Morgunblaðið - 10.12.1986, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 10.12.1986, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. DESEMBER 1986 Oratorían Messías: „Aldrei hefur jafn- f ögur tónlist heyrst" Pólýf ónkórinn og Sinf óníuhljómsveit íslands í Hallgrímskirkju Pólýfónkórínn og Sinfóníuhljóm- sveit Islands flytur Oratoriuna Messías eftir Hándel í Hallgríms- kirkju, fimmtudaginn U. desem- ber kl. 20.00. Pólífónkórinn hefur nokkrum sinnum áður flutt þessa Oratoriu undir stjórn Ingólfs Guðbrandssonar, en þetta er fyrsti heildarflutningur verksins hér á landi. Það lá því beint við að spyrja Ingólf hvaða sess Oratorian Messias skipaði í tónlistarlifinu: „Messías er sennilega vinsælasta verk allra tíma og langþekktasta verk barrokktímans." Hvers konar verk er Messias? Er þetta kirkjulegt verk? „Texti óratoriunnar er settur saman úr ýmsum ritum Biblfunnar, einkum Gamla testamentinu. Að því leyti er verkið trúarlegs eðlis, en er ekki miðað við neina kirkjulega athöfn og var ekki samið til flutn- ings í kirkju. Messías er dramatískt verk, sa- mið til flutnings í leikhúsi. Frum- flutningnum árið 1742 var svo vel tekið að fólk gekk af göflununum af hrifningu og vitnað er í samtíma- heimildir sem segja „Aldrei hefur jafn fögur tónlist áður heyrst. Okunnugir ímynda sér að verk um trúarleg efni hljóti að vera með miklum alvöruþunga og langdregið áheyrnar. En frá upphafi leit al- menningur á Oratoríuna Messías sem skemmtitónlist. Fólk þyrptist að Hándel til að þakka honum fyrir skemmtunina, eftir flutning Orato- ríunnar, „Þetta er frábær skemmt- un," og annað í þeim dúr voru fyrirsagnir blaðanna á þeim tíma. En Hándel sagði sjálfur: „Mér þykir leitt ef ég hef aðeins skemmt ykkur, vegna þess að mig langaði að gera ykkur að betri mönnum." I mínum augum skipar Oratorían Messías þennan óvenjulega sess. Þetta samband af gleði og trúar- legri alvöru. Hándel var fyrst og fremst óperutónskáld en tók að semja óratoríur þegar áhuginn á óperum hans fór dvínandi í London, en Handel var mikill heimsmaður og hafði áratugum saman umgeng- ist aðals- og kóngafólk og unnið í þeirra þágu. Hann var viðhafnar- persóna og því er alltaf grunnt á því veraldlega í verkum hans, jafn- vel þótt textinn fjalli um trúarlegt efni. Þeir sem þekkja Gamla testa- mentið vita líka að frásögn þess er mjög veraldleg og kemur inn á flest VEÐUR IDAG U. 12.00: Heimild: Veðurstofa Islands (Byggt á veðurspá kl. 16.15 i gær) VEÐURHORFUR I DAG: YFIRLIT á hádegi í gær: Um 200 kílómetra suður af Vestmannaeyj- um er 984 mtllibara smálægð sem hreyfist lítíð, en 600 kílómetra suður af Hvarfi er 950 millibara víðáttumikil og vaxandi laegð á leið norðaustur. Hlýna mun í veðri þegar líður á nóttína. SPÁ: í nótt og í morgun var bútst við að skil gengju norðaustur yfir landið með suðaustan hvassviðri eða stormi og rigningu. Á hádegi verða sktlin því sem næst komin yfir landið, en við tekur hægari sunnan- eða suðaustanátt með skúrum eöa slydduéljum. Talsvert hlýnar meðan skilin ganga yfír, en síðdegis ætti að verða 1 til 5 stiga hiti. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: FIMMTUDAGUR og FÖSTUDAGUR: Suðlæg eða suðaustlæg átt og víðast frostlaust, þó heldur kólnandi á föstudag. Slydduél um sunnan- og vestanvert landið, en úrkomulítið norðaustanlands. TÁKN: s, Norðan, 4 vindstig: 10° Hitastig: Vindörin sýnir vind- 10 gráður á Celsíus é stefnu og fjaðrirnar V Skúrir * V El <T y Heiðskírt T vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. \æL Léttskýiað f- -r ¦•/ r r r r Rigning = Þoka / / / = Þokumóða /jjjk Hárfskýjað * / * ', ' Súld 4 'Íft Skýjað / * / * Slydda / * / OO Mistur —\~ Skafrenningur i ",WL Alskýjað * » * * Snjókoma ? # » R Þrumuveður "^ ;¦# r VEÐUR VÍÐA UIWHEIM kl. 12.001 gær að ísl. tíma hrtf veður Akureyri -a alskýlaft Reykjavlk -2 »WJ«o Bergen 9 rigning Helslnki 1 súld JanMayen 1 þokumóða Kaupmannah. 5 þokumóða Narssarssuaq -14 skýjað Nuuk -7 alskýjað Ostó ð rigning Stokkhólmur S þokumóða Þórshöfn 3 skýjað Algarve 18 léttskýjað Amstordam vántar Aþena 12 hálfskýjað Barcelona 10 rigning Berlln 4 mlstur Chlcago vantar Glasgow 8 léttskýjað Feneyjar 8 þokumóða Frankfurt 6 þokumóða Hamborg 10 heiðskírt LasPalmas 20 skýjað London 8 léttskýjað LosAngeles vantar Lúxemborg 7 skýjað Madrfd 9 lettakýjafi Malaga 14 lettskýjaB Mallorca 16 úrk. ígr. Miami vantar Montreal vantar Nlce 11 rigning NewYork vantar Paris 9 lóttskýlað Róm 14 þokumóða Vín -3 þokumóða Waahlngton vantar Winnlpeg vantar Pólýfónkórinn og Sinfóníuhljómsveitin við æfingu á Messíasi svið mannlífsins og frásögnin er mjög dramatísk. Allra þessara áhrifa gætir í Messí- asi. Verkið er afar fjölbreytt og blæbrigðaríkt. Líklega hefur ekkert verk tónbókmenntanna haft jafn- sterk áhrif á almenning. I ensku- mælandi löndum er flutningur þess fastur þáttur í jólahaldinu. Eg held að sönnum Breta fínnist engin jól, án þess að fara á hljómleika og hlýða á Messías. Það má fuilyrða að engin æðri tónlist hafí notið slíkra vinsælda og haft jafnsterk menningarleg áhrif á almenning og Oratorían Messías eftir Hándel. Verkið er óendanleg uppspretta af fegurð í orðum og tónum og því betur sem það er les- ið niður í kjölinn, kemur í ljós, að e.t.v. rúmar það alla speki hins kristna heims." Hvaða sögu segir verkið? „Verkið skiptist í þrjá þætti: Sá fyrsti fjallar um spádómana um komu Krists, fæðingu hans og hin fyrstu jól. Annar þáttur fíallar um pínu og kvöl frelsarans og endur- lausn mannkynsins fyrir friðþæg- ingu hans. Þriðji þátturinn er einskonar þakkargjörð fyrir þá gjöf til mannk^msins að Kristur kom niður til jarðar til að frelsa allt mannkyn. Verkinu lýkur rheð tvö- faldri fugu, þar sem raddir kórsins og hljóðfæranna spinna meistara- legan tónvef, sem er eitt þekktasta dæmið um snilld Hándels og bar- rokktimans." Hvernig er Pólýfónkórinn skipað- ur núna? „Hann er skipaður níutíu söng- röddum, heldur fámennari en oftast áður, en ég geri mér vonir um að þetta verði besti Pólýfónkórinn sem heyrst hefur á Islandi. Eg þori ekki að vonast eftir að kórinn fari fram úr því besta sem hann hefur gert erlendis við bestu hljómskilyrði." Hvert er álit þitt á hljómburði Hallgrímskirkju? „Starfsemi Pólífónkórsins hefur alla tíð liðið fyrir það að ekki var tíl hús sem hljómaði nógu vel fyrir flutning hinna stærri verka. Fyrir allmörgum árum lagði ég talsvert fé af mörkum til Hallgrímskirkju með því skilyrði að hljómburður yrði þar eins góður og í mannlegu valdi stendur. Við fyrstu heyrn tónlistar í kirkj- unni fannst mér hljómurinn fremur daufur og óskýr. Ur því hefur nú verið reynt að bæta með því að fjar- lægja um 80 fm. af steinullarein- angrun úr gafli kirkjunnar, andspænis kór, þar sem orgel kirkj- unnar á að koma í framtíðinni. Settar hafa verið harðar þilplötur í staðinn og mér virðist hljómurinn miklu skýrari síðan. Auk þess hef ég fengið leyfí til að allir flytjendur verði upp í kórnum og með því móti vonast ég til að hljómurinn flytjist betur. Þetta kemur allt í ljós á fímmtudagskvöldið. Eg hef oft stjórnað Messíasi áð- ur, en það er alveg sérstök tilfinning að fá tækifæri til að flytja Oratorí- una í hinni nývígðu kirkju og e.t.v. meira spennandi verkefni en ég hef fengist við um dagana." Skreiðarskipið enn í Lagos: 25.000 pakkar seldir, 35.000 enn um borð Vonast til að kostnaður vegna fjög- urra mánaða tafar verði greiddur af kaupendum SKREIÐARSKIPIÐ Horsham er enn statt í Lagos í Nfgeriu, en það fór héðan i águstmánuði síðastliðnum með rúmlega 60.000 pakka af skreið. Þá var veitt útflutningslcyfi fyrir 35.000 pökkum, en hitt flutt utan leyf is- laust. Nú hefur um 25.000 pökkum verið skipað upp og þeir seldir, en vonast er tíl að afgang- urinn seijist i vikunni. Umboðs- maður framleiðenda skreiðar- innar telur líklegast, að kostnaður vegna tafa á sölu skreiðarinnar leggist á kaupend- ur og lækki ekki verð til fram- leiðenda. Skreiðin er á vegum íslenzku umboðssölunnar ^og sagði starfs- maður hennar, Árni Bjarnason, í samtali við Morgunblaðið, að er skipið hefði farið utan, hefði verið búið að semja um sölu á öllum farm- inum. Síðan hefði hluti kaupenda gengið úr skaptinu með fyrrgreind- um afleiðingum. Matthías Bjarnason, viðskipta- ráðherra, sagði í samtali við Morgunblaðið, að viðskiptaráðu- neytið hefði á sínum tfma gefið útflutningsleyfí fyrir 35.000 pökk- um af skreið, sem fara áttu með skipinu Horsham. Þetta hefði verið gert að beiðni eigenda skreiðarinnar og með vitneskju bankanna. Hins vegar hefði ekki verið veitt útflutn- ingsleyft fyrir öllum farminum, enda hefði í upphafi ekki verið sótt um leyfl fyrir meiru en 35.000 pökkum. Umsókn um leyfi fyrir hinum hluta farmsins hefði komið eftir að skipið var farið utan og engin leyfi verið gefin út fyrir hann, enda væri útflutningur án leyfis ólöglegur. Ráðuneytið hefði reynt að fylgjast með gangi mála, en það hefði gengið erfiðlega að öðru leyti en því, að upplýsingar um, að þetta væri alveg að ganga, væri mjög auðvelt að fá og hefðu þær reyndar fengizt oft. Hingað til virtist sem þær fregnir væru stórlega ýktar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.