Morgunblaðið - 14.11.1986, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 14.11.1986, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. NÓVEMBER 1986 37 KNÞ kaupir hlut Jök- uls hf. í Stakfelliini KAUPFÉLAG Langnesing'a á Þórshöfn hefur keypt hlut Jökuls hf. á Raufarhöfn í togaranum Stakfelli. Jökull átti 40% í togaranum, en hann hefur verið gerður ót frá Þórshöfn. Þá hefur Jökull keypt hlut Kaupfélags Langnesinga í Fiskiðju Raufarhafnar. Kaupfélag Langnesinga átti áður 12% hlut í Stakfellinu og á því nú 52%. Kaupfélagið átti 20% hlut í Fiskiðju Raufarhafnar en eftir þess- ar breytingar eiga Jökull hf. og Raufarhafnarhreppur samtals 60% hlutafés í Fiskiðjunni. I samningi Jökuls hf. og Kaup- félagsins á Þórshöfn er tekið fram að Jökull fái 25% af ísfiskafla Stak- fellsins næstu tvö árin og síðan 15% á ári í þijú ár þar á eftir. Raufar- hafnarmenn fá því aðlögunartíma til að afla sér aukins hraéfnis með öðrum leiðum. Stakfellinu verður fljótlega breytt í frystiskip og Rauf- arhafnarbúar töldu ekki heppilegt að eiga þennan mikla hlut í slíku skipi gerðu út frá Raufarhöfn - í framtíðinni yrði mest allur afli unn- in um borð. * Geir „grípur“ tíl sinna ráða! KA-MENN unnu frækilegan sigur á Val, 28:23, í 1. deildinni í handknattleik í fyrrakvöld. KA hafði unnið einn leik af þremur í deildinni en tapað tveimur og voru Valsmenn taldir mun sigurstranglegri. En margt fer öðruvísi en æzlað er: eftir að Valur hafði yfirhöndina fyrstu mínúturnar réði KA ferðinni og sigraði örugglega. Vel studdir af fjölmörgum áhorf- endum iéku KA-menn mjög vel og Valsmenn, þrátt fyrir að taka á öllu sínu, urðu að Iúta í lægra haldi. Á myndinni hefur Jón Kristjáns- son laumað knettinum inn á línuna til Péturs Bjarnasonar. Geir Sveinsson „grípur“ hins veg- ar til sinna ráða og stöðvaði Pétur i þetta sinn. En Pétur gafst ekki upp og hafði skorað sjö mörk áður en yfir lauk. Stefán endur- kjörinn formaður AÐALFUNDUR knattspyrnudeildar KA var haldinn í vikunni. Stefán Gunnlaugsson var endurkjörinn formaður og raunar varð aðeins ein breyting á sljórn deildarinnar, Sveinn Brynjólfsdon kom í stað Erl- ings Aðalsteinssonar. Stjómin er annars þannig skipuð að Stefán er formaður, sem fyrr segir, Ólafur Ólafsson er varaform- aður og Gestur Jónsson gjaldkeri. Ekki hefur verið skipað í ritarastöð- una en aðrir í stjóm era Gunnar Kárason, Örlygur Ivarsson, Magnús Magnússon og Sveinn Brynjólfsson. A aðalfundinum var Tryggvi Gunnarsson, markakóngur KA- liðsins, heiðraður. Fékk hann forláta stein, áletraðan, í tilefni þeirra 28 marka sem hann skoraði í 2. deildinni síðastliðið sumar en það er met í deildinni. 5. flokksmót KA: 9. sinfonía Beethovens í fyrsta sinn á Akureyri Sinfoníuhljómsveit íslands held- ur tvo konserta á Akureyri eftir áramót. Báðir verða þeir í íþróttaskemmunni á Oddeyri, sá fyrri 15. janúar og sá síðari 22. maí í vor. 15. janúar verður sinfonían með Vínartónleika, og verða þeir síðan endurteknir í Reykjavík tveimur dögum síðar. Tónleikamir í mái verða af öðram toga; þar verður flutt Mozart kon- serton fyrir tvær fiðlur og síðan 9. sinfonía Beethovens. Sú sinfonía hefúr aldrei verið flutt á Akureyri fyrr en það verða hvorki fleiri né færri en um 200 manns sem taka þátt í að flytja verkið. Jólakort KFUMogK KFUM og K á Akureyri hef- ur gefið út jólakort til styrktar félagsheimilinu að Sunnuhlíð 12. Félagsmenn ætla að ganga í hús í bænum og selja kortin. Stykkið kost- ar 25 krónur og hefst sala um næstu helgi. Kortið prýðir mynd tekin af Páli Pálssyni ljósmyndara á mið- nætti síðastliðið gamlárskvöld. Sýnir hún hluta Brekkunnar og áletrunina „Jesús lifir“ í Vaðla- heiðinni, en undanfarin tvö ár hafa unglingar í KFUM og K myndað þessi orð þar með eldi í kyndlum. A kortinu er áletraður sálmurinn „Þá nýfæddur Jesús“ eftir Björgvin Jörgensson. Leikið á litlum velli á lítíl mörk í JÚNÍ á næsta ári ætlar knatt- spyrnudeild KA að halda mót fyrir 5. flokk og verður félögum um allt land boðin þátttaka. Framvegis verður þetta árlegur viðburður. Stefán Gunnlaugsson, formaður knattspyrnudeildar KA, sagðist í samtali við Morgunblaðið reikna með að 24 lið tækju þátt í mótinu. Leikið verður á litlum völlum og notuð minni mörk en venjulega. „Við foram út í þetta til að búa til meiri verkefni fyrir 5. flokks strákana en verið hafa - og leyfa þeim að leika á litlum velli. Þeir keppa enn á stóram velli en ég vona að_ það breytist eftir næsta þing KSÍ. Tillaga var flutt á síðasta þingi um að breyta þessu en var felld þá. Mér heyrist hins vegar að almennt séu mennað færastá þá skoðun að rétt sé að láta strákana leika á minni velli,“ sagði Stefán. 10 daga iðnsýning ATVINNUMÁLANEFND hefur nú lagt fram tillögu þess efnis að iðnsýning sú sem halda á á næsta ári í tilefni af 125 ára afmæli Akureyrarbæjar standi i tíu daga og verði síðari hluta ágúst mánað- ar. Nefndin hefur ennfremur lagt til að I tengslum við sýninguna verði komið á fót ráðstefnu um stöðu iðnað- ar á Norðurlandi og framtíðarmögu- leika hans. Sölusýning Nyljalistar Júdóhelgi á Akureyri UM HELGINA gefst almenningi kostur á að sjá þá starfsemi sem fram fer meðal júdómanna á Akureyri, en ungir iðkendur þessarar íþróttagreinar úr höf- uðstað Norðurlands hafa vakið mikla athygli fyrir góðan árang- ur undanfarin ár. Allir flokkar munu æfa um helg- ina, laugardag og sunnudag, í KA-heimilinu undir stjóm Reino Kaþólsk messa MESSA er lcl. 11.00 á sunnudaginn hjá kaþolsku kirkjunni, Eyrarlands- vegi 26, að venju. Alltaf er messað þar á þessum tíma, auk þess kl. 18.00 alla virka daga. Fagerlund landsliðsþjálfara og Jóns Óðins Óðinssonar þjálfara heima- manna. Dagskráin hefst kl. 10.00 í fyrra- málið og stendur alveg til rúmlega 20.00. Það era 10-14 ára drengir sem byija, kl 12.00 taka síðan 15 ára og eldri við, kl. 14.00 kemur flokkur 5-7 ára, 10-14 ára drengir koma aftur kl. 16.00, kl. 18.00 verðal5 ára og eldir aftur „til sýn- is“ og kvennaflokkur mætir svo á svæðið kl. 20.00. Á sunnudasginn verður byijað kl. 9.00 og byijar síðasti flokkuqinn að æfa þann dag kl. 17.00. Báða dagana frá kl. 13.00-17.00 verður selt kaffi og kökur á staðn- um. Það ergert í fyáröflunarskyni. FÉLAGIÐ Nytjalist verður með sölusýningu í Gamla Lundi um helgina. Hún verpur opnuð í dag kl. 17.00 og er opin til kl. 21.00. Á morgun og sunnudag er svo opið frá kl. 14.00 til 21.00. Þarna verður meðal annars til sölu grafík, myndvefnaður, útskurð- ur, almennur vefnaður og Ieirmunir. Aðalfundur félagsins var haldinn í síðasta mánuði. Þórey Eyþórs- dóttir er foraur, Ragnhildur Thor- oddsen ritari og Unnur Ólafsdóttir gjaldkeri. Þær eru allar frá Akur- eyri. Meðstjómendur eru Guðmund- ur Ármann Siguijónsson, einnig frá Akureyri, og Oddný Magnúsdóttir, Húsavík. Varamenn eru Áma Áma- son Akureyri og Kolbrún Ólafs- dóttir Hauganesi. Félagið hefur staðið fyrir nám- skeiðum í almennum vefnaði og tuskubrúðugerð. Fyrirhuguðu eru fleiri námskeið, meðal annars í tó- vinnu og myndvefnaði. Félagið er til húsa í gamla útvarpshúsinu við Norðurgötu. Fræðslufundir era haldnir fyrsta miðvikudag hvers mánaðar yfír vetrarmánuðina og opið hús er á hveiju fimmtudags- kvöldi. Húsmæður á Akureyri Hafið þið áhuga á að fá ykkur morgungöngu sem borgar sig? Hafið þá samband við af- greiðslu Morgunblaðsins á Akureyri. Sími 23905. Morgunblaðið á Akureyri Hafnarstræti 85, sími23905.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.