Alþýðublaðið - 17.03.1932, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 17.03.1932, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ Alþjóðasamband jafnaðarmanna. Ófr ðurinn i Asíu og Þjóða- bandalagið. 3. p. m. kom saman ping Þjó'ðabandalags- ins í Genf, og átti pao að fjalla um sfríoið i austri. Alpjó ocmtmband jafnaxkirmanma og verkamanna sendi pinginu eftirfarandi ávarp. Á ellefta þúsund fulJtí'ða menn og konur, er heima eiga hér í Reykjavík, liafa sent alþingi á- skorun um a'ð breyta kjördæma- skipuninni, sem er orðiin úrelt og með öllu óhafandi, þar eð hún stendur enn að mestu óbreytt frá árinu 1874, er vér heimtum aftur löggjafarréttinn úriröndum kon- ungs. En á þeim nær tveim manns- öldrum, sem síðan eru liðnir, hef- ir þjóðin að miklu leyti skift um atvinnuveg og fiar af leiðgndi fluzt til kaupstaðanna. Býr nú helmingur allra landsmanna á svæðinu frá Snæfellsnesi til Dyr- hólaeyjar, en á þessu svæði eru ekki nema 14 af 36 kjördæma- kjörnum þingmönnum þjóðarinn- ar. Verst sett er þó sjálf Reykja- vík, þar sem á fimta þúsund kjós- endur koma hér á hvern þing- mann, enda eru fjórir af fram- bjóðendum þeim, sem ekki kom- iust að hér í Reykjavík (Helgi Her- mann Eiríksson, Sigurjón Á. Ól- afsson, Helgi P. Briem og Ólafur Friðriksson), sem fleiri kjósendur standa bak við en þingmennina Bjarna Ásgeirsson, Jónas Þor- bergsson, Berg Jónsson, Ásgeir og Tryggva ráðherra, Hannes Jóns- son, Guðmund ólafsson, Stein- grím Steinþórsson, Svein Ólafs- son, Ingvar Pálmason, Sveinbjörn Högnason, Lárus Helgason, Þar- leif Jónsson, Björn Kristjánsson, Halldór Stefánsson, Pál Her- mannsson og sjö aðra kjördæma- kosna þingmenn. Móti því aÖ breyta kjördæma- skipuninni í réttlátt horf hefitr ekki heyrst ein einasta viðbára, sem hægt er að taka gilda. Alt, sem sagt hefir verið á móti því, eru lítilfjörlegir útúrsnúningar. Kreuger. Stokkhólmi, 16. marz. U. P. FB. Kauphöllin verður opnuð á ný á mánudaginn kemur. — Rannsókn- ir til þess að gera ljóst hvernig ástatt er um hag Kreuger & Toll fara nú fram og er búist við, að þær standi yfir út þennan mánuð. — Áður en Kreuger fór til Bandaríkjanna skipaði liann svo fyrir, að eigi skyldi ganga frá ársreikningum Kreuger & Toll og nokkurra ann;ara félaga, fyr en hann væri heim kominn aftur. Verzlun með hlutabréf Kreuger & Toll hefir verið bönnuð á kaup- höllinni frá og me'ð mánudegi að telja. Ástæðan til þess er sú, að vart var'ð meiri ótta meðal hand- hafa Kreuger-verðbréfa í dag en hina dagana, sem Iiðnir eru síðan Kreuger frantdi sjálfsmorð. Kreu- ger-verðbréf hafa jafnvel verið auglýst til sölu í blöðunum og af- leiðingin orðið að ýms önnur verðbréf hafa fallið mikið í verði Árásir Japafia á Kína hafa sieg- ið öllu í stríðsbál í Austur-Asíu. Mansjúríu, sem japanskar her- deildir hafa tekið með valdii, á að gera að „valdalausu lýðveldi" í hendi japönsku yfirdrottnunar- stefnunnar. I götum milljónaborg- arinnar Shanghai eru nú háðar blóðugar orrustur. Meðan Japanir óðu uppi í Man- sjúríu, gerðu stórveldin ekki nokkurn skapaðan hlut til að hindra það, að samningar þeir, sem Japanir hafa þegar undir- skrifað, væru brotnir af þeiiu sjálfum. Þau gerðu ekkert til að þvinga hina japönsku ræmngja til að yfirgefa kínversku lands- svæðin, sem þeir þegar voru bún- ir að taka herskildi. Fyrst þegar Japanir hófu skot- hríð á Shanghai og Nanking, fóru auðvaldsrikin að rumska. Og þó þorðu þau ekki að taka af afli í taumana, jafnvel þó þau sæu að „sérréttindi” þeirra sjálfra væru í hættu. Þau senda enn skotfæri og alls konar hergögn til Japan og láta það viðgangast að full- trúi Japana á friðarráðstefnunni tali þar falstungum um frið. Ráð Þjóðabandalagsins sá sér ekki annað fært en að kalla sam- an aukaþing í Þjóðabandalaginu, og réði þar mestu um þungi al~ menningsálitsins í öllum löndum, atbeini öreigalýðssamtakanna og kröfur fulltrúa Kínverja í ráð-' inu. Á þetta þing nú að taka af- stöðu til stríðsins í austri, En það er ekkert, sem gefur tilefni til þess að álykta sem svo, að þetta þing verði að nokkru ör- uggara í ákvörðunum símun og framkvæmdum en ráð Þjóða- bandalagsins var um það leyti, er stríðið var að brjótast út. En framkoma þess var þá aumkunh arverður vanmættisleikur ráð- þrota aukvisa. Svik Þjóðabandalagsins við málstað friðarins í upphafi ófrið- arins hefir orðið ekkert annað en hvöt fyrir yfirdrottnunarsýki Japana, sem nú hygst að fram- kvæma hin miklu áform sín. Jap- 'anir eru í rámsferö á hendur Kín- verjum. Og þessi ránsferð ber öll merki landvinningastrí'ðs. Þegar þannig er, er það sið- fcrðisleg skylda Þjóðabiandalags- ins að fordæma að fullu og öllu Línuveiðarinn Alden kom af (veiðum í gærkveldi. hina japönsku yfirdrottnunar- stefnu, sem hefir byrja'ð stríðið án þess á nokkurn hátt að reyna að leysa deilumálin me'ð ger'ðar- dómi. Þetta er siðferðisleg skylda Þjóðabandalagsins, og vægari er ekki hægt að vera í kröfum á hendur þeim, sem með hátíða- svip hafa á undanförnum árum undirritað samninga um að banna ófrið. Vér berum engar tálvonir í brjósti hvað viÖvikur öðrum auð- valdsrikjum, sem Jeggja undir sig kínversk landssvæði, eða lát- ast vera að vernda „sérréttindi" isín í Kína. Vér vitum, að stríðið í Austur-Asíu, þar sem yfirdrottn- unarhagsmunir allra stórveldanna rekast á, getur fyr eða síðar kom- ið af stað nýjum heimsófriði. Vér vitum, að vér getum nú búist við ófriði við Kyrrahafiið eftir ófrið- inn við Atlantshafið. Því er það fyrsta skyldan að reyna alt, sem mögulegt er, til að hindra þessa ógurlegu ógæfu fyrir mannkynið. Vér krefjumst því fyrst og fremst: Að Japanir séu brennimerktir sem friðrofar! AÖ tafarlaust sé komið í veg fyrir allan hergagnaflutning til Japana og að þeim sé ekkert lán- að! Að öll mögn fjármála og stjórn- mála séu notuð tif að þvinga Jap- ana til að hætta ránsferðum sín- um! Að alls ékki verði að neinu leyti viðurkendur yfirráðaréttur Japana á kínverskum landssvæðum, jafn- vel þó að Kínverjar sjálfir yrðu þvingaðir til að viðurkenna slíkt! Öreigafr í öllum löndum! Þvingið stjórnirnar í löndum yðar til að verða við þessum kröfum! Þolið ekki að auðvaldsstjórnirn- ar sem hjálparhellur japönsku yf- irdrottnunarseggjanna eða af au- kvisahætti hjálpi til að koma af stað nýjum heimsófriði! Berjist sleitulaust og alls staðar gegn hinni japönsku yfirdrottnun- arstefnu, gegn allri yfirdrottnun- arstefnu í heiminum. Niður með yfirdrottnunarstefn- una! Lifi iriður og afvopnun. Milliferðaskipin. Dettifoss kom að norðan og vestan í gærkveldi. Byltinga áf or in i Þýzkalandi. Berlín kl. 1/212 i dag. Samkvæmt útvarpsfregnum frá Berlín í dag kl. V2I2 hefir það komist upp, að þýzku svartlið- arnir, eða að minsta kosti nokkur hluti þeirra, hafði ætlað sér að gera tilraun til stjórnarbyltingair í Þýzkalandi daginn sem forseta- kosningin fór fram. Jafnaðarma'ð- urinn Svering, innanrikismálaráð- herra í Prússlandi, hefir gefið út skýrslu um þetta. Sést af henni. að við húsrannsókn hjá nokkruim svartliðum hafa fundist vopn og; flugrit, er átti að dreifa út. Afmæli talsímanns. Washinigton í marz. U. P. FB. 10. marz var 57 ára afmæli tal- jsímarts í Bandarikjunum. 10. marz 1876 hafði Alexander Graham Bell fullkomnað svo talsímiann, sem hann fann upp, að hann gat notað hann til þess að tala við félaga: sinn. Nú er svo komið, að tal- símanotendur í Bandaríkjunum geta talað við talsímanotendur í, fjörutíu löndum, en í þessiuim löndum að Bandaríkjunum með- töldum eru 32 750 000 talsímar, eða 92 0/0 allra slíkra tækja í heiminum. Sérfræðingar sam- bandsstjórnarinnar í Washington álíta, að þess muni tiltölulega; skamt að bíðia, unz talsámband verði komið á milli Bandaríkj- anna og allra annara landa. Semi stendur eru að eins fjögur lönd, sem hvert um sig hefir meira en 100 000 talisíma, sem Bandaríkin hafa ekki talsamband við, þ. e. Kína, Japan, Rússland og Suður- Afríka. Talsambandsframfarirnar landa; milli hafa verið mestar frá 1922. Þá höfðu Bandaríkin að eins tal- samband við Kúbu og Kanada. En nú hafa Bandaríkin talsain- band viÖ flest lönd Evrópu, Mið- og Suður-Ameríku, Nýja Sjáland, Ástralíu, Marokko, Java, Sumæ tra og Austur-Indland. Og síðast- liðið sumar var komið á talsam- bandi við Hawai í Kyrrahafii. Og þar með voru Ban»laríkjamenn 2000 milum nær því marki að fá talsamband við Japan og Kína Talsímaiðnaðurinn er einn aí aðaliðnuðum Bandaríkjanna. Hafa Bandaríkjamienn lagt í þennan iðnað 5 250 000 000 dollara, en til viðhalds, endurbóta og aukningar ver iðnaðurinn árlega 500 000 000 dollara. Togaramir. Enskur togari kom hingað í gær með veikan mann. Baldur kom af veiðúm í nótt með 25 föt lifrar; hann var eitt- hvað bilaður. Enskur togari kom í gær fullur af fiski, kom hingað til þess að fá sér ís. ,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.