Morgunblaðið - 29.11.1986, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 29.11.1986, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 1986 Asmundur Stefánsson, forseti ASÍ, um frétt DV um leynisamkomulag: Frétt Dagblaðsíns bein at- laga að almennu launafólki „Það er eitt að óhæfir blaðamenn falli í þá freistni að skrifa rugl- greinar um prófkjör flokkanna. Það er í sjálfu sér þeirra mál. En það er dálítið annað þegar fjölmiðlar spila út lygum um mál sem skipta okkur öll mjög miklu. Að því er best verður séð er naumast hægt að finna annan tilgang þar að baki en þann að hafa áhrif á prófkjör í einum stjóramálaflokki," sagði Ásmundur Stefánsson, forseti ASÍ, á fundi með blaðamönnum í gær vegna fréttar í dag- blaðinu DV um leynilegt samkomulag forystumanna ASÍ og VSÍ um 25 þúsund króna lágmarkslaun og enga vísitöluhækkun 1. desem- ber. Forsvarsmenn VSÍ sögðu einnig að enginn fótur væri fyrir því að gert hefði verið leynilegt samkomulag við ASÍ. Ásmundur boðaði til blaða- mannafundarins fyrir fund aðal- samninganefnda ASÍ og VSÍ og var samninganefnd ASÍ viðstödd. Hann sagði ennfremur: „Menn mega auð- vitað ætla mér það að ég telji það heppilegast fyrir mig í einhverri prófkjörsbaráttu að eyða allri síðustu vikunni fyrir prófkjörshelg- ina í það að sitja samningafundi. Það er út af fyrir sig ekki mál til þess að gera veður út af. En það er einum of langt gengið þegar það er farið að ljúga því upp að ég sé hér með samningsdrög í höndunum, og þá væntanlega samninganefndin öll, um 25 þúsund króna lágmarks- kaup, sem eigi að greiðast með því að fóma 2% kauphækkunum um næstu mánaðarmót. Ég hef ítrekað lýst því yfir að ekki komi til greina að afsala neinu af eðlilegri kaup- hækkun 1. desember. Sú staðrejmd liggur fyrir. Ég hef hvergi ljáð máls á 25 þúsund króna lágmarkslaunum og það hefur samninganefndin í heild sinni eða einstakir aðilar innan hennar ekki gert. Sú staðreynd ligg- ur einnig fyrir. Ég hef ekki og ég ætla ekki að blanda saman pólitísku starfí mínu og þeirri vinnu sem ég er að vinna fyrir verkalýðssamtök- in. Ég sit núna í samningaviðræðum og það gerum við öll sem erum í þessari samninganefnd. Við þurfum á því að halda að fá að vera í friði fyrir svona skemmdarverkamönn- um. Fijáls blaðamennska er eitt. Lygavefur af því tagi, sem þarna er uppi hafður, er utan veggja. Það er bein atlaga að almennu launa- fólki að útbreiddur fjölmiðill, næst stærsta dagblað landsins, skuli bera slíkar lygar á torg. Slíkar lygar eru bein árás á samninganefndina, sem hér situr, og við hljótum að mót- mæla henni. Það var þetta sem ég vildi koma á framfæri gagnvart §öl- miðlum hér strax í upphafi, þvi ég tel að samninganefndin geti ekki setið undir þessari frétt án þess að henni sé mótmælt á skýran og skil- merkilegan hátt,“ sagði Ásmundur. „Það er alveg ljóst að með svona lygafréttum getur flölmiðlum tekist að búa til það tortryggnisandrúms- loft að það eyðileggi þær tilraunir sem hér eru uppi af heilum huga af okkar hálfu að leita að lausn í þessum málum," sagði Ásmundur í lok fundarins. Morgunblaðið/Bjami Ásmundur Stefánsson, forseti ASÍ, á fundi með blaðamönnum í gær. VEÐUR * * -X * * * * 4 r r / ÍDAGkl. 12.00: ' r Heímild: Veðurstofa islands (Byggt á veðurspá kl. 16.15 i gaer) VEÐURHORFUR IDAG: YFIRUT á hádegi f gær: Um 800 km noröaustur af landinu er 972 millibara djúp lægö á hreyfingu norðaustur og frá henni lægðar- drag suövestur um ísland. Um 600 km suðsuðaustur af Hvarfi er önnur lægð, vaxandi 980 millibara djúp, sem hreyfist austnorðaust- ur og veröur skammt suður af Vestmannaeyjum á morgun. SPÁ: Austanátt verður ríkjandi á landinu, allhvöss eða hvöss, um sunnanvert landiö en mun hægari í öðrum landshlutum. Sunnan til á landinu og síðar einnig á Austfjörðum verður snjókoma eða slydda en úrkomulaust að mestu norðanlands. Hiti yfir frostmarki um sunnan- og suðvestanvert landiö en fróst norðanlands. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: SUNNUDAGUR: Norðanátt og óljagangur norðanlands en bjart verður á suðaustur- og suðurlandi. Litilsháttar él vestanlands. Frost 1 til 5 stig. MÁNUDAGUR: Hæg norðlæg átt og heldur kólnandi. Víða bjart veður inn til landsins en ól við ströndina. TÁKN: Heiðskírt Léttskýjað Gk Hálfskýjað ▲ m Skýjað Alskýjað x Norðan, 4 vindstig: r Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrimar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. r r r r r r r Rigning r r r * r * r * r * Slydda r * r * * * * * * * Snjókoma * * * 10° Hftastig: 10 gráður á Celsius Skúrir * V El — Þoka = Þokumóða ’, ’ Súld OO Mistur —[- Skafrenningur Þrumuveður VEÐUR VIÐA UM HEIM kl. 12.00 ígœr að ísl. tíma htti vaAur Akureyri 0 snjókoma Reykjavfk 1 léttskýjaó Bergen 9 rigning Helslnkl 7 rignlng JanMayen -6 rennlngur Kaupmannah. 8 þokumóða Narsaaruuaq -14 léttskýjaA Nuuk -7 léttskýjaft 0*16 10 skýjaft Stokkhölmur 10 skýjað Þórahöfn 6 rlgning Algarve 17 þokumófta Amsterdam 6 þoka Aþena 12 skýjað Barcelona 16 mlstur Beriín 6 mistur Chlcago 0 þokumóða Glasgow 10 skýjað Feneyjar 11 helðskýrt Frankfurt 1 þokumófta Hamborg S þokumóða LasPalmas 22 skýjað London 9 þoka Loa Angeles 11 léttskýjað Lúxemborg 3 þokumófta Madrfd 9 léttskýjað Malaga 18 skýjað Maltorca 16 skýjað Mlaml 23 léttskýjað Montreal 3 moldrok Nice 17 heiðskfrt NewYork 1 Mttakýjað Parfs 6 skýjað Róm 16 hélfskýjað Vln 7 skýjað Washington 3 þokumóða Wlnnlpeg -8 skýjaft Landsbyggða- samtök verslun- armanna stofnuð „ÞAÐ er mismunandi aðstaða hjá verslunarmannafélögum á lands- byggðinni, þau eru misstór og missterk. Landssamband íslenskra verslunarmanna hefur verið veikt og hefur ekki veitt landsbyggð- inni nógu góða þjónustu. Þar hefur aðeins verið starfsmaður i hálfu starfi og okkur hefur fundist skorta á upplýsingar frá landssamband- inu. Þetta er meginástæðan,“ sagði Steini Þorvaldsson, formaður nýstofnaðra Landsbyggðasamtaka verslunarmanna, er hann var spurður um ástæðurnar fyrir stofnun Landsbyggðasamtakanna. Steini sagði að önnur ástæða væri sú að hallað hefði á verslunar- menn á landsbyggðinni hvað laun snerti í samanburði við laun sömu starfsstétta á höfuðborgarsvæðinu. Sagði hann að samtökin myndu í kjarasamningunum nú einbeita sér að því að leiðrétta þetta misræmi. Vildu þau að taxtakerfið yrði stokk- að upp og taxtakaup fært að því kaupi sem raunverulega væri greitt f stéttinni. Steini sagði að ekki væri verið að kljúfa Landssamband íslenskra verslunarmanna. „Við teljum okkur eiga samleið með verslunarmönnum á höfuðborgarsvæðinu, en teljum okkur þurfa vettvang til þess að ræða þau mál sem snúa að lands- byggðinni og samræma þau sjónar- mið sem þar eru á ferðinni," sagði Steini. Vandi innlends skipasmíðaiðnaðar: „Tillögur mínar hafa ekki feng- ið hljómgrunn“ - segir Albert Guðmundsson iðnaðarráðherra ALBERT Guðmundsson iðnaðarráðherra segir að tillögur hans til lausnar vanda innlends skipasmiðaiðnaðar hafi ekki fengið hljóm- grunn i rikisstjórninni. Hann hafi lagt til að íslenskir sjóðir yrðu ekki notaðir til þess að fjármagna viðgerðir eða nýsmiðar skipa erlendis, ef hægt væri að framkvæma slíkt hér heima. „Ég lagði til að íslenskir sjóðir verði ekki notaðir til þess að fjár- magna viðgerðir eða nýsmíðar skipa fyrir íslenska aðila erlendis, ef hægt væri að gera slíkt hér heima," sagði iðnaðarráðherra í samtali við Morg- unblaðið. Albert sagðist jafnframt vera því andvígur að fslenskir sjóð- ir væru notaðir til þess að halda uppi vinnumarkaði erlendis á sama tfma og íslenskar skipasmíðastöðv- ar væru verkefnalausar. „Því miður hafa þessar tillögur mínar ekki náð fram að ganga, og þær hafa ekki fengið hljómgrunn í ríkisstjóminni," sagði Albert. Albert var spurður hveijir hefðu lagst gegn þessum tillögum hans, en hann vildi ekki upplýsa það. „Ég hef gert ítrekaðar tilraunir til þess að koma í veg fyrir að er- lend undirboð nái fram að ganga,“ sagði iðnaðarráðherra, „en án ár- angurs. Ég hef gert allt sem mér hefur dottið í hug, í samráði við það sem Samband málm- og skipa- smiðja og Skipasmfðasamband íslands hafa beðið um, en enn hef- ur það ekki borið árangur."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.