Morgunblaðið - 14.11.1986, Blaðsíða 34
34
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. NÓVEMBER 1986
Skoðanakönnun um fylgi slj órnmálaflokkanna:
Avísim á vinstri sljóm
— segir Þorsteinn Pálsson formaður Sjálfstæðisflokksins
„NIÐURSTAÐA þessarar
skoðanakönnunar er auðvit-
að mikið áhyggjuefni fyrir
Sjálfstæðisflokkinn og ég tel
að hún sé jafnframt
áhyggjuefni fyrir þjóðina,
því ég tel að ef kosninga-
úrslit yrðu á þennan veg, þá
er augljóst að ný vinstri
stjórn myndi taka við,“ sagði
Þorsteinn Pálsson formaður
Sjálfstæðisflokksins um nið-
urstöður skoðanakönnunar
Félagsvísindastofnunar á
fylgi stjórnmálaflokkanna,
en í þeirri könnun kemur
Alþýðuflokkurinn út sem
sigurvegarinn, með 24,1%
fylgi, en var í könnun sömu
stofnunar í mai sl. með
15,5% fylgi.
Þorsteinn sagði að allir þekktu,
hvaða afleiðingar það hefði í for
með sér, ef ný vinstri stjórn yrði
mynduð að afloknum næstu al-
þingiskosningum. „Þetta er með
öðrum orðum vísbending um það,
að verðbólgan geti farið af stað
á nýjan leik og þar af leiðandi
að lífskjör færu rýmandi. Fyrir
því hef ég auðvitað miklar
áhyggjur, vegna þessara niður-
staðna," sagði Þorsteinn.
Þorsteinn var spurður hvort
útilokað væri í hans augum, ef
niðurstaða kosninganna yrði í
svipaða veru og niðurstaða ofan-
greindrar könnunar, að Sjálf-
stæðisflokkur og Alþýðuflokkur
mynduðu ríkisstjóm: „Ég held
að það sé alveg augljóst, að ef
kosningaúrslit yrðu á þennan
veg, að Alþýðuflokkurinn, sem
fyrst og fremst hefur verið að
höfða til vinstri, að hann myndi
líta á það sem skyldu sína að
mynda stjóm til vinstri. Það er
að mínu mati, alveg gefíð mál,
að ef Alþýðuflokkurinn vinnur, á
kostnað Sjálfstæðisflokksins, þá
sé það ávísun á vinstri stjóm,"
sagði Þorsteinn, „og mér sýnist
af niðurstöðum þessarar könnun-
ar, að Alþýðuflokkurinn sé að
vinna á, á kostnað Sjálfstæðis-
flokksins, sem hlýtur að vera
ávísun á vinstri stjóm.“
Jón Baldvin Hannibalsson formaður Alþýðuflokksins:
GENGIS-
SKRANING
Nr. 216 -13. nóvember 1986
Kr. Kr. Toll-
Ein.Kl. 09.15 Kaup Sala gengi
Dolkri 40,670 40,790 40,750
Stpund 57,873 58,044 57,633
Kan.dollari 29,398 29,484 29,381
Dönskkr. 5,3146 5,3303 5,3320
Norskkr. 5,4245 5,4405 5,5004
Sænskkr. 5,8405 5,8577 5,8620
Fi.mark 8,2178 8,2421 8,2465
Fr.franki 6,1264 6,1445 6,1384
Belg.franki 0,9640 0,9668 0,9660
Sv.franki 24,1508 24,2221 24,3400
Holl.gyllini 17,7478 17,8002 17,7575
V-þ.mark 20,0493 20,1085 20,0689
ítlira 0,02897 0,02906 0,02902
Austurr. sch. 2,8490 2,8574 2,8516
Portescudo 0,2716 0,2724 0,2740
Sp.peseti 0,2985 0,2994 0,2999
Jap.yen 0,25167 0,25241 0,25613
Irsktpund 54,669 54,830 54,817
SDR(Sérst) 48,7453 48,8894 48,8751
ECU, Evrópum. 41,8088 41,9321 41,8564
Ný viðreisnarstj órn kem-
ur fyllilega til greina
„ÞAÐ SEM er nýtt í niðurstöðum
þessarar skoðanakönnunar er að
í fyrsta sinn á sl. tveimur árum,
lýsa þær miklum stuðningi við
Alþýðuflokkinn á kostnað Sjálf-
stæðisflokksins," sagði Jón
Baldvin Hannibalsson um niður-
stöður skoðanakönnunar Fé-
lagsvísindastofnunar, á fylgi
stjórnmálaflokkanna, en Alþýðu-
flokkurinn fær samkvæmt
skoðanakönnuninni, sem greint
var frá í Morgunblaðinu í gær
24,1% fylgi.
Jón Baldvin sagði að á undanf-
ömum árum hefði Alþýðuflokkur-
Steingrímur Hermannsson form-
aður Framsóknarflokksins:
Erum á uppleið
STEINGRÍMUR Hermannsson formaður Framsóknar-
flokksins segist vera ánægður með niðurstöður skoð-
anakönnunar Félagsvísindastofnunar á fylgi stjórn-
málaflokkanna, sem sýna að Framsóknarflokkurinn
hefur nú 17,3% fylgi, miðað við 15,4% fylgi í mai sl.
þegar sama stofnun framkvæmdi sambærilega könnun.
„Nú, við érum á uppleið, og af því að menn meta það sem
ég er auðvitað ánægður með
það,“ sagði Steingrímur í sam-
tali við Morgunblaðið og bætti
við: „og við munum bæta meiru
við okkur á næstunni."
Steingrímur sagðist þess full-
viss að Framsóknarflokkurinn
væri í sókn. Nýlokið væri góðu
flokksþingi þar sem í ljós hefði
komið að góð stemming ríkti.
„Ég tel að við séum á uppleið,
hefur verið gert í ríkisstjóminni.
Margir okkar flokksmanna voru
í upphafí ákaflega hikandi við
þetta stjómarsamstarf, og ótt-
uðust að við næðum ekki þeim
árangri sem að var stefnt," sagði
Steingrímur, „en okkur hefur
tekist okkar ætlunarverk, og það
kom skýrt fram á flokksþinginu,
að menn meta það.“
inn hæst náð 22,5% fylgi í
skoðanakönnun, en það hefði verið
í mars 1985. Þá hefði flokkurinn
hins vegar einkum náð fylgi af Al-
þýðubandalagi og Framsóknar-
flokki. Jón Baldvin sagði að ef litið
væri til tveggja fyrri skoðanakann-
ana frá því í haust, þá hefðu þær
báðar staðfest eftir sveitarstjórnar-
kosningar að Alþýðuflokkurinn
væri nokkuð traustur í sessi sem
næststærsti stjómmálaflokkur
þjóðarinnar.
Jón Baldvin var spurður hvaða
vísbendingar þessar niðurstöður
gæfu að hans mati, um hugsanlegt
stjómarmynstur, að afloknum
kosningum:
„Mér fínnst nú fyrst og fremst
ástæða til þess að spyija, hvers
vegna er brostinn flótti á liðið í
Sjálfstæðisflokknum og hvers
vegna virðist Alþýðuflokkurinn
skfrskota til óánægðra sjálfstæðis-
manna. í fyrsta lagi, þá kemur mér
þetta ekkert á óvart. Ég varð var
við það, mjög áþreifanlega fyrstu
dagana eftir að niðurstöður í próf-
kjöri Sjálfstæðisflokksins í
Reykjavík, lágu fyrir. Þá stoppaði
síminn nánast ekki hjá mér, dögum
saman, þar sem sjálfstæðismenn
lýstu því yfír ævareiðir, að þeir létu
ekki bjóða sér þetta."
Jón Baldvin var spurður hvað
hann ætti við með „þetta": „Ég á
við niðurstöður prófkjörsins. Það á
bæði við um efsta sæti listans í
Reykjavík, og listann í heild."
Jón Baldvin kvaðst einnig telja
að ástæður fylgisaukningar flokks-
ins í þessari könnun mætti að hluta
til rekja til þess að Bandalag jafnað-
armanna gekk í Alþýðuflokkinn,
svo og að fregnir af líklegum fram-
boðslista flokksins í Reykjavík,
hefðu borist út.
„Eins og lesendur Morgunblaðs-
ins vita, höfum við tekið heldur
fálega biðilsbréfl prófessors, dokt-
ors Olafs Ragnars. Við höfum alltaf
sagt að ný viðreisn komi fyllilega
til greina. Meginástæðan fýrir því
að ný viðreisn kemur fyllilega til
greina, er auðvitað sú, að megin-
krafa kjósenda, að okkar mati, til
ríkisstjómar eftir næstu kosningar
er sú, að það verði ríkisstjóm sem
byggi á heilsteyptu samstarfi og
menn efí ekki, að hafí traust tök á
stjóm efnahagsmála, geti tryggt
sér festu og stöðugleika, sem er
auðvitað stærsta hagsmunamál
þjóðarinnar í heild og launþega
sérstaklega," sagði Jón Baldvin.
Jón Baldvin var spurður hvort
hann með þessum orðum sínum,
útilokaði þátttöku í vinstri stjóm:
„Skoðanir mínar á hefðbundinni
vinstri stjóm eru nú þekktar, en
ég hef sagt að líklegustu möguleik-
amir í þessari stöðu, séu annað
hvort ný viðreisn, eða þriggja flokka
stjóm með aðild Alþýðubandalags-
ins hugsanlega, en það fer mjög
eftir því hvað gerist í þeim flokki
á næstu vikum og missemm," sagði
Jón Baldvin Hannibalsson.
Svavar Gestsson, um niðurstöður
skoðanakönnunar:
Anægður með það að
íhaldið er að tapa
SVAVAR Gestsson formaður Alþýðubandalagsins segist „ánægður
með það að íhaldið er að tapa, og vona að það tapi meiru,“ þeg-
ar hann er spurður hvað hann segi um niðurstöður skoðanakönn-
unar um fylgi stjórnmálaflokka.
Svavar sagði jafnframt: „Hins
vegar hef ég hugsað mér að Al-
þýðubandalagið standi þannig að
málum, að það fái mikið meira fylgi
en þetta í næstu kosningum." Hann
sagði að þessi könnun væri gerð á
þeim tíma, þegar alþýðubandalags-
menn eins og margir aðrir hefðu
verið að búa sig í kosningar með
því að stilla upp á lista, og það
kynni að vera að fréttir af því hefðu
verið alþýðubandalagsmönnum
óhagstæðar.
„Eg hef trú á því að núna eftir
þá góðu samstöðu sem tókst á mið-
stjórnarfundinum um daginn, þar
sem okkar kosningaáherslur voru
samþykktar einróma, að þá séum
við í stakk búnir til þess að vinna
hér góða kosningasigra í vor,“ sagði
Svavar Gestsson.
York Winds-blásarakvintett-
inn frá Kanada heldur tónleika
á vegum Tónlistarfélagsins í
Austurbæjarbíói á morgun, laug-
ardag, kl. 14.30. Á efnisskrá
þeirra eru verk eftir Bach, Ha-
ydn, Farkas, Hetu, Carter og
Taffanel.
í frétt frá Tónlistarfélaginu seg-
ir, að York Winds hafí fyrir löngu
unnið sér alþjóðlega viðurkenningu
York Wínds-blásarakvintettínn með tónleika
sem einn fremsti blásarakvintett
heims. Hann hefur haldið fjölda
tónleika í Kanada, Bandaríkjunum
og Mið-Austurlöndum og verið
gestur á tonlistarhátiðum um allan
heim. Hann kemur hingað á leið
sinni heim úr tónleikaferð um Evr-
ópu.
í dag, föstudag, mun kvintettinn
halda námskeið fyrir tónlistamem-
endur og aðra áhugamenn í Tónlist-
arskólanum í Reykjavík, Skipholti
33 frá kl. 14.00 til 17.00. Meðlimir
kvintettsins munu kynna þar
kanadíska tónlist og leiðbeina
tveimur nemendakvintettum Tón-
listarskólans.
Þriðja tölublað
Verndar er komið út
ÚT er komið 3. tölublað tímarits-
ins Verndar, sem félagasamtökin
Vernd og fangahjálpin gefa út.
Meðal efnis í blaðinu er árs-
skýrsla framkvæmdastjómar fé-
lagasamtakanna Vemdar
1985-1986 en formaður Vemdar
er Jóna Gróa Sigurðardóttir. Ómar
H. Kristmundsson skrifar um refsi-
framkvæmd í ávana of fíkniefna-
málum og Hrafn Pálsson skrifar
um hvemig nýta megi Núp í Dýra-
fírði fyrir betrunarstofnun. Jón
Bjarman fyrrverandi fangaprestur
skrifar hugleiðingu, rætt er við Jón-
as Friðgeir Elíasson ljóðskáld og
birt eftir hann ljóð og loks er Rann-
veigar Ingimundardóttur minnst,
en hún starfaði í Vemd í tæpa þijá
áratugi.
Ritstjóri Vemdar er Sigurður
Guðmundsson og ábyrgðarmaður
er Jóna Gróa Sigurðardóttir.