Alþýðublaðið - 06.10.1920, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 06.10.1920, Blaðsíða 4
4* ALÞYÐUBLAÐIÐ Að gefnu tilefni og samkvæmt 1. gr. reglugjörðar 28. f. m. um framkvæmd laga nr. 10, 1915 og nr. 8, 1917 tilkynnist hjer með, að óleyfilegt er, án leyfis Verðlagsnefndar, að hækka verð á vörutegundum þeim er hjer segir: Korn- og mjölvörum, garðávöxtum, sykri, kaffi, te, mjólk, einnig dósamjólk, feitmeti, fiski, kjöti, fataefni handa körlum, fatnaði, einnig skófatnaði, segldúk, veiðarfærum, olíu, til ljósa og vjela, bensíni og byggingarefni. Fyrirspurnir til Verðlagsnefndar lútandi að verðlagi skulu vera skriflegar. Þetla er gert heyrum kunnugt til leiðbeiningar og eflirbreytni þeim, er hlut eiga að máli. Reykjavík 5. okt. 1920. V er ðlag-snefndin. Þér sem hirtuð tómt sængurver í Kirkjugarðinum 4. þessa mán- aðar, gerið svo vel að vitja um fiður í það á sama stað 7. þ. m. ^ógaæandínn, Amerísk /andnemasctga. (Framh.) Á höfuðbólinu tók kona of- urstans og allar dætur hans á móti systkinunum. Meðal dætr- anna var einnig ung fósturdóttir, sem var mjög hæglát og upp- burðarlaus, en varð skyndilega æst, er hún heyrði nafn Rolands For- resters. Hún hét Felie Doe og var dóttir eins kunningja Bruce, sem tekinn hafði verið til fanga af Shawníunum og síðan gengið í flokk þeirra. Þegar liðhlaupinn hirti ekki meira um dóttur sína, tók ofurstinn hana að sér, að því er hann sagði herforingjanum. „Þið eruð þá ákveðin í þvf, að halda ferðinni þegar á morgun áfram til Ósfossanna?" spurði Brucke ofursti gesti sína. „Það verður svo að vera, en eg hafði hlakkað til, að hafa ykkur hjá mér í nokkra mánuði". Herforinginn hafnaði boðinu og bað ofurstann að segja sér frá þeim hættum, sem enn gætu verið á vegi landnemanna unz þeir kæmust á áfangastaðinn. „Þær eru engar, alls engar, að því er eg bezt veit“, sagði Bruce. „Fyrir ykkur liggur eins bjartur og breiður vegur, og þið frekast getið óskað, og hvað snertir rauðskinnana, þá hafa þeir ekkett gert vart við sig í ár. En ef þú ert hræddur um systur þína, get- urðu sest hér að í nýlendu vorri. Hér er ekkert að óttast. Rauð- skinnar halda sig ætíð í hæfilegri fjarlægð. Jarðvegurinn er hér góður, og okkur gleddi það, að hafa ykkur meðal vor. Ykkar líkar eru hér sjaldgæfir; fátæk- linga vantar okkur ekki“. „Þér skjátlast ofursti", mælti Roland, „þegar þú telur okkur meðal efnafólks. Fátæktin er ein- mitt ástæðan til þess, að eg verð að Ieita til afskektari sveitar en þessarar, þangað, sem jarðnæði er ódýrara". „Hvað segir þúi“ hrópaði ofurstinn steinhissa. „Hefir For* rester gamli frændi ykkar þá ekki arfleítt ykkur systkinin? Braxley, hinn gamli góði vinur minn, hefir margoft sagt mér, að Forrester major væri ríkasti maðurina í sinni sveit, og að því er eg bezt veit átti hann engin börn. Hver erfir hann, fyrst þið gerið það ekki?“ „Þessi gamli vinur þinn, sem þú svo kallar, hann Richard Braxley. Og því er eg hingað kominn til Kentucky, sem æfin- týramaður og landshornamaður, til þess að öðlast ódýrt jarðnæði með venjulegum kjörum og ger- ast landnemi“. Liðsforinginn vildi sýnilega sem minst um þetta tala, en karl- inn lét ekki svo búið standa og hætti ekki fyr en hann hafi feng- ið nánari fregnir af þessu. Og vegna þess, að mál þetta við kemur svo mjög sögunni, verður hér nánar skýrt frá tildrögum þess. / Staurag’erði til sölu. Kr. i,6o á meter. — Hentugt um lóðir og kálgarða, Túngötu 20. — Sími 426. Skögræktarstjórinn. 1 dreng vantar til að bera Alþbl. til kaupenda. — Komið á afgreiðsluna í dag. Shróbtiöin í Kirkjustrætl 2 (Herkastalanum) selur mjög vandaðan skófatnað svo sem: Karlmanna- og Verkamannastíg- vél, Barnastígvél af ýmsum stærð- um og sérstaklega vandað kven- skótau; há og lá stígvél af ýms» um gerðum. AUar viðgerðir leyst- ar fljótt og vel af hendi. Komið og reyniði Virðingarfylst Ól. Tb. Stúlhru vantar okkur. Guð* rún og Steindór, Grettisgötu 10. Stúilsa óskast í vist uú þegar. Uppl. í Bankastræti 7 uppi> Ritstjóri og ábyrgðarmaðnr: Ólafur Friöriksson. Prentsmiöjan Gntenberg.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.