Morgunblaðið - 29.11.1986, Blaðsíða 70

Morgunblaðið - 29.11.1986, Blaðsíða 70
70 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 1986 • Bjami Friðriksson Júdó: Bjarni keppir í Finnlandi um helgina BJARNI Friðriksson, júdó- kappi, verður á meðal kepp- enda á opna skandinavíska meistaramótinu f júdó, sem fram fer í Finnlandi og hefst á morgun. Mótið er mun sterkara nú en oft áður, þar sem margir af bestu júdómönnum frá Japan, Sovétríkjunum og Vestur- Þýskalandi keppa á mótinu. Keppnin hefst í dag, en Bjarni keppir á sunnudaginn. Gísli Þorsteinsson er aðstoðarmað- ur hans og fóru þeir til Helsingi í gaer. Knattspyrna: Mannheim kaupir Dana VESTUR-ÞÝSKA 1. deildarlið- ið, Waldhof Mannheim, hefur keypt danska framherjann Bo Elvar Jörgensen frá Brönshöj fyrir 200 þéund mörk, eða um 4 milljónir. Jörgensen er 23 ára og mun leika sinn fyrsta leik með Mann- heim gegn Homburg í dag. Afmælis- hátfð ÍA í TILEFNI 40 ára afmælis íþróttabandalags Akraness verður afmælishátíð í iþrótta- húsinu við Vesturgötu á morgun og hefst hún klukkan 14. Dagskráin hefst með ræðu- höldum, en áður mun lúðra- sveit leika fyrir framan nýja íþróttahúsið, sem bandalagið er að byggja við íþróttavöllinn á Jaðarsbökkum. Klukkan 14.35 hefst kynning á einstökum íþróttagreinum og verður svo fram eftir degi. Kaffisala verður i íþróttahúsinu milli klukkan 14.30 og 17. í tengslum við afmælishátí- öina heldur Sundfélagið Akra- nesmótið f sundi i Bjarnalaug og hefst það klukkan 16. Skorað er á alla félaga og velunnara íþróttafélaganna á Akranesi að taka þátt í hátíðar- höldunum og minnast þessara merku tímamóta í viðburðaríkri sögu bandalagsins. Tennisíþróttin getur illa án McEnroe verið JOHN McEnroe var númer eitt á listanum yfir bestu tennisleikara heims f fjögur af síðustu flmm árum. í ár verður hann ekki einn af tíu bestu. Ástæðan er ekki slök frammistaða heldur sú staðreynd að McEnroe tók sér margra mán- aða algjört frí frá tennisleik framan af þessu ári. McEnroe segist ekki hafa saknað tennisins hætishót á meðan, en flestir eru sammála um að tennisíþróttin hafi saknað hans. Ekki nóg með að McEnroe hafi verið sá besti heldur var hann, og er, langvinsælasti og um leið óvin- sælasti tennisleikarinn. Hann er frægur fyrir stórkostlega frammi- stöðu á tennisvellinum, en einnig fyrir það hve erfitt hann á með að hemja skapsmuni sína, fyrir rifrildi við dómara, áhorfendur og and- stæðinga. Svíinn Mats Wilander og Yannich Noah frá Frakklandi eru sammála um að þegar hann tók sér hvíldina hafi áhugi á tennis dottið niður. „Það var greinilegt að eitthvað vantaði þegar John dró sig í hlé. Þegar hann er að leika getur fólk bókað að eitthvað ge- rist. í kringum hann er loftið ætíð lævi blandið," sagði Noah í sam- tali við fréttamann Rauters. Áður en hann fór í hið langa frí varð McEnroe þrisvar sinnum Wimbledonmeistari, fjórum sinn- um vann hann opna bandaríska mótið og þrisvar Masters-keppn- ina, svo einhverjir af ótal titlum hans séu nefndir. En í febrúar á þessu ári iét McEnroe undan þeim þrýstingi sem fylgir því að vera einn umdeildasti og umtalaðasti íþróttamaður heimsins og lýsti því yfir að hann væri hættur tennisleik um óákveðinn tíma. Hann lét fara eins lítið fyrir sér og hann gat á heimili sínu í Kaliforníu, og snerti ekki á tennisspaða. „Þegar ég lít til baka er í viss um að 1986 verður eitt af mínum eftirminnilegustu árum“, sagði John McEnroe. „Ekki vegna tennis- ins, heldur vegna þess að ég eignaðist son, Kevin, og gekk í hjónaband." Eiginkona hans er sem kunnugt er hin fræga leikkona Tatum O’Neal. McEnroe gat haldið sig frá tenn- is í um sex mánuði. í ágúst tók hann þátt í móti í Kanada og önn- ur mót fylgdu í kjölfarið. Honum hefur ekki gengið alltof vel að kom- ast í hóp hinna bestu aftur. „Ég gerði mér alltaf grein fyrir að það yrði erfitt fyrir mig að komast á toppinn á ný. Fyrsta skrefið er að komast í hóp fimm bestu og ég vonast til að ná því áður en langt um líöur. En hvort ég næ'nokk- urntíma að verða númer eitt á ný verður reynslan að skera úr um,“ sagði hann. Félagar hans á tennismótunum, Mats Wilander, Mikael Pernfors og Yannich Noah eru hinsvegar ekki í nokkrum vafa um að hann á eftir að verða númer eitt á ný. „Það eina sem getur komiö í veg fyrir það er hann sjálfur. Ef hann missir þolinmæðina áður en hann fer að sjá árangur. En það er eng- inn vafi á því að hann er besti tennisleikarinn. Hann er alveg sér- stakur. Ég nenni yfirleitt ekki að horfa á tennismót — mér nægir að keppa í þeim. En ég horfi alltaf á John McEnroe ef ég mögulega get", sagði Yannich Noah. 0 John McEnroe hefur veriö þekktur fyrir ýmis uppátæki á tennisvell- inum á undanförnum árum. Hann er mjög vinsæll meðal áhugamanna um tennis. íþróttir helgarinnar: Ulf Carlsson keppir á Flugleiðamótinu íborðtennis - mikið um að vera í mörgum greinum MIKIÐ verður um að vera í hinum ýmsu íþróttagreinum um helgina. Flugleiðamótið f borðtennis verð- ur f dag, bikarkeppni 1. deildar f sundi, sem hófst í gærkvöldi, heldur áfram f dag og lýkur á morgun, úrslit í Reykjavíkurmót- inu f keilu fást f dag og auk þess verða leikir f blaki, körfu og hand- bolta um helgina. Kvennalandslið Islands og Bandaríkjanna í handknattleik leika í dag í íþróttahúsinu á Digranesi í Kópavogi og hefst leikurinn klukk- an 14. Borðtennis Flugleiðamótið í borðtennis verður í íþróttahúsi Kennarahá- skólans í dag og hefst keppni í kvennaflokki klukkan 14 en í karla- flokki klukkan 15. Úrslit hefjast klukkan 17 og verða í beinni sjón- • Ulf Carlsson hefur verið einn besti borðtennismaður heims um árabil. Það er mlklll fengur að fá hann hingað til lands f keppni. Hár er hann f undariegri stellingu. varpsútsendingu. Um boðsmót er að ræða og eru fjórir keppendur í kvennaflokki en átta í karlaflokki. Tveir frægir borð- tenniskappar taka þátt, Svíarnir Kjell Johannsson og Ulf Carlsson. Johannsson er hættur atvinnu- keppni, en keppir sýningarleiki fyrir Stiga-fyrirtækið. Carlson er með betri borðtennisleikurum í Evrópu, var atvinnumaður í Þýskalandi í 5 ár, en sneri aftur heim til Svíþjóðar ekki alis fyrir löngu. Sund Bikarkeppni 1. deildar í sundi hófst í Sundhöll Reykjavíkur í gær- kvöldi og heldur áfram í dag og á morgun. Gert er ráð fyrir mikilli baráttu á toppi sem á botni, en tvö neðstu félögin falla í 2. deild. Vestri, Bolungarvík, HSK, Ægir, KR og SH eru Í1. deild, en í þess- um félögum eru flestir landsliðs- mennirnir. Keppnin hefst klukkan 14 í dag en klukkan 13.30 é morg- un. Mikið er í húfi hjá keppendum, því landsliðið, sem tekur þátt í Evrópubikarkeppninni í Svíþjóð um miðjan desember, verður valið að mótinu loknu. Keila Úrslitaleikirnir í Reykjavíkurmót- inu í keilu verða spilaöir í dag og á morgun í Keilusalnum við Öskjuhlíð. Einstaklingskeppnin hefst klukkan 11 og liðakeppnin klukkan 16 í dag. Körfubolti Tveir leikir verða í úrvalsdeild- inni um helgina. Leikur Fram og KR hefst í íþróttahúsi Hagaskóla klukkan 14 í dag, en Valur og Hauk- ar leika í íþróttahúsi Seljaskóla annað kvöld og hefst sá leikur klukkan '20. Að honum loknum leika ÍR og Haukar í 1. deild kvenna. ÍR og UMFG leika í 1. deild karla í Seljaskóla í dag og byrja klukkan 14, en á sama tíma á morgun leika ÍS og UMFT í Hagaskóla. Blak Þróttur, Neskaupsstað, leikur gegn Víkingi í meistaraflokki karla í íþróttahúsi Réttarholtsskóla í kvöld klukkan 20 og gegn HK í Kópavogi á morgun klukkan 14. KA og HSK keppa í Glerárskóla í dag klukkan 14.30 og Þróttur og ÍS leika í íþróttahúsi Hagaskóla á morgun og hefst viöureignin klukk- an 19. Fimm stundarfjórðungum síðar hefst leikur Þróttar og Víkings í 1. deild kvenna og fer hann fram á sama stað.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.