Morgunblaðið - 29.11.1986, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 29.11.1986, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 1986 Greiðsluerfiðleikalán Húsnæðis- stofnunar verður að veita áfram eftir HaJldór Blöndal III. grein Strax eftir síðustu stjómarskipti var ljóst að húsbyggjendur og kaup- endur voru í miklum greiðsluerfið- leikum og meiri en þeir höfðu verið í áður. Astæðan fyrir því var fyrst og fremst sú að þau lán sem feng- ist höfðu úr Byggingarsjóði ríkisins voru að stofni til of lág og komu til útborgunar seint og síðar meir þannig að þau nýttust illa. Þetta olli því að menn urðu að leita eftir skammtímafyrirgreiðslum í bönk- um og sparisjóðum. Þau lán hækkuðu í samræmi við lánskjara- Heildarlánveitingar Byggingarsjóðs verkamanna, sklpt eftir landshlutum Skýringarmynd þessi, sem sýnir skiptingu heildarián- veitinga, eftir tandshlutum, úr Byggingarsjóði ríkisins 1985, fylgir Ársskýrslu Hús- næðisstofnunar ríkisins 1985. Húsnæðisstofn- un 1981 - 1985: Tvöföldun á lánveit- ingum úr . Bysg- ingarsjóði LÁNVEITINGAR úr Bygg- ingarsjóði ríkisins hafa tvöfaldast á árabilinu 1981-1985 að því er kemur fram í ársskýrslu Húsnæðis- stofnunar rikisins fyrir árið 1985. Mest raunvirðisaukning varð milli áranna 1982-1984, eða um 90,1%. Árið 1985 námu lánveitingar Húsnæðis- stofnunar rikisins samtals 2,666 m.kr. (1.961 m.kr. 1984). Lánveitingar úr Byggingar- sjóði ríkisins námu 2.030 m.kr. og úr Byggingarsjóði verkamanna tæpum 636 m.kr. Framlög ríkissjóðs til hús- næðislánakefísins vóru meiri árið 1985 en nokkru sinni fyrr, l. 248 m.kr., sem 113% hærri ijárhæð að raunvirði en 1984 og 162% hærri fjárhæð en 1982. Stofnunin tók erlent lán, annað árið í röð, 553 m.kr. Lán frá lífeyrissjóðum nam 1.024 m.kr. Endurgreiðslur af veittum lán- um námu 896 m.kr. Lánveitingar úr Byggingar- sjóði 1985 skiptast þannig: Álmenn byggingarlán 1.098 m. kr., lán til kaupa á eldri íbúð- um 452 m.kr., lán vegna greiðsluerfíðleika 235 m.kr, Ián til endurbóta 100 m.kr., fram- kvæmdalán 54 m.kr. og aðrir lánaflokkar rúmar 90 m.kr. Lán úr Byggingarsjóðnum vóru 6.153 talsins 1985 (4.481 1983). Þar af vóru 1.404 frumlán til nýbygginga. Lán til kaupa á eldra húsnæði vóru rúmlega 2.100. Um 50% lána úr Byggingar- sjóði ríkisins fór til Reykjavíkur og 30% til Reykjanesssvseðisins, en samtals er þetta um 80% lánsfjárins. vísitölu en húsnæðislánin stóðu í stað í krónutölu þannig að raun- gildi þeirra rýmaði eftir verðbólg- unni frá þeim degi sem lánsloforðið fékkst til útborgunardags. Lán Byggingarsjóðs ríkisins til Qögurra manna fjölskyldu til bygg- ingar eða kaupa á nýrri íbúð hafa verið þessi síðan 1979 og er miðað við 1. september öll árin: 1979 739 þús. kr. 1980 678 þús. kr. 1981 731 þús. kr. 1982 730 þús. kr. 1983 776 þús. kr. 1984 1.155 þús. kr. 1985 1.114 þús. kr. 1986 1.075 þús. kr. og 2.268 þús. kr. vegna fyrstu íbúðar og 1.588 þús. kr. til annarra sam- kvæmt nýja húsnæðislánakerfínu. Fjárhæðimar eru færðar upp í samræmi við hækkun byggingarví- sitölu öll árin. Til þess að gera myndina fyllri er nauðsynlegt að rifja upp, að sam- kvæmt gamla kerfínu gat sá, sem keypti sína fyrstu íbúð í gömlu húsnæði vænst þess að fá 530 þús. kr., en aðrir 260 þús. kr. Samsvar- andi tölur samkvæmt nýja kerfínu væru 1.588 þús. kr. og 1.111 þús. kr. 1. sept. sl. Gagnstætt því sem áður var er það lögákveðið nú, að lánsloforð Húsnæðismálastjómar fylgja að fullu breytingum á byggingarvísi- tölu til útborgunardags, þannig að menn eiga ða geta gert sér grein fyrir, hvaða skuldbindingar þeir taka á sig með því að festa kaup á húsnæði. eftir Egil Jónsson Fjölmiðlar hafa flutt þau tíðindi að undanfömu að afurðastöðvar í landbúnaði skorti fé til greiðslu á þeim afurðum sem þær hafa fest kaup á. Með þessum hætti em menn nú minntir á þá mikilvægu ákvörðun sem tekin var við setningu búvörulaganna um staðgreiðslu á búvörum. Því ber að fagna. Við undirbúning lagasetningar- innar var vissulega erfítt að fá niðurstöðu í þessu máli, enda virð- ist stundum sem hagsmunagæslan sé fullt eins rík gagnvart milliliðun- um eins og þeim sem framleiða vömna. Afstaða sjálfstæðismanna Ástæðan fyrir afstöðu okkar sjálfstæðismanna gagnvart stað- greiðslunni var m.a. tvíþætt. í fyrsta lagi varð að vera með öllu tryggt að bændur fengju fulla greiðslu fyrir þá framleiðslu sem samið væri um á milli bænda og ríkisvalds hverju sinni. Og í öðm lagi þurfa afurðastöðvar að taka mið af samdrætti í landbúnaði og breyta rekstri sínum með tilliti til þess, ef það reynist nauðsynlegt, í stað þess að ná jöfnuði í rekstrinum með skerðingu á greiðslum til fram- leiðenda. Það má heldur ekki gleymast að afurðastöðvar fengu með lagasetningunni ýmsa réttar- bót, m.a. meiri áhrif á verðlagningu í heildsölu. Dráttarvextir á gjald- fallnar greiðslur Svo ríkur var í hugum manna fyrri greiðslumáti afurðaverðs að Halldór Blöndal „í mínum huga kemur þvi ekki annað til greina en að greiðslu- erf iðleikalán Hús- næðisstofnunar verði veitt áfram næstu árin meðan nýja húsnæðis- lánakerfið er að festast í sessi og unnið verður að þvi að auka það og endurbæta.“ „Hitt er svo annað mál að í þessum efnum hef- ur engin ríkisstjórn greitt jafnvel fyrir mál- um og sú er nú situr að völdum og má í því sambandi minna á flýti- greiðslur til afurða- stöðva, m.a. fé til niðurgreiðslu.“ við meðferð málsins á Alþingi þótti nauðsynlegt að fá lögskýringu á ákvæðum frumvarpsins um greiðsluskyldu afurðastöðva. Þekktir lögmenn, þeir Jón Þor- steinsson, Benedikt Blöndal og Gaukur Jörundsson, voru beðnir að segja álit sitt á hver réttur framleið- enda væri í þessum efnum. Álit þeirra var svohljóðandi: „Að lokum viljum við taka fram, að í 18. gr. frv. er því slegið föstu, að enginn megi kaupa eða selja búvöru innanlands á öðru verði en ákveðið hafí verið skv. ákvæðum þess. Skiptir í því efni engu, hvort um er að ræða umboðssölu eða ekki, framleiðanda ber það grand- vallarverð sem ákveðið hefur verið, hvorki hærra né lægra. í 29. gr. frv. eru ákvæði um gjald- daga. Heimilt er að semja um aðra Það sem athygli vekur, þegar augum er rennt yfír þessa talna- runu, er að húsnæðislánin hafa hækkað í tveim stökkum frá þeim tíma sem Magnús Magnússon var húsnæðisráðherra Alþýðuflokksins, og í bæði skiptin í tið núverandi ríkisstjómar. Lætur nærri að þau hafí þrefaldast á pappímum í krón- um talið en fjór- eða fímmfaldast ef miðað er við raungildi. Til við- bótar kemur svo að nú em lánin til 40 ára í stað 26 ára áður. Húsnæðisstofnun hefur nýlega sent frá sér vandaða greinargerð um lán vegna greiðsluerfíðleika húsbyggjenda og kaupenda. Til þessa lánaflokks var upphaflega stofnað vegna þeirra erfíðleika sem fylgdu rýmun kaupmáttarins 1982—1983. Fýrsta skrefið var það að öllum þeim sem höfðu fengið greidd út lán frá Byggingarsjóði ríkisins á ámnum 1982 og 1983 var gefínn kostur á 50% viðbótar- láni er kæmi til útborgunar 1. janúar 1984. Síðan var ákveðið að halda þessari aðstoð áfram og þá þannig að samvinna tókst með lána- stofnunum og Húsnæðisstofnun sem var í því fólgin að lánsumsókn hvers og eins var metin sérstak- lega. Á þessu ári var þannig veitt allt að 400 þús. kr. lán úr Bygginga- sjóði ríkisins til 31 árs, jafnframt því sem skuldbreytingar hjá bönk- um og sparisjóðum vom til allt að 8 ára. í skýrslunni er tekið dæmi af fjölskyldu þar sem þessi fyrir- greiðsla virðist ætla að koma að fullnægjandi notum. Ef ekkert var að gert hefði fyrirsjáanleg greiðslu- byrði orðið um 50% af heildarlaun- um næstu tvö árin en lækkar nú gjalddaga, en slíkir samningar hljóta að verða einstaklings- bundnir. Ef frv. verður að lögum falla núgildandi samningar i þessu efni úr gildi, hvort sem þeir em einstaklingsbundnir eða fólgnir í stofnsamningum félaga, og ber að fara eftir reglum 29. gr. nema nýir samningar takist um aðra greiðslutilhögun en þar er ákveðin. Hitt er svo annað mál að framleið- endur geta síðar notið hagnaðar afurðastöðvar sem eigendur henn- ar, hvort sem er í samvinnufélagi, hlutafélagi eða með öðmm hætti. Fari svo, að afurðastöð inni lög- mæltar greiðslur ekki af hendi á réttum gjalddaga, ber henni að greiða framleiðanda dráttar- vexti með sama hætti og tíðkast í verslunarviðskiptum.“ Hér er vissulega talað tæpi- tungulaust og engir fyrirvarar settir fram gagnvart þeim skýra rétti sem bændum landsins var fenginn með ákvörðun um stað- greiðslu. Öðruvísi mér áður brá Það er ekki nýtt af nálinni þótt bankar tregðist við að greiða af- urðalán í sama mæli og afurða- stöðvar fara fram á. Og hygg ég að þess muni mörg dæmi að ríkis- valdið hafí í þeim efnum þurft að ganga fram fyrir skjöldu til að bærileg niðurstaða fengist. Hitt er svo annað mál að í þessum efnum hefur engin ríkisstjórn greitt jafn- vel fyrir málum og sú er nú situr að völdum og má í því sambandi minna á flýtigreiðslur til afurða- stöðva, m.a. fé til niðurgreiðslu. En það eru fleiri en fjölmiðlar sem hafa orðið til að minna á þá mikilvægu réttarbót sem bændur fengu við setningu búvörulaganna um staðgreiðslu. í utandagskrár- Mergurinn málsins er full greiðsla til bænda Um staðgreiðslu á búvörum niður í 26%, sem ætti að vera viðr- áðanlegt. Það kemur fram í skýrslunni að umsækjendur um greiðsluerfíð- leikalán eru flestir frá árinu 1984 eða 30%. Nýjustu umsóknimar eru frá þessu ári og þær elstu frá 1979 eða fyrr. Það er jafnframt eftirtekt- arvert að meðalstærð íbúða er minnkandi eða 114 m2öll árin frá 1979-1983. Það þarf engum að koma á óvart þótt það ástand væri enn um sinn að húsbyggjendur eða kaupendur lendi í greiðsluerfiðleikum eins ófullnægjandi og lánafyrirgreiðsla Byggingarsjóðs ríkisins hefur verið fram undir þetta, eins og ég hef sýnt fram á. í mínum huga kemur því ekki annað til greina en að greiðsluerfiðleikalán Húsnæðis- stofnunar verði veitt áfram næstu árin meðan nýja húsnæðislánakerf- ið er að festast í sessi og unnið verður að því að auka það og endur- bæta. Ég veit að vísu að sú skoðun á sér sterka talsmenn á Alþingi að ekki megi gera lágmarksráðstafanir til þess að hjálpa mönnum til sjálfs- bjargar, heldur eigi að setja þá undir opinbera forsjá og raða þeim upp í biðröð eftir leiguíbúðum sem ýmist eru kallaðar kaupleiguíbúðir eða búseturéttaríbúðir. Málflutn- ingurinn gengur svo allur út á það að menn eigi ekki að sitja við sama borð í húsnæðismálum hér á landi, svo ógeðfelld sem sú hugsun nú einu sinni er. Kjami málsins er vitaskuld sá, að hafi þjóðfélagið efni á að lána 85% til leiguíbúða, hefur þjóðfélagið ekki síður ráð á að lána 85% til þeirra, sem vilja eiga íbúðir sínar sjálfír, annast viðhald þeirra, fegra þær og bæta. Það á ekki að refsa mönnum fyrir að vilja hafa forræði yfir sínum málum. Höfundur er einn af alþingis- mönnum Sjálfstæðisflokks fyrir Norðurlandskjördæmi eystra. Egill Jónsson umræðum á Alþingi sl. fímmtudag, þar sem fjallað var um skil afurða- stöðva á afurðaverði til bænda, höfðu tveir þingmenn Alþýðu- bandalagsins hátt um nauðsyn þess að bændur fengju framleiðsluvörur sínar greiddar fullu verði á tilsettum tíma. Við lokaafgreiðslu málsins á Al- þingi greiddi Alþýðubandalagið atkvæði á móti búvörulögunum, þar með talið hinu mikilvæga ákvæði um staðgreiðslu búvara. Já, öðruvísi mér áður brá. Ef þá hefði verið farið að ráðum Alþýðu- bandalagsins hefðu menn getað sparað þá umræðuna sem nú er uppi um útborgun á framleiðsluvör- um landbúnaðarins, því þá hefði greiðsluskyldan ekki verið fyrir hendi. Sem betur fór þá varð af- staða Alþýðubandalagsins og annarra úrtöluafla undir í þeirri baráttu. Þar með voru mikilvægir hagsmunir bændanna í landinu tryggðir. Höfundur er einn af alþingis- mönnum Sjálfstæðisflokks fyrir Austurlandskjördæmi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.