Morgunblaðið - 10.12.1986, Page 9

Morgunblaðið - 10.12.1986, Page 9
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. DESEMBER 1986 9 Valskonur Muniðjólafundinn íkvöld á Hlíðarenda kl. 20.30. Mætið stundvíslega. Stjórnin VELOUR- SLOPPAR Innisett Baðmullar- náttföt Inniskór Peysur Skyrtur Hanskar Treflar Frakkar Jakkar Buxur Nytsamar jólagjafír finnweor GEísiP Stjórn Alþýðiiflokksfélags ísafjarðar: Ræðir afskipti for- mannshjónanna af prófkj örsbaráttunni Hvar eru nýju andlitin? Deilur alþýðuflokksmanna á Vestfjörðum í kjölfar prófkjörsins á dögunum, þar sem gömlu pólitíkusarnir Sighvatur Björgvinsson og Karvel Pálmason áttust við, beina athygl- inni að þeirri staðreynd, hve fá ný andlit eru á framboðslistum flokksins fyrir næstu þing- kosningar. Að þessu er hugað í Staksteinum í dag. Ný andlit? Framboðslistar stjórn- málaflokkanna fyrir nœstu alþingiskosningar eru smám saman að taka á sig mynd. Athygli vek- ur, að fátt er um nýja frambjóðendur í „örugg- ura“ sœtum; þorri núver- andi þingmanna hefur áhuga á áframhaldandi þingsetu. Alþýðuflokks- menn hafa talað niikið um nauðsyn endurnýjun- ar á Alþingi og þess vegna er fróðlegt að at- huga, hveijir skipa efstu sætin á framboðslistum flokksins. í Reykjavik hefur Jón Sigurðsson, efnahags- ráðunautur ríkisstjórn- arinnar, tekið 1. sætið á lista Alþýðuflokksins eft- ir gervipróflqörið fræga, en Jón Baldvin Hanni- balsson, flokksformaður, skipar baráttusætið ef miðað er við úrslit síðustu þingkosninga. Á milli þeirra situr Jóhanna Sigurðardóttir alþingis- maður. Jón Sigurðsson er að sönnu nýtt andlit i stjómmálunum (þótt hann sé að öðru leyti gamalkunnur úr fjöl- miðlum fyrir talnafróð- leik) og sumir segja að hann eigi eftir að verða Jóni Baldvini skæður keppinautur þegar fram líða stundir. En hér er líka alit upptalið! Efnahagsráðu- nautur rikisstj ómarinn- ar er í rauninni eini nýi frambjóðandinn, sem Al- þýðuflokkurinn býður upp á og fullvíst má tejja að nái kjöri. Litum á önn- ur kjördæmi. f Reykja- nesi eru þingmennimir Kjartan Jóhannsson og Karl Steinar Guðnason enn á ferðinni. Á Suður- landi (þar sem flokkur- inn hefur engan þingmann) er boðið upp á Magnús Magnússon fyrrverandi ráðherra og þingmann nm árabil. Á Austurlandi (þar sem flokkurinn hefur heldur ekki neinn þingmann) er Guðmundur Einarsson þingmaður úr Bandalagi jafnaðarmanna i efsta sætinu. Á Norðurlandi eystra (enginn þingmað- ur) verða Ámi Gunnars- son ritstjóri og varaþingmaður og Kol- brún Jónsdóttir þing- maður úr BJ væntanlega í efstu sætunum. Á Norð- urlandi vestra (enginn þingmaður) er Jón Sæ- mundur Siguijónsson, hagfræðingur, í efsta sætinu, en hann er fall- kandidat frá kosningun- um 1983, þar sem hann skipaði sama sæti. Á Vestfjörðum em það annað hvort Karvel Pálmason alþingismaður eða Sighvatur Björgvins- son fyrrverandi þing- maður sem verða oddvitar flokksins. Það var ekki Ijóst þegar þetta var skrifað. Og á Vest- urlandi er Eiður Guðna- son alþingismaður á ný í efsta sætinu. Var einhver að tala um ný andlit? Um enduraýj- un á Alþingi? „Fordæman- íeg afskipti“ Vestfirðir hafa um langt árabil 'verið eitt höfuðvígi Alþýðuflokks- ins. Deilumar vegna prófkjörs flokksins þar kunna hins , vegar að draga.dilk á eftir sér og valda þð að einhveijir kjósendur flokksins sitji heima eða greiði öðrum flokkum atkvæði sitt. Sem fyrr segir kepptu þeir Karvel Pálmason núverandi þingmaður flokksins og Sighvatur Björgvinsson fyrrver- andi þingmaður um efsta sætið og þegar þetta er skrifað er óvíst um úr- slit, en flestir veðja liklega á Karvel. Sig- hvatsmenn cm mjög ósáttir við ýmislegt í framkvæmd prófkjörs- ins, en sérstaklega er þeim þó í nöp við Jón Baldvin Hannibalsson, flokksformann, og konu hans Bryndísi Schram, sem þeir segja að hafi stutt Karvel leynt og Ijóst. Þeir telja slika framkomu ekki samrým- ast formannsstarfi Jóns. í drögum að ályktun stjómar Alþýðuflokks- félags tsafjarðar um þetta mál, sem birt vom hér í blaðinu i gær, er athygii stjómar Alþýðu- flokksins vakin á þeim „fordæmanlegu afskipt- um sem formaður Alþýðuflokksins og eig- inkona hans, varaborgar- fulltrúi flokksins i Reykjavík, höfðu af próf- kjöri flokksins á Vest- fjörðum." Orðrétt segir: „Stjómin veit mörg dæmi þess að með simhringing- um og á annan hátt reyndu þau að hafa áhrif á fólk, m.a. hér á ísafirði til þess að kjósa gegn öðrum frambjóðandan- um i prófkjörinu Sig- hvati Björgvinssyni.“ Svo mörg em þau orð. Jóni Baldvini kann að að hafa tekist að koma i veg fyrir að Sighvatur komi á þing fyrir Alþýðuflokk- inn á ný og þar með haldið keppinaut um for- ystu í flokknum i skefj- um. Spumingin er hins vegar sú, hvort þetta hafi verið of dým verði keypt og Alþýðuflokkur- inn muni gjalda þess í kosningunum. ■> Concord lampar S: 42120 OG 42433 AUÐBREKKU 18, KÓP RAFBÚÐIN

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.