Morgunblaðið - 29.11.1986, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 29.11.1986, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 1986' 53 Lögmannshlíðarkirkja 125 ára Á sunnudaginn, 30 nóvember, verður minnst 125 ára vígsluaf- mælis Lögmannshlíðarkirkju. Kirkjan stendur á svokallaðri Lög- mannshlíðartorfu í hlíðinni ofan Akureyrar. Upphaflega hét bærinn þar Hlíð en nafnið mun hafa breyst er Guðmundur Sigurðsson lögmað- ur bjó þar í 40 ár á 14. öld. Talið er að kirkjan hafí staðið í Lög- mannshlíð frá því skömmu eftir kristnitöku. Þar var í kaþólskum sið kirkja helguð Ólafí helga Nor- egskonungi. Sú kirkja sem nú stendur í Lög- mannshlíð var reist á árunum 1860 til 1861. Fyrst var messað í henni 1. sunnudag í aðventu árið 1860 en þá var þar prestur sr. Sveinbjöm Hallgrímsson sem sat í Glæsibæ. Ekki mun kirkjan þó hafa verið fullgerð fyrr en 1861. í fardögum 1860 og 1861 er sama umsögn um kirkjuna bæði árin í skýrslu próf- astsins sr. Daníels Halldórssonar: „Er undir endurbyggingu af timbri." Kirkjan er síðan tekin út af prófasti á höfuðdegi, 29. ágúst 1862. Yfírsmiður við kirkjuna var Jó- hann Einarsson í Syðri-Haga á Arskógsströnd. Eigandi Lögmanns- hlíðartorfunnar var þá Þorsteinn Daníelsson á Skipalóni. Hann átti þá einnig kirkjustaðinn að Bakka í Óxnadal sem hann hafði þá byggt upp og skyldi nú eins farið að í Lögmannshlíð. Samkvæmt reikn- ingum mun kirkjan hafa kostað 1157 rd. og 11 sk. Lögmannshlíðarkirkja var í upp- hafí undir Glæsibæ en fór síðan undir Akureyri. Það er svo í árslok 1981 að stofnað er nýtt prestakall á Akureyri, Glerárprestakall. Féll þá kirkjan undir hið nýja presta- kall, sem samanstendur af tveimur sóknum, Lögmannshlíðarsókn og Miðgarðasókn í Grímsey. í kirkjunni er margt góðra mina. Merk altaristafla, eða brík, með vængjum frá árinu 1648 með mynd af kvöldmáltíðinni. Þá er prédikun- arstóll í kirkjunni frá árinu 1781. Á honum eru myndir af guðspjalla- mönnunum og virðist stóllinn að mest óbreyttur frá fyrstu tíð. Enda þótt nú sé verið að byggja nýja kirkju í Glerárprestakalli, þá mun Lögmannshlíðarkirkja áfram standa og verða viðhaldið vel sem fyrr. Hún á sér trygga velunnara sem sækja til hennar og minnast þar helgra stunda. Þessara tímamóta verður minnst við hátíðarguðsþjónustu nk. sunnu- dag. Kirkjukór Lögmannshlíðar- sóknar syngur og sóknarpresturifln, sr. Pálmi Matthíasson, syngur messu. Eftir messu bjóða kvenfé- lagskonur í Baldursbrá til kaffisam- sætis í Glerárskóla. Er þess vænst að sem flestir sjái sér fært að koma til messu á þessum tímamótum og þiggja góðgerðir á eftir. Aðventuhátíð í Glerárprestakalli Á sunnudagskvöld verður að- ventuhátíð í Glerárskóla á Akureyri og hefst kl. 20.30. Þar verður boð- ið upp á fjölbreytta dagskrá. Ræðumaður verður sr. Cesil Har- aldsson forstöðumaður öldrunar- ráðs Akureyrar. Blokkflautukvart- ett leikur undir stjórn Angelu Duncan. Bamakór Lundaskóla syngur undir stjóm Elínborgar Loftsdóttur. Þá mun Kirkjukór Lög- Kökubasar í Seljaskóla KÖKUBASAR verður í Selja- skóla í Reykjavík í dag og eru það nemendur skólans sem standa fyrir basamum. Einnig verða nemendur með kaffi og kökusölu. Jafnframt stendur foreldrafélag- ið fyrir jólaföndri og er æskilegt að foreldrar eða eldri systkini fylgi yngri bömunum, segir í fréttatil- kynningu. Aðventuhátíð ogjólaföndur hjá Geðhjálp GEÐHJÁLP verður með að- ventuhátíð á morgnn, 30. nóvember, kl. 14.00-18.00, í fé- lagsmiðstöðinni Veltisundi 3b. Jólaföndur verður síðan þriðju- daginn 2. desember kl. 20.00-23.30 og verður það einnig í félagsmið- stöðinni, segir í fréttatilkynningu frá Geðhjálp. mannshlíðarsóknar syngja undir stjóm Jóns Hlöðvers Áskelssonar. Einsöngvari á aðventuhátíðinni verður Margrét Bóasdóttir en hljóð- færaleik annast nemendur og kennarar úr Tónlistarskólanum. í lokin verða ljósin tendmð þar sem hver og einn gefur þeim sem næst stendur logandi ljós. Þessar hátíðir hafa verið fjölsótt- ar undanfarin ár. Þær em í raun upphaf þess undirbúnings sem að- ventan kallar á. Aðventan bendir fram til jólanna, hátíðar ljóss og friðar, bendir til þess sem kemur. Er það von min að nú sem fyrr komi fólk saman á aðventuhátíð og eigi saman helga stund. Með aðventukveðju. Pálmi Matthíasson LEIKUR LOTTÓ LÁNIÐ VIÐ ÞÍG? v _____ TOMMA IHAMBORGARARI Brúðuleikhús heimsækir Borgarbókasaf n BORGARBÓKASAFN viU vekja athygli barna og foreldra á þvf að í dag, laugardaginn 29. nóv- ember, verður Brúðuleikhúsið Sögusvuntan á ferðinni í Borgar- bókasafni og sýnir Smjörbitasög- una. Leikhúsið sýnir á tveimur stöð- um, í Bústaðasafni kl. 13.15 og í aðalsafni, Þingholtsstræti 29A kl. 17.00. Blómin í Lambhaga! Nú nálgast jólin og þú átt eftir að setja upp jólaskreytinguna, stóra pálmann, jólastjörnuna eða aðventukransinn. Það verður opið í Lambhaga um helgina. Líttu inn. Opið frá kl. 9-19. Iíiinbhagi i tAOÍAÁ DlÁnim i/mnli ■ iiV-' Gróórarstöö-Blómaverslun við Vesturlandsveg • Sími 681441
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.