Morgunblaðið - 14.11.1986, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 14.11.1986, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. NÓVEMBER 1986 John Zaccaro Bandaríkin: Eiginmaður Ferraro sektaður Albany, New-York, AP. JOHN Zaccaro, eiginmaður Ger- aldine Ferraro, varaforsetaefnis demókrata í forsetakosningun- um 1984, hefur verið sektaður um 1.500 Bandaríkjadoilara fyrir smávægilegt brot, að þvi er haft var eftir talsmanni trygginga- stofnunar New York-fylkis í gær. Talsmaðurinn sagði að Zaccaro hefði verið sektaður fyrir að setja ekki tryggingagjöld, sem hann inn- heimti, á sérstakan bankareikning. Zaccaro hefur viðgengist brotið og í yfirlýsingu frá honum kemur fram að hann hélt að reglur um að t:rygíT>ngagjöld ættu að vera aðskil- in frá öðru fé á bankareikningum ættu ekki við sig. Fyrirtækið, sem Zaccaro rekur í New York-borg, fæst aðallega við fasteignaviðskipti og hefur aðeins tíu viðskiptavini í tryggingamálum. Zaccaro hefur verið sakaður um að bera ljúgvitni og þiggja mútur og á yfir höfði sér réttarhöld. Það mál er ótengt þessu tryggingamáli. Víðtæk könnun á kjörfylgi í Bretlandi: íhaldsflokkurinn siglir fram úr Verkamannaflokknum KJÖRFYLGI EFTIR LANDSSVÆÐUM Verkamannafl. 49% íhaldsfl. 22% SNP 15% Bandalagiö 13% s OUP 45%p Ihaldsfl. Verkamannafl. 37% Bandalagið 18% Verkamannafl. 27% Bandalagið 24% Verkamannafl. 54% íhaldsfl. 28% Bandalagið 17% /erkamannafl. 45% íhaldsfl. 35% ^ Bandalaoið 19%k-j Verkarnannafi. 5Ö%í íhaldsfl. 31% ; Bandalagið 18% ihaldsfl. 46% Verkamannafl. 36% Bandalagið 17% Ihaldsfl. 48% Verkamannafl. 30% Bandalagið 21% íhaldsfl 49%p Bandalagið 27%| Verkamannafl. 23%1 ihalsdfl. 43% Verkamannafl. 37% Bandalagið 19% ÍHALDSFLOKKURINN brezki nýtur 3,5 prósentustiga meira fylgis en Verkamannaflokkur- inn, samkvæmt umfangsmikilli skoðanakönnun, sem Marplan- stofnunin gerði fyrir brezku fréttastofuna Press Associati- on. Niðurstöður könnunarinnar staðfesta að íhaldsflokkurinn er á miklu skriði og siglir hann nú fram úr Verkamanna- flokknum. Samkvæmt könnuninni nýtur íhaldsflokkurinn fylgis 41% kjós- enda, Verkamannaflokkurinn 37,5%, kosningabandalag Jafnað- armannaflokksins og Fijálslynda flokksins 19% og aðrir flokkar 2,5%. Sýna niðurstöðumar að íhaldsflokkurinn hefur sótt mjög í sig veðrið frá því að þinghlé hófst í ágúst sl.. í könnunum, sem gerðar voru fyrir þann tíma hafði Verkamannaflokkurinn ætíð haft forystu og nam hún 6 prósentu- stigum þegar mest var. Fimm stórar kannanir hafa verið gerðar eftir að flokkamir héldu ársfundi sína. í tveimur fyrstu var íhaldsflokkurinn tveim- ur og einu prósentustigi á eftir VerkamannaJflokknum, f þeirri þriðju voru þeir jafnir og sfðan hefur íhaldsflokkurinn tekið for- ystuna. Miðað við úrslit síðustu kosninga er heildarfylgi Verka- mannaflokksins talsvert meira nú, en samt er staða flokksins þann veg um þessar mundir að það eru hverfandi líkur á að hann geti hlotið meirihluta á þingi í bráð. Flokkurinn þar meira en 40% at- kvæða til að hljóta meirihluta, nema því aðeins að kosninga- bandalagið hlyti 29% eða meira, þá gætj 37-38% kjörfylgi dugað. Hljóti íhaldsflokkurinn 40% at- kvæða þarf Verkamannaflokkur- inn hins vegar að hljóta yfir 44% kjörfylgi til að öðlast meirihluta. í sfðustu kosningum fékk íhalds- flokkurinn 42,4% atkvæða, Verkamannaflokkurinn 27,6%, kosningabandalagið 25,4% og aðrir flokkar 4,6%. Könnun Marplan var fram- kvæmd um land allt, sem skipt var í 12 svæði af þessu tilefni. Kom f ljós að Verkamannaflokk- urinn hefur meirihlutafylgi í Wales, Skotlandi og Norður- Englandi, en íhaldsflokkukrinn í Mið- og Suður-Englandi. Ýmsir þingmenn íhaldsflokks- ins segja að ótti flokksmanna um að hann hefði skaðast óumbætan- lega vegna stjómarhátta ríkis- stjómar Margaret Thatcher og aðhaldsaðgerða hennar og niður- skurðar útgjalda til opinberrar þjónustu virðist óþarfur. Miklar sveiflur em á fylgi flokkanna eftir landssvæðum, samkvæmt könnuninni. íhalds- flokkurinn nýtur 49% fylgis í Suðaustur-Englandi og 48% í Austur-Anglíu og Suðvestur- Englandi, en aðeins 28% fylgis í Norður-Englandi og 31% í Jórvík- urskíri og Hummsíðu (Hum- berside). Verkamannaflokkurinn nýtur hins vegar 54% fylgis í Norður- Englandi, 50% í Jórvíkurskíri og Hummsfðu og 45% í Norðvestur- Englandi, en fylgið dettur hins vegar niður í 23% í Suðaustur- Englandi og 27% i Suðvestur- Englandi. Staða konsingabandalagsins er bezt í Suðaustur-Englandi þar sem það nýtur 27% fylgis. Fylgi þess er næst mest í Suðvestur- Englandi, eða 24%. I Skotlandi nýtur Verkamanna- flokkurinn fylgis 49% kjósenda, samkvæmt Marplan-könnuninni, fhaldsflokkurinn 22%, Skozki Þjóðarflokkurinn (SNP) 15% og kosningabandalagið 13%. í Norð- ur-írlandi er Opinberi Sambands- flokkurinn (OUP) stærstur með 45% fylgi, Lýðræðislegi sam- bandsflokkurinn (DUP) hefur fylgi 23% kjósenda, bandalag Jafnaðarmannaflokksins og Verkamannaflokksins _ (SDLP) 27% og Sinn Fein 3%. í Wales er fylgi flokkanna á þá leið að Verka- mannflokkurinn fengi _ 47% atkvæða ef kosið yrði nú, íhalds- flokkurinn 32%, bandalagið 15% og velskir þjóðemissinnar, Plaid Cymm, 4%. Að sögn stjómmálaskýrenda hefur fylgi íhaldsflokksins aukist að undanfömu á kostnað kosn- ingabandalags Jafnaðarmanna- flokksins og Fijálsljmda flokksins. Fylgi þess hefur minnkað um 7 prósentustig miðað við úrslit kosninganna 1983. Meirihluti brezkra kjósenda, eða 49%, vilja engar breytingar á núverandi kosningalöggjöf, skv. Marplan-könnuninni, en 43% kjó- senda vildu breyta löggjöfinni svo að þingsætafjöldi flokkanna yrði meira í samræmi við hlutfallsíegt kjörfylgi þeirra. Þá sögðust 50% aðspurðra fylgjandi meirihlutastjóm eins flokks en 45% sögðust kjósa sam- steypustjóm tveggja flokka. Shirman of langt leiddur fyrir beinmergsaðgerð Tel Aviv, AP. MIKHAIL Shirman er of langt leiddur til að gangast undir bein- mergsaðgerð, sem tafist hefur um 11 mánuði vegna þess að syst- ir hans, Inessa Fleurova, og fjölskylda hennar fékk ekki ÚTBREIÐSLA ainæmis hefur valdið þvi að yfirvöld i New York-borg hafa kannað mögu- leika á því, sem fyrir fimm árum hefði þótt óhugsandi, þvi nú er rætt um að gefa eiturlyfjasjúkl- ingum sótthreinsaðar sprautur og refsiföngum smokka. En fyrir fimm árum höfðu 4.500 manns ekki látist af völdum alnæmis í New York einni, en það er um þriðjungur þeirra sem látist hafa af völdum þessa vágests í Banda- ríkjunum öllum. Þá var heldur ekki gert ráð fyrir að 30.000 manns myndu látast fyrir árið 1991. Helst hefur alnæmis orðið vart meðal homma og eiturlyfjasjúkl- inga. Hommar smitast yfirleitt við samfarir, en eiturlyfjasjúklingar brottflutningsleyfi frá Sovétríkj- unum. Ruth Mekel, talsmaður sjúkra- hússins, sem hvítblæðisjúklingurinn Shirman er í, sagði að hægt hefði verið að nota beinmerg úr Inessu þegar þeir nota sömu nálar. Borgarlæknir New York, Steph- en Josep, segir að eiturlyfjasjúkl- ingar séu þeir sem helst smiti „kynvísa“ og þessvegna hefur hann komið með tvær tillögur, sem ekki hafa öllum líkað. Hann hefur lagt til að f tilrauna- skyni verði þröngum hóp eiturlyfja- neytenda gefnar sótthreinsaðar, einnota sprautur og nálar, en þær eru einungis seldar gegn lyfseðli. Þá verði refsiföngum borgarinnar gefnir smokkar, en margir þeirra hafa neytt eiturlyfla og eiga í kyn- ferðissambandi við samfanga sína. 25% fanga í New York eru smitað- ir af alnæmisveirunni. „Okkur er það ekki ljúft að viður- kenna að kynlíf getur átt sér stað, og gerir það, í fangelsum", sagði og flytja í bróður hennar. Inessa kom til ísraels í síðustu viku. „Heilsu Shirmans hefur aftur á móti hrakað það mikið meðan hann beið eftir systur sinni að ekki er hægt að flytja beinmerg í líkama Joseph. „En við verðum að horfast í augu við staðrejmdir og haga okk- ur í samræmi við þær.“ Þegar Joseph var spurður hvort smokkadreifing myndi ekki hvetja til aukins samlífs fanga, sagði hann: „Ég er ekki að hvetja menn eða letja til eins eða neins, ég er að reyna að vemda heilsu þegna þess- arar borgar." Háværar deilur hafa risið um þessar tillögur, en mörgum finnst sem yfírvöld væru að hvefja til sam- kynhneigðar og eiturljfyaneyslu með aðgerðum sem þessum. Mál- svarar tillögunnar hafa þó bent á að í þremur §órðu hlutum Banda- ríkjanna sé hægt að kaupa sprautur og nálar án fyfseðils og því lítil ástæða til þess að New York-fylki geti ekki fylgt í þá rás. hans eins og sakir standa," sagði Mekel. Barátta Fleurov-hjónanna fyrir brottflutningslejrfi frá Sovétríkjun- um hófst þegar læknar úrskurðuðu að einungis beinmergur úr systkini Shirmans gæti bjargað lífi hans. Sovésk jrfirvöld neituðu mánuð- um saman að veita Viktor Fleurov, eiginmanni Inessu, vegabréfsáritun vegna þess að faðir hans vildi ekki afsala sér tilkalli til fjármuna sonar síns. Slíks afsals er krafist af ætt- ingjum þeirra sem sótt hafa um lejrfi til að fljdja frá Sovétríkjunum. Inessa Fleurova fékk brottfarar- leyfí, en hún átti á hættu að eiga ekki afturkvæmt og vildi síst skilja eiginmann og tvær dætur eftir í Moskvu. f lok októbermánaðar ákváðu yfírvöld að hleypa flölskyldunni úr landi án þess að gengið hefði verið frá afsalinu og kom hún til ísraels 5. nóvember. Fyrir nokkrum dögum var Shir- man lagður á Kaplan sjúkrahúsið í Rohovot skammt frá Tel Aviv með háan hita og nú er svo komið að um seinan er að gera aðgerð á honum. Shirman kom hingað til lands meðan á Reykjavíkurfundinum stóð til að vekja athygli á málstað sfnum og sagði síðar að dvöl hans hér Mikhail Shirman talar á blaða- mannafundi i Reykjavík. hefði ráðið úrslitum um brottfarar- leyfi systur sinnar og flölskyldu hennar. Shirman sagði þá að hann tæki ekki í mál að Inessa flyttist frá Sovétríkjunum og skildi við §öl- skyldu sína. Shirman fór eftir leiðtogafundinn til Bandaríkjanna og ræddi þar við öldungadeildarþingmenn og mann- réttindafrömuði. Hann var staddur f Bandaríkjunum þegar fréttist að systir hans hefði verið lejrft að fara. Alnæmisvarnir í New York: Tillögur borgarlæknis valda deilum - ókeypis sprautur til eiturlyfjaneytenda New York, AP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.