Morgunblaðið - 14.11.1986, Blaðsíða 48
48
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. NÓVEMBER 1986
Friðfinnur Kjæme-
sted—Minning
Fæddur 14. október 1894
Dáinn 7. nóvember 1986
FViðfinnur fæddist á Stað í Að-
alvík í Sléttuhreppi vestra, sonur
hjónanna Eljasar Kristjáns Frið-
finnssonar og Jóhönnu Jónsdóttur,
konu hans frá Kirkjubóli við Skut-
ulsQörð. Þriggja nátta gamall var
sveinninn ungi dreginn á sleða í
fóstur til heiðurshjónanna Guð-
brands Einarssonar og Kristínar
Sveinsdóttur, er bjuggu á Sæbóli í
sömu sveit. A heimiii þessara hjóna
fékk Friðfinnur það veganesti sem
reynst hefir honum frábærlega vel
alla ævi.
Ég hefi þekkt Friðfinn í 38 ár
og kunningsskapur sem óhjá-
kvæmilega myndaðist, er undirrit-
aður varð tengdasonur hans, átti
eftir að þróast í einlæga vináttu og
gagnkvæmt traust og tel ég mig
heppinn að hafa kynnst góðum
drengskaparmanni og margt gott
af honum Iært bæði í orði og verki.
Friðfinnur var félagslyndur maður,
vel lesinn og víða heima um menn
og málefni, fylgdist með öllu sem
var að gerast á móður jörð, en
hugurinn var mest bundinn sjó og
sjávarfangi og taldi hann mikillar
aðgæslu þörf og góðrar samvinnu
þjóðfélagsþegna um lífæð okkar,
afurðir lands og sjávar, sjósókn og
siglingar. Friðfinnur fór bamungur
að stunda sjó, en fyrir 77 árum var
enginn leikur að stunda þá íþrótt,
margir um boðið, en fáir útvaldir.
Þeir sem stóðu sig hrepptu hnossið
og einn af þeim var vestfirski Að-
alvíkumnglingurinn, Friðfínnur
Kjæmested.
Nú er liðinn langur tími og mikið
vatn til foldar fallið og í sjó runnið,
íslensk sjómannastétt eignaðist frá-
bæran liðsmann í orði og verki sem
alls staðar kom sér vel bæði sem
undir- og yfirmaður til sjós og
lands. Hann fór ungur í Stýri-
mannaskólann, tók farmannapróf
og varð snemma til forystu fallinn,
sigldi um árabil sem stýrimaður og
skipstjóri á togurum, allt fram að
síðari heimsstytjöld. Fór þá í land
að ósk konu sinnar sem þá var að
sjálfsögðu ein heima með fjögur
böm, og þekkti voða styrjaldar-
bramboltsins þar eð hún var
Englendingur. Eigi að síður lóðsaði
Friðfinnur mörg erlend skip kring-
um okkar klettóttu íslensku strönd
og fór vel úr hendi. Mjög skorti
menn er mæltu á enska tungu er
Bretar hófu hér að framkvæma
flugvallargerð og fleira. Réðst Frið-
finnur þá til verkstjómar hjá
Bretum í flugvallargerð Reykjavik-
urflugvallar. Síðar gerðist Frið-
finnur starfsmaður Vita- og
hafnarmálastjómarinnar, fyrst sem
stýrimaður og síðar sem skipstjri á
dýpkunarskipinu Gretti. Hætti skip-
stjóm fyrir aldurs sakir, en starfaði
í birgðastöð sama fyrirtækis til 86
ára aldurs.
Árið 1925 giftist Friðfinnur heit-
mey sinni, Annie, fæddri Tall,
breskri stúlku af bökkum Humber-
fljóts (réttara sagt Hull).
+
Móðir okkar,
EMMA JÓNSDÓTTIR,
Aðalgötu 3,
Ólafsfirði,
lóst á Elli- og hjúkrunarheimilinu Hornbrekku aðfaranótt 12. nóv-
ember.
Fanney Jónsdóttir,
Þorsteinn Jónsson,
Sigurveig Jónsdóttir.
t
Systir okkar,
VILBORQ AUÐUNSDÓTTIR,
Eyvindarmúla,
andaðist í Vffilsstaðaspítala 6. nóvember.
Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey.
Steinunn Auðunsdóttir,
Þurfður Auðunsdóttir.
+
Eiginmaöur minn og faðir okkar,
JÓN JÓHANNSSON,
Mfmisvegi 2,
lést í Landakotsspítala miövikudaginn 12. nóvember.
Ásta Þorbjörnsdóttir,
Hafsteinn Jónsson, Guðbjörg Jónsdóttir,
Erla Jónsdóttir, Ester Jónsdóttir,
JónÆgir Jónsson, Jóhann Jónsson.
+
Bróðir minn,
ÖRNÓLFUR NIKULÁSSON,
verslunarmaður,
Holtsgötu 19,
andaðist í Borgarspítalanum 13. nóvember.
Fyrir hönd aðstandenda,
Pótur O. Nikulásson.
Lokað
vegna jarðarfarar ÁRNÝJAR SIGURÐARDÓTTUR frá kl.
12.00-18.00. Guðlaugur A. Magnússon.
Minning:
Jóhanna Sigríður
Sigurðardóttir
í hartnær 60 ár stóð þessi frá-
bæra heiðurskona sem klettur að
baki Friðfinns, og fjögur síðustu
ár ævi sinnar sem sjúklingur í
umsjá síns elskaða eiginmanns á
Hrafnistu. Hún lést 12. janúar
1984. Friðfinnur eignaðist 5 böm
sem öll voru honum jafn kær. Þau
em: Svavar, sem hann eignaðist
fyrir hjónaband, alinn upp á Höll í
Þverárhlíð, garðyrkjukennari.
Harry, matreiðslumeistari, Kristín
Lily, Ada Sesselja og Jóhanna
Edna, húsmæður.
Allt era þeta ljómandi góðir þjóð-
félagsþegnar og hafa lagt til stóran
hóp af frábæra fólki sem nú starfar
við öll hugsanleg störf, þjóð vorri
til happs og hagsældar. Friðfinnur
hafði hlotið ýmsa sæmd; heiðurs-
félagi Sjómannafélags Reykjavíkur,
heiðursmerki Sjómannadagsins,
heiðursfélagi ensk-íslenska vináttu-
félagsins Anglia. Friðfinnur bað
mig ef ég lifði sig og hripaði niður
nokkur orð, að skila kveðju til allra
þeirra skyldra sem vandalausra sem
glöddu hann á ógleymanlegan hátt
á 90 ára afmælisdaginn með heim-
sóknum, gjöfum, skeytasendingum
og öðram heiðri, forstjóra, læknum
og hjúkrunarliði öllu fyrir frábæra
ummönnun — barna sinna allra, sér
í lagi dætra sem stóðu um hann
heiðursvörð þar til yfir lauk, Ada
þar með eindæmum. Sérstakt þakk-
læti frá Pétri Sigurðssyni alþingis-
manni til Friðfinns fyrir auðsýnda
vináttu — kom oft daglega til móð-
ur hans, Bimu, sem lá á sjúkradeild
Hrafnistu.
Ég hefi stiklað hér eins og á
steinum jrfir vað í lífshlaupi þessa
heiðurs- og dánumanns, en langar
sjálfan til að þakka Friðfínni sam-
fylgdina og dótturina, sömuleiðis
fyrir frábæra tryggð við foreldra
mína. Föður mínum og Friðfinni
varð vel til vina og þeir mátu hvor
annars manngildi. Friðfinnur unni
átthögum sínum, fór í margar ferð-
ir ásamt einni stórbrotnustu
gæðakonu sem ég og foreldrar
mínir hafa kynnst, Maríu Maack,
sem var leiðandi átthagafari og
blessuð sé hennar minning.
Guð blessi gengna og líkn .þeim
sem lifa.
Steingrímur Nikulásson
Mánudaginn 3. nóvember lést á
heimili sínu æskuvinkona mín, Jó-
hanna Sigríður Sigurðardóttir.
Það er oftast erfítt að tráa stað-
reyndum sem þessum. Ég varð
felmtri slegin um kvöldið er mér
var tilkynnt að hún væri farin, ung
kona, aðeins 46 ára gömul. Það gat
varla verið, hún Jóhanna sem var
alltaf svo kát og hress, hrókur alls
fagnaðar. Hvað hún var búin að
líða af þeim hræðilega sjúkdómi
sem dró hana til dauða veit enginn,
hún sagði það engum, bar það ein
af tillitssemi við þá er hjarta henn-
ar sló fyrir, vildi ekki láta þá bera
kvíða í bijósti. Þannig var hún,
aðrir fyrst, hún á eftir.
Jóhanna var fædd 12. ágúst
1940, jmgsta barn mikilla ágætis-
hjóna, Guðránar Eggertsdóttur og
Sigurðar Oddssonar. Jóhanna var
aðeins 17 ára er móðir hennar lést
snögglega, var það sár harmur. En
hún lét ekki bugast. Af röggsemi
tók hún við stjóm á heimili föður
síns og Eggerts bróður hennar, og
stýrði því með sóma ásamt vinnu
sinni. Það var mikið lagt á ungar
herðar, en samstaðan og samvinnan
góð. Eftir að Eggert kvæntist hefur
faðir hennar verið hjá henni allar
götur síðan. Það kom ekkert annað
til greina. Hjartað var stórt.
Árið 1966 gekk Jóhanna í hjóna-
band með Guðmundi Sörensen frá
Eskifirði. Þau bjuggu fyrstu árin á
Aðalbóli, æskuheimili hennar, þar
fæddist augasteinninn þeirra allra,
Sigurður.
Hugurinn stefndi hærra. Þau
byggðu sér hús að Ásabraut 14.
Það var fallegt heimili hjá þeim §ór-
um og það sem meira var, hjarta-
hlýjan í fyrirrámi. Þar var alltaf
opið hús fyrir alla vinina og þeir
vora margir.
Árið 1977 stóð okkur hjónum til
boða jólaferð til landsins helga með
elsta syni okkar. En við voram með
tvö yngri böm og ekki hlaupið að
því að biðja aðra fyrir þau á þessum
tíma. Þá hringdi Jóhanna og sagði
að auðvitað kæmu bömin til sín.
Þau vora velkomin á Ásabrautina
og áttu þar ógleymanlega jólahátíð,
þau sögðust meira að segja hafa
fengið nýjan afa í jóiagjöf.
Bræðraböm Jóhönnu voru tíðir
gestir hjá þeim og lét hún sér mjög
annt um þau. Já, það var alltaf
gott að koma til Jóhönnu frænku.
Árið 1981 var enn höggvið skarð
í hópinn, Bjami bróðir hennar lést
á besta aldri. Bjami var kvæntur
Ósk Valdimarsdóttur, góðri konu
sem stendur nú við hlið þeirra feðga
sem besta dóttir og systir. Einnig
veit ég að Eggert og hans fjöl-
skylda styðja þá.
Sigurður minn, þetta eru þung
spor hjá þér þegar þú fylgir dóttur
þinni síðustu sporin, en þú veist hún
lét aldrei bugast, hún hugsar nú til
ykkar og lítur eftir ykkur.
Guðmundur og Siggi, þið misstuð
mikið en eigið hvom annan og afa,
ættingjana og vinina, ásamt gildum
sjóði góðra minninga um góða sál.
Þið hafið áður staðið saman og
guð styrki ykkur öll. Samúð fjöl-
skyldu minnar sendi ég ykkur.
Veri hún guði falin. Ég veit að
hún hefur fengið góða heimkomu.
Hafi hún þökk fyrir allt og allt.
Þín liknarásján lýsi dimmum heimi,
þitt ljósið blessað gef í nótt mig dreymi.
I Jesú nafni vil ég væran sofa
og vakna snemma þína dýrð að lofa.
(MattJoch.)
Ema og fjölskylda
Kveðjuorð:
GísliSig-
urðsson
Fæddur 20. maí 1905
Dáinn 10. nóvember 1986
Fyrir rámlega sjö áram sá ég
þennan geðþekka og indæla mann
í fyrsta skipti. Var hann þá staddur
hjá einum sona sinna er býr í Hafn-
arfirði. Gísli, sem mun hafa verið
búsettur á Siglufirði til margra ára,
var bókavörður þar um fjölda ára
skeið. Eftir að hann varð tengdafað-
ir minn heimsóttum við hann norður
á sumrin. Var hann ætíð mjög hlýr
við mig.
Öllu starfsfólki á stofnunum þar
sem hann naut aðhljmningar og
hjúkranar skal hér þakkað fyrir þá
velvild og alúð, sem honum var jafn-
an sýnd, og um leið er læknum og
starfsfólki Akureyrarspítala færðar
hugheilar þakkir.
Á.B. tengdadóttir •
+
Þökkum öllum er sýndu okkur samúö viö andlát og útför,
GUÐLAUS DAVÍÐSSONAR,
múrarameistara,
Grettisgötu 33b.
Ágústa Guðmundsdóttir,
börn, tengdabörn,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Þökkum innilega auösýnda samúö viö andlát og jaröarför,
JÓNS EIRÍKSSONAR,
frá Skeiöháholti.
Óiafur Jónsson,
Bjarni Jónsson,
Gunnlaugur Jónsson,
Vilmundur Jónsson,
Sigríður Jónsdóttir
Jóhanna Ólafsdóttir,
Jóhanna Jónsdóttir,
Kristfn Skaftadóttir,
Bergþóra Jensen,
Kristfn Hermannsdóttir,
og barnabörn.