Morgunblaðið - 29.11.1986, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 29.11.1986, Blaðsíða 68
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 1986 „Hann féLl út úr launazbiganum, þcgar hann baJ um minneta kaupio." ást er... Du V/£> A//6. / eins og snúið roð í hund. TM Reg. U.S. Pat. Oft,—all rights reserved ©1984 Los Angeles Times Syndicate Hvað er þetta maður. Sérðu ekki að ég hef flutt húsgögnin til í stofunni? HÖGNI HREKKVtSI „NEJ FKÚ" HAVJW EKE-KKI AlEÍ5 ' „V&LKO/VUU" BÍÍ-NUAt. " Þessir hringdu ... Hneyksluð á „Geislum“ Björg hringdi: Ég get ekki orða bundist yfir þættinum „Geislar" sem var á sunnudagskvöldið 16.nóvember. Þar komu fram fulltrúar Samtak- anna 78 og fannst mér það mjög óviðeigandi nú þegar við stríðum við hinn skæða sjúkdóm alnæmi eða eyðni. Mér finnst að ekki eigi að auglýsa kynvillu eins og þama var j/ert. í Okurteisiaf- greiðslumanns Eiríka Friðriksdóttir hringdi: Fyrir skömmu fékk ég vörulista frá póstversluninni Prima. Ekki er ég alveg sátt við margar þær vörulýsingar sem þar er að finna. Þama vom til dæmis auglýst ein- hver undraarmbönd, tvær tegund- ir, teygjanleg með rafhlöðum. Ég vildi fá að vita svolítið meira um þennan grip og hringdi í póstverls- unina og spurði hvaðan rafhlöð- umar væm? Afgreiðslumaðurinn brást hinn versti við og vildi engu svara. Ungverska myndin góð Smælingi hringdi: Loksins rekur á fjömr okkar mynd af öðm heimshomi en við emm vön. Skemmst er frá því að segja að þessi ungverska mynd, sem sýnd var föstudagskvöldið fyrir viku síðan, hafði flest til að Starfsmaður Sambandsins vill að forráðamenn þess sýni starfsfólkinu þá kurteisi að segja því fyrst um fyrirhugaðar uppsagnir áður en hlaupið er i blöðin með slikar fréttir. Skyldi forstjórinn hafa eitthvað við þá beiðni að athuga? bera er góðar myndir prýðir. Hún var spennandi, vel tekin og hafði okkur Islendingum nokkum boð- skap að flytja, ekki síst á dögum íslenskra hrægamma í þjófélaginu okkar. Vom t.d. kerlingarnar í myndinni ekki dæmi um íslenska yfirstétt sem borgar ekki skatta en stelur af smælingjunum? Vafalaust hafa yngri sjón- varpsáhorfendur slökkt á tækinu af því að undir „Hrægömmum" stóð ungversk bíómynd en ekki bandarísk. Þeir sem það gerðu misstu semsagt af góðri mynd. Það bar árang- ur Ein þakklát hringdi: Um daginn hringdi ég í Velvak- anda og bað hann fyrir smá klausu um tösku sem hafði horfið úr andyri skóla nokkurs í Reykjavík. Sama daginn, og Morgunblaðið birti beiðni mína um að viðkomandi skilaði tösk- unni aftur á sama stað, var hún komin og innihaldið alveg óhreyft. Ég vil þakka viðkomandi kærlega fyrir að skila mér töskunni. Eg met það mikils. Hvað um manneskjuna? Starfsmaður hringdi: Eftir að hafa heyrt forstjóra Sambandsins lýsa því yfir í fjöl- miðlum að öllum fyrirtækjum, sem heyra undir verslunardeild og ekki skila hagnaði verði lokað, finnst okkur sem störfum í við- komandi deildum að það sé lágmarkskurteisi að við fáum að vita hreint út hvenær okkur er ætlað að taka pokann? Það virðist vera ríkjandi stefna í nútímaþjóðfélagi hjá ráðamönn- um að starfsfólk frétti fyrst og fremst hjá utanaðkomandi að vinnustaðnum verði lokað og þetta er ekki einsdæmi hjá Sam- bandinu, það skal tekið fram. Hvað um manneskjulegheitin sem svo margir tala fagurlega um? Trúi því ekki! Móðir hringdi: Ég bara neita að trúa því að þeir ætli að færa fréttatíma sjón- varpsins aftur til 20. Fyrir mig og mína fjölskyldu er 19.30 besti útsendingartími fréttanna. Fann úr Skilvís hringdi: Ég fann úr fyrir framan Hús- gagnahöllina Bfldshöfða 20. Þetta er kvenmannsstálúr. Eigandi hringi í s.688418 (vinnus.) ogbiðji um Mörtu. Víkverji skrifar Hinar meintu vinsældir sjón- varpsþáttanna Dallas og Dynasty skyldu þó aldrei vera þjóð- saga? Eins og menn muna ef til vill leiddi nýleg könnun Félagasvís- indastofnunar Háskólans meðal annars í ljós að laugardaginn þann fyrsta þessa mánaðar horfðu rúm- lega sex sinnum fleiri hér á suð- vesturhorninu á þáttinn Glettur stjúpsystra í ríkissjónvarpinu en á fyrrnefnt Dynasty, sem þá var á dagskrá Stöðvar 2 Urslitin í pró- sentum: 43 á móti 7. Víkveija hefur lengi grunað að það væri eins og hver önnur grilla, þetta ógnarveldi þessara tveggja bandarísku langhunda þar sem hver hörmungin rekur aðra milli gleðilát- anna. Það hefur einfaldlega ruglað menn í ríminu hve kveinstafimir eru átakanlegir, neyðarópin hræði- leg, sem einlægir aðdáendur þessara þátta reka upp í hvert sinn, sem það er einu sinni nefnt á nafn að taka af þeim fína fólkið með kúrekahattana. Mótmælabréfunum rignir yfir blöðin og menn eru hver um annan þveran í öngum sínum. Það er eins og verið væri að taka úr þeim hjartað. Fyrrnefnd skoðanakönnun leiðir hinsvegar í ljós að aðdáendur þessa afþreyingarefnis eru bara duglegri að punda bréfum á blöðin en hinir sjónvarpsgláparamir, sem hallast að ögn bragðmeira fóðri. Enn um sjónvarp. Á það hefur verið bent áður í þessum dálk- um hve mikilvægt það er að vanda til þýðinganna, sem fylgja erlenda efninu í sjónvarpinu. Hroðvirknisleg þýðing getur stórspillt hinu ágæt- asta efni, góð þýðing stórum bætt það sem ella væri hálfgert gutl. Þeir sem annast þetta fyrir sjón- varpsstöðvarnar eru mistækir eins og gengur, stundum sér og stofnun- inni til sóma, stundum brokkgengir að minnsta kosti svo ekki sé meira sagt. Það hendir enda annað slagið — og einum of oft satt að segja — að manni fínnst jafnvel sem þýðand- inn sé ekki nógu vel að sér í tungumálinu, sem hann er að snara, og endrum og eins er íslenskukunn- áttan meira að segja harla bág- borin, sem er jafnvel dapurlegra. Hér er sögnin „að snara" notuð með vilja og það þar með viður- kennt að þýðendur sjónvarpsefnis hafa ugglaust æði oft langtum of nauman tíma og eru að auki líklega lítið öfundsverðir af kaupinu. XXX Engu að síður kemur það manni spanskt fyrir sjónir þegar fjandmaðurinn í spennumyndinni er að búa sig til árásar (preparing to strike) og það heitir á sjón- varpsíslensku: að búa sig undir að slá. Ennfremur finnst manni það vægast sagt álappalegt þegar enski kvenmaðurinn boðar: „I must fly“ (í merkingunni: ég verð að ijúka; ég er að flýta mér) og það heitir í íslenska textanum að aumingja konan verði „að fljúga". Víkveiji glápti líka á bíómynd í ríkismiðlinum á dögunum, sem fjall- aði einkanlega um ofurást tveggja náunga á fomeskjulegum bílum og sífelldum metingi þeirra um það hvor ætti betri forngripinn. Þar var annar að stæra sig af ganginum í sínum bíl og tilkynnti hreykinn: „Goes lika a jet.“ I íslensku þýðingunni kom þetta þannig út: „Gengur eins og þvotta- vél.“ Ef það er eftirsóknarverður gangur í bíl gerir þýðandinn vissu- Iega ekki miklar kröfur. XXX Getur hringiða ríkt? Ef marka má Stöð 2 er það ekki einung- is mögulegt heldur má spinna heilu sögurnar í kringum hringiður af þessu tagi. í kynningu á kvikmynd á dagskrá stöðvarinnar nú fyrir skemmstu sagði að minnsta kosti með öðrum fróðleik: „Myndin gerist í Indónesíu árið 1965 og pólitískt hrun blasir við. Inní hringiðuna sem ríkir kemur ástralski fréttamaður- inn Gay Hamilton."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.