Morgunblaðið - 10.12.1986, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 10.12.1986, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. DESEMBER 1986 13 Leikur með drykki að þau nái saman með leiðinda- slúðri. Leiðir elskendanna skilja í nokkur ár, en auðvitað sigrar ástin að lokum. Eftir hugsanagangi persónanna og því samfélagi sem birtist í bók- inni er hugsanlegt að sagan gerist í upphafi þessarar aldar. Fólk er þó farið að ferðast um á hjólhestum og bílum. Aðdáendur Ingibjargar verða varla fyrir vonbrigðum með þessa bók, því hún er alveg eins og hinar bækumar hennar. Frágangur bókarinnar er til skammar fyrir forlagið sem gefur hana út. Nokkuð er um prentvillur og í lok bókarinnar er nokkurra línu brenglun. Svona nokkuð á ekki að eiga sér stað hjá vönduðu og grónu forlagi, komnu fast að níræðu. Ástin sigrar allt Békmenntir Súsanna Svavarsdóttir Beggja skauta byr Höf.: Ingibjörg Sigurðardóttir Útg.: Bókaforlag Odds Björns- sonar Sögusviðið er Hymuvík, þorp norður í landi. Við sögu koma lækn- isfjölskyldan, sýslumannsQölskyld- an, verkakona sem kölluð er Indíana í Skúmum, og sonur hennar, auk Albínu, sem er vinnukona hjá lækn- isfjölskyldunni. Læknishjónin eiga soninn Svan, sýslumannshjónin dótturina Steinu Rún. Sýslumannssetrið og læknis- bústaðurinn em rétt utan við þorpið. Indíana í Skúmum á soninn Sævald Má. Hann er sjómaður. Ingibjörg byijar á því að segja frá metnaði læknisfrúarinnar vegna sonarins sem er ekki eins mikill námshestur og Sævaldur Már. En Sævaldur er fátækur og fær því ekki tækifæri til að mennta sig í skóla. Það vefst þó ekki fyrir hon- um. Hann fer í Stýrimannaskólann þegar hann verður stór og „briller- ar“ í lífinu. Sýslumannsdóttirin elskar hann. Það er ekki gott þegar læknissonur er á svæðinu. Báðir em skotnir í henni. Læknissonurinn er óráðsíu- pési. Auðvitað sá Steina Rún það strax. Enda bamar hann Albínu á meðan hann er að eltast við Steinu Rún, stingur af frá öllu saman og fer í soliinn. Mæðramæða er mikil í sögunni. Sýslumannsfrúin og læknisfrúin vilja að bömin þeirra verði hjón. Þær fyrirlíta Indíönu í Skúmum. Hún er algóð og allir leita til henn- ar. Þær, fínu frúmar, em aftur á móti leiðinlegar snobbhænur, hafa þó ekkert að snobba fyrir nema hvor aðra. Þær em alvondar. Þess vegna er allt á móti þeim. Þær sætta sig þó við hlutskipti sitt í lokin. Sýslumaðurinn og læknirinn em yndislegir menn í alla staði. Halda báðir með Indíönu í Skúmum. Þeir em mannúðin uppmáluð. Albína er bóndadóttir úr sveit. Hún veit ekkert í sinn haus. Hún ræður sig í vist hjá lækninum þeg- ar frúin handleggsbrotnar. Prestur- inn sjálfur ábyrgist hana og læknissonurinn bamar hana. Hún flýr til Indíönu og elur bam sitt upp hjá henni, ófeðrað, þangað til Svan- ur snýr til baka úr ræsinu og ákveður að fara í guðfræði. Steina Rún er algóð. Hún er að klára Kennaraskólann, vinnur í físki sumarið sem meginhluti sögunnar gerist, þvert ofan í vilja móðurinn- ar. Hún vinnur við sama borð og Indíana. Þær verða miklar vinkon- ur. Steina Rún og Sævaldur Indí- önuson fella hugi saman. Indíönu finnst drengurinn hugsa heldur hátt en er ánægð. Læknisfrúin og sýslumannsfrúin koma í veg fyrir Ingibjörg Sigurðardóttir. Bókmenntir Erlendur Jónsson DRYKKIR Vlð ALLRA HÆFI. 186 bls. Vaka/Helgafell. Reykjavík, 1986. Bók þessi er mikið myndskreytt og afar glæsileg útlits. I inngangi er upplýst að hún sé þýdd og stað- færð úr sænsku. íslensk þýðing — og þá væntanlega einnig viðaukar — em eftir Einar Öm Stefánsson. Meðal annars er hér að fínna verð- launadrykki frá íslenskum barþjón- um. Engin afstaða er í bók þessari tekin til áfengisins sem slíks. Óáfengir drykkir era hér líka á boðstólum. Eru þær uppskriftimar ekki síður gagnlegar. Kaffið, sem hér er á borðum ár og síð, er gott í hófi en getur orðið leiðigjamt eins og annað. Auk þess sem draga verð- ur í efa hollustu þess eins mikið og af því er dmkkið. Tilbreytni er því æskileg. Flest kemur hér nýstárlega fyrir sjónir. Þó rekst maður á gamal- kunnar blöndur, til að mynda eina sem heitir því kynlega nafni »þorstaslökkvari« og oft hefur verið á borðum hjá ungum og gömlum á landi hér við hátíðleg tækifæri (óáfengt). Bók þessi er alls ekki fyrir svelgi (þeir gefa sér engan tíma til að blanda) heldur fyrir hina sem hafa gaman af að möndla og mixa, prófa og kanna. Við veisluhald og aðra tilbreyting er bók þessi öðm fremur miðuð, síður við daglega neyslu, að minnsta kosti hvað áfengið varðar; enda alkunna að áfengi hentar hreint ekki til þess háttar brúks. Ekki er gert upp á milli tegunda. Þó má víða ráða af orðalagi að mælt sé með léttum vínum fremur en sterkum, enda mun breytileiki þeirra vera meiri og hefðin lengri. 0g svo em þau vitanlega nær því að geta talist ómenguð náttúmaf- urð. Þáttur, mjög myndskreyttur, er hér um glös. Glasatíska breytist eins og annað. Og glös af því tagi, sem við notum undir vatn eða gos eða mjólk eða svokallaða long VJterkurog k-/ hagkvæmur auglýsingamiðill! drinks, kallast þama slétt og fellt — »gamaldags glös«. Þá er kafli sem Skreyting nefnist. Þar em taldar upp ávaxtategundir ýmsar með meira sem hlýða þykir að hafa til skrauts; og kannski lfka einhvers bragðbætis, þegar drykkir em fram bomir. Langur kafli er þama um kokkt- eila sem sumir kalla hanastél, aðrir vínblöndur. Hið síðartalda er þó rangnefni því vín er í raun einung- is það sem bmggað er úr vínberja- safa. Ætli Suðurlandabúi yrði ekki skrítinn á svipinn ef honum væri rétt brennivínsstaup og honum væri sagt að það væri vín! Tekið er fram að ekki sé við hæfi að halda áfengi að þeim sem ekki vilja. Algengast mun að þeim sé borinn annaðhvort ávaxtasafi eða kók þegar hinum em bomar dýrindis blöndur. í bók þessari em hins vegar uppskriftir til þess ætl- aðar að gera jafn vel við þá og aðra og er það líka sjálfsagt. Þá er hér kafli um bjór, bæði sterkan og veikan. Það sem sagt er um hinn fyrrtalda kemur aðeins fáum útvöldum að notum. En léttur pilsner er líka prýðisdrykkur — ef hann uppfyllir gæðakröfur — og hans telja flestir saklaust að neyta. Auk þess sem gaman er að fletta bók þessari má um hana segja eins og tekið er fram í inngangi: »Hér em diykkir sem eiga við hin ólík- ustu tilefni og allir ættu að fínna eitthvað við sitt hæfi.« JÓLAUÓS 40 ljósa útisería Hvít — Rauð — Blá Hver sería er 40 ljós og spennubreytir. Hægt er að nota tvær seríur við hvem spennubreyti. Yönduð sería og hættulaus. Samþykkt af Rafmagnsefíirliti ríkisins. Verð: 1 sería og spennubreytir kr. 1.650 — aukasería kr. 825. Rafkaup Suðurlandsbraut 4 108 Reykjavík Sími 681518 ÚTSÖLUSTAÐIR: RAFVÖRUR/Reykjavík BLÓMAVAL/Reykjavík RAFVIÐGERÐIR/Reykjavík MOSRAF/Mosfellssveit RAFLAGNAVINNUSTOFA SIGURÐAR INGVASONAR/Garöi STAPAFELL/Keflavík KJARNI/Vestmannaeyjum ÓTTAR SVEINBJÖRNSSON/Hellissandi VERSLUN EINARS STEFÁNSS/Búöardal PÓLLINN/ísafirði SVEINN Ó. ELÍASSON/Neskaupstaö RAFSJÁ HF/Sauðárkróki Jólatilboð Verð áður: bára er íullkomin þvottavél sérhönnuð tyiir íslenskar aðstœður bára tekur inn á sig bœði heitt og kalt vatn bára vindur allt að 800 snún./mín. og er með spamaðanoía Sérhver bára er tölvuprófuð, fyrir aíhendingu. bára hefur 18 íullkomin þvottakerti og íslenskar merkingar. Ekki bara best, líka ódýrust V Gerðu verð- og gæðasamanburð Vörumarkaðurinnhl. Eiöistorgi 11 - sími 622200
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.