Morgunblaðið - 29.11.1986, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 29.11.1986, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 1986 plnrgmt Útgefandi Árvakur, Reykjavík Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aöstoöarritstjóri Björn Bjarnason. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 500 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 50 kr. eintakiö. „Félagshyggju- menn“ velja frambj óðendur Flokkarnir þrír, sem kenna sig við svokallaða félagshyggju, Alþýðubandalag, Alþýðuflokkur og Framsóknarflokkur, efna um þessa helgi til prófkjara eða for- vals um skipan framboðslista í höfuðborginni og raunar víðar. Á stundum er efnt til funda af fé- lögum í þessum flokkum í því skyni að ræða um það, sem þeim er sameiginlegt og jafnvel einnig, hvort ekki sé skynsamlegast fyr- ir þá að sameinast undir einum hatti gegn Sjálfstæðisflokknum. Til þess hefur ekki komið enn að þessir þrí-flokkar sameinist á þennan hátt í átökunum við sjálf- stæðismenn. í kosningum sumarið 1956 tóku framsóknar- menn og Alþýðuflokksmenn höndum saman í Hræðsiubanda- laginu svonefnda, tilgangur þess var að klekkja á Sjálfstæðis- flokknum í skjóli ranglátra kosningalaga. Að þeim kosning- um loknum mynduðu þrí-flokk- amir ríkisstjóm, fyrstu vinstri stjómina eftir lýðveldisstofnun. Stjómin hrökklaðist frá í desem- ber 1958, rúin öllu trausti. Eftir það var séð til þess í 12 ár, að framsóknarmenn og Alþýðu- bandalagsmenn fengu ekki nægilegan þingstyrk til að eign- ast ráðherra í ríkisstjóm. Næst komust þrí-flokkamir í stjóm 1978 einnig undir forsæti framsóknar eins og 1956. Sú stjóm sat aðeins rúmt ár að völd- um og náði aldrei neinum tökum á stjóm landsmála. Þrí-flokkamir hafa áttað sig á því, að vinstri stjóm þeirra nýtur hvorki álits né vinsælda meðal kjósenda. Al- þýðubandalagið hefur af þeim sökum valið þann kost að bjóða kjósendum upp á jafnaðarmanna- stjóm að kosningum loknum — stjóm með þátttöku Alþýðu- bandalags, Álþýðuflokks og Kvennalista. Eftir að framsókn- armenn hafa setið í ríkisstjómum svo að segja samfellt í fimmtán ár, þykja þeir ekki heppileg beita á atkvæðaveiðum; þeir eru að komast í svipaða stöðu og Al- þýðuflokksmenn eftir 15 ára samfellda ríkisstjómarsetu 1971. Upp úr því munaði minnstu, að Alþýðuflokkurinn þurrkaðist út. Baráttan, sem háð er f þrí- flokkunum um þessa helgi ber annað yfírbragð en „félags- hyggjumenn" vilja hafa á milli kosninga. Þar er tekist á af hinni mestu hörku. Lítið fer fyrir bræðralaginu. Forysta Alþýðuflokksins hag- aði málum að vísu þannig, að „sjálfkjörið" var í þrjú efstu sæti framboðslistans í Reykjavík; þeir, sem þar sitja, hafa ekki þurft annað en birta myndir af sér á síðum blaðanna til að „þakka traustið". Þeim mun harðar er barist um 4. sætið á Reykjavíkur- lista kratanna, svo að ekki sé minnst á stórstyrjöld þeirra Karv- els Pálmasonar og Sighvats Björgvinssonar á Vestíjörðum. Fjölmennum hópi manna hefur verið smalað í Framsóknarflokk- inn í Reykjavík til að velja á milli þeirra Haralds Ólafssonar, þing- manns, Finns Ingólfssonar, aðstoðarmanns Halldórs Ás- grímssonar, varaformanns flokksins, og Guðmundar G. Þór- arinssonar, sem hefur verið handgenginn Steingrími Her- mannssyni, flokksformanni. Utlit er fyrir, að atkvæði þeirra, sem hafa gengið í Framsóknarflokk- inn vegna prófkjörsins ráði úrslit- um um það, hvort Haraldi Ólafssyni verði vikið úr efsta sæti framsóknarlistans. Hefðu þeir 1.900 menn, sem sátu í fé- lögum flokksins fyrir átökin nú, ráðið, er talið að Haraldur hefði farið með öruggan sigur af hólmi; vegna prófkjörsins hafa 2.100 til 2.300 manns gengið í Framsókn- arflokkinn. Dæmið er flóknara hjá Al- þýðubandalaginu. Þar er klíku- myndunin jafnvel rótgrónari en í hinum flokkunum tveimur. Þar fá einnig færri að segja álit sitt á því, hvemig listinn skuli skipað- ur. Baráttan í forvalinu er háð í návígi. Svo virðist sem Svavar Gestsson, flokksformaður, sitji á friðarstóli á toppnum, þótt ekki sé hann sjálfkjörinn eins og topp-kratamir. Ásmundur Stef- ánsson, forseti Alþýðusambands- ins, og Þröstur Ólafsson, framkvæmdastjóri Dagsbrúnar, takast á um „verkalýðssætið" á listanum en Guðrún Helgadóttir, sem nýtur stuðnings „gáfu- mannafélagsins" í flokknum, gerir tilkall til þessa sama sætis, ef hún stefnir ekki beint á sæti Svavars. Þrátt fyrir þau hörðu átök, sem hér hefur verið lýst, munu tals- menn þrí-flokkanna halda „fé- lagshyggjunni" á loft að þeim loknum. Þrátt fyrir harðar deilur formanna Alþýðubandalags og Alþýðuflokks fyrir kosningar, eru raddimar um samstöðu þessara flokka um hugsjónir jafnaðar- mennskunnar háværar, þegar það er talið henta. Jafnvel eftir afhroð framsóknarmanna í þing- kosningunum 1978 og sigur Alþýðuflokksins þá, kom það í hlut Framsóknarflokksins að mynda vinstri stjóm með Al- þýðubandalagi og Alþýðuflokki að kosningunum Ioknum. ÉQmriMináD Umsjónarmaður Gísli Jónsson Undir lok næstsíðasta kafla (363) fjallaði ég nokkuð ógætilega um viss atriði í háttalagi eignar- og persónu- fomafna, en bar þó gæfu til þess að hafa um þetta nokk- um fyrirvara. Ég var því ekki hissa, er ég fékk eftirfarandi bréf frá Baldri Jónssyni dós- ent og birti það að sjálfsögðu mjög fúslega: „Kæri Gísli. Þökk fyrir alla góðu íslenskuþættina í Morgun- blaðinu, sem ég læt aldrei fram hjá mér fara. I þættinum í gær (15. nóv- ember), spurðir þú um orð fyrir „portret(t)“. Ekki kann ég annað það sem flestar orðabækur hafa, mynd, and- litsmynd, en er það ekki nóg? „Portrett“ getur verið svo margt, en ég held að það sé alltaf einhvers konar mynd, oft andlitsmynd. Ef það er rétt, ættu okkur að duga þessi tvö orð ásamt þeim einkunn- um eða forliðum sem við eiga hveiju sinni. Tilefni þess að ég greip blað og blýant var þó ekki þessi spuming, heldur svar þitt við spumingu um notkun fomafnanna sinn og hans í sama þætti. Spurt var hvort heldur ætti að segja ég þakkaði honum fyrir hjálp hans eða ég þakkaði honum fyrir hjálp sína. Ég er ekki sáttur við það svar að hið síðara sé rétt. Mér fínnst undarlegt að mað- ur þakki fyrir hjálp sína eða lofí guð fyrir boðskap sinn. Ég get hins vegar tekið undir það að betur færi á að skeyta greini við orðið hjálp (ég þakkaði honum fyrir hjálp- ina) en hafa fomafn með því, en það er önnur saga. Notkun fomafnanna sinn og hans getur verið býsna snúin og verður ekki útskýrð í stuttu máli. En ef til vill skýrist málið eitthvað ef við lítum á fáein dæmi (um rétta notkun að mínum dómi): la Ég þakkaði bróður mínum fyrir hjálp hans b Þú þakkaðir bróður þínum fyrir hjálp hans c Jón þakkaði bróður sínum fyrir hjálp hans 2a Ég lofaði guð (minn) fyrir miskunn hans b Þú lofaðir guð (þinn) fyrir miskunn hans c Jón lofaði guð (sinn) fyrir miskunn hans 3a Ég bað bróður minn fyrir töskuna mína b Þú baðst bróður þinn fyrir töskuna þína c Jón bað bróður sinn fyrir töskuna sína 4a Ég keypti hjólið (mitt) fyrir peningana mína b Þú keyptir hjólið (þitt) fyrir peningana þína c Jón keypti hjólið (sitt) fyr- ir peningana sína Sá munur er á fyrri dæm- unum (1—2) og hinum síðari (3—4) að síðasta orðið í fyrri dæmunum vísar til andlagsins (bróðir, guð), sem er í 3. persónu eintölu og karlkyni, en í síðari dæmunum er vísað til frumlagsins (ég, þú, Jón). Við getum leikið okkur að því að skipta um orð (jafnvel fomöfn) í þessum dæmum og sjá hvað gerist. Tökum lc og skiptum um persónu andlags- ins eða kyn og tölu. Þá fáum við t.d. (5a=lc): 5a Jón þakkaði bróður sínum fyrir hjálp hans b Jón þakkaði systur sinni fyrir hjálp hennar c Jón þakkaði fólkinu fyrir hjálp þess d Jón þakkaði mér fyrir hjálp mina e Jón þakkaði þér fyrir hjálp þína o.s.frv. Hvemig sem við förum að fáum við aldrei sína í síðasta dálk nema gera ráð fyrir því að andlag sagnarinnar geti verið afturbeygða fomafnið sér: Uón þakkaði sér fyrir hjálp sína. Setningin er hláleg að merkingu, en rétt að formi. 365. þáttur Þessum leik má halda áfram með því að setja fomöfn 1. og 2. persónu í stað nafnsins Jón. Þá verða fírrumar eink- um !ég þakkaði mér fyrir hjálp mína og !þú þakkaðir þér fyrir hjálp þína. En setningin *ég þakkaði hon- um fyrir hjálp sína“ kæmi aldrei út úr dæminu. Látum þetta nægja að sinni. Mér fannst ég þurfa að skjóta þessu að þér til um- hugsunar. Þú ræður hvort þú birtir eitthvað af því. Með bestu kveðjum." ★ Ég þakka Baldri Jónssyni kærlega þetta góða bréf og allt framlag hans til þáttarins áður. Gott er að eiga slíka að. Að svo mæltu bætir um- sjónarmaður því einu við, að dr. theol. Jakob Jónsson spurði hann einu sinni í tíma hvort hann vissi hver væri munur á fríkirkjusöfnuði og dómkirkjusöfnuði í Reykjavík. Umsjónarmaður vissi það ekki og þá sagði dr. Jakob: „Sá er munur að í dómkirkj- unni er sungið: Guði sé lof fyrir sinn gleðilegan boð- skap, en í fríkirkjunni fyrir hans gleðilegan boðskap. ★ Við eigum í vök að veijast eða undir högg að sækja, eftir atvikum. I útvarpsfrétt- um 19. þ.m. mátti heyra þennan kynduga samruna af vörum viðmælanda eins fréttamannsins: „Við eigum undir vök að veijast." Nógir eru erfíðleikarnir í vökinni, þótt ekki sé farið undir hana. Svo mikil er ofnotkun orðs- ins vertíð (e. season) um þessar mundir, sbr. jafnvel laufabrauðsvertíð í blaði ekki fyrir löngu, að maður hrærist til þakklætis yfír að sjá ferðatíð (ekki ferða- vertíð) í fyrirsögn nú á dögunum. Mynd 1: FJÖLDI ALNÆMISSJÚKLINGA Mynd 2: FJÖLDI ALNÆMISSJÚKLINGA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.