimir era samofnir og áhrifamiklir, og formið samsvarar sér ágætlega. Þetta era litlar myndir, sem byggðar era upp af abstrakt formum og taka hug manns allan, ef svo mætti að orði komast. Þama eru afar aðlaðandi verk á ferð og nýr tónn hjá Ásu, sem er ef til vill að hvíla sig á hinu seinvirka vefaraverklagi, en ef svo er, ætti hún að gefa klippmynda- tækninni meiri gætur, því að það fer ekki milli mála, að þar hefur hún fundið nýjan farveg fyrir mynd- listarsköpun sína. Ég hafði mikla ánægju af þessum verkum Ásu Ól- afsdóttur og fæ ekki betur séð en að abstrakt myndbygging eigi sér- lega vel við hana. Hún hefur unnið meira fígúratíft áður fyrr, en eins og ég hef raunar áður sagt, finnst mér þessi nýju verk Ásu miklu fremri því, sem ég hef áður séð frá hennar hendi. Það hafa nokkur gallerí skotið upp kollinum að undanfömu, um leið og önnur hafa horfið af sjónar- sviðinu. Maður getur lítið annað en óskað þess, að vel gangi hjá þessum litlu fyrirtækjum, en óneitanlega spyr maður, hvort forsendur séu fyrir rekstri þessara staða. Nóg virðist vera af sýnendum, og um síðustu helgi munu hafa verið opn- aðar sex sýningar á höfuðborgar- svæðinu — fyrir utan sex ( sem ég man eftir í augnablikinu), sem vora þegar í gangi. Þetta er sjálfsagt heimsmet fyrir ekki stærri stað en Reykjavík er, og ef allt þetta skilar sér frá fjárhagslegu sjónarmiði, er það fyrir ofan minn skilning, og maður spyr: Á hveiju eiga lista- mennimir að lifa? Þetta var nú útúrdúr frá verkum Ásu, en henni óska ég til hamingju með sýningu hennar í Gallerí Hallgerði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.