Morgunblaðið - 29.11.1986, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 29.11.1986, Blaðsíða 12
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 1986 Einn á báti Bókmenntir Erlendur Jónsson Gamli maðurinn og hafið. 111 bls. Almenna bókafélagið. Reykjavík, 1986. Hemingway var einn af fremstu rithöfundum þessarar aldar. Um það er engum blöðum að fletta. Enn leikur um nafn hans þó nokkur ljómi. Persónusaga hans þótti merkilegri en flestra annarra rithöf- unda um hans daga. Margir litu á hann sem ævintýramann. Vera má að það álit hafi enn aukið hróður hans sem rithöfundar. Undir lok fyrri heimsstyijaldar- innar réðst Hemingway í herþjón- ustu, kornungur maður. Löngu síðar var því hvíslað — kannski ekki alveg illkvittnislaust — að það hefði hann gert til að fá tækifæri til að skjóta menn á löglegan hátt. Veiðimannseðli var ríkt í Heming- way. Hann komst líka á ljónaveiðar. Varð því hvergi sagt að hann veldi skotmark af ógöfugra taginu. Upp úr fyrra stríði dvaldist Hem- ingway um skeið í París. Þar var þá — eins og löngum bæði fyrr og síðar — mikligarður heimsbók- menntanna. París bauð ekki aðeins upp á örvandi kynni heldur var allt andrúmsloft borgarinnar einkar hagstætt þeim sem voru að stíga Emest Hemingway fyrstu skrefin sem rithöfundar eða annars konar listamenn. Hemingway fylgdist með borg- arastyijöldinni á Spáni sem frétta- maður. Var sú styijöld hin grimmilegasta sem háð hefuyr ver- ið í Evrópu á þesari öld — sannkall- að æsifréttaefni. Og Hemingway vissi hvað stríð var. Hann dró taum lýðveldissinna sem flestir voru vinstra megin í pólitíkinni. Ekki spillti það fyrir honum meðal bók- menntafólks. Vinstri stefna mátti á þessum árum heita skilyrði fyrir brautargengi á bókmenntasviðinu. Hemingway var alltaf réttu megin. Allt greiddi þetta götu hans til heimsfrægðar og Nóbelsverðlauna. Hitt vó þó líka þungt að Heming- way var listamaður af fremstu gráðu. Hann hóf fyrstur manna að rita þess háttar stíl sem kallaður var harðsoðinn. Það jafngilti nokk- um veginn því sem við köllum hér að vera gagnorður. Stuttar og hnit- miðaðar málsgreinar og setningar eru öðru fremur einkenni þessa stíls. Hemingway byggði sögur sínar mjög upp á samtölum, oft nokkuð löngum, þar sem hver setn- ing er þó oft fremur stuttaraleg allt að snubbótt. Umræðuefnið er gjaman eitthvað nauðahversdags- legt. Þar vom ekki stóratburðir á hverri síðu. En undirstraumurinn er gjaman nokkuð þungur. Þessum stíl hélt Hemingway að miklu leyti til hinstu stundar. Skáld- saga hans, Gamli maðurinn og hafið, minnir að því leyti á fyrstu sögur hans. Þegar bóin Gamli maðurinn og hafið kom út var Hemingway fyrir löngu heimsfrægur. Einu gilti hvað frá honum hefði komið, allt hefði það verið lesið, vegið og metið um allar jarðir. En Hemingway reynd- ist enn standa fyrir sínu. Nú er þessi bók að öllum líkindum hans næst-frægasta, næst á eftir sög- unni Vopnin kvödd. Margur reyndi að bijóta til mergjar þessa sérkennilegu sögu. En var á ferðinni baráttusaga. Þama er maðurinn einn síns liðs í baráttunni við náttúmöflin, lífsbar- áttunni í sinni fmmstæðustu mynd. Hákarlarnir sækja að feng gamla mannsins. Þeir þurfa líka að éta. Nú vilja þeir éta það sem hann hefur sjálfur krækt sér í sjálfum sér til viðurværis. Þannig er hin endalausa barátta lífsins hér á jörð: að éta eða vera étinn. Sumir töldu að þama væri komin dulbúin samlíking: gamli maðurinn væri Hemingway sjálfur, nú orðinn talsvert ellimóður þótt árin væm ekki orðin ýkja mörg. Og brátt úr leik í þeirri baráttu, sem hann hafði forðum háð með svo mikilli karl- mennsku, ef ekki hreint að segja — hörku! Nú fyndi hann stóra hákarlinn sækja að sér. Ekki skal hér lagður dómur á þessar skoðanir. En vel má vera að þær hafi átt við rök að styðjast. Síðustu árin dvaldist Hemingway mest á Kúbu og stritaðist við að drekka romm. Hann hafði lifað hratt. Og lifað sterkt. Stríðshetjan gamla hafði ekki lengur þrótt til að skrifa og dó. Guðmundur G. Hagalín sagði við mig endur fyrir löngu eitthvað á þessa Ieið: Ef Gunnar Gunnarsson hefði verið höfundur með stórþjóð en Hemingway lítt þekktur höfund- ur smáþjóðar hefði fáum komið annað í hug en Hemingway hefði samið Gamla manninn og hafið eft- ir fyrirmynd frá Aðventu Gunnars. Við endurlestur þessarar bókar nú rifjast þetta upp. Efnislega er margt líkt með þessum tveim sög- um. I báðum stendur einstaklingur- inn frammi fyrir náttúruöflunum, einn; óstuddur; og á allt undir hand- afli sínu og áræði; annar í víðáttu óbyggðanna, hinn á hafínu enda- lausa. Gamli maðurinn og hafið kom fyrst út á íslensku 1954 í þýðingu Bjöms O. Bjömssonar. Textinn í þessari nýju útgáfu er endurskoðað- ur af Kristjáni Karlssyni. Var það að fmmkvæði útgefanda sem telur að þýðing Bjöms hafi verið „óþarf- lega frjálsleg á köflum". Hér er því vel til vandað eins og sæmir þessu meistaraverki Hem- ingways. Skagfirsk- ir lista- menn sýna í TILEFNI af 50 ára afmæli Skagfirðiiigafélagsins í Reykjavík verða 10 skagfirskir Iistamenn með sýningu á verkum sínum í Drangey, Síðumúla 35. Sýningin verður opnuð laugar- daginn 29. nóvember kl. 14.00. Sýningin stendur yfir frá mánudeg- inum 1. desember til föstudagsins 5. desember og verður opin frá kl. 14.00-18.00 alla dagana nema á fostudeginum verður opið til kl. 22.00. íl’PPÍÍIlÉÍfÍll SUÐURLANDSBRAUT 26 - SIMAR: 91-83100 128 REVKJAVÍK - PÓSTHHÓLF 8266 91-84850 Mikið úrval Mikið úrval af handunnum austurlenskum teppum. Opið tilkl. 16.00 Milliliðalaus innflutningur tryggir hagstæð kaup Nýjar sendingar af modern teppum. Tískulitirog munstur. Glæsilegt úrval af teppum í sígildum mynstrum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.