Morgunblaðið - 14.11.1986, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 14.11.1986, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. NÓVEMBER 1986 19 Stefnuskrá Verzlunarráðs íslands V: Sala veiðileyfa taki við af kvótakerfi Þar sem séreignarréttur er vel skilgreindur, þarf sjaldnast að hafa áhyggjur af nýtingu viðkom- andi eignar. Ganga má út frá því að eigandann fysi að verðgildi eignarinnar sé ávallt sem mest. Sjái einhver annar sér hag í því að nýta tiltekna eign, getur sá hinn sami falast eftir kaupum á henni; boðið það verð sem að hans mati verðskuldar væntingar hans um notagildi eignarinnar. Stöðug- ur þiýstingur er þannig á, að eignin verði nýtt í samræmi við það verðmætamat, sem markað- urinn endurspeglar. Öðru máli gegnir um þau gæði sem eru hvort tveggja í senn sam- eign og takmörkuð. Raunveruleg- ur kostnaður við nýtinguna er þá vanmetinn og því er ofnýting óhjákvæmileg. Nefna á tvö augljós dæmi um sameiginleg gæði þar sem að- gangur hefur verið ókeypis og ofnýting orðið raunin, annars veg- ar fiskimiðin og hins vegar afréttarlöndin. Þriðja dæmið er e.t.v. ekki eins áþreifanlegt, en það er andrúmsloftið og gufu- hvolfið. Þekkt eru vandamál vegna mengunar og nú, þegar flarskiptatæknin ryður sér til rúms, vakna spumingar um eign- arrétt og hagkvæma nýtingu útvarpsrása, en fjöldi nýtanlegra tíðna á hinum ýmsu bylgjusviðum er takmarkaður. Nýting f iskimiða Við höfum orðið þess áþreifan- lega vör í sjávarútvegi, að ótakmarkaður aðgangur leiðir til ofveiði. Með því að taka upp svo- kallað kvótakerfi hefur hluti af vandamáiinu verið leystur. Heild- araflamagn hefur verið ákveðið, sem út af fyrir sig leysir ofveiði- vandamálið, en eftir er að finna hagkvæma leið til ráðstöfunar á veiðiréttindum. Ljóst er, að nú- gildandi fyrirkomulag, þar sem hið opinbera úthlutar veiðiréttind- um á grundvelli þess, sem skipin hafa aflað á liðnum árum, gengur ekki til lengdar. Það er hvorki réttlátt né hagkvæmt að skammta mönnum réttindi á grundvelli þess liðna. Slíkt kerfi útilokar nýja aðila og er hemill á nauðsynlega nýsköpun og endumýjun. Æskilegast er, að þeir sem hagkvæmast gera út, fái tækifæri til þess. Ein lausn sem ætla má að tiyggi þetta, er sala á veiðileyf- um, ekki til einhverra útvalinna, heldur til þeirra, sem best treysta sér að gera út. Þessir aðilar velj- ast sjálfkrafa, ef veiðileyfí em verðlögð þannig, að eftirspum verði jöfn framboði. Tryggja verð- ur þó, að fé úr ríkissjóði eða sveitarsjóðum verði ekki varið til kaupanna. Nýting afréttarlanda Líkt og fiskimið hafa afréttarl- önd verið ofnýtt vegna þess, að þau em takmörkuð sameign og aðgangur að þeim hefur verið ókeypis. Hér er sama gmndvallar- vandamálið á ferð og mætti beita sömu aðferðum við lausn þess. M.ö.o. nýtingu mætti útfæra þannig, að ákveða fyrst hæfílegan flölda búijár með ítölu og gefa bændum síðan kost á að kaupa beitarréttindi. Nýtingf andrúmslofts og himinhvolfs ön eigum við rétt til hreins andrúmslofts. Því verður að taka sameiginlega ákvörðun um nýt- inguna. Ef gengið er á þann rétt mætti skylda mengunarvald til að koma í veg fyrir megnun með ein- hveijum hætti eða krefja um visst gjald. Viðfangsefnið er svipað þegar kemur að nýtingu himinhvolfsins til útvarpssendinga. Einnig til þessara nota verður himingeimur- inn að teljast sameign þjóðarinn- ar. Það er á hennar valdi, hvemig staðið er að nýtingunni. Spuming- in er auðvitað, hvemig nýtingin verður hagkvæmust og í mestu samræmi við óskir fólks. Sömu leið mætti fara og með fiskveiðar og búíjárbeit, þ.e. að selja leyfi til útvarpssendinga. Nýting- vatnsafls og-jarðvarma Við virkjanagerð hefur undan- farin ár skort að koma orkunni tímanlega í hagstætt verð. Ólík- legt má telja að þannig hefði verið staðið aðj ef einkaaðilar ættu hlut að máli. A hinn bóginn er raforku- sala vegna dreifikerfísins því marki brennd, að fleiri en eitt dreifikerfí er óhagkvæmt. Hér er því æskilegt að sameina kosti einkarekstrar og opinbert eftirlit. Þannig þarf að standa að nýt- ingu fallvatna og jarðvarma, að einstaklingum og samtökum þeirra verði heimilt að reisa og reka orkuver. Eftir sem áður er eðlilegt að opinberir aðilar hafí eftirlit með og reki aðaldreifikerf- ið, en einkaaðilar geti selt orku inn á kerfið. Niðurstöður íslendingar hafa dregist aftur úr öðrum þjóðum í lífskjörum á seinustu ánim og vaxtagjöld af erlendum lánum munu áffarn taka stóran skerf af tekjum okkar. Undir þessum kringumstæðum er nauðsynlegt, að við íhugum okkar ganga, metum hvað hefur farið úrskeiðis og hvað við getum gert til úrbóta. í þessu yfírliti hefur verið bent á, að það er við okkur sjálf að sakast. Við bjóðum vandamálun- um heim. Framtak einstaklinga fær ekki nægilega notið sín, þeim er mismunað og þeim eru gefhar villandi upplýsingar um það hvar arðs er að leita. Möguleikar á bættum lífskjörum öllum til handa verða því aðeins að veruleika, að einstaklingar fái að spreyta sig á eigin ábyrgð á jafnréttisgrund- velli. Þetta felur í sér m.ö.o. þá grundvallarstefnu Verzlunarráðs- ins, að fijáls samkeppni á jafnrétt- isgrundvelli sé í senn lýðræðisleg- asta skipan atvinnumála og einnig það hagkerfi, sem fært hefur þjóð- um heimsins bestu lífskjörin. tæki sem bíða ekki! Kannr « V 3 ■« \ nw I 1 '1 I I H ITS 1 Tf nmi éj vaa i « I J I I ■ H iTt B I gn ■ 'ki jím iira r*N8 b&^ b m&toi n »fií Nú er ekki eftir neinu að bíða, þú verslar í Rafbúð Sambandsins fyrir 100 þúsund og getur þá keypt öll heimilistækin í einu, valið sjálfur hvert taeki af ótal gerðum í pakkann, bætt sjónvarpi, videotæki eða hrærivél við og skipt greiðslum jafnt niður á 24 mánuði. Engin útborgun og fyrsta greiðsla eftir einn mánuð. Enginn íslenskur raftækjasali hefur boðið slík kjÖr — hvorki fyrr né síðar. Hafðu samband við Rafbúð Sambandsins strax — thomson • ZEROWATT • GSöQc§DD©DQÁ\8d] Frigor • Westinghouse • Bauknecht •
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.