Morgunblaðið - 29.11.1986, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 29.11.1986, Blaðsíða 60
60 MORGUNBLÁÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. NÖVEMBER 1986 1 Ragnar Guðmunds- son bóndi - Minning Fæddur 26. febrúar 1921 Dáinn 19. nóvember 1986 1 Miðvikudaginn 19. nóvember sl. lést í Borgarspítalanum tengdafaðir minn, Ragnar Guðmundsson bóndi, Núpi í Vestur-Eyjafjallahreppi. Ragnar fæddist á Núpi þann 26. febrúar 1921. Hann var sonur hjón- anna Guðmundar Ámasonar og Sigríðar Sigurðardóttur. Ragnar var næstelstur 10 systkina, en nú eru 8 þeirra á lífi. Hann olst upp í föðurhúsum við lík kjör og algeng voru á þeirra tíma sveitaheimilum. Árið 1952 kvæntist hann eftirlif- andi konu sinni, Valgerði Einars- t dóttur frá Nýjabæ í sömu sveit. Þau hófu búskap að Núpi I og hafa búið þar alla tíð síðan. Þau eignuð- ust 5 böm sem öll eru á lífi. Elst er Eygló, f. 1951, þá Sigrún, f. 1952, Einar, f. 1954, Guðmundur, f. 1960, ogRagnar Valur, f. 1967. Það var sumarið 1972 að ég kynntist Ragnari, þá fljótlega skap- aðist með okkur vinátta, vinátta sem aldrei bar skugga á. Fyrsta heimsóknin til verðandi tengdafor- eldra er stund sem gleymist ekki. Þessari stund þurfti þó ekki að kvíða, því hlýjar voru viðtökumar og svo hefur ætíð verið síðan. Oft hefur verið gaman að koma að Núpi og taka til hendi við hey- 1 skapinn. Þá var glatt á hjalla og mönnum hljóp kapp í kinn þegar stórar breiður af böggum lágu á túnunum og biðu etir að komast í hlöðu. Ragnar vildi þá hafa marga í kringum sig og að hlutimir gengju hratt fyrir sig. Lék hann þá jafnan á ais oddi, enda skapgóður og gam- ansamur. Auðvelt átti hann með að kæta fólk og koma því f gott skap. Áf sauðfé hafði Ragnar gaman og var féglöggur. Hann var einn « þeirra bænda sem á vorin fara með fé inn á afrétt umhverfis Þórsmörk. Mörkin var honum mjög kær og sjaldan naut hann sín betur en í Qallaferðum á haustin. Mörgum ferðunum stjómaði hann sem fjall- kóngur Vestur-Eyfellinga. Hestar og hestamennska var eitt af áhugamálum hans. Alla tíð hefur verið mikið af hestum á Núpi og hafa þeir óspart verið notaðir bæði til skemmtunar og gagns. Oft var setið löngum stundum og spjallað um hesta. Augasteinamir hans, bamaböm- in, sem voru honum afar kær, eru orðin 7 að tölu. Alltaf vildi hann hafa þau sem flest í kringum sig og öll hafa þau sóst eftir að dvelja hjá afa og ömmu á Núpi. Beint og óbeint miðlaði hann þeim af reynslu sinni og þekkingu. Betra uppeldi og betri aðstæður til að daftia og þroskast er áreiðanlega ekki að finna fyrir bömin og þau eiga eftir að búa að því alla ævi. Hjónin Ragnar og Valgerður voru sérstaklega samrýmd og máttu þau helst ekki af hvort öðru sjá. Veturinn 1981 veiktist Ragnar en eftir uppskurð náði hann all- góðri heilsu á ný. Sjúkdómurinn náði þó aftur yfirhöndinni og nú í sumar var hann lagður inn á Borg- arspítalann í síðasta sinn. í öllum hans veikindum stóð Valgerður við hlið hans og annaðist hann, ekki síst síðustu vikumar á spítalanum þegar hún vart vék frá rúmi hans. Veitti hún manni sínum ómetanleg- an stuðning í sjúkdómsbaráttu hans. Vil ég koma á framfæri alúð- arþökkum til starfsfólks á deild A-5, sem annaðist hann af sérs- takri alúð og umhyggju. Öll höfum við misst mikið, ekki síst bamabömin, sem ekki fá leng- ur að njóta afa síns. Mikill harmur og söknuður er nú kveðinn að eigin- konu hans og bömum. Megi góður guð annast hann um tíma og eilífð og styrkja alla ástvini hans í söknuði þeirra. Lárus Björnsson Nú er Ragnar allur og erfiðu sjúkdómsstríði er lokið. Við minn- umst hans vegna þess að við systumar dvöldum hjá honum og Valgerði konu hans í mörg sumur og stór þáttur í uppeldi okkar og menntun fór fram austur á Núpi. Þar kynntumst við starfí bóndans og lífi og lærðum að vinna. Það var ekki alitaf þrautalaust, en þó svo gaman að ætíð biðum við þess með óþreyju að komast aftur í sveitina. Ragnar hafði oft gaman af þess- um Iitlu borgarstelpum, sem voru svo afskapiega fákunnandi í fyrstu. Ein okkar spurði hann eitt sinn afar hátíðlega: „Ragnar, hvað er hægri og vinstri á kú?“ Mikið óskap- lega var honum dillað og lengi hló hann, enda hafði hann næmt skyn á hið skoplega. Hann var stríðinn og gat oft æst okkur svakalega upp — en allt hans fas og stríðni var án meins. Hann vildi okkur ætíð vel og var iðinn við að benda okkur á vænleg mannsefni. Við bárum strax virð- ingu fyrir honum. Allt sem hann tók sér fyrir hendur virtist hafa svo mikinn tilgang og það var eitthvað magnað við þá einföldu athöfn að ganga út á stétt og gá til veðurs. Það var eins og við skildum þá strax, að allt líf og æfistarf bónd- ans er fólgið í sjálfri jörðinni. Það var okkur hollt að kynnast svo hégómalausum og hreinskiptum manni sem Ragnari. Þar voru nú ekki sálarflækjumar að veltast um. Afstaða hans var skýr og eðlileg og laus við allt pjatt. Virðingin og ástúðin sem ríkti milli Ragnars og Valgerðar er okkur minnisstæð. Við þökkum Ragnari samfylgd- ina, góða vináttu, skemmtilegt uppeldi og gagnlega stríðni. Við vottum Valgerði, bömum þeirra, tengdabömum og bama- bömum einlæga samúð okkar. Stella, Systa, Kristín. Jóhann Páls- son - Kveðjuorð Jóhann dáinn. Það tekur lengri tíma en tvær vikur að átta sig á því að Jóhann Pálsson sé farinn á vit hins ókunna. Sumar staðreyndir eru óþolandi. Hvemig er hægt að sætta sig við að einmitt slíkum manni, fullum elju og ósérhlífni, skuli svo fljótt og hastarlega kippt af starfsvettvangi? „Slíkt er ekki til að sætta sig við — einungis til að læra að lifa með því,“ sagði eftir- lifandi kona hans. Þá er ég í dag þakklát, þakklát fyrir vináttu Jóhanns, því þar fór maður sem hafði mannbætandi áhrif á umhverfi sitt og efldi manni trú á mannfólkið. Sá gmnnur sem t hann hafði á að byggja úr föður- garði, ásamt óvenjuríkum eðliskost- um, gerðu hann að þeim stólpa sem hann var. Jóhann var mikill hestaunnandi og fljótur að velja úr gæðingana. Við þurftum ekki að stilla upp form- legum gæðakeppnum fyrir menn. Það kemur sjálfkrafa í ljós hvar atgervismenn ganga um garðinn. Og þar var Jóhann. Til líkama og sálar. Hversdagshetjan mín, Sigrún. í augum bama þinna lifir Jóhann. Þar skildi hann eftir sín fegurstu blóm. Nú er gott að mega halda í þau sterku fjölskyldubönd sem þú átt til beggja handa. Nú er gott að eiga Tinnu Rut og Orra Pál, sem eru svo dugleg að þau kunna ekki að gefast upp, heldur óstöðvandi í sköpunarþörf sinni, þar sem vinnan er þeim gleði, rétt eins og sú sem pabbi þeirra smitaði alltaf út frá sér. Þau verða jafnan fátæklegust orðin þegar mest þarf á þeim að halda. Elsku Sigrún, í gráma morgun- dagsins byijar ný tilvera, tilvera án Jóhanns. En er ekki eins og Jóhann gæti sagt: Hlauptu og gakk í vinnu- gallanum og gerðu það í mína minningu. Dýpstu samúðarkveðjur. Guðrún Þórsdóttir 10 ára starfsafmæli hjá Rækju- nes Björffvin hf. Stykkishólmi Stykkiahólmi. V '—7 UM ÞESSAR mundir á fyrirtæk- ið Rækjunes Björgvin hf. 10 ára starfsafmæli og var þess minnst sl. laugardag 22. þ.m., en þá bauð fyrirtækið bæjarbúum þeirn sem á einhvern hátt hafa lagt félag- inu liðsinni í fagnað í húsakynn- um þess. Var þar vel mætt og bauð Magnús Þórðarson, fram- kvæmdastjóri, fólk velkomið og Sturla Böðvarsson, sveitarstjóri, þakkaði fyrir bæjarbúa og flutti fyrirtækinu kveðjur. Var erindi sveitarstjóra hið ánægjulegasta. í lok þessara 10 ára er fyrirtæk- ið nú stærsti atvinnurekandi hér í plássinu og rekur bæði rælqu- og skelvinnslu og hefir 6 báta til veiða. Siguijón Helgason er forstjóri og þá má_ ekki gleyma því að kona hans íris Jóhannsdóttir sér um skrifstofuna og vinnur þar verk sitt með mikilli prýði. Fyrirtækið bauð um kvöldið starfsfólki og mökum til veglegs hófs að Hótel Stykkishólmi. Ami. Sæmunda Þorvalds- dóttir - Minning Fædd 16. júlí 1926 WMBMWMBMW Dáin 25. nóvember 1986 Nú til þín, faðir, flý ég, á fóðurhjartað kný ég, um aðstoð ég bið þig. Æ, vert með mér í verki, ég veit þinn armur sterki í stríði lífsins styður mig. Ég veit, að við þitt hjarta er vonariindin bjarta, sem svalar særðri önd, sem trúin himnesk heitir, sem huggun sanna veitir. Ó, rétt mér, Jesús, hjálparhönd. En verði, Guð, þinn vilji, þó veg þinn ei ég skilji, ég fús hann fara vil. Þó böl og stríð mig beygi, hann brugðizt getur eigi, hann leiðir sælulandsins til. (Guðm. Guðm.) Fyrir aðeins tæpum tveimur árum stóðum við á þessum sama stað og kvöddum bamungan bróður okkar, sem andast hafði skyndilega. Það voru þung skref. Nú í dag stöndum við agndofa — skrefin enn þyngri, er við kveðjum ástkæra móður okkar, Sæmundu Þorvalds- dóttur, sem andaðist í sjúkrahúsinu á Stykkishólmi eftir tæplega sólar- hringsbaráttu við þann skæða sjúkdóm, sem svo marga hijáir og hafði áður hrifíð son hennar á brott í blóma lífsins. Hver á von á svona skjótum umskiptum lífs og dauða? Minningamar hrannast upp í huganum. Hún faéddist 16. júlí 1926 hér í Stykkishólmi, dóttir hjónanna Sesselju Kristjánsdóttur og Þorvalds Þorleifssonar, sem eignuðust 8 böm, en aðeins lifa nú þijú eftir. Þorvaldur dó ungur og lét eftir sig hópinn sinn allan í ómegð, en þá átti móðir okkar því láni að fagna að hjónin Ingibjörg Helgadóttir og Sigurður Ágústsson tóku hana til uppfósturs. Reyndust þau henni sem bestu foreldrar og uppalendur og bjó hún alla tíð að þeim gæðum sem hún naut hjá þeim elskulegu hjónum og hefur sú einlæga vinátta sem í upphafi skapaðist milli móður okkar og þessara góðu hjóna og fjölskyldu þeirra haldist og var jafn einlæg í dag og hún var í upphafi. Móðir okkar giftist föður okkar, Páli Oddssyni, 24. október 1946 og vorum við nýbúin að gleðjast með þeim á 40 ára hjúskaparafmæli þeirra. Hjónanband þeirra var afar far- sælt. Heimili þeirra var hlýlegt og kærleiksríkt og stóð öllum opin og var nánast miðstöð skyldmenna og vina, bæði heima og heiman, þó húsrými væri lítið þá var hjartarým- ið því meira, alltaf var mamma tilbúin að rétta öðrum hjálparhönd eða styðja í erfiðleikum annarra. Hún átti létta lund, sem hjálpaði henni í daglegu lífsbaráttunni og þegar sorgin knúði dyra hjá henni, leit hún það þeim augum, að Drott- ins væri að ákveða hvar næturstað- ur væri. Það var hennar styrkur, því hún var sterktrúuð. Veikindi þau sem hana hijáðu í tvö ár bar hún eins og hetja, aldrei var kvartað, það var aldrei neitt að henni, hún stundaði vinnu trygg og trú fram til síðasta dags, þótt sárlasin væri. Við systkinin nutum ástríkis í uppeldi og þá var stóra gleðin, bamabömin, sem amma og afi sáu ekki sólina fyrir — þau sakna ömmu nú sárt — þau þakka samverustund- ir, við systkinin og tengdaböm tregum sárt og þökkum fyrir allt. Föður okkar biðjum við Guð að styrkja í sorg sinni og söknuði og systkinum hennar biðjum við Guðs- blessunar og styrks. Með þessum fátæklegu orðum kveðjum við móður okkar með ást, virðingu og söknuði. Áslaug, Sesselja, Ásgerður, Þorvaldur, tengdaböm og bamaböm. Oddur Helgason forstjóri Þeir hverfa nú óðum, sem settu svip sinn á Reykjavík er hún hét bær. Eskihlíðin var betjaland „uppi í sveit" og Örfirisey var eyðieyja þar sem þeir harðgerðustu sóttu til sjóbaðstaðar. Þegar það tók okkur miðbæjarstrákana daginn að fara inn í Sundlaugar, því „strætó" var þá ekki til í málinu . .. Þegar lát Odds Helgasonar barst mér með blaðinu að heiman á dög- unum þyrptust minningamar að, frá uppvaxtarárunum og fyrstu manndómsárunum í Reykjavík, skýrari en ella. Stórir draumar, sem rættust að einhveiju leyti, og aðrir álíka stórir eða stærri, er aldrei rættust. Oddur, þótt jafnaldri væri, var fyrirmynd, sem við allir vildum líkjast í verki. — Stórhuga, stórvirk- ur, hugmyndaríkur, framsýnn og duglegur. — Svo kom heimsstyijöld í fyrsta skipti til íslands, sem kom lífi okkar allra á ringulreið. Enginn okkar fór varhluta af þeirri hol- skeflu né siapp ómeiddur. Og nú er enn einu sinni kominn tími til að kveðja góðan félaga, tryggan og einlægan vin í hinsta sinni. Það er gert í þakklæti fyrrir - Kveðja góða, trúa og trygga samfylgd og vináttu sem aldrei brast þótt úthöf- in skildu að löngum. Þökk sé Oddi. Hann gerði Iíf okkar litskrúðugra og ljúfara en það hefði orðið án hans. McLean, Virginia, ívar Guðmundsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.