Morgunblaðið - 10.12.1986, Síða 1

Morgunblaðið - 10.12.1986, Síða 1
72 SÍÐUR STOFNAÐ 1913 279. tbl. 72. árg. MIÐVIKUDAGUR 10. DESEMBER 1986 Prentsmiðja Morgunblaðsins Skoðanakönnun í Bretlandi: Fylgið á flótta frá Verkamannaflokki - afstööunni til kjarnorkuvarna kennt um London, AP, Reuter. BRESKI íhaldsflokkurinn hefur nú meira forskot á Verkamanna- flokkinn en hann hefur haft í tvö ár. Kemur þetta fram í skoðana- könnun Harris-stofnunarinnar, sem birt var í gær. Vaxandi Sovétríkin: Andófsmaður deyr í fangelsi Moskvu, AP, Reuter. SOVÉSKI rithöfundurinn og andófsmaðurinn Anatoly Marchenko er látinn í Chistop- ol-fangelsi 48 ára að aldri. Er hann höfundur bókar, sem margir telja átakanlegustu lýs- ingu á lífinu í sovéskum nauð- ungarvinnubúðum, og sjálfur var hann í fangelsi eða útlegð innanlands í rúm 20 ár. óánægja með afstöðu Verka- mannaflokksins til kjarnorku- varna er sögð vera meginástæð- an fyrir fylgistapi hans. Samkvæmt könnuninni nýtur íhaldsflokkurinn fylgis 41% kjós- enda en Verkamannaflokkurinn 35%. Kosningabandalagið fékk 22%. 31% kjósenda kvaðst ekki geta kosið Verkamannaflokkinn í næstu kosningum vegna skoðana hans á breskum kjamorkuvörnum en forystumenn hans segjast stefna að því að leggja niður kjarnorkuher- aflann og banna bandarísk kjam- orkuvopn í landinu. Neil Kinnock, formaður Verkamannaflokksins, hefur lengi notið meiri persónuvin- sælda en Thatcher, leiðtogi íhalds- flokksins, en nú hafa orðið umskipti á. Telja 25% Thatcher hæfasta leið- togann en 23% Kinnock. Afstöðu Kinnocks til kjarnorkuvarnanna er hér einnig kennt um. AP/Símamynd. Geislunar leitað í brunarústum Slökkviliðsmenn könnuðu í gær hvort geislunar gætti i rústum mikils geymsluhúss á öskuhaugum við bæinn Wutöschingen í Suður-Þýskalandi. Kom upp eldur i því aðfararnótt mánudags- ins og brann það til kaldra kola án þess, að nokkuð yrði við ráðið. í geymsluhúsinu voru geymd eiturefni alls konar. Lögregluslj órinn um Palme-morðið: Segist vera á réttri leið Stokkhólmi, Reuter. HANS Holmer, lögreglusljóri í Stokkhólmi, sem sætt hefur mik- illi gagnrýni vegna rannsóknar- innar á morði Olofs Palme, kom í gær fram í sænska sjónvarpinu og sagðist vera 95% viss um, að Iögreglan væri á réttri leið. Holmer vildi engar upplýsingar gefa um rannsóknina á þessu stigi og vísaði öllum aðfinnslum á bug. Kvaðst hann vera 95% viss um, að megintilgátur lögreglunnar væru réttar og að eftir þeim væri enn unnið. „Eg efast ekki um, að við munum leysa þetta mál,“ sagði Holmer. „Ef til vill verður einhver handtekinn í nótt eða eftir nokkrar vikur eða mánuði. Til þess mun koma, það er víst.“ Mikil óánægja hefur komið fram með Holmer og rannsókina í fjöl- miðlum, hjá embættismönnum og þingmönnum, og er hann sakaður um að hafa klúðrað henni fyrstu dagana eftir morðið á Palme. Eiginkona Marchenkos, Larisa, fór ásamt 13 ára gömlum syni þeirra hjóna til Chestopol, sem er 800 km austur af Moskvu, strax og hún frétti af láti manns síns og skýrði síðar frá því í skeyti til vin- ar síns. Larisa fékk síðast að sjá mann sinn í apríl árið 1984. Marchenko var félagi í Helsinki- nefndinni, sem reyndi að fylgjast með hvernig Sovétstjómin stæði við mannréttindaákvæði Helsinki- samningsins, en þeir, sem að henni stóðu, eru nú flestir í fangelsi. 1981 var hann dæmdur í 10 ára vinnubúðavist og fimm ára útlegð innanlands fyrir „andsovéskan áróður" en þá var hann orðinn heilsuveill og hálfheymarlaus vegna meðferðarinnar í öðrum fangelsum. Marchenko vakti fyrst athygli á sér með bókinni „Vitnis- burður minn“, sem gefín var út á Vesturlöndum árið 1967, en þar gefur hann ófagra lýsingu á lífi fanga í sovéskum vinnubúðum. Lykilvitnin í íranmálinu neita að svara spumingum Washington, AP, Reuter. TVEIR fyrrum starfsmenn Hvíta hússins, sem tengdir eru vopnasölunni til Irans, neituðu í gær í annað sinn að svara spurningum þingnefnd- ar og hefur þessi afstaða þeirra vakið mikla óánægju og kurr meðal þingmanna. Robert McFarlane, sem var áður ráðgjafi þjóðaröryggis- ráðsins, segir, að Reagan, forseti, hafi lagt „óbeina" blessun yfir vopnasölu til ír- ILI AP/Símamynd. Oliver North neitaði að svara spumingum nefndarmanna. Afganistan: Skæruliðar trey sta stöðu sína með nýjum vopnum Islamabad, Pakistan, AP. SKÆRULIÐAR í Afganistan skutu fyrir skömmu niður sovéska herflutningavél og fómst með henni 40 manns. Éra þessar frétt- ir hafðar eftir vestrænum sendimönnum, sem segja einnig, að skæruliðar séu að treysta stöðu sína í mörgum hémðum og virð- ist ekki ætla að hörfa til fjalla þótt vetur sé að ganga í garð. Þá sýnist augljóst, að vopnabúnaður þeirra sé miklu betri en áður. Sovéska herflugvélin var skotin niður með flugskeyti 29. nóvem- ber sl. og fórust með henni a.m.k. 40 manns, aðallega Sovétmenn. Þá er vitað um mikið mannfall í liði Sovétmanna og afganska stjómarhersins í bardögum við borgina Kandahar og allt að 40 stjórnarhermenn féllu í árás skæruliða á tvo herflutningabíla. Fréttir eru einnig um, að sovéskar þyrlur hafi verið skotnar niður víða um landið. Skæruliðar hafa verið óvenju athafnasamir í Kabúl að undan- fömu og skotið flugskeytum næstum daglega á hemaðar- mannvirki og bækistöðvar stjórn- arinnar. í siðustu viku nóvember náðu þeir á sitt vald vopnabúri skammt frá borginni og nutu við það aðstoðar innfæddra verka- Vestrænir sendimenn segja, að í stað að færa sig til fjalla eins og skæruliðar eru vanir að gera þegar vetrar, virðist sem þeir séu að treysta stöðu sína viða og eink- um í héruðunum suður og vestur af Kabúl. „Skæruliðar hafa nú yfir að ráða nýjum og góðum vopnum, flugskeytum gegn flug- vélum og öðrum loftvamabúnaði,“ sagði einn sendimannanna. ans í ágúst í fyrra en Hvíta húsið hefur neitað því. John Poindexter, aðmíráll og fyrrum ráðgjafi þjóðaröryggis- ráðsins, og Oliver North, aðstoð- armaður hans, sem var rekinn úr starfi, áttu í gær að svara spurningum utanríkismála- nefndar fulltrúadeildarinnar en neituðu báðir að svara. Vísuðu þeir til ákvæðis í stjómarskránni en samkvæmt því þurfa menn ekki að svara spumingum, sem geta orðið þeim til sakfellingar. Hefur þessi afstaða mælst illa fyrir meðal þingmanna og vilja sumir, að þeim tvímenningunum verði heitin friðhelgi því að nauðsynlegra sé að upplýsa málið en að sanna sök einstakra manna. Robert McFarlane, fyirum ráðgjafi þjóðaröryggisráðsins, sagði í fyrri viku á lokuðum fundi leyniþjónustunefndar öld- ungadeildarinnar, að Reagan, forseti, hefði lagt „óbeina" blessun yfir vopnasölu til Irans í ágúst 1985. Stangast þessi fullyrðing á við yfirlýsingar ýmissa starfsmanna Hvíta húss- ins en þeir segja, að Reagan hafi ekki vitað neitt um söluna fyrr en hún var um garð geng- in. í yfirlýsingu frá Hvíta húsinu var þessi fullyrðing McFarlanes borin til baka.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.