Morgunblaðið - 29.11.1986, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 29.11.1986, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 1986 ÚTVARP / SJÓNVARP Ný viðhorf Innlenda dagskrárgerðin er óðum að skríða úr eggi Stöðvar 2, þann- ig er á næsta leiti menningarþáttur þar sem rætt verður við ýmsa menn- ingarforkólfa og listamenn úr öllum stéttum. Svo skemmtilega vildi til að listrænn ráðunautur Stöðvar 2 Val- gerður Matthíasdóttir kynnti menn- ingarþáttinn en Valgerður er góðkunnur arkitekt og hin piýðileg- asta þula. Gæti stúlkan sú nýst Stöð 2 í senn sem stjómandi menningarþátta og hönnuður leikmyndar, en hingaðtil hefir leikmynd stöðvarinnar verið til sóma ef frá er talið timburverkið grá- leita er læsti þá félagana Svavar og Jón Baldvin. Mér finnst persónulega miklu skemmtilegra að hitta menn á skjánum við lág borð skreytt blómum eða listmunum. Virðist mér reyndar sem hinir myndhögu listráðunautar Ríkissjónvarpsins séu sem óðast að hverfa frá ábúðarmiklum leiktjöldum. Nú en úr því ég er nú einu sinni tekinn að rabba um hina myndrænu hlið Stöðvar 2 er þá ekki upplagt að víkja að tískusýningarfargani Stöðvar- innar. Vissulega er fatahönnun einn angi myndmenntar en þvi miður eru tískusýningarþættir Stöðvar 2 ekki við hæfi fullþroska fólks. Finnst mér per- sónulega ekkert við því að segja þótt þessir þættir séu seldir til tískuhúsa á myndböndum líkt og hárgreiðslu- þættir sem ég veit að berast hár- greiðslustofum lands vors frá London. En í almennu sjónvarpi eiga þessir ruslþættir ekki heima enda gengur þar ekki á öðru en búðarápi, bulli tísku- hönnuða er éta vitleysuna hver eftir öðrum og svo er við og við rætt við tískusýningarstúlkur sem virðast sum- ar hveijar vera með fullu viti í það minnsta Jerry Hall en hvemig stendur á því að þessar þvengjur vagga líkt og sjóveikir gíraffar? Eg finn til ógleði eftir hvem tískuþátt ekki bara vegna vaggsins á stelpunun heldur og vegna þess spillingardýkis er þama opnast áhorfendum einkum þegar kíkt er inní verslanimar þar sem svínslega dýrar vörumar renna út. í síðasta þætti var þannig kíkt inní nokkrar búðir þar sem demantsskreyttar kerlingar grömsuðu í góssinu. Svo vill til að skömmu áður en þessi ógeðfelda mynd birtist á skermi Stöðv- ar 2 þá var þar á ferð hinn ágæti framhaldsþáttur Bjargvætturinn. í þættinum var lýst er bjargvætturinn kom til hjálpar öldruðum leigjendum í New York. En ónefndur braskari hafði ráðið óþjóðalýð til að svæla gamla fólkið út úr íbúðunum. Hafði braskarinn í hyggju að byggja lúxus- íbúðir í leiguhjallinum. Vamarleysi gamla fólksins rann mér til riija og sú hugsun ásótti mig að glæsiliðið er taka átti yfir íbúðir gamla fólksins væri sama liðið og fjármagnaði hátísk- una. Nú og ekki má gleyma því að gamla fólkið er við kyntumst í Bjarg- vættinum var af þeim kynþætti er gyðingar nefnast. Já það er stutt í nazismann undir fáguðu yfirborði munaðarins. Svona undir lok greinar vil ég nota tækifærið og vekja athygli les- enda áVísindarás Stefáns Jökuls- sonar er hefst núna klukkan 11 á rás 1. Stefán fer víða á Vísindarás- inni þannig ræddi hann í siðasta þætti um geimvamaráætlun Bandaríkjamanna og síðan var Ari Trausti Guðmundsson jarðeðlisfr. kvaddur til að fjalla um halasljöm- ur, þá fræddi Sigurður Thorlacius læknir útvarpshlustendur um heila- blóðfall. Hef ég mikla trú á Vísinda- rás Stefáns Jökulssonar enda ekki vanþörf á að kynna vísindarann- sóknir og tækniframfarir fyrir almenningi í útvarpi þá er er ekki að efa að Vísindarásin gæti orðið kennsluútvarpi lyftistöng. Nú hefir sjónvarpið tekið sig til og stofnað til myndbandaleigu og myndbanda- útgáfu er ekki full þörf á að ríkisút- varpið vakni af dvalanum og efni til svipaðrar útgáfustarfsemi. Finnst mér liggja beinast við að bókasöfn skólanna sjái um innkaup- in því vart er hægt að ætlast til þess að kennarar leggi til slíkt efni fremur en tækjabúnað skólanna. Ólafur M. Jóhannesson Hope Millington. Rás 2: Fréttir á ensku DBi Sú nýbreytni -j Q00 hefur verið tekin lO— upp á Rás 2 að lesa upp fréttir á ensku fyrir hlustendur af erlendu þjóðemi. Mun sá lestur framvegis fara fram á laugardögum klukkan sex. Þessir fréttatímar verða u.þ.b. 10 mínútna langir og verður umsjónarmaður þeirra Hope Millington. Hope var einn umsjónar- manna útvarps á ensku, sem ætlað var fréttamönn- um og gestum á meðan Reykjavíkurfundinum stóð. Margir útlendingar hafa saknað þess að heyra ekki fréttir á ensku yfir vetrar- tímann og er þessi nýja fréttaþjónusta á Rás 2 við- leitni til þess að bæta úr því. Aftanstund með Elvis Presley ■BB9BH í kvöld verður á 01 10 dagskrá sjón- £ M--~ varpsins mynd um rokkkónginn sáluga, Elvis Presley. í myndinni em sjón- varpsupptökur, sem ekki hafa sést áður, en þær vom teknar á hljómleikum árið 1968 fyrir sjónvarpsþátt, en ekki var nema hluti efn- isins notaður. í myndinni má m.a. annars sjá Elvis í hópi samstarfsmanna sinna og leikur hann á als oddi, gerir að gamni sínu, syngur gömul lög, leikur á gítar og margt fleira. Þama má sjá Elvis í návígi eins og fæstir sáu hann, rólegan en léttlyndan. Presley, sem lést 16. ágúst 1977, hefði orðið fimmtugur hinn áttunda janúar árið 1985, og af því tilefni var þessi þáttur og fleira óútgefið efni sett á markað svo að fleiri mættu njóta ódauðlegra verka þessa mikla listamanns. Elvis heitinn Presley. LAUGARDAGUR 29. nóvember 6.45 Veðurfregnir. Bæn. 7.00 Fréttir. 7.03 „Góðan dag, góðir hlustendur" Pétur Pétursson sér um þáttinn. Fréttir eru sagöar kl. 8.00, þá lesin dagskrá og veður- fregnir sagðar kl. 8.15. Að þeim loknum er lesið úr for- ustugreinum dagblaðanna. 9.00 Fréttir. Tilkynningar. Tónleikar. 9.30Í morgunmund. Þáttur fyrir börn í tali og tón- um. Umsjón: Heiödís Norðfjörð. (Frá Akureyri.) 10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir 10.26 Morguntónleikar „Nationar'-fílharmoníusveit- in og John Alldis-kórinn flytja atriði úr „Igor fursta", óperu eftir Alexander Borodin; Loris Tjeknavorian stjórnar. 11.00 Vísindaþátturinn. Umsjón: Stefán Jökulsson. 11.40 Næst á dagskrá Umsjón: Trausti ÞórSverris- son. 12.00 Dagskrá. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12.46 Veðurfregnir. Tilkynn- ingar. Tónleikar. 14.00 Sinna Þáttur um listir og menning- armál. Umsjón: Þorgeir Ólafsson. 16.00 Tónspegill Þáttur um tónlist og tón- menntir á líðandi stund. Umsjón: Magnús Einarsson og Ólafur Þórðarson. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Barnaleikrit: „Július sterki" eftirStefánJónsson. Níundi þáttur: „Vinátta". Leikstjóri: Klemenz Jóns- son. Leikendur: Borgar Garðarsson, Róbert Arn- finnsson, Herdís Þorvalds- dóttir, Þorsteinn Ö. Stephensen, Inga Þórðar- dóttir, Jón Gunnarsson, Anna Guðmundsdóttir og Ámi Tryggvason. Sögumaður: Gisli Halldórs- son. (Áður útvarpað 1968.) 17.00 Aö hlusta á tónlist. Níundi þáttur: Meira um svítur. Umsjón: Atli Heimir Sveins- son. 18.00 íslenskt mál Jón Aðalsteinn Jónsson sér um þáttinn. 18.16 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá 19.00 Fréttir 19.30 Tilkynningar 19.35 „Hundamúllinn", gam- ansaga eftir Heinrich Spoerl Guðmundur Ólafsson les LAUGARDAGUR 29. nóvember 14.26 Þýska knattspyrnan — Bein útsending. Gladbach — Köln. 16.20 Hildur Áttundi þáttur. Dönskunám- skeið I tíu þáttum. 16.46 (þróttir Umsjónarmaður Bjarni Fel- ixson. 18.26 Fréttaágrip á táknmáli 18.30 Ævintýri frá ýmsum löndum. 20. þáttur. Þýðandi Jóhanna Jóhanns- dóttir. Sögumaöur Helga Jónsdóttir. 18.55 Auglýsingar og dagskrá 19.00 Stóra stundin okkar Nýr barna- og unglingaþátt- ur. Efni: Heimsókn (Slökkvi- stöðina í Reykjavík, hermileikur, tískusýning og Iþróttir. Umsjón: EKsabet Brekkan, Erla Rafnsdóttir og Adolf E. Petersen. 19.30 Fréttir og veöur 19.55 Auglýsingar 20.10 Undir sama þaki — Umboðsskrifstofan Þáttur úr gamanmynda- flokki frá 1977. Leikstjóri Hrafn Gunnlaugsson. Leik- endur: Þórhallur Sigurðs- son, Ragnheiöur Steindórs- dóttir, Arnar Jónsson, Björg Jónsdóttir, Róbert Arnfinns- son, Herdís Þorvaldsdóttir og Kjartan Ragnarsson. 20.46 Klerkur i klipu (All in Good Faith). Fjórðí þáttur. Þýðandi Stef- án Jökulsson. 21.10 Aftanstund með Elvis Presley Nýr breskur sjónvarpsþáttur unninn úr efni frá árinu 1968. í þættinum spjallar Elvis við áhorfendur og glettist við samstarfsmenn, leikur á gítarinn og syngur nokkur laga sinna. Þýðandi Ólöf Pétursdóttir. 22.10 Dóttir Ryans (Ryan's Daughter). Bresk verölaunamynd frá 1970. Leikstjóri David Lean. Aðalhlutverk: Sarah Miles, Robert Mitchum, Chris Jo- nes, John Mills, Trevor Howard og Leo McKern. Myndin gerist í írsku þorpi árið 1916. Barnakennarinn þar á unga og fallega konu sem verður hrifin af bresk- um liðsforingja. Þetta vekur bæði hneykslun og gremju enda jafnan grunnt á því góða með Bretum og írum. Þýðandi Kristmann Eiðsson. 01.25 Dagskrárlok STÖD7VÖ LAUGARDAGUR 2Ó. nóvember 16.30 Hitchcock Sakamálaþáttur. 17.16 Allt er þá þrennt er (Three's Company). Janet og Jack hvetja Cindy, frænku Chrissy, til að láta ekki lengur traðka á sér i vinnunni. 17.40 Undrabörnin (Whiz Kids). Bandariskar unglingamyndir. 18.26 Teiknimyndir 19.06 Allt I grænum sjó (Love Boat). Bandarískur skemmtiþáttur um líf og fjör um borð I skemmtiferöaskipi. 20.00 Fréttir 20.30 Undirheimar Miami (Miami Vice). Bandarískur sakamálaþáttur. 21.15 Ástarsaga (Love Story). Bandarísk kvikmynd frá 1970 með Ryan O'Neal og Ali MacGraw í aöalhlutverk- um. Tvímælalaust frægasta ástarsaga sem sett hefur verið á hvíta tjaldiö. Mynd þessi var útnefnd til 7 Öskarsverölauna. 22.45 Ástarþjófurinn (Thief of Hearts). Bandarisk kvikmynd frá 1984. Mynd þessi er um draumóra ungrar giftrar konu. Dagbók hennar er stoliö af innbrotsþjófi en ( hana hefur hún skrifað alla draumóra sína. Innbrots- þjófurinn les dagbókina og vill kynnast höfundinum nánar. Mynd þessi er ekki við hæfi barna. Aöalhlutverk eru leikin af Barbara Will- iams, Steven Bauer og John Gets. 00.26 Draugasaga (Ghost Story). Bandarísk kvikmynd með Fred Astaire, Melvyn Douglas, Douglas Fairbanks Jr., John House- man og Patricia Neal í aöalhlutverkum. Uþpljóstrun fimmtiu ára gamals leyndarmáls kemur 4 eldri borgurum á Nýja Englandi i mikiö uppnám auk þess sem það kostar son eins þeirra mikil vand- ræði. Leikstjóri er John Irving. 02.16 Myndrokk 06.00 Dagskrárlok. þýðingu Ingibjargar Berg- þórsdóttur (11). 20.00 Harmoníkuþáttur Umsjón: Einar Guðmunds- son og Jóhann Sigurösson. (Frá Akureyri.) 20.30 Bókaþing Gunnar Stefánsson stjómar kynningarþætti um nýjar bækur. 21.00 Islensk einsöngslög Siguröur Ólafsson syngur lög eftir Skúla Halldórsson sem leikur með á píanó. 21.20 Um náttúru fslands Umsjón Ari Trausti Guð- mundsson. 22.00 Fréttir. Dagskrá morg- undagsins. Orð kvöldsins. 22.16 Veðurfregnir 22.20 Mannamót Leikið á grammófón og litiö inn á samkomur. Kynnir: Leifur Hauksson. 24.00 Fréttir 00.05 Miönæturtónleikar Umsjón: Jón Öm Marinós son. 1.00 Dagskrárlok. Næturútvarp á rás 2 til kl. 3.00. LAUGARDAGUR 29. nóvember 9.00 Óskalög sjúklinga Helga Þ. Stephensen kynn- ir. 10.00 Morgunþáttur í umsjá Ástu R. Jóhannes- dóttur. 12.00 Hádegisútvarp með fréttum og léttri tónlist i umsjá Margrétar Blöndal. 13.00 Listapopp í umsjá Sigurðar Þórs Sal- varssonar. 15.00 Við rásmarkið Þáttur um tónlist, íþróttir og sitthvað fleira. Umsjón: Sig- uröur Sverrisson ásamt íþróttafréttamönnunum Ing- ólfi Hannessyni og Samúel Emi Erlingssyni. 17.00 Tveir gítarar, bassi og tromma. Svavar Gests rekur sögu islenskra popphljóm sveita i tali og tónum. 18.00 Fréttir á ensku 18.10 Hlé 20.00 Kvöldvaktin — Gunnlaugur Sigfússon. 23.00 Á næturvakt með Ásgeiri Tómassyni. 03.00 Dagskrárlok SVÆÐISÚTVARP AKUREYRI SVÆÐISÚTVARP VIRKA DAGA VIKUNNAR 18.00—19.00 Svæðisútvarp fyrir Akureyri og nágrenni — FM 96,5. Um að gera Þáttur fyrir unglinga og skólafólk um hvaöeina sem ungt fólk hefur gaman af. Umsjón: Finnur Magnús Gunnlaugsson. ,98-9 fwm*m LAUGARDAGUR 29. nóvember 08.00—12.00 Valdis Gunnars- dóttir. Valdís leikur tónlist úr ýmsum áttum, lítur á það sem framundan er hér og þar um helgina og tekuV á móti gestum. Fréttir kl. 08.00, 09.00 og 10.00. 12.00—16.00 Jón Axel á Ijúf- um laugardegi. Fréttir kl. 14.00. 16.00—17.00 Vinsældalisti Bylgjunnar. Helgi Rúnar Óskarsson kynnir 40 vin- sælustu lög vikunnar. Fréttir kl. 16.00. 17.00-18.30 Vilborg Hall- dórsdóttir á laugardegi Vilborg leikur notalega helg- artónlist og les kveðjur frá hlustendum. Fréttir kl. 18.00. 18.30—19.00 í fréttum var þetta ekki helst. Edda Björg vins og Randver Þorláks bregða á leik. 19.00-21.00 Rósa Guð- bjartsdóttir lítur yfir atburði síðustu daga, leikur tónlist og spjallar við gesti. 21.00—23.00 Anna Þorláks- dóttir i laugardagsskapi Anna trekkir upp fyrir kvöld- ið með tónlist sem engan ætti að svíkja. 23.00—04.00 Þorsteinn Ás geirsson og Gunnar Gunnarsson. Nátthrafnar Bylgjunnar halda uppi fjöri 04.00—08.00 Næturdagskrá Bylgjunnar. Haraldur Gísla son leikur tónlist fyrir þá sem fara seint í háttinn og hina sem fara snemma á fætur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.