Morgunblaðið - 29.11.1986, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 29.11.1986, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 1986 37 Haraldur Briem, smitsjúkdómalæknir: Utbreiðsla alnæmis Tafla 2. Flokkun einstaklinga, sem smitaðir eru af alnæmis- veiru, eftir einkennum og aldri miðað við 30. september 1986. Aldurs- hópur Alnæmi Forstigseinkenni ARC* LAS** Einkenna- lausir Samtals 0-9 0 10-19 1 1 20-29 1 1 5 8 15 30-39 1 4 5 10 40-49 1 1 2 50-59 1 1 Samtals 4 1 9 15 29 * ARC (AIDS related complex): Viðvarandi eitlabólga með öðrum ein- kennum. ** LAS (lymphadenopathy syndrome): Viðvarandi eitlastækkanir. Tafla 3.--------------------———------------------------- Algengi mótefna gegn alnæmisveiru meðal áhættuhópa á Islandi miðað við júlí 1986. Áhættuhópar Fjöldi Fjöldi með mótefni gegn alnæmisveiru (%> Hommar 116 20 (17,2) Lyfjafíknir 133 6 ( 4,5) Gagnkynhneigðir Karlar 95 1 ( 1.0) Konur 38 1 ( 2,6) Blóðþegar 1 1 (100,0) Dreyrarsjúklingar 14 0 ( 0,0) Samtals 397 29 ( 7,3) Tafla 1: Árið 1981 greindust fyrstu sjúkl- ingarnir með alnæmi í Bandaríkjun- um. Dánartíðni þessara sjúklinga reyndist óvenju há eða allt að 100%. Þegar á árinu 1982, áður en raun- veruleg orsök var kunn, var ljóst að um smitsjúkdóm var að ræða, sem var að taka á sig mynd farsótt- ar eða öllu heldur drepsóttar. Sjúkdómurinn virtist breiðast út meðal homma og eiturlyfjaneytenda með líkum hætti og lifrarbólguveira B. Þannig virtist smitið breiðast út með blóðblöndun og sérstaklega með kynmökum homma. Árið 1983 uppgötvuðu franskir vísindamenn að orsök sjúkdómsins var svokölluð retróveira. Alnæmis- veiran er fyrsta þekkta retróveiran, sem veldur hæggengri sýkingu í mönnum. Þekking okkar á þessum sjúkdómi hefur leitt til þess að nú er vitað að mun fleiri eru smitaðir af völdum veirunnar en hafa loka- stig hennar, eða alnæmi. Hvenær og hvar hófst alnæmisfaraldurinn? Rannsóknir á gömlum blóðsýnum og endurskoðuðum sjúkdómstilfell- um benda til að faraldurinn kunni að hafa byijað fyrir 15—20 árum í Afríku. Framan af voru sjúkdóms- tilfelli fá og stijál. Þar sem sýkingin breiðist út frá einum einstaklingi til annars er um keðjuverkun út- breiðslunnar að ræða. Fjöldi sjúkl- inga fylgir þannig veldisfalli (exponential function). Útbreiðsla sjúkdóms sem verður með þessum hætti getur villt mjög fyrir mönn- um. Fyrst eru sjúkdómstilfellin fá en síðan fer þeim stöðugt fjölgandi á næsta ótrúlegan hátt. Á mynd 1 er lýst slíkum ferlum fyrir Banda- ríkin og Evrópu. Á fyrstu árunum eftir að sjúkdómsins varð vart mætti ætla að hann væri fyrst og fremst vandamál í Bandaríkjunum. Ef litið er á veldisföllin með öðrum hætti, þ.e. lógariþmískt, kemur annað í ljós (mynd 2). Sést þá að útbreiðsluhraði sjúkdómsins er nokkum veginn sá sami bæði vest- an hafs og austan. Hins vegar virðist sjúkdómurinn hafa komið fyrr upp í Bandaríkjunum en Evr- ópu. Einnig kemur í ljós að ísland er á engan hátt undanþegið þessum vágesti. Þegar árið 1982 var þeim ljóst, sem fylgdust náið með alnæmis- faraldrinum í Bandaríkjunum, að ískyggilegur atburður var að ger- ast. Faraldurinn hefur þó reynst vera miklu afdrifaríkari fyrir mann- kynið en nokkur gerði sér í hugar- lund þá. Fljótlega eftir að sjúkdómurinn uppgötvaðist í Bandaríkjunum kom í ljós hröð út- breiðsla hans í Mið-Afríku. Sjúk- dómurinn virtist þar ekki vera bundinn við neina sérstaka „áhættuhópa". Kynjahlutfall al- næmissjúklinga var nánast jafnt. Það sem sérstaklega einkenndi al- næmissjúklinga var að þeir höfðu haft kynmök við marga. Framan af var því trúað, einkum í Banda- ríkjunum, að alnæmi væri sérstakur hommasjúkdómur, sem borist gæti til eiturlyfjasjúklinga, blóðþega og dreyrasjúklinga með blóðblöndun. Veldisföllin yfir alnæmissjúklinga í Bandaríkjunum (mynd 3) benda þó til annars. Útbreiðsla alnæmis er jafn hröð meðal gagnkynhneigðra eins og homma og eiturlyfjaneyt- enda og annarra svokallaðra áhættuhópa. Hún virðist hins vegar hafa byijað seinna meðal gagnkyn- hneigðra en meðal síðast nefndu hópanna. Nýlegar bandarískar rannsóknir benda einnig til þess, að alnæmisveiran gangi jafn greið- lega frá konu til karls eins og frá karli til konu við kynmök. Ef miðað er við skráðan fjölda alnæmissjúklinga virðist úbreiðslan mest í Bandaríkjunum en ísland kemur í 8. sæti (mynd 4). Útbreiðsl- an er þó trúlega mest í Afríku en því miður hafa stjómvöld þar ekki fengist til að viðurkenna nema til- tölulega fá sjúkdómstilfelli. Út- breiðslan er nú orðin töluverð í Suður-Ameríku og farið er að bera á alnæmi víða í Asíu. Alnæmi hefur greinst í a.m.k. 70 þjóðlöndum. Eftir að veiran uppgötvaðist hefur reynst mögulegt að finna smitaða einstaklinga með mótefnamæling- um. í ljós hefur komið að smitaðir einstaklingar eru mun fleiri en al- næmissjúklingamir. í Bandaríkjun- um em þeir smituðu áætlaðir um 1,5—2 milljónir. í Mið-Afriku má gera ráð fyrir margfalt fleiri smit- uðum einstaklingum. Ef miðað er við fólksíjölda þar og algengi mót- efna í úrtaksprófum er líklegt að þar séu a.m.k. 10 milljónir manna smitaðar af alnæmisveirunni. Með- göngutími sjúkdómsins virðist vera að meðaltali 5 ár, þ.e. tíminn frá smiti til lokastigseinkenna. Með- göngutíminn virðist þó mjög breyti- legur frá einum einstaklingi til annars og er líklegt að hann geti verið frá 1—15 árum. Eftir því sem tíminn líður virðist æ stærri hluti þeirra sem er smitaður fá einkenni. Horfurnar eru því vægast sagt ískyggilegar. Hvernig’ er ástandið á Islandi varðandi al- næmi og við hverju mega Islendingar búast? Alls hafa nú greinst 29 einstakl- ingar með smit af völdum alnæmis- veiru. Dreifing þessara einstaklinga eftir mismunandi hópum er sýnd í töflu 1. Flokkun þeirra eftir aldri og einkennum er sýnd í töflu 2. Algengi mótefna gegn alnæmis- veiru er sýnd í töflu 3. Á skemmri tíma en einu ári hafa greinst 4 ein- staklingar með lokastig sýkingar- innar eða alnæmi. Ætla mætti að þetta væru of fáir einstaklingar til þess að draga ályktanir um það sem koma skal. Ef stuðst er við tíma- setningu greiningar alnæmissjúkl- inganna kemur í ljós að fjöldi þeirra fylgir veldisfalli sem bendir til tvö- földunar á 6 mánaða fresti. Reynslan annars staðar sýnir að slík fjölgun sjúklinga verður í byij- un faraldursins. Síðan virðist tvöföldunartíminn lengjast í 12 mánuði að nokkrum árum liðnum án þess þó að raunverulega dragi úr útbreiðslunni. Ef gert er ráð fyrir að tvöföldunartíminn lengist að ári liðnu í 12 mánuði á íslandi Dreifing einstaklinga með mótefni gegn alnæmisveir- unni eftir mismunandi hópum miðað við 30. september 1986. Hópareinstaklinga Fjöldi {%) Hommar 20 (69,0) Lyfjafíknir 6 (20,6) Gagnkynhneigðir 2 ( 7,0) Blóðþegar 1 ( 3,4) Dreyrarsjúklingar 0 ( 0,0) Samtals 29 (100,0) má gera ráð fyrir samtals um 20 alnæmissjúklingum fyrir árslok 1987 og um 40 fyrir árslok 1988 (mynd 5). Faraldsfræðin hefur kennt okkur margt um eðli alnæmisfaraldursins. Skráning alnæmissjúklinga segir okkur þó einungis hvemig smit breiddist út a.m.k. 5 árum áður en skráningin fór fram. Það er á hinn bóginn mjög þýðingarmikið að vita með hvaða hætti smit breiðist út nú á dögum. Einungis á þann hátt er unnt að meta útbreiðsluhraða sjúkdómsins á líðandi stund og meta þannig áhrif forvamarað- gerða og meðferðar. Það verður einungis gert með mótefnamæling- um. Erfitt er þó að ná til smitaðra af ýmsum ástæðum. Má þar nefna ýmis siðfræðileg vandamál, löggjöf um nafnleynd, ótti um félagslega útskúfun, andfélagsleg viðhorf, t.d. eiturlyfjasjúklinga og vændi svo nokkuð sé nefnt. Heldur útbreiðslan áfram með sama hraða og hún gerir um þessar mundir? Það er ljóst að úr hraða útbreiðsl- unnar mun draga. Mettunar verður vart meðal þeirra einstaklinga sem hafa í frammi áhættuhegðun og vonandi munu vamaraðgerðir draga veralega úr útbreiðslu farald- ursins þegar fram í sækir. Hins vegar er engin leið að segja fyrir um það nú hversu margir munu á endanum sýkjast. Hafa verður þó í huga að jafnvel þótt takast mætti að stöðva útbreiðslu smits á þessari stundu með bóluefni eða öðram vamaraðgerðum er fjöldi smitaðra nú þegar slíkur að naumast mundi sjást nokkur veraleg breyting á útbreiðslu alnæmis næstu 5 árin. í sunnudagsblaði Morgunblaðsins verð- ur fjallað um alnæmi I blaðauka. Mynd 3: FJÖLDI ALNÆMISSJÚKLINGA í BANDARÍKJUNUM JAPAN ARGENTÍNAJ3 GRIKKLAND'Bl FINNLAND"|3 PORTÚGAL ÍRLANDjU SPÁNN'ÍSSl ÍTALiA' nmsnn AUSTURRÍKIJH3 NOREGUR" NÝJA SJÁLAND ÍSRAEL' BRETLAND' SVÍÞJÓÐ ÞVSKALAND HOLLAND SUÐUR AFRÍKA LÚXEMBURG MALTÁ ÍSLAND FRAKKLAND ÁSTRALÍÁ BELGÍÁ DANMÖRK' SVISS KANADÁ BANDARÍKIN Mynd 4: FJÖLDI SKRÁÐRA ALNÆMISSJÚKLINGA Á HVERJA MILLJÓN ÍBÚA 30. SEPTEMBER 1986 5E23105 Mynd 5: ------------------- SPÁ UM FJÖLDA ALNÆMIS- SJÚKLINGA TIL ÁRSLOKA 1988
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.