Morgunblaðið - 29.11.1986, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 1986
Oliusamningiirinn við Rússa:
Við skrifum ekki
undir nema skil-
yrðið verði fellt út
- segir Matthías Bjarnason við-
skiptaráðherra
„ÞAÐ KEMUR ekki til greina að við undirritum samning við Sovét-
menn um olíukaup, nema þeir felli út þetta ákvæði um að þeir geti
valið í hvaða mynt þeir fá olíuna greidda," sagði Matthías Bjarnason
viðskiptaráðherra í samtali við Morgunblaðið.
Viðskiptaráðherra sagði að hann
hefði gefíð um það fyrirmæli í ráðu-
neyti sínu, að Rússum yrði greint
frá þessari afstöðu íslenskra stjóm-
valda, en hann kvaðst ekki vita
hvenær svara Sovétmanna við þess-
ari kröfu væri að vænta. „Svo mikið
er víst, að það verður ekki ritað
undir neinn olíukaupasamning við
Sovétmenn, nema þetta ákvæði um
að þeir geti valið í hvaða mynt hún
verður greidd, verði fellt út. Við
höfum greitt fyrir hana í Banda-
rílqadollar, og ætlum að halda
áfram að gera það,“ sagði við-
skiptaráðherra.
Eindagi hjá Visa
breytist í tvö skipti
- vegna mikils álags í bönkum
Eindagi vegna greiðslu Visa-
reikninga breytist um næstu
mánaðamót og áramót en ein-
ungis í þessi tvö skipti. Um næstu
mánaðamót verður eindagi Visa
4. desember og í byrjun janúar
verður eindagi 7. janúar.
Eindagi Visagreiðslna er að jafnaði
2. hvers mánaðar eins og kunnugt
er. Þessi breyting er gerð um næstu
tvenn mánaðamót, að sögn Jóhanns
Ágústssonar, stjómarformanns
Visa, vegna þess að þá er óvenju-
Opnunartím-
ar verslana
í desember
HEIMILT er að hafa verslanir í
Reykjavík opnar tíl kl. 16.00 i
dag. I desember verða leyfilegir
opnunartímar sem hér segir:
Laugardaginn 6. desember til kl.
16.00, 13. desember til kl. 18.00,
og 20. desember til kl. 22.00.
Aðra virka daga er leyfilegt að
hafa verslanir opnar til kl. 18.30,
en á Þorláksmessu til kl. 23.00 og
á aðfangadag til kl. 12.00. Verslan-
ir mega vera opnar til hádegis á
gamlársdag. Um þessa opnun-
artíma gilda ákvæði í kjarasamningi
Kaupmannasamtaka íslands og
Verslunarmannafélags Reykjavík-
ur.
mikið álag bæði á starfsfólk og
tækjabúnað bankanna. Er með
þessu reynt að koma í veg fyrir
óþægindi fólks af langri bið eftir
afgreiðslu._
Jóhann Ágústsson benti á í þessu
sambandi, að viðskiptamenn bank-
anna gætu óskað eftir því, að
Visagreiðslur væra skuldfærðar á
viðskiptareikninga þeirra um hver
mánaðamót og losnaði fólk þá við
að bíða eftir afgreiðslu í bönkunum.
'O
INNLENT
Raðhúsin að
Víðihlíð
5-11, sem
hýsa sam- l,
býli vangef-
inna og 11
skammtíma-
vist.
Morgunblaðið/Bára Kristinsdóttir
Morgunblaðið/Helena Stefánsdóttir
Frá opnunarathöfn sambýlisins
að Víðihlíð 5. f fremstur röð
sitja Árni Jónsson, formaður
byggingarnefndar, (t.v.) og
Magnús Kristinsson, formaður
Styrktarfélags vangefinna.
MÚIi þeirra í næstu röð situr
Sveinbjörg Kristjánsdóttir, for-
stöðumaður sambýlisins, og yzt
til hægri á myndinni er Sverrir
Helgason, formaður lions-
klúbbsins Freys.
Sambýli vangefinna að
Víðihlíð 5 tekið í notkun
NÝTT sambýli vangefinna var tekið í notkun að Víðihlíð 5 í
Reykjavík í gær. Er það fjórða heimilið, sem Styrktarfélag van-
gefinna kemur upp í Víðihlíð, en fyrir voru tvö sambýli og
skammtímaheimili. Forstöðumaður sambýlisins er Sveinbjörg
Kristjánsdóttir, þroskaþjálfi.
í nýja sambýlinu munu búa
fimm menn. í sambýlunum þrem-
ur f Víðihlíð munu 15 einstakling-
ar búa og auk þess geta 7
einstaklingar dvalið samtímis í
skammtímavist, sem er í einu rað-
húsanna fjögurra ; Víðihlíð 5-11.
Fyrsta heimilið var tekið í notkun
f janúar 1985, sambýlið að
Víðihlíð 11, en skammtímavistun-
in í húsi númer 9, mánuði síðar.
Sambýlið að Víðihlíð 7 var síðan
opnað í nóvember fyrir ári. Styrkt-
arfélag vangefinna annast nú
rekstur 11 heimila og stofnana í
Reykjavík. Alls dvelja um 150
manns á heimilunum.
Að sögn Ama Jónssonar, for-
manns bygginganefndar, nemur
heildar kostnaður við smíði rað-
húsanna fjögurra um 23 Vz milljón
króna. Á móti kostnaðinum kemur
rúmlega 10 milljóna króna fram-
lag úr Framkvæmdasjóði fatlaðra
og um 2ja m. kr. framlag
Reykjavíkurborgar en afganginn,
eða um helming heildarkostnaðar,
hefur Styrktarfélag vangefinna
lagt sjálft fram.
Við athöfn í Víðihlíð 5 í gær
afhenti Sverrir Helgason, formað-
ur lionsklúbbsins Freys, sambýl-
inu húsbúnað og heimilistæki að
verðmæti 230 þúsund króna. Að
sögn Magnúsar Kristinssonar,
formanns Styrktarfélags vangef-
inna, hefur Freyr styrkt félagið
ómetanlega um langa hríð. Sverr-
ir sagði húsbúnaðinn og heimilis-
tækin hafa verið kejrpt fyrir ágóða
af sölu jóladagatala, sem klúbb-
félagar hafa selt árlega fyrir jól.
Er hin árlega jóladagatalasala
Freys og lionsklúbba um land allt
að hefjast þessa dagana.
Auk framangreindra fluttu
ávörp við athöfnina í Víðihlíð í
gær Ásta Eggertsdóttir, formaður
svæðisstjómar styrktarfélagsins í
Reykjavík, Alexander Stefánsson,
félagsmálaráðherra, og Albert
Guðmundsson, iðnaðarráðherra,
en við athöfnina var upphaf bygg-
ingasögu húsanna rakin til
fundar, sem haldin var að fram-
kvæði Alberts 1982, en hann var
þáverandi forseti borgarstjómar
Reykjavíkur.
Viðræður um stofnun hlutafélagsbanka:
Alþýðubankinn og Samvinnu-
bankinn taka ekki þátt í viðræðum
YFIRMENN Samvinnubankans
og Alþýðubankans ákváðu að
afloknum fundum með banka-
stjórum Seðlabankans í gær að
taka ekki þátt í viðræðum um
stofnun nýs einkabanka með að-
ild Útvegsbankans. Verslunar-
bankinn og Iðnaðarbankinn taka
Formaður kjömefndar Alþýðuflokksins:
Tók við félagaskrá eftir
að frestur var útruimiim
ÁSGEIR Ágústsson formaður
kjömefndar Alþýðuflokksins tók
við og samþykkti 180 manna fé-
lagaskrá úr hendi Birgis Dýrfjörð
sem stýrir kosningabaráttu Björg-
vins Guðmundssonar, undir
miðnætti ( fyrrakvöld, en frestur
til þess að ganga ( Alþýðuflokkinn
og öðlast rétt til þess að taka þátt
í prófkjöri flokksins nú um helgina
rann út kl. 19 i fyrradag. Heimild-
ir Morgunblaðsins herma að
Ásgeir sé stuðningsmaður Björg-
Ásgeir var í gær spurður hvort það
væri eðlilegt að hann tæki við þess-
ari félagaskrá Rósarinnar, en svo
nefhist þetta alþýðuflokksfélag,
mörgum klukkustundum eftir að
fresturinn var ranninn út: „Það var
ákveðið að hætta kl. 19 að taka á
móti nýjum inntökubeiðnum," sagði
Ásgeir, „en síðan áttu öll félögin að
fá tækifæri til þess að ganga frá
þessu og- koma þessu í skrá. Þetta
voru þvi ekki inntökubeiðnir, heldur
félagaskráin."
Ásgeir sagðist ekki vita hvort ein-
ing væri í kjömefndinni um þennan
skilning á reglunum. Hann hefði ekki
rætt þetta mál við kjömefndina.
Jón Baldvin Hannibalsson formað-
ur Alþýðufiokksins sagði í samtali
við Morgunblaðið um þetta mál: „Það
er auðvitað geysilega þýðingarmikið
að reglur um prófkjör séu haldnar.
Hins vegar er partur af þessum regl-
um, leiðbeiningar sem vísað var af
fiokksstjómarfundi til kjörstjómar,
með þeim almenna fyrirvara að hún
annaðist að öllu leyti, framkvæmd
og fyrirkomulag. Kjörstjóm hefur
þannig ákveðið svigrúm til túlkunar."
Jón Baldvin sagði að ef kjörstjóm
teldi að skilyrðinu um tímafrest á
inngöngu hefði verið fullnægt, og liti
á seinni skil þeim augum að þar
væri aðeins um praktískt atriði varð-
andi samsetningu á kjörskrá að ræða,
þá myndi hann ekki gera það að stóra
deilumáli. „Hitt er annað mál, að
hver sá sem ekki fór eftir því að
skila innan tfmamarka," sagði Jón
Baldvin, „á náttúrlega á hættu, að
vekja upp deilumál um það hvemig
reglum er framfylgt."
enn þátt í viðræðunum. Að sögn
Tómasar Ámasonar, bankasljóra
Seðlabankans, hefur ekki verið
ákveðinn nýr fundur með þessum
aðilum og virðist málið nú í bið-
stöðu. „Við vonumst til að stjóm-
arflokkamir nái að marka
sameiginlega stefnu í þessu máli
sem fyrst,“ sagði Tómas.
„Við teljum að það séu engar
forsendur fyrir því að Alþýðubank-
inn gangi inn í svo stóran banka,"
sagði Stefán M. Gunnarsson,
bankastjóri Alþýðubankans. „Þetta
er, að því er við teljum, vilji okkar
hluthafa. Alþýðubankinn var ekki
stofnaður út í bláinn, og við teljum
að hag þeirra sem að honum standa
sé best borgið með núverandi fyrir-
komulagi." Stefán sagði að þar með
væri punkturinn settur fyrir aftan
þessar viðræður af hálfu bankans.
Að þessari niðurstöðu hefðu stjóm-
endur bankans komist að höfðu
samráði við þau samtök sem að
honum standa. „Vissulega yrði
samkeppnisaðstaða Alþýðubankans
mjög erfið ef þessir bankar kæmu
saman í öflugum hlutafélagabanka
en ég tel að það sé ekki tímabært
að ræða þau mál núna. Enn sem
komið er era þetta aðeins bollalegg-
ingar."
Geir Magnússon, bankastjón
Samvinnubankans, sagði að for-
sendur fyrir því að bankinn tæki
þátt í viðræðum við ríkið um stofn-
un hlutafélagabanka væra ekki
fyrir hendi. „Til þess þyrfti að gera
öllum einkabönkunum jafn hátt
undir höfði," sagði Geir. „Hingað
til hafa þessar viðræður aðeins snú-
ið að Verslunarbankanum og
Iðnaðarbankanum. Við teljum okk-
Ur ekki eiga samleið með þessum
aðilum." Geir sagði að það væri sín
skoðun að vanda Útvegsbankans
ætti að leysa innan ríkisbankakerf-
isins. Það væri ekki hlutverk ríkis-
ins að hafa áhrif á markaðstöðu
einkafyrirtækja sem væru í sam-
keppni með þvi að veita tveimur
þeirra betra tækifæri en öðrum-
„Ekki er þar með sagt að málinu
sé lokið af okkar hálfu, því verði
ákveðið að ráðast í veralega upp-
stokkun út frá forsendum sem við
getum samþykkt gæti Samvinnu-
bankinn tekið þátt í slíkum viðræð-
um. Ég vil líka benda á að hvern
einkabankanna eiga þúsundir hlut-
hafa, og það er óvíst að þær tillögur
sem bankastjómimar kunna að
leggja fram hljóti blessun hluthafa-
funda."