Morgunblaðið - 14.11.1986, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 14.11.1986, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. NÓVEMBER 1986 fclk í fréttum Kato og Rlchard Burton. Kate Burton fetar í fótspor gamla mannsins Islenskir kvikmyndaáhorfendur hafa að undanförnu átt þess kost að sjá Carpenter-myndina Big Tro- uble In Little China, eða „Stórvand- ræði í Litlu Kína“. í myndinni leikur m.a. hin 28 ára gamla Kate Burt- on, dóttir Richards heitins Burton. Hún leikur unga blaðakonu, sem á í vændum „stóru fréttina“, takist henni að lifa af aðsteðjandi hættur í félagi við bflstjóra sinn, sem Kurt Russel leikur. Þetta er fyrsta kvikmynd Kate, en til þessa hefur hún helgað sig háskólanámi. „Ég hafði nú eigin- lega aðrar áætlanir, en mig langaði alltaf svolítið að vita hvort ég hefði einhverja hæfileika til þess að leika. Síðan sá ég fram á að ég ætti eftir að velta því fyrir mér næstu árin, þannig að ég ákvað að láta reyna á það“. Skömmu fyrir dauða föður henn- ar léku þau lítillega saman í sjónvarpsþætti. „Ég lærði mikið af því, því hann hafði nóg að ráðum handa mér og ég átti auðvelt með að taka leiðsögn frá honum“. Kate er afsprengi þeirra Richards og Sibyl Burton, en Kate tekur fram að samband hennar við aðrar eigin- konur föður hennar sé frábært. „í sannleika sagt er ég góð vin- kona allra kvenna pabba, því hann hafði ágætan smekk og þær eru allar ágætiskonur." Ava Gardner fær slag Ava Gardner fékk slag ellefu dögum eftir að hún var lögð inn á sjúkrahús til krabbameins- skoðunar — en þessu tókst að halda leyndu fyrir öllum nema nánustu vinum og Frank Sinatra, fyrrver- andi eiginmanni hennar, en hann hringdi daglega til þess að spyrja frétta af líðan hennar. „Læknamir eru enn að reyna að gera sér grein fyrir því hversu miklu ^ónið olli, en Ava er lömuð að hluta til á vinstri hlið líkamans, þó svo hún geti talað", er haft eftir áreið- anlegum heimildum. Góðu fréttimar eru hins vegar þær að hún reyndist ekki vera með lungnakrabba, ef marka má vini Övu, sem fylgst hafa með henni í Sjúkrahúsi Jóhannesar postula í Santa Monica. Þangað var hún lögð inn fyrir mánuði. Hin 63 ára gamla kvikmynda- stjama — sem hefur verið keðjur- eykingamaður um árabil — fór á fund breskra lækna um miðjan sept- ember og kvartaði þá sárlega undan nístandi sársauka í bijósti og mik- illi mæði. „Ava hafði reynt að horfa fram hjá þeirri staðreynd að hún var komin með ljótan hósta og léttist sífellt", segir góður vinur hennar. „Hún hefur orðið veiklulegri með hverri viku, hugsar ekki nóg um heilsuna og reykir eins og stromp- ur.“ Læknirinn sagði henni að hér gæti verið í óefni komið og hvatti hana til þess að gangast undir rann- sókn strax. Övu leist hins vegar illa á bresk sjúkrahús og flaug vestur um haf. Áður en hún gerði það hringdi hún í Sinatra. Haft er fyrir satt að honum hafí verið mjög Frank Slnatra og Ava snemma á sjötta áratugnum. Nýlega var sagt frá Banda- rísku kvennahljómsveit- inni Bangles og eftir þeim hermt að þær væru ekki leikkonur, sýningarstúlkur, eða kyntákn; heldur einungis stúlkur í rokk- hljómsveit. Á daginn hefur þó komið að þær hefðu betur spar- að sér stóru orðin, því að nú er ein þeirra, Susanna Hoffs, kom- in á kaf í kvikmyndaleik. „Mamma [Tamar Simon Hoffs] leikstýrir myndinni, en hún er mesti áhrifavaldur minn í þessu lífí“, segir Susanna. „Myndin fjallar um fímm krakka, sem hafa hangið saman í menntó og hún gerist síðasta sólarhringinn fyrir útskrift." Aðspurð segir hún að viss reynsla sé fólgin í að vinna með atvinnumönnum „í raun galdr- ar“ og ber það saman við að vera í rokkhljómsveit. „Við erum byrjaðar að semja efni á næstu plötu. Við viljum að hún verði rokkaðri. Við byijuðum í bflskúr og við erum bflskúrsband. Við höfum líka margt að sækja til þjóðlaganna — mikið af kassa- gítar... eitthvað nógu einfalt.“ Ekki er þó neitt enn ákveðið um útgáfudægur. Sue Ellen 46 ára og leitar draumaprinsins sem tvítug væri Linda Gray, Dallas- stjama með meiru er orðin 46 ára, en er síður en svo farin að slaka á klónni hvað karlmenn varð- ar — og hún veit upp á hár hvers konar karlmann hún vill næla sér í. „Ég vil mjög gjaman eyða ævinni í félagi við ein- hvem og ég hef mikið hugleitt hvemig hinn full- komni karlmaður er.“ „Hann þarf að vera sjálf- um sér nógur, maður sem þekkir sjálfan sig. Einhver sem hefíir stundað sjálfs- könnun og hafíst á eigin höndum." Hann þarf að endur- spegla mitt eigið líf; vera náttúmunnandi, hafa gam- an af bömum, ævintýra- gjam og hafa kímnigáfu. Hann þarf líka að vera með falleg augu. Eins og Jack Nicholson eða Larry Hag- man (J.R.) — með blik í augum. Mér fínnst menn eins og Larry kynæsandi. Hann og Jack hafa eitthvað í augunum, eitthvað púka- legt og skemmtilegt í senn.“ LOinda segist hafa gam- an af því að leita „hins eina rétta" og hefur ekki í hyggju að hætta leitinni þó hún sé orðin 46 ára gömul. Hún bætir þó við að hún hafí eriga ánægju af skyndikynnum. „Eg get ekki sofíð hjá hveijum sem er. Það er ekki háttur minn.“ Leikkonan á tvö böm með fyrrverandi eigin- manni sínum, Ed Thrasher. Það em dóttirin Kelly, sem er 20 ára gömul, og sonur- inn Jeff, sem er 22. Linda og Ed skildu árið 1983 og hún segist nú hafa náð valdi á lífí sínu. — „Það er ég sem stjóma og ég og bömin njótum nú lífsins til fulls." Dótturina Kelly langar til þess að verða fatahönn- uður að sögn Lindu, en sonurinn Jeff er sjónvarps- tökumaður, „sem langar til þess að vera Steven Spiel- berg númer tvö“. Linda segist vera full starfsorku og lífsþróttar, þar sem að heimurinn sé fullur tækifæra. „Ég vil vinna mikið, leggja hart að mér og öðr- um. Ég vil ekki missa af einu.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.