Morgunblaðið - 29.11.1986, Síða 59

Morgunblaðið - 29.11.1986, Síða 59
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 1986 árum hafa skrifað niður minningar og allskonar fróðleik sem henni þótti einhvers virði. Þeirra pappíra verður vandlega gætt ef ég þekki fólk hennar rétt og verður þá létt þeim sem áhuga hafa á alþýðu- menningu Mývetninga að lesa af blöðunum, — allt skrifað með þess- ari skýru, nettu, hreinlegu rithönd sem entist henni með andlegri sið- fágun til hins síðasta. í bréfi sem hún skrifaði nöfnu sinni Sólveigu litlu, dóttur okkar Ragnheiðar Ástu skömmu eftir 95 ára afmælið sagði hún: „Ég er frísk eftir vonum, hef ágæta sjón en heyri illa. En það gerir ekki svo mikið þó maður fari á mis við sumt, það er ekki allt svo þokkalegt. Á sjónvarp horfí ég og hlusta á útvarp, nýt þess þegar sumir lesa sem nenna að tala skýrt. Ég prjóna mér til ánægju og les með gleraugum sem ég er búin að nota í 50 ár, mér líður vel, allir góðir við mig, dætumar sjá um mig eins og ungbam. Solla mín, ég kveð þig með þessari fallegu vísu hans Þorsteins: En ef létt er lundin þín, loftið bjart og næði: sestu þar sem sólin skín, syngdu lítið kvæði. í Guðsfriði Solla.M Nú stendur gamli Grænavatns- bærinn auður og er kominn á skrá yfír menningararf sem á að vemda, en Grænvetningar búa f myndar- legu þorpi sem þeir hafa reist umhverfis gamla bæinn sinn. Við héma fyrir sunnan sendum þangað aftur fallegu kveðjuna hennar Sollu afasystur minnar og samhryggj- umst frændfólkinu í Mývatnssveit. Jón Múli Árnason Minning: Sólveig Jónsdóttir Grænavatni Fædd 21. ágúst 1887 Dáin 19. nóvember 1986 Sólveig Jónsdóttir á Grænavatni verður jarðsungin í dag í Skútu- staðakirkju. Þaðan sér suður yfír Grænavatn, og þar syðst á bakkan- um glampar í góðu veðri og sólskini á gamla Grænavatnsbæinn. Þar var hollur verustaður unglingum þegar við bræður vomm sendir þangað í sveit fyrir liðlega hálfri öld, — Jón- as til Páls Jónssonar, en ég til Sólveigar systur hans og manns hennar, Benedikts Guðnasonar. Þá var fjórbýli á Grænavatni og krakkaskarinn á öllum aldri kátur og hress, þótt kaupstaðastrákum þætti stundum sveitafólk full áhugasamt við dagleg störf. Á Grænavatni hefur einatt búið at- orkufólk og verið ánægt með Skútustaðaprestana sína sem ekki voru að íþyngja því með guðsorði á helgidögum þegar það hafði alvar- legri hlutum að sinna um hábjarg- ræðistímann. En heyskapurinn var ekki eintómt puð, hann varð líka leikur þegar Sólveig lét mág sinn Ásmund Grænavatnssmið smíða strákaorf handa sveinstaulum sem þóttust vera menn og vildu slá með mönnum á engjum. Sólveigu féll aldrei verk úr hendi, hún var uppi á undan öðrum og fór síðust í háttinn, enda öll heimilis- störf upp á gamla móðinn og þótt komin væri sænsk skilvinda og kolamaskína var ennþá ýmislegt soðið og steikt í hlóðaeldhúsinu frammi í göngum. Þar bakaði Sól- veig bestu flatkökur í heimi og bar þær fram með osti sem hún gerði sjálf, en jafnoft var áleggið saltreið og fínnst þeim sem vöndust í æsku á reyktan Mývatnssilung lítið til annarra fískrétta koma. En hús- freyja stóð ekki ein, dætumar vom §órar, — Sigrún var enn á bams- aldri, Þórhildur að verða stór stúlka, Þorgerður uppkomin og Þórdís gjft og farin að búa á Grænavatni með manni sínum, Kristjáni Jónssyni, — voru þær systur móður sinni innan handar í einu og öllu. Svo komu kaupamenn og kaupakonur og mik- ið líf og fjör á bænum, Benedikt bóndi jafnan manna glaðastur, en kona hans hljóðlátari. Grænavatn var þingeyskt al- þýðumenningarsetur, þar á bænum voru til flestar bækur íslenskra skálda og rithöfunda, þýdd úrvals- rit, þjóðsögur og Þúsund og ein nótt. I gestastofu var grammófónn og fínustu plötur bestu söngvara okkar, á suðurbænum bjó Jónas Helgason tónlistarfrömuður, og þegar fór að hægjast um á síðsum- arkvöldum vom sungin þar í stofunni átthagaljóð og þjóðlög, Þóroddur, sonur organistans, stjómaði bamakómum og tók sóló á Þingeyingafíðlu sína. Heima í baðstofu hjá okkur var komið út- varp og Sólveig brosti ljúflega þegar hún stóð æskufólk að því að hlusta á músík í Útvarpi Reykjavík, þótt viðtækið gengi á fokdýmm rafhlöðum og bannað að brúka það nema á fréttir og veðurfregnir. Sennilega átti allt sem horfði til menningarauka best skjól hjá Sól- veigu, ekki síst skáldskapur, — nema hvað, faðir hennar Jón Hin- riksson, eitt mesta alþýðuskáld Þingeyinga á öldinni sem leið, móð- urbróðir hennar Jón Stefánsson — Þorgils gjallandi — bróðir hennar þjóðskáldið Sigurður á Amarvatni og aðrir frændur og frænkur tal- andi skáld og hagyrðingar. í þessari blessuðu sveit þeirra Mývetninga vom kostir jafnan harðir mitt í allri náttúmdýrðinni, það setti sitt mark á Sólveigu eins og aðra. Þessvegna hefur yfírbragð hennar orðið stillt og alvarlegt. Hún mjaðmarbrotnaði í slysi á bamsaldri, litla stúlkan varð að bíða i tólf vikur eftir lækni, og þegar hann loksins kom var allt orðið um seinan, — hún var bækluð fyrir lífstíð, en lét ævinlega sem ekkert væri, það var hennar fas. Ég vissi ekki fyrr en nú fyrir nokkr- um dögum að Sólveig hefði á unglingsámm tekið sig til og lesið utan skóla undir gagnfræðapróf og lokið því með slíkum sóma að henni bauðst kennarastaða. En hún fór aftur upp í Mývatnssveit heim til sín, gifti sig og bjó með Benedikt sínum á Grænavatni þar til hann lést 1954, en síðan með dætmm sínum og íjölskyldum þeirra. Sólveig Jónsdóttir mun á seinni m ___ . o ík\ss\óov atp,nU ‘ . t útsendingu ^Ív,ónapott‘nn- Dre^ ^egbur * 19:^ og \-otto ? xí nir eru opnnt"& vera meb»iei í'tfur e" V ^ fvrsta vinning. ^ennandi't^u.OOO.OOO.oiWr^ S&>m«nnstaUos rákreiU. .^fara! MUNDU EFTI MILLJÓNINNI!

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.