Morgunblaðið - 29.11.1986, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 29.11.1986, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 1986 57 Sigurást Sturlaugs- dóttir - Minning Fædd 16. september 1894 Dáin 17. nóvember 1986 Mig iangar til að rita örfá orð til minningar um ömmu mína, Sig- urást Sturlaugsdóttur. Hún andað- ist í Landakotsspítala að kvöldi 17. nóvember síðastliðinn. Undanfamar vikur hafa böm hennar og bamaböm séð lífsljósið fölna smátt og smátt. Hún gekkst undir skurðaðgerð í október og síðan þá hefur hún sagt að hún sé ansi löt, þótt við hin vissum og skildum hvað hún barðist við. Hún var þrautseig og dugleg og hafði ekki mörg orð um sín veikindi. Hún fæddist þann 4. október árið 1895 í Akureyjum á Skarð- strönd. Foreldrar hennar vom Sturlaugur Tómasson bóndi og Herdís Jónsdóttir. Hún var ein 14 systkina. Hún giftist Kristjáni Har- aldssyni, afa mínum, er lést fyrir sex áram. Þau bjuggu að Barmi á Skarðströnd frá 1933 til ársins 1948, en fluttu þá að Nýp í sömu sveit og bjuggu þar til ársins 1957 er foreldrar mínir tóku við búskap og vora hjá þeim til ársins 1963, þá fluttust þau öll til Reykjavíkur. Síðustu árin var amma mín hjá dóttur sinni. Saman áttu afi og amma fimm böm sem öll era eftir lifandi. Auk þess ólu þau upp fleiri böm um lengri og skemmri tíma, þar á meðal móður mína. Hún amma var hjartahlý og góð og vildi öllum vel. Ég þakka fyrir þær stundir sem ég átti með henni heima í sumar. Ég fann þá hve mikið hún hafði elst á því liðna hálfu ári sem við ekki höfðum sést. Það var svo yndisleg stund. Við töluðum um þá daga frá því hún bjó fyrir vestan og amma hafði frá svo mörgu að segja. Eg þakka ömmu fyrir allar þær góðu stundir sem við áttum saman. Blessuð sé minnjpg hennar. Birgitta Ö. Björnsdóttir Sigurást Sturlaugsdóttir fæddist að Ytri-Fagradal á Skarðsströnd hinn 16. september 1894. Foreldrar hennar voru hjónin Sturlaugur Tómasson bóndi þar og síðari kona hans Herdís Kristín Jónsdóttir frá Skriðuholti í Dölum. Þeim hjónum varð 14 bama auðið en með fyrri konu sinni átti Sturlaugur 8 böm. Af alsystkinum Ástu komust 10 til fullorðinsára. Af þeim er yngsta systirin ein eftir á lífí, Unnur sem búsett er í Keflavík. Þegar Ásta var á þriðja árinu fluttu foreldrar henn- ar í Akureyjar á Breiðafírði og þjuggu þar síðan allan sinn búskap. Átta ára gamalli er Ástu komið í fóstur upp á land til hjónanna Maríu Magnúsdóttur og Guðbrandar Finnssonar, kennara, sem þá bjuggu í Litla-Galtardal á Fells- strönd. Með fósturforeldram sínum flutti hún síðan til Ólafsvíkur og gekk þar í bamaskóla. í Ólafsvík fékk hún betri undirstöðu í námi en almennt gerðist á þessum áram, því þar var góður bamaskóli og bömunum meðal annars kennt að syngja. Skólavistin í Ólafsvík átti eftir að verða Ástu gott veganesti og alla tíð minntist hún fósturfor- eldra sinna með mikilli ást virðingu. Þó Ásta dveldi langdvölum að heim- an hélt hún góðu sambandi við fjölskyldu sína í Akureyjum og sex- tán ára gömul flytur hún heim aftur. Næst liggur leiðin í Stykkis- hólm en þangað fer hún til að læra klæðskeraiðn hjá Rannveigu Jóns- dóttur, sem þar rak bæði sauma- verkstæði og vefnaðarvöraverslun. Hjá henni lærði Ásta karlmanna- fatasaum og vann við saumaskap og verslunarstörf. Jafnframt var hún Rannveigu til aðstoðar við kennslu á verkstæðinu síðustu tvö árin, sem hún var í Stykkishólmi, og kenndi handavinnu í bamaskól- anum. Ragnheiður systir Ástu var búsett í Reykjavík og fyrir hennar áeggjan kemur hún suður og ræður sig i vist hjá Lúðvík Kaaber, banka- stjóra og konu hans 1920. Þau hjónin kunnu vel að meta þessa fjöl- hæfu stúlku og tóku miklu ástfóstri við hana. Auk annarra starfa á heimilinu hugsaði hún um bömin, sem hændust mjög að henni. Vera sína á þessu merka heimili taldi hún eitt ánægjulegasta tímabilið í lífi sínu. Árið 1925 verða þáttaskil í lífí Ástu en þá gengur hún að eiga Kristján Haraldsson frá Hvalgröf- um og flytur með honum vestur á Breiðafjörð. Það má nærri geta hver viðbrigði það hafa verið fyrir þessa ungu konu að flytjast af glæstu heimili í Reykjavík og setj- ast að í afskekktri sveit, en hún kaus að fylgja þeim manni sem hún Aðalbjöm Krist- bjarnarson - Kveðja Þess gerist ekki þörf að skrifa minningargrein um Aðalbjöm Kristbjamarson, flugmann, til þess að telja fram kosti hans. Maðurinn mælti með sér sjálfur með fram- komu sinni. Aðalbjöm lét skapið ekki hlaupa með sig í gönur, þó oftar en ekki væri full ástæða til þess. Það fór ekki mikið fyrir hon- um. Áreitni við aðra kunni hann ekki. Við vorum kvæntir systrum. Hann var svaramaður þegar séra Garðar Svavarsson gifti mig í Laug- ameskirkju. Aðalbjöm var flugmaður hjá Loftleiðum um árabil, m.a. í vöra- flutningum til Grænlands árið 1958, þegar við dvöldum á heimili hans um tíma, en hann byggði sér hús að Sigluvogi 15. Synir okkar, Þorsteinn og Jó- hann, vora skírðir á hátíðlegri stund eftir jólamessu í Langholtskirkju árið 1959 af séraÁrelíusi Níelssyni. Það er góður drengur genginn þar sem Addi var. Ég votta aðstand- endum hans mína innilegustu samúð. Halldór Þorsteinn Bríem Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birting- ar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rítstjórn blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrífstofu blaðsins í Hafn- arstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki era tek- in til birtingar framort ljóð um hinn látna. Leyfílegt er að birta ljóð eftir þekkt skáld, 1—3 erindi og skal þá höfundar getið. Sama gildir ef sálmur er birtur. Meginregla er sú, að minningargreinar birtist undir fullu nafni höfundar. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins era birtar greinar um fólk sem er 70 ára eða eldra. Hins vegar era birtar af- mælisfréttir með mynd í dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er á það lögð að handrit séu vel frá gengin, vélrituð og með góðu línubili. hafði valið sér að lífsföranaut. Lífsbaráttan var hörð á lítt gjöfulli jörð og vinnudagurinn langur. Nú kom það sér vel hve húsmóðirin kunni vel til verka. Hendumar bjuggu yfír þeim galdri að geta breytt hverri efnispjötlu eða gam- alli flík í fallegt fat og hún var forkur duglegur við allt, sem hún tók sér fyrir hendur. Guð hafði líka gefíð henni mikið langlundargeð og létta lund og hún söng með sinni hljómmiklu og tæra rödd við vinnu sfna. Þau Kristján bjuggu lengst af í Barmi á Skarðsstömd og síðar á Núpi og eignuðust 5 böm. Þau era Rannveig, húsmóðir í Reykjavík, Ingibjörg, i starfsmaður hjá Reykjavíkurborg, Bjöm, strætis- vagnabílstjóri, Vilborg, ritari á Landspítala og húsmóðir í Reykjavík og Herberg, verkstjóri í Mosfellssveit. Auk þess dvöldu hjá þeim aðkomuböm sumarlangt og sum þeirra ílentust í nokkur ár. Þannig var Sirrey Kolbeinsdóttir fímm ár hjá þeim sem bam og kall- aði hún Ástu alltaf mömmu upp frá því. Síðar varð hún eiginkona Bjöms. Minningamar um Ástu frænku mína ná langt aftur í tímann. Móð- ir mín talaði oft um hana systur sína fyrir vestan, sem var svo margt til lista lagt. Oft sýndi hún mér mynd, sem Ásta hafði tekið og sent henni af bömunum sínum fímm þar sem þau sitja prúðbúin í hlaðvarp- anum. í þann tíð var lítið um myndavélar á heimilum í Reykjavík. hvað þá til sveita. Þá var Ifka óra- vegur vestur á Breiðafjörð og aldrei heimsótti ég frænku mína í sveit- ina. Hún kom hins vegar stöku Blómabúðin Hótel Sögu sími12013 Blóm og skreytingar gjafavörur heimsendingar- þjónusta sinnum í bæinn og mikið þótti mér hún kát og skemmtileg. Hún var dökk yfirlitum með ákaflega þykkt, hrokkið hár, hreyfíngamar kvikar og hún blátt ájfram geisiaði af lífsþrótti. Engri manneskju hefí ég kynnst kærleiksríkari en henni, hún umvafði bömin sín, bamabömin og allan sinn stóra frændgarð um- hyggju og ástúð og öllum leið vel í návist hennar. Hún var aldrei margmál um sjálfa sig og þaðan af síður setti hún sig í dómara- sæti, hún heyrðist aldrei hallmæla nokkram manni því í hennar augum vora allir menn góðir. Þegar bömin vora vaxin úr grasi og þau hjónin hætt búskap, fluttist Ástá til Reykjavíkur árið 1953 og Kristján skömmu síðar. Hann and- aðist árið 1980 og hafði þá verið sjúklingur um árabil. Hér beið hennar enn eitt verkefnið en það var að ala upp Ástu dóttur Rann- veigar. Ásta varð stolt ömmu sinnar í ellinni og hefur launað henni upp- eldið vel með því að sýna henni einstaka umhyggju og ræktarsemi. Ásta litla er fyrir löngu gift kona og tveggja bama móðir. Síðustu 15 árin dvaldi Ásta á heimili Vilborgar dóttur sinnar og manns hennar, Gunnlaugs Einars- sonar. Þar átti hún góða daga í ellinni. Ömmudrengimir, sem nú era fullorðnir menn, sátu oft hjá henni og ræddu við hana og vora ólatir að leika fyrir hana á hljóð- færi. Ekkert veitti henni meiri ánægju en að hlusta á fallega tón- list. Nú á haustnóttum veiktist Ásta og lagðist á sjúkrahús. Fram að þeim tíma var hún ótrúlega vel á sig komin bæði andlega og líkam- lega af svo gamalli konu að vera, nema hvað hún var alveg að verða blind. I sumar sagði hún við mig: „Ef sjónin væri ekki svona slæm, gæti ég hlaupið um allt og mér fínnst ég ekkert farin að gleyma." Það var ekki hægt annað en að dást að þessari öldnu konu, sem sýndi svo lítil þreytumerki eftir að hafa lifað svo langan og erilsaman dag. Áð leiðarlokum þakka ég herini alla gæskuna og blessunarorðin sem hún bað mér og bömum mínum. Það verður tómlegt í Hjaltabakkanum þegar hún er far- in. Ástvinum hennar öllum votta ég og fjölskylda mín innilega sam- úð. Dadda t Útför móður okkar og stjúpmóður, JÓHÖNNU DANÍELSDÓTTUR, fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 1. des. kl. 10.30. Aöalheiður B. Ormsdóttir, Jón Ormar Ormsson, HalldórZ. Ormsson, Jón Ólafur Ormsson. t Eiginmaður minn og faðir okkar, ÓLAFURSTEFÁNSSON, fyrrv. skipstjóri, lést aðfaranótt fimmtudags 27. nóv. sl. að Hrafnistu í Reykjavík. Jarðarförin auglýst síðar. Lilja Jónsdóttir, Rögnvaldur Ólafsson, Gunnar Ólafsson. t Systir min, SIGRÍÐURÁ. MAGNÚSDÓTTIR frá Súgandafirði, sem andaðist í Borgarspítalanum 21. nóvember sl., verður jarð- sungin frá Fossvogskapellu mánudaginn 1. desember kl. 15.00. Fyrir hönd aðstandenda, Jóna Magnúsdóttir. t Móöir okkar, SVANBJÖRG HRÓÐNÝ EINARSDÓTTIR, Sólheimum 23, Reykjavfk, andaðist þann 27. nóvember sl. Haraldur Arnason, Kristfn Arnadóttir, Einar Árnason, Björn Árnason. t Þökkum af alhug öllum þeim sem heiðruðu minningu JÓNS GUÐMANNSSONAR, fyrrv. yfirkennara, og auðsýndu okkur hluttekningu og vináttu við andlát hans og útför. Snjólaug Lúðvfksdóttir, Guðrún Jónsdóttir, Jón Ólafsson, Margrót Jónsdóttlr, Guðbjartur Jónsson, Jón Guðmann Pétursson, Kristfn Magnúsdóttir, Lúðvfk Börkur Jónsson, Gauja Sigrfður Karlsdóttir, Rósa Guðbjartsdóttir, Ásgeir Jón Guðbjartsson. Legsteinar / ,, , Unnarbraut 19, Seltjarnarnesi, fUMW i.f 8fmi 91-620809
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.